Davíð Oddsson bendir á eftiráhrif Icesave-málsins á stöðu Sjálfstæðisflokksins

Skv. Styrmi, fv. Mbl.ritstjóra, mátti skilja Davíð í viðtali á þann veg, að hann reki veika stöðu Sjálf­stæðis­flokksins að veru­legu leyti til stuðn­ings flokks­ins við hina upp­haf­legu Icesave-samn­inga sem hann sagði aldrei hafa kom­ið skýr­ingar á.

Fleira var fjallað um þarna, sjá grein Styrmis, sem spyr svo í lokin:

"Hvers vegna er það fyrst nú, þegar 10 ár eru liðin frá Hruni, sem Davíð Odds­son talar svo opið um þessi málefni?

Og af hverju gerði hann það ekki fyrir forseta­kosningarnar? 

Samtal af þessu tagi fyrir þær hefði getað breytt miklu um úrslit þeirra."  

Það var Sjálfstæðisflokknum ekki til góðs, þegar formaður hans, Bjarni Benediktsson, ákvað að láta "kalt mat" sitt ráða atkvæði sínu um Buchheit-samninginn um Icesave; en hann fekk þá meiri­hluta þingmanna sinna í lið með sér, en fáeinir greiddu atkvæði á móti, og einn sat hjá.

Þessi afstaða Bjarna var þvert gegn því, sem landsfundur flokksins hafði ályktað um. Slíkt er engum flokki affarasælt og sízt þegar á daginn kemur, að með þessari stefnu formannsins og flestra þingflokka, sem þá voru á Alþingi, var verið að taka afstöðu þvert á móti (a) vilja eindregins meiri­hluta almennings í þjóðar­atkvæða­greiðslu og (b) ótvíræðum laga­legum rétti þjóðarinnar, eins og í ljós kom í úrskurði EFTA-réttarins snemma árs 2013.

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband