Steingrímsmenn lögðust á grúfu og gerðu það sem kröfuhafar ætluðust til

„Ég og fleiri þing­menn vor­um á því að Ices­a­ve-samn­ing­arn­ir væru ólögvar­in krafa. Á sama grunni hefði átt að svara hót­un­um kröfu­hafa um mál­sókn. Segja: gjörið svo vel og farið í mál við ríkið í stað þess að leggj­ast á grúfu og gera það sem beðið var um,“

seg­ir Vig­dís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, við birtingu skýrslu meirihluta nefndarinnar um uppgjör fyrri ríkisstjórnar á fjármálum bankanna og yfirtöku kröfuhafa á þeim.

Í annarri og lengri frétt en þeirri, sem hér er tengt við (sjá neðar), segir: 

Lands­bank­inn

Ríkið lagði í til­felli Lands­bank­ans 122 millj­arða í bank­ann á móti 28 millj­örðum kröfu­hafa, en greiddi 2 millj­arða fyr­ir kauprétt að hlut kröfu­haf­anna. Með þessu var tapsáhætta rík­is­ins 122 millj­arðar. Átti ríkið að eign­ast 17% hlut kröfu­haf­anna í bank­an­um eft­ir að 92 millj­arða skil­yrt skulda­bréf væri greitt upp.

Seg­ir í skýrsl­unni að miðað við þá verðlagn­ingu, þ.e. að 17% hlut­ur væri verðmet­inn á 92 millj­arða, væri verðmat Lands­bank­ans 541 millj­arður sem væri langt um­fram raun­v­irði. „Ekki fæst bet­ur séð en að þessi flétta hafi verið gerð til þess eins að færa Ices­a­ve-skuld­bind­ing­ar yfir á skuld­ara nýja Lands­bank­ans,“ seg­ir í skýrsl­unni. (Tug­millj­arða meðgjöf með bönk­un­um).

Áberandi var, hve fulltrúi Kastljóss reyndi allt hvað hann gat til þess í þættinum með Vigdísi í kvöld að reyna að gera sem minnst úr ávirðingum Steingríms J. Sigfússonar og Jóhönnu í þessum málum öllum. Við vitum svo sem hvar við höfum Kastljósmenn -- þeir voru ekki skárri í Icesave-málinu!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Langt seilst til að friða kröfuhafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þegar ég hugsa mig vel um og tek heildarmynd af þessu bankaráni öllu saman finnst mér vanta mikið uppá trúverðugleika valdaáróðursafla af ýmsum toga.

Mér finnst mjög undarlegt að fjármálaeftirlitið á Íslandi, sem sveik og rændi allt og alla fyrir bankaránshrun, hafi víst átt að vera kjölfestan í þessum svokölluðu neyðarlögum/almenningssvikum/sérhagsmuna-yfirgangi?

Það kom fram í einhverjum kvöldfréttatímanum í kvöld að svika-fjármálaeftirlitið á Íslandi hefði átt að vera kjölfesta nýrra tíma Íslands-neyðarlaganna svokölluðu?

Nú er komið að því að tala og skrifa um hlutina eins og þeir raunverulega voru og eru!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.9.2016 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband