Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Vanhæfur forseti ESA á ekki að sitja yfir hlut okkar

Dr. Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor við HÍ, sérfræðingur í Evrópurétti, segir í Mbl. í dag sitt persónulega mat, að Per Sanderud, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), „sé mjög nálægt því að hafa gert sig vanhæfan með ummælum sínum." Sanderud þessi hefur úttalað sig mjög frjálslega um, „að Íslendingum beri að standa skil á lágmarksinnstæðutryggingu vegna Icesave-reikninga Landsbankans, allt að 20 þúsund evrum á hvern reikning," eins og segir í viðtengdri frétt á Mbl.is. M.a. hefur hann verið svo djarfur að tala með eftirfarandi hætti (skv. Mbl.is) og afar óvíst að hann hafi í raun spámannlegan vöxt til þess arna:

  • Hann hefur einnig sagt það ljóst að EFTA-dómstóllinn muni úrskurða Íslendingum í óhag, komi málið til kasta hans.

Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, reyndi mjög eindregið að fá þá kröfu setta inn í svarbréf efnahags- og viðskiptaráðuneytisins til ESA, að Sanderud rýmdi sæti sitt í ESA, þegar um Icesave-málið yrði fjallað þar, en ekki var við það komandi, stjórnarmeirihlutinn í utanríkismálanefnd beitti sér gegn því.

Við höfðum einnig lagt áherzlu á þetta sama, Loftur Altice Þorsteinsson, Borghildur Maack, Pétur Valdimarsson og undirritaður, á fundi okkar með Kristrúnu Heimisdóttur, aðstoðarmanni Árna Páls Árnasonar ráðherra, og Helgu Jónsdóttur, sem einnig starfar í ráðuneyti hans, á fundi okkar með þeim fimmtudaginn 28. fyrra mánaðar. Fundur okkar fjögurra, ásamt fleiri félögum í Samstöðu þjóðar gegn Icesave og tveimur þingmönnum í gær, með Eiríki Svavarssyni lögfræðingi og InDefence-manni, sem vann mjög góða vinnu í þeirri nefnd, sem undirbjó 32 blaðsíðna svarbréfið til ESA, hefur sízt dregið úr þeim ásetningi okkar að vinna áfram að þessu máli.

Sigurður Kári Kristjánsson, lögfræðingur og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fjallað skarplega um þetta málefni í grein í Morgunblaðinu sl. miðvikudag.

Þar telur hann Sanderud, "í ljósi ummæla sinna, líklega vanhæfan „til þess að skera úr þeim ágreiningi í Icesave-málinu sem nú er til meðferðar hjá þeirri eftirlitsstofnun sem hann er forseti fyrir, enda má með réttu efast stórlega um óhlutdrægni hans í málinu“."

  • Sigurður Kári spyr hvers vegna þessum rökum sé ekki teflt fram í svarbréfi íslenskra stjórnvalda til ESA, sem afhent var í upphafi síðustu viku. (Mbl.is.)

Réttilega spurt hjá Sigurði, og ummæli dr. Stefáns Más í þessa átt ýta enn á eftir þessum sjálfsagða þætti í nauðsynlegri málsvörn okkar Íslendinga.

Sjá einnig hér:

Svarbréf ríkisstjórnar Íslands til ESA

mynd 2011/05/04/GT4NDMQH.jpg

Eftir Sigurð Kára Kristjánsson: "Ríkisstjórnin þarf að útskýra hvers vegna hún ákvað að tefla ekki fram ýtrustu vörnum íslenska ríkisins í svarbréfi sínu til ESA." 

(Millifyrirsagnir þar:)

Ummæli forseta Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) – Fyrirfram uppkveðinn dómur – Réttlát málsmeðferð – Dómarinn víki sæti

Grein Sigurðar Kára er alla að finna á Moggabloggi hans, hér: 

Svarbréf ríkisstjórnar Íslands til ESA 

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Forseti ESA líkast til vanhæfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonarefni um góðar varnir gagnvart ESA eða endurnýjuð vonbrigði?

Þrír félagsmenn í Þjóðarheiðri og formaður eins smáflokkanna áttu langan og mikilvægan fund með embættismönnum í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu í liðinni viku. Þar var innsiglað, að Loftur varaformaður okkar myndi senda ráðuneytinu afrit af bréfaskiptum sínum við ýmsar erlendar stofnanir, embættismenn og sérfræðinga, en hann hefur öðrum fremur stundað rannsóknir á þessum Icesave-málum erlendis.

Málin voru rædd á alla kanta við fulltrúa ráðuneytisins, m.a. um afar harðneskjulega beitingu hryðjuverkalaganna; og Loftur benti á það með ýmsum rökum, að í Bretlandi var top-up innistæðutrygging á Landsbankareikningum – og að rök væru til þess að láta Per Sanderud víkja úr áhrifastöðu sinni í ESA vegna hlutdrægra yfirlýsinga hans hingað til.

Einnig var nefnt það fordæmi frá Danmörku, að Esb. gaf dönskum yfirvöldum sérstaka undanþágu til að ríkistryggja bankainnistæður, en þetta er eitt með mörgu til marks um, að reglan var þar, á Evrópska efnahagssvæðinu öllu, að innistæður voru EKKI ríkistryggðar.

Samdægurs og daginn eftir fekk svo hinn háttsetti ráðuneytismaður afrit bréfaskipta Lofts, m.a. við FSA, FSCS, DNB o.fl. Ætla má, að þær upplýsingar hafi skipt miklu máli fyrir ráðherrabréfið. En vinna og tafir hafa bægt okkur fjórmenningana frá því að mynda okkur endanlega skoðun á því bréfi Árna Páls, við höfum rétt komizt til að byrja að lesa þetta 34 bls. bréf og verðum að gefa okkur tíma til að leggja mat á það, áður en okkar viðbrögð koma fyllilega fram. Þó verður að segjast eins og er, að þrátt fyrir ýmislegt sem ágætlega hljómar í þessu svari ráðherrans til ESA, sé ástæða til að ætla, að hann hafi ekki nýtt sér sem skyldi ýmis sterk rök sem veitt hefðu okkur Íslendingum lagalegan stuðningsauka í málinu.

Endanlegt mat okkar birtist hér síðar.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Bretar og Hollendingar brotlegir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gætum við fengið forsetann ykkar lánaðan?

Svo nefnist frábært bréf til þjóðarinnar í Morgunblaðinu í gær. Höfundarnir, brezkir, eru miklir samherjar okkar í Þjóðarheiðri – samtökum gegn Icesave. Þeir voru fyrirlesarar á mjög góðum fundi með okkur í Húsinu við Höfðatún sl. sumar og hafa verið í góðu sambandi við einn okkar virkasta félagsmann, Gústaf Adolf Skúlason, sem búsettur er í Svíþjóð, en hann hefur unnið með þeim í Evrópusamtökum smáfyrirtækjaeigenda. Bréfið er stutt, en segir þeim mun meira. Það er endurbirt hér í heild:

Gætum við fengið forsetann ykkar lánaðan?

Frá Anthony Miller og Donald Martin

Anthony Miller og Donald Martin
Anthony Miller og Donald Martin
 
Við óskum Íslendingum til hamingju með að hafa enn á ný staðið á réttindum sínum í nýafstaðinni þjóðaratkvæðagreiðslu.
  

Við viljum einnig þakka sérstaklega forseta Íslands, hr. Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrir hugrekki hans og visku í gegnum þetta ólánsmál.

Sem breskir þegnar teljum við ykkur öfundsverð. Þrátt fyrir umtalsverða andstöðu hafa síðustu ríkisstjórnir Bretlands skrifað undir hvern ESB-sáttmálann á fætur öðrum og stöðugt neitað yfirgnæfandi óskum almennings í Bretlandi um þjóðaratkvæðagreiðslu til að ákveða, hvort við eigum að vera áfram í ESB eða ekki.

Meirihluti kjósenda sér engan raunverulegan hag í aðild okkar að sambandinu, nokkuð sem hefur haft töluverða ókosti í för með sér. Áður en við gengum í ESB voru breskir bændur svo til sjálfbærir en nú erum við t.d. háð Frakklandi með megnið af mjólkurafurðum okkar.

Breskur fiskiðnaður hefur orðið fyrir alvarlegum skaða, sem og fiskistofnar okkar, síðan ESB tók yfir stjórnina í þeim málum.

Eftirlit og reglugerðir ESB hafa flestar hverjar lítinn sem engan ávinning fyrir okkur, en gera okkur lífið leitt.

Fjármagni, sem okkur vantar svo nauðsynlega, er sóað og það misnotað á sviksamlegan hátt af ESB enda hafa reikningar ESB ekki verið samþykktir af endurskoðendum í fjölmörg ár.

Gætum við ekki, allra náðarsamlegast, fengið forsetann ykkar lánaðan? Okkur sárvantar þjóðaratkvæðagreiðslu í Bretlandi til að geta losað okkur undan oki ESB.

Virðingarfyllst,

Anthony Miller,

Donald Martin,

Íslandsvinir.

ANTHONY MILLER, endurskoðandi á eftirlaunum.

DONALD MARTIN, blaða- og bókaútgefandi. 

 


InDefence færði rök gegn lækkun lánshæfiseinkunnar

Um leið og fréttist, að matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur í dag "breytt horfum fyrir lánshæfismat bandaríska ríkisins úr stöðugum í neikvæðar" vegna mikilla opinberra skulda og fjárlagahalla, er eðlilegt að við leiðum aftur hugann að því lánshæfismati Moody's, sem forseti Íslands og andstæðingar Icesave III tóku lítið mark á og mörg rök benda til, að lítið hafi verið að marka, enda illa undirbyggt, hripað á 2 bls. eftir skjóta könnun mála; og jafnvel sjálf Icesave-stjórnvöld okkar eru nú farið að snúa við blaðinu í þeim efnum!

Eftirfarandi þáttur úttektar Arnar Arnarsonar í síðasta viðskiptablaði Morgunblaðsins, sl. fimmtudag, er lærdómsríkur:

MÓTRÖKUM HALDIÐ Á LOFTI 

InDefence færir rök gegn lækkun lánshæfiseinkunnar

InDefence-hópurinn sendi í vikunni greinargerð til alþjóðlegra matsfyrirtækja þar sem færð eru rök fyrir þeirri skoðun að ekki sé réttlætanlegt að lækka lánshæfismat ríkissjóðs umfram það sem nú er í kjölfar þess að Icesave-samningnum var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Í greinargerðinni er meðal annars bent á að fjármögnunarhorfur ríkisins til lengri tíma litið séu vel viðráðanlegar. Bent er á að skuldbindingar ríkissjóðs utan efnahagsreiknings séu litlar í evrópsku samhengi meðal annars vegna þess að íslenska lífeyrissjóðskerfið sé sjóðssöfnunarkerfi ólíkt því sem tíðkast í mörgum öðrum löndum. Ennfremur er fullyrt að litlar líkur séu á því að ábyrgðir falli á ríkið vegna Landsvirkjunar og Íbúðalánasjóðs á næstu árum. Þá er vísað til nýlegrar skýrslu sérfræðinga Seðlabankans sem sýnir meðal annars að undirliggjandi viðskiptajöfnuður sé um 13% af landsframleiðslu og það ásamt öðrum þáttum sýni að íslenska hagkerfið skapi gjaldeyristekjur í nægjanlegum mæli til að hægt sé að stuðla afnámi gjaldeyrishafta þegar fram í sækir. Þá kemur fram í greinargerð InDefence að þó svo að Icesave-deilan standi óleyst sé gjaldeyrisstaða Seðlabankans traust og nemi um 46% af landsframleiðslu og dugi til að standa straum af öllum erlendum gjalddögum ríkisins fram til ársins 2015. Þá er einnig bent á aðra þætti sem ættu að stuðla að skárra lánshæfismati á borð við sveigjanleika hagkerfisins sem og að endurreistu viðskiptabankarnir séu með hæsta eiginfjárhlutfall sem þekkist á Vesturlöndum og við stofnun þeirra hafi eignasöfnin verið hreinsuð upp. (Tilvitnun lýkur.)

Sbr. einnig fyrri grein hér:  Gallað Icesave-álit - gagnrýni úr ýmsum áttum

JVJ.


mbl.is Neikvæðar horfur fyrir bandaríska lánshæfiseinkunn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Economist fjallar um Icesave

Skemmtileg er myndin með þætti Charlemains í Economist í gær: Maður horfir yfir hafið til Íslands og sér eldfjall gjósa, en gosmökkurinn myndar stafina NO! Auðvitað er Icesave og þjóðaratkvæðið málið. A parable of two debtors nefnist greinin, og þar er spurt í undirfyrirsögn: Does Iceland hold lessons for Ireland, and the rest of troubled Europe?

Eina millifyrirsögnin er dæmigerð fyrir brezkan húmor: Between Ice and Ire, en ire þýðir reiði. Við Íslendingar erum sem sagt gaddfreðnir gagnvart Icesave-kröfunum, er Írarnir ævareiðir yfir eigin ástandi og afstöðu Esb.

Afar stuttlega er þar fjallað um rökin gegn Icesave-samningnum. Eins og lesendur þessarar vefsíðu þekkja vel, er þetta heldur fátækleg lýsing á afstöðu okkar sem sögðum NEI:

  • The “no” camp argued that Iceland had no legal duty to stand behind €4 billion ($6 billion) of compensation to foreign depositors in Icesave, the online arm of a failed private bank, Landsbanki. The matter will now go to an international court, although Iceland says most or even all the money will be repaid from the disposal of Landsbanki’s assets. Beyond the legal arguments, the vote was an act of defiance. Icelanders were offended at their treatment by big countries, notably Britain, which had invoked anti-terrorist laws to seize Icelandic assets. 

Í greininni er vitnað í fjóra menn um Ísland: Halldór Laxness, Carl Bildt, Magnús Árna Skúlason úr InDefence, Steingrím J. Sigfússon og Þorvald Gylfason, fyrir utan það sem kemur fram í þessari klausu (fyrst um Írland):

  • Some left-wing parliamentarians have demanded an Iceland-style referendum on the conditions of Ireland’s bail-out. Look, they say, the sky has not fallen in on Iceland. (Portuguese activists are also calling for a referendum on any planned austerity measures.) There is an epic quality about the way this remote island of glaciers and volcanoes has stood up to powerful states and economic orthodoxy. For its cheerleaders, such as Paul Krugman, an American Nobel laureate in economics, Iceland is a model for another north Atlantic island ruined by bad banks: Ireland.
Af hinum þremur, sem lifa, er enginn beinlínis hlynntur hinum skýra málstað NEI-sinna, jafnvel ekki Magnús Árni, en hann er reyndar með hinum linustu í hópi InDefence-manna.
 
Charlemain (sem á að heita höfundur fastra þátta aftast í Economist og eru vitaskuld á ábyrgð ritstjóra þar) segir að þrátt fyrir að Íslendingum hafi verið boðin "hagstæðari kjör", hafi það ekki dugað til né hitt, að efnahagsleg óvissa blasi við og Hollendingar hóti að hætta við að styðja aðild landsins að Esb. Hann veltir fyrir sér, hvoru landinu farnist betur með ákvarðanir sínar eftir bankakreppuna, Íslandi eða Írlandi, og telur að þrátt fyrir að hér hafi verðbólgan farið upp í 18% (en komin niður í eðlilegar tölur) og eftirspurn á mörkuðum minnkað mikið, sé atvinnuleysið um tvöfalt meira á Írlandi og meira lánstraust á fyrirtækjum hér, jafnvel möguleiki á smá-hagvexti á árinu. Menn verða að lesa sér meira til í blaðinu sjálfu, hér: Economist.com/blogs/charlemagne

JVJ.


Gallað Icesave-álit - gagnrýni úr ýmsum áttum

Grein eftir Örn Arnarson í viðskiptablaði Mbl. í gær, Moody's var bent á galla í Icesave-áliti, virðist leiða í ljós, að á harla veikum grunni hafi "ruslflokks"-spá þess matfyrirtækis byggzt, miðað við að hafna Icesave III.

  • Sérfræðingar settu sig í samband við Moody's eftir að álit um áhrif höfnunar Icesave á lánshæfismat ríkissjóðs var birt í febrúar • Bentu á að staðfesting Icesave-samningsins myndi festa gjaldeyrishöft í sessi en ekki flýta fyrir afnámi þeirra eins og Moody's færði rök fyrir 

M.a. hafa GAM Management, IFS-greining og (GAMMA) InDefence-hópurinn sent rökstudda gagnrýni á hið tveggja blaðsíðna mat, sem Moody's gaf út fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. 

  • InDefence-hópurinn sendi greinargerð til alþjóðlegra matsfyrirtækja þar sem færð eru rök fyrir þeirri skoðun að ekki sé réttlætanlegt að lækka lánshæfismat ríkissjóðs umfram það sem nú er í kjölfar þess að Icesave-samningnum var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. (Ö.A.)

Þetta er mikil grein eftir Örn, hér er smáhluti hennar sem sýnishorn, en allir sem láta sig þessi mál varða ættu að lesa greinina í blaðinu í gær.

  • Álit Moody's fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna vakti þónokkra athygli og var meðal annars notað til þess að styðja þá skoðun að nauðsynlegt væri að samþykkja samninginn svo að ríkissjóður gæti átt afturkvæmt með skuldabréfaútgáfu á erlendum fjármálamörkuðum. Það vakti ennfremur athygli við álit Moody's að í því var lögð veruleg áhersla á að staðfesting Icesave-samningsins væri nauðsynleg forsenda fyrir því að hægt yrði að afnema gjaldeyrishöft. Þessi skoðun er á öndverðum meiði við það sem kemur fram í yfirgripsmiklum skýrslum fjármálafyrirtækjanna GAM Management, IFS-greiningar auk InDefence-hópsins um áhættuþætti samningsins og voru lagðar fyrir Alþingi á sínum tíma. Í þessum skýrslum kemur efnislega fram að gjaldeyrisáhætta samningsins sé slík að erfitt sé að ímynda sér að hægt sé að afnema gjaldeyrsihöft á meðan að hann er í gildi. Ekki þarf að gefa sér neinar öfgasveiflur á gengi krónunnar til þess að fá út gríðarlegan kostnað við samninginn. Þannig kemur fram í skýrslu GAM Management að endanlegur kostnaður hefði getað farið úr því að vera 44 milljarðar, sé miðað við 2% styrkingu á hverjum ársfjórðungi á samningstímanum, í það verða 155 milljarðar sé miðað við 2% veikingu á tímanum. Þetta miðast við að engar breytingar verði á endurheimtuáætlun skilanefndar Landsbankans. Verði endurheimturnar til að mynda 10% lakari yrði endanlegur kostnaður 212 milljarðar.
  • Af þessum sökum töldu margir sérfræðingar einsýnt að ómögulegt yrði að stíga nein veigamikil skref í átt að afnámi gjaldeyrishafta á meðan Icesave-samningurinn væri í gildi þvert á það sem er sagt í Moody's-álitinu. Í raun má leiða að því líkum að sérfræðingar Seðlabankans hafi einmitt gefið sér það þegar þeir skiluðu inn áliti sínu á áhættu og kostnaði vegna Icesave-samningsins til fjárlaganefndar. Í því er gengið út frá þeirri forsendu við útreikning á endanlegum kostnaði ríkissjóðs vegna samningsins að gengi íslensku krónunnar yrði stöðugt fyrir utan hóflega styrkingu á samningstímanum. Slíkur stöðugleiki hefur ekki einkennt krónuna gegnum tíðina og þar af leiðandi túlkuðu margir álit Seðlabankans á þann veg að bankinn mæltist til þess að áfram yrði stuðst við gjaldeyrishöft. Það kom reyndar á daginn, eins og síðar verður vikið að með útgáfu bankans á áætlun sinni um afnám gjaldeyrishafta, en hún felur það í sér að höftin verða fest í sessi allt að til ársins 2015.

Lesið í blaðinu sjálfu!JVJ.


Financial Times tekur enn afstöðu með Íslandi í leiðara: Skammar Breta og Hollendinga fyrir hræsni í Icesave-málinu

Þetta eru tíðindi fyrir brezka ráðamenn ekki síður en Íslendinga. Þarna er það sögð "hræsni hjá Bretum og Hollendingum að halda því fram að Íslendingar eigi að borga þriðjung tekna sinna fyrir erlendar innistæður án dómsúrskurðar."

  • Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar um þetta mál á Vísir.is:
  • Skammar Breta og Hollendinga fyrir hræsni í Icesavemálinu


  • Leiðarahöfundur Financial Times segir það hræsni hjá Bretum og Hollendingum að halda því fram að Íslendingar eigi að borga þriðjung tekna sinna fyrir erlendar innistæður án dómsúrskurðar. 

  • Þetta kemur fram í leiðara sem birtist í viðskiptablaðinu Financial Times í gær. Þar segir að þegar Íslendingar stóðu frammi fyrir annarri þjóðaratkvæðagreiðslu hefði verið afsakanlegt fyrir þá að láta undan eftir góða mótstöðu. Þess í stað hafi meirihluti þjóðarinnar staðist einelti Breta og Hollendinga og neitað að greiða skuldir einkarekinna banka nema með dómsúrskurði.

  • Höfundur dáist að þrjósku Íslendinga þó það gæti orðið þeim dýrkeypt, eða ekki, þar sem hann telur Íslendinga vera með gott dómsmál í höndum. Afstaða þeirra í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave afsanni að ekki sé annað hægt en að greiða skuldir bankastofnana.
  • Hann segir ólíklegt að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar muni hafa áhrif á samning Íslands við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Hins vegar geti Bretar og Hollendingar tafið fyrir umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Það væri þó sorglegt að refsa landi fyrir að láta reyna á rétt sinn fyrir dómstólum. 

Þetta eru ánægjuleg tíðindi, enn einu sinni frá ritstjórum þessa fremsta blaðs í viðskiptalífi Bretlands – ekki beint vitnisburður um góðan málstað þeirra eigin ráðamanna!

Skyldi Steingrímur láta sér þetta að kenningu verða? Og hvernig er með alla siðferðispostulana, sem héldu því fram, að okkur bæri að borga þessar afar íþyngjandi skuldir einkabanka? Skyldu Njörður P. Njarðvík, Guðmundur Heiðar Frímannsson eða Guðmundur Andri Thorsson lesa Financial Times og Wall Street Journal? Kannski kominn tími til?

JVJ. 


Michael Hudson: Why Iceland Voted ‘No”. Ný grein hans birt erlendis - og hér!

  About 75% of Iceland’s voters turned out on Saturday to reject the Social Democratic-Green government’s proposal to pay $5.2 billion to the British and Dutch bank insurance agencies for the Landsbanki-Icesave collapse. Every one of Iceland’s six electoral districts voted in the “No” column – by a national margin of 60% (down from 93% in January 2010).

The vote reflected widespread belief that government negotiators had not been vigorous in pleading Iceland’s legal case. The situation is reminiscent of World War I’s Inter-Ally war debt tangle. Lloyd George described the negotiations between U.S. Treasury Secretary Andrew Mellon and Stanley Baldwin regarding Britain’s arms debt as “a negotiation between a weasel and its quarry. The result was a bargain which has brought international debt collection into disrepute … the Treasury officials were not exactly bluffing, but they put forward their full demand as a start in the conversations, and to their surprise Dr. Baldwin said he thought the terms were fair, and accepted them. … this crude job, jocularly called a ‘settlement,’ was to have a disastrous effect upon the whole further course of negotiations …”

And so it was with Iceland’s negotiation with Britain. True, they got a longer payment period for the Icesave payout. But how is Iceland to obtain the pounds sterling and Euros in the face of its shrinking economy. This is the major payment risk that is still unaddressed. It threatens to plunge the krona’s exchange rate.

The settlement proposal did lower the interest rates from 5.5% to 3.2%, but it included running interest charges on the bailout since 2008. It even included the extra-high interest charges that led depositors to put their funds in Icesave in the first place. Icelanders viewed these interest premiums as compensation for risks – that were taken and should be lost by the high-interest Internet depositors.

So the Icesave problem will now go to the courts. The relevant EU directive states that “that the cost of financing such schemes must be borne, in principle, by credit institutions themselves.” As priority claimants Britain and the Netherlands will indeed get the lion’s share of what is left from the Landsbanki corpse. That was not the issue before Iceland’s voters. They simply aimed at saving Iceland from an open-ended obligation to take the bank’s losses onto the public balance sheet without a clear plan of just how Iceland is to get the money to pay.

Prime Minister Johanna Sigurdardottir warns that the vote may trigger “political and economic chaos.” But trying to pay also threatens this. The past year has seen the disastrous experience of Greece, Ireland and now Portugal in taking reckless private sector bank debts onto the public balance sheet. It is hard to expect any sovereign nation to impose a decade or more of deep depression on its economy inasmuch as international law permits every nation to act in its own vital interests.

Attempts by creditors to persuade nations to bail out their banks at public expense thus is ultimately an exercise in public relations. Icelanders have seen how successful Argentina has been since it imposed a crew haircut on its creditors. They also have seen the economic and political disruption in Ireland and Greece resulting from trying to pay beyond their means.

