Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011
2.2.2011 | 16:58
Opið bréf til Sjálfstæðisflokks um Icesave-kúgunina
»Að þessu samanlögðu er það mat fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd að það þjóni hagsmunum
þjóðarinnar best að ljúka þessu máli á grundvelli þeirra samningsdraga sem nú liggja fyrir.«
![]() |
Þjónar hagsmunum að ljúka Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 17:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.2.2011 | 09:44
Höfnum Icesave-III umsvifalaust! Enga 26 milljarða gjöf til árásarríkisstjórna! Þingmenn og þjóðin öll lesi tímamótagrein Sigmundar Davíðs í dag!
Hann er enn við sama heygarðshornið, þingmeirihlutinn sem nýtur 25% fylgis meðal þjóðarinnar! Enn vill hann brjóta lög og stjórnarskrá, þjóðinni til skaðræðis!
Icesave Áhættan er enn til staðar, svo nefnist grein Sigmundar Davíðs, sem með réttu fær heiðursstað og mikið rúm í leiðaraopnu Morgunblaðsins í dag. Undirritaður hefur kallað hana albeztu Icesave-greinina frá upphafi ... Smellið á þetta til að lesa hana.
- "Það virðist orðið óumdeilt að íslenska ríkinu beri ekki lagaleg skylda til að greiða kröfur breska og hollenska fjármálaráðuneytisins. Hins vegar kunna einhverjir að telja að það sé engu að síður rétt að verða við kröfunum af öðrum ástæðum. Af þeim sökum er nauðsynlegt að fara yfir staðreyndir málsins svo leggja megi á þær rökrétt mat: ..."
Svo ritar Sigmundur Davíð í inngangi greinar sinnar. Þið verðið að lesa hana, undirritaður veit fátt mikilvægara þjóðinni á þessari stundu, en þó umfram allt þingmönnum hennar!
Jón Valur Jensson.
![]() |
Ríkið greiði 26 milljarða vegna Icesave í ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2011 | 18:15
Sossarnir láta sér niðurlægingu Íslands vel líka
Ummæli Marðar Árnasonar eru dæmigerð fyrir þá fyrirlitningu sem þingmenn Samfylkingar hafa fyrir sjálfstæði Íslands. Höfð eru eftir honum þessi ótrúlegu ummæli:
- »Við ættum að setjast niður og skoða og vinna í okkar eigin málum frekar en að þenja okkur með belging sem ekki gerir neinum gagn.«
Nú er það öllum ljóst, að beiting hryðjuverkalaganna gegn hagsmunum Íslands var grófleg atlaga að sjálfstæði landsins. Bæði ESB sjálft og Eftirlitsstofnum EFTA hafa úrskurðað að útibú Landsbankans hafi lotið Íslendskri lögsögu. Á grundvelli þeirrar lögsögu eru Icesave-kröfur nýlenduveldanna reistar. Það var því fullkomlega ólöglegt af Bretska ríkinu að gera aðför að útibúunum sem og öðrum eignum Íslendinga.
Það að skerða lögsögu ríkis á þann hátt sem Bretland gerði, jafngildir innrás á óumdeilt yfirráðasvæði Íslendska ríkisins. Hvað hefðu Sossarnir sagt ef Bretar hefðu gert innrás á Keflavíkurflugvöll og hirt þau verðmæti sem þar er að finna ? Raunar gerðu Bretar innrás í Ísland 1940 og hersátu landið í um eitt ár. Hvers vegna hefur ekki verið krafist bóta fyrir hernámið ?
Ekki kemur mikið á óvart að »Laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðsþingsins« hafi lagst á málið og að það hafi kafnað undan þrýstingi nýlenduveldanna. Nefndin er búin að velta vöngum yfir málinu í 24 mánuði og komust loks að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að liggja lengur og tilgreindar ástæður væru eftirfarandi:
1. Vegna þess að efasemdir voru um að æskilegt væri að Evrópuráðsþingið tæki afstöðu sem kynni að verða nýtt í dómsmálum í tengslum við fall Landsbankans.
2. Þá hefði nefndin einnig komist að þeirri niðurstöðu, að gildissvið bresku hryðjuverkalaganna sé væntanlega nógu vítt til að frysting eigna Landsbankans félli innan þess.
Þá liggur réttlætisvitund Evrópuríkisins ljós fyrir. Ekki má fjalla um mál sem kynnu að koma fyrir dómstóla, sem kynnu að fella dóm yfir Bretlandi.
Innrás á lögsögu smáríkja er ekki metin nægileg ástæða til að sólunda í það pappír. Ef eitthvert ríkja Evrópusambandsins hefur nægilega víða löggjöf er allt í lagi að beita smáríki svívirðilegum bolabrögðum.
Ef í landinu væru alvöru stjórnvöld, væri þessi niðurstaða kynnt fyrir öllum heiminum, sem sá smánarblettur á ESB sem hún sannarlega er.
Loftur Altice Þorsteinsson.
![]() |
Rannsókn Evrópuþings á beitingu hryðjuverkalaga hætt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 18:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.2.2011 | 07:00
Ætlar Alræðisstjórnin að löggilda kosningar til stjórnlagaþings sem Hæstiréttur hefur dæmt ógildar?
Icesave-stjórnin er ennþá að hugleiða löggildinu á kosningum sem Hæstiréttur hefur dæmt ógildar. Hvað kemur þá nærst hjá þessari ógæfusömu ríkisstjórn ? Verður dómur Hæstaréttar um gengistryggðu lánin nærst ógiltur af Alþingi ? Verður sjálfur kosningarétturinn afnuminn nærst ?
Barnaleg ummæli lögfræðinga um málið vekja furðu. Stjórnlagaþings-málið er ekki bara lögfræðilegt og pólitískt, heldur er það fyrst og fremst stjórnarfarslegt. Tala menn í alvöru um, að framkvæmdavaldið vaði yfir dómsvaldið og setji lög sem brjóta á bak aftur dóma Hæstaréttar ?
Almenningur verður að gera uppreisn, ef Icesave-stjórnin ætlar að setja allt stjórnkerfið úr skorðum. Icesave-stjórnin er að verða alræðisstjórn, sem einskis svífst í valdagræðgi sinni. Hvað sagði ekki Hr. Jóhanna um þjóðaratkvæðið um Icesave 06. marz 2010:
»Maður veltir fyrir sér: Er þetta ekki hálfgerður hráskinnaleikur? Er þessi þjóðaratkvæðagreiðsla ekki »marklaus« þegar fyrir liggur annað tilboð á borðinu sem við gætum fengið? Maður veltir líka fyrir sér að ef svo færi að samningar tækjust í þessari viku, og eru bæði stjórn og stjórnarandstaða að vinna í því, er þá ástæða til að halda þessari þjóðaratkvæðagreiðslu til streitu ef það liggur allt annar og betri samningur á borðinu?«
Nú hefur Hr. Jóhanna sýnt þennan samning, sem að hennar sögn er allt annar og betri, en Icesave-samningar-I og II. Enginn með fullu viti getur hins vegar skilið þá þrælslund sem býr í brjósti þeirra Íslendinga, sem ætla að samþykkja Icesave-kúgunina. Eftirfarandi setning í frumvarpi Alræðisstjórnarinnar er sérstaklega vítaverð:
»Dómslögsaga er ekki lengur í ríki eins samningsaðila heldur verður unnt að vísa úrlausn ágreinings til gerðardóms er starfar samkvæmt reglum Alþjóðagerðardómsins í Haag.«
Þetta er hrein lygi því að skýrt er tekið fram að lögsaga Bretlands mun gilda um deilumál sem tengjast Icesave-samningum-III. Engu máli skiptir í hvoru nýlenduveldinu úrskurðar-dómstóll situr. Það er lögsagan sem skiptir máli og með þessu ákvæði er sjálfstæði Íslands vanvirt.
Menn ættu að gefa gaum að því að eitt af ágreinings-efnunum mun verða úthlutun úr þrotabúi Landsbankans. Kjánarnir í Icesave-stjórninni eru að gera sér vonir um að slitastjórnirnar veiti TIF forgang til krafna. Þetta verður ekki svo, því að Íslendskri lögsögu verður hafnað, í samræmi við samningana. Heimskingarnir segja:
»Meiri hlutinn vill árétta þann skilning sinn að réttarstaða Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta við úthlutun úr búi Landsbankans byggist á íslenskum rétti og að samningarnir miða við að úthlutað sé úr búinu í samræmi við íslensk lög og þar með allar íslenskar réttarheimildir.«
Auðvitað eru svona hugleiðingar fullkomlega merkingarlausar. Réttarstaðan byggist á þeirri lögsögu sem um er samið, ekki á skilningi einhverra Alþingismanna. Hefur þetta fólk enga hugmynd um hvað lögsaga merkir ? Ber þetta fólk enga virðinu fyrir sjálfstæði Íslands ?
Hefur Hr. Jóhanna ákveðið að hennar verði minnst sem Nero okkar tíma ? Ætlar hún að lesa upp úr bókum eiginkonunnar, á meðan sjálfstætt Ísland hverfur í skaut gleymskunnar ?
Meira lesefni:
http://altice.blogcentral.is/blog/2011/1/26/nylenduveldin-nidurlaegd-med-marklausu-thjodaratkvaedi/
http://thjodarheidur.blog.is/blog/thjodarheidur/entry/1137552/
http://altice.blogcentral.is/blog/2011/1/25/hugmyndir-samfylkingar-um-edli-og-afsal-fullveldis/
Loftur Altice Þorsteinsson.
![]() |
Óheppilegt að skipa fulltrúa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.2.2011 | 03:41
Vilt þú greiða Icesave?
Þannig var spurt á vef Útvarps Sögu 25.-26. janúar. Niðurstöður:





Fjöldi atkvæða: | 420 |
Þrátt fyrir augljósan vilja og ótrúlegt þjónustugeð stjórnvalda gagnvart ólögmætri brezkri og hollenzkri kröfugerð, forkastanlega meðvirkni og áróðursviðleitni Rúv o.fl. fjölmiðla og jákór "álitsgjafa" um, að Icesave-III væri svo miklu "betri" samningur, dugði það EKKI til að narra íslenzka kjósendur til að kinka kolli játandi, því að einungis einn af hverjum tíu segir já, en nærri 9 af hverjum 10 segja þvert nei.
Hvenær ætlar Icesave-stjórnin að skilja þessi skilaboð? Hve þykk er á henni skelin?
Jón Valur Jensson.
Fjármál | Breytt s.d. kl. 10:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)