Creditors did not give accurate advice when they told Ireland that it could pay for its bank failures without plunging the economy into depression. Ireland’s experience stands as a warning to other countries about trusting overly optimistic forecasts by central bankers. In Iceland’s case, in November 2008 the IMF staff projected yearend-2009 gross external public and private debt at 160% of GDP – but observed that an exchange rate depreciation of 30% would push the ratio to 240% of GDP, which would be “clearly unsustainable.” But the most recent IMF staff report (January 14, 2011) shows end-2009 gross external debt at 308% of GDP, and estimates end-2010 gross external debt at 333% – even before taking the Icesave and other debts into account!

The main problem with Iceland’s obligation to Britain and the Netherlands is that foreign debt is not paid out of GDP. Apart from what is recovered from Landsbanki (now with the help of Britain’s Serious Fraud Office), the money must be paid in exports. But there has been no negotiation with Britain and Holland over just what Icelandic goods and services these countries would be willing to take in payment. Already in the 1920s, John Maynard Keynes pointed ou tthat the Allied creditor nation had to take some responsibility just how Germany could pay its reparations, if not by exporting more to these countries. In practice, German cities borrowed in New York, turned the dollars over to the Reichsbank, which paid Britain and France, which paid the money back to the U.S. Government for their Inter-Ally Arms debts. In other words, Germany tried to “borrow its way out of debt.” It never works over time.

The normal practice would be for Iceland to appoint a Group of Experts to lay out the strongest possible case. No sovereign nation can be expected to acquiesce in imposing a generation of financial austerity, economic shrinkage and forced emigration of labor to pay for the failed neoliberal experiment that has dragged down so many other European economies.

Sjá einnig þessa nýlegu grein hér:

MICHAEL HUDSON: GRIMMD GEGN ÍSLENDINGUM.


Falsaðar upplýsingar um kostnað Icesave-samninganefnda?

Steingrímur hefur á Alþingi í dag svarað þeirri fyrirspurn Björns Vals sem hafði þann tilgang að tefja svör ráðherrans við fyrirspurnum Rúv og Mbl. fram yfir kosningar. (Sbr. Getur ekki sagt satt og HÉR!). Eitthvað vantar á, að öll kurl séu til grafar komin um kostnaðinn, því að þegar, fyrir mörgum vikum, voru komnar fram HÆRRI tölur en þær, sem hér má sjá (!):

  • Steingrímur sagði að kostnaður við samninganefndina í Icesave-málinu hefði numið 369,2 milljónum króna. Þar af hefðu 132,5 milljónir farið til innlendra lögfræðiskrifstofa, 233,6 milljónir til erlendra lögfræðiskrifstofa og innlendur kostnaður væri 3,1 milljón. Inn í þessari tölu væri ekki kostnaður Alþingis við málið. Steingrímur bætti við að kostnaður við Icesave-samninganna á fyrri stigum væri 77,5 milljónir. (Mbl.is í dag.)

Um þetta var fjallað hér í grein 14. marz sl.:

Icesave-bruðlið: 230 milljónir til Icesave-III-samninganefndar og "sérfræðinga" hennar og enn meira til Iceave-ráðgjafa?
[Í þeirri grein segir m.a.:]  Svo er að sjá af opinberum gögnum, þ.e. fjáraukalögum, sem samþykkt voru í desember. 246,3 milljónir til Hawkpoint (sjá HÉR!), 60 til Buchheits, 44 til stofu Lárusar Blöndal (Juris), 15 til Jóhannesar Karls Sveinssonar eða stofu hans, kannski ekki allt til þeirra sjálfra, en þetta eru háar upphæðir.
Í fjáraukalögum er gert ráð fyrir fjárveitingu að upphæð 230 milljónir króna „vegna samningaviðræðna og sérfræðiaðstoðar vegna Icesave-skuldbindinga“ (sjá nánar tengilinn hér fyrir neðan).
    • Lögfræðistofa Lees Buchheit, Cleary, Gottlieb, Steen & Hamilton, fékk tæplega 60 milljónir króna greiddar á áðurnefndu tímabili. ... Lögmaður hjá lögfræðistofunni Ashurst var einnig fenginn til ráðgjafar, en þeirri stofu voru greiddar rúmlega 22 milljónir.

Sjá einnig þessa grein 13. marz sl.:

Þegar tölurnar hafa verið lagðar saman (sjá tilvísaðar greinar og heimildina sem þar er vísað til úr fjármálaráðuneytinu), er þetta orðið hátt á 5. hundrað milljóna króna. Það er allt annað en 369,2 milljónirnar sem Steingrímur talar um.

Við viljum líka fá SUNDURLIÐAÐAR TÖLUR, ekki bara heildartölur, og það er ekki sundurliðun, þótt Lee Buchheit verði talinn sér, Lárus Blöndal og hans stofa sér o.s.frv., heldur þarf að upplýsa, hvernig þær háu greiðslur skiptast niður, fyrir hvaða viðvik þær voru. Þeim mun fremur er eðlilegt að spyrja um þetta sem ljóst er, að þessi samningagerð var EKKI í þágu þjóðarinnar.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Kostnaðurinn nam 369 milljónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óskhyggju-afstaða Fréttablaðsins sýnir sig

"Flestir voru stuðningsmenn samningsins í Reykjavíkurkjördæmi norður eða 53,3 prósent" (Frbl. í dag, s.4). Nei, þeir voru þar 46,7%, komust hvergi hærra, en lægst í 27,1%!

Ólafur ritstjóri: "Árás Ólafs Ragnars [sá einhver "árás"?] á forystumenn í atvinnulífinu á blaðamannafundi hans í gær var ómakleg," segir hr. Stephensen í leiðara blaðsins í dag. Þetta er jafnmarklaust og villan hér fyrst, raunar mun grófara. Menn eiga að fá að gagnrýna þá, sem misnota aðstöðu sína og taka jafnvel þá áhættu að stuðla á virkan hátt að minni tiltrú á gjaldmiðil okkar og lánstraust fyrirtækja og ríkisins. Ólafur Ragnar gerði þetta smekklega og sízt með harkalegum hætti miðað við tilefnið.

Gagnrýni er allt annað en árás. Óli Steph. er kannski í spunaþörf í dag, vegna tilefnisins um helgina – stórsigurs þeirra sem sögðu íslenzkt og hressilegt NEI við Icesave-gerviskuldinni – en hann á ekki að búa sér til sýndarveruleika.

"Málið hverfur, ef við borgum," segir í einni fyrirsögn á forsíðu sama blaðs í dag, haft eftir forseta ESA, málinu sé þá "sjálfhætt". Þetta minnir á það þegar Steingrímur rétti fram þumal- og vísifingur í Silfri Egils í gær, gerði örlítið bil á milli þeirra og sagði um rukkunarupphæðina: "Þetta er orðið svona pínulítið!"

Hvernig er með þennan Per Sanderud, forseta ESA, veit hann ekki neitt? Veit hann ekki, að það er engin ríkistrygging á bönkum né á tryggingasjóðum á EES-svæðinu og leyfist ekki einu sinni?

Bull hans gengur ótrúlega langt í þessari frétt: "Við höfum sagt það frá fyrsta degi að verði fjármagnseigendum [sic] greidd innstæðutryggingin munum við fella málið niður." Og undir mynd af honum (s.4) stendur: "Ekki skiptir máli hvernig breskum og hollenskum innstæðueigendum [sic] verður greitt. Ætli stjórnvöld að greiða verður málarekstur EFTA gegn ríkinu felldur niður."– En það er löngu búið að borga þeim öllum upp í topp! Meira að segja var Landsbankinn með tryggingar hjá brezka innistæðutryggingarsjóðnum FSCS og Icesave-innistæðurnar tryggðar þar (allt að 50.000 pundum hver) og borgaðar innistæðueigendum úr þeim sjóði, fyrir utan upphæðir vegna hærri inneigna, þær voru greiddar úr ríkisfjárhirzlu Breta. Þetta hafa Icesave-sinnar ýmist leynt fyrir þjóðinni eða ekki vitað af!

Ég undiritaður held, að Ólafur Stephensen sé með ófaglegustu blaðamenn á landinu. Eftir höfðinu dansa limirnir.*

Og varla er erfitt í dómssal að kljást við ESA undir forystu annars eins forseta þessarar Eftirlitsstofnunar EFTA eins og Sanderuds, sem talar út og suður og ekkert er að marka.

* Fréttablaðinu var líka markvisst beitt til að halda burtu skrifum NEI-sinna í aðdraganda kosninganna, um það eru mörg dæmi, sem sagt verður nánar frá.

Jón Valur Jensson.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband