Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Skoðanakannanir um Icesave-III

Þær hafa nokkrar farið fram, ekki með vísindalegasta móti, en gefa þó sínar vísbendingar um afstöðu hlustenda útvarpsstöðva, og þátttakendur bærilega margir. Á síðustu tveimur vikum hafa farið fram slíkar kannanir hjá tveimur útvarpsstöðvum. Hjá Útvarpi Sögu var sú fyrsta þessi: Ert þú sammála forseta Íslands um að efna aftur til þjóðaratkvæðagreiðslu vegna Icesave-samkomulags?. Og þessi var önnur: Er ríkisstjórnin að virða að vettugi þjóðarviljann með nýjum Icesave samningi? Hér er sú þriðja: Telur þú að þingið eigi að samþykkja nýja Icesave samkomulagið?. Og loks sú fjórða: Á ríkisstjórnin að axla ábyrgð vegna Icesave-málsins?

Lítum á niðurstöðurnar:

Ert þú sammála forseta Íslands um að efna aftur til þjóðaratkvæðagreiðslu vegna Icesave-samkomulags?

Já sögðu 91,02%. Nei: 8,15%. Hlutlaus: 0,83%. Þátttakendur 730.

Er ríkisstjórnin að virða að vettugi þjóðarviljann með nýjum Icesave-samningi?

Já sögðu 78,4%. Nei: 19,53%. Hlutlaus: 2,07%. Þátttakendur 339.

Telur þú að þingið eigi að samþykkja nýja Icesave-samkomulagið? 

Já sögðu 22,2%. Nei: 76,04%. Hlutlaus: 1,76%. Þátttakendur 634.

Á ríkisstjórnin að axla ábyrgð vegna Icesave málsins?

Já sögðu 75,65%. Nei: 20,68%. Hlutlaus: 3,66%. Þátttakendur 387.

Og í könnun birtri 10. desember kom í ljós að 54% lízt ILLA á Icesave3-samninginn samkvæmt nýrri Bylgju/Vísis-könnun, en einungis 24% lízt "vel" á hann og 22% "sæmilega". Hlustendur Bylgjunnar virðast heldur stjórnarsinnaðri en hlustendur Útvarps sögu; samt varð niðurstaðan þessi!

Icesave-sinnaðir þingmenn finna því ekki stuðning við stefnu sína í þessum könnunum, ekki frekar en í úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave 6. marz 2010 né í þeirri niðurstöðu skoðanakönnunar MMR, sem birt var tveimur dögum seinna og sýndi að hartnær 60% aðspurðra segja: Við viðurkennum alls enga ábyrgð Íslendinga á Icesave-greiðslum til Bretlands og Hollands!

Jón Valur Jensson.


Skelfilegt bull í Fjármálaráðuneytinu !

Rósa Björk Brynjólfsdóttir býður upp á skýringu sem er jafn heimskuleg og annað sem kemur frá Fjármálaráðuneytinu. Almennir kröfuhafar buðu upp á lausn sem hefði leyst Icesave-deiluna, en hvenær hefur Steingrímur Sigfússon haft áhuga á að losa almenning við Icesave-klafann ? Þvert á móti gerir Icesave-stjórnin allt sem hún getur til að auka á efnahagskreppuna.

Lausn almennu kröfuhafanna var í megindráttum eftirfarandi:

  •  
    1. Almennir kröfuhafar hefðu lánað fjármagn til að tryggja strax tryggingasjóðum Íslands, Bretlands og Hollands greiðslur úr þrotabúinu á lágmarkstryggingu (€20.887) samkvæmt Tilskipun 94/19/EB.
    2. Þessa greiðslu hefðu kröfuhafarnir eðlilega fengið tryggða með fyrsta veðrétti í eignum Landsbankans.
    3. Tryggingasjóðir Bretlands og Hollands fengju þannig strax það fjármagn, sem þeir hafa greitt úr sjóðunum. TIF hefur líklega ekkert greitt og fengi því ekkert af þessu fé.
    4. Ríkisstjórnir nýlenduveldanna hefðu samþykkt að fella niður kröfuna um að þeirra framlög umfram lágmarkið €20.887, nyti forgangs í samræmi við Neyðarlögin.
    5. Þar með fengju almennu kröfuhafarnir meira í sinn hlut þegar þrotabúið verður gert upp. Þeir fengju þá endurgreitt lánið og þeir fengju stærri hlut í eftirstöðvum annara eigna.

Þetta var því tilboð um að ljúka Icesave-deilunni á sanngjarnan hátt. Almennu kröfuhafarnir fengju meira í sinn hlut, en það kæmi löngu seinna. Á móti gæfu nýlenduveldin eftir þann rétt sem þeim var úthlutað með Neyðarlögunum.

Einhverjum kann að detta í hug, að það hafi verið mistök að binda forgang innistæðu-eigenda ekki við lágmarkið €20.887, heldur allar innistæður. Menn hafa líklega verið að hugsa um innistæðurnar innanlands, eða ekkert hugsað sem er jafn líklegt.

Við sjáum af svari Rósu Bjarkar, að »ekki mátti ganga gegn hugmyndafræði Neyðarlaganna«. Við sjáum hvað þetta er heimskuleg röksemd í ljósi þess sem sagt er í Morgunblaðinu, síðast í greininni:

»Þeir fulltrúar óvörðu kröfuhafanna sem blaðið hefur rætt við telja að útfærsla þeirra hefði einmitt ekki gengið þvert á neyðarlögin, þar sem Bretsk og Hollendsk stjórnvöld hefðu þegar tryggt Icesave-innistæðu-eigendum í löndunum tveim endurgreiðslur á innlánum sínum«

Loftur A. Þorsteinsson.
mbl.is Gegn eðli neyðarlaganna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað þýðir nei? Eftir Daníel Sigurðsson

(Áður birt í Mbl. 6. marz 2010, hér birt með leyfi höf.)

Daníel Sigurðsson    ÉG DATT um fyrirsögnina „Kosið um breytingu á lögum“ í Fréttablaðinu 3. þ.m. Þrjár fullyrðingar blasa við:

1. Að kosningarnar snúist alls ekki um hvort greiða eigi skuldina.

2. Að verði svarið nei í kosningunum standi fyrri lögin eftir.

3. Að semja þurfi upp á nýtt ef svarið verður nei í atkvæðagreiðslunni.

Sjálfur forsætisráðherra hefur endurtekið lýst því yfir að kosningarnar séu markleysa.

Skoðum sannleiksgildi fullyrðinganna nánar: 3. fullyrðingin er rétt (sem nánar verður vikið að.) 2. fullyrðingin er út af fyrir sig rétt en þar sem 3. fullyrðingin er líka rétt þá er 2. fullyrðingin marklaus! En hvað um 1. fullyrðinguna?

Hugsum okkur að fjölskyldufaðir komi heim með samning við bílasala um að kaupa breskan Jagúar með þeim fyrirvara að fjölskyldan sem telur 6 manns samþykki. Meirihlutinn hafnar tilboðinu með þeim rökum að fjölskyldan sitji uppi með tvo bíla á afborgunum. Konan segist auk þess hafa fundið skítalykt af samningnum og við blasi að hann geti með tímanum rústað fjárhagsstöðu heimilisins. Ekkert verður af bílakaupum. Augljóst er af þessu að 1. fullyrðingin er ekki aðeins röng heldur kolröng og að nei í kosningunum gæti hrakið málið fyrir dómstóla þannig að hryðjuverka(laga)maðurinn, krataforinginn breski, sem sagt er að berji starfsfólk sitt, sæti á endanum uppi með krógann.

Lítum á annað analog-dæmi: Gefum okkur að breskir rasssetumenn sendiráðsins á Íslandi hafi keypt sendiráðsbyggingarnar af íslenskum einkaaðila í góðærinu 2007 og greitt fyrir £ 4 millur. Haustið 2008 ríður jarðskjálfti (12 á Richter) með upptök sín í BNA yfir norðurhvelið. Orsök skjálftans má að mestu rekja til glæfralegra kjarnorkuvopnatilrauna BNA neðanjarðar. Ísland fer ekki varhluta af skjálftanum og sendiráðsbyggingar Breta og Hollendinga hrynja meira og minna og fleiri byggingar. Breska ríkisstjórnin sem við skulum kalla Hryðju til styttingar krefst þess að Íslendingar borgi skaðann, telur húsin illa byggð, eftirlitið lélegt og að óprúttnir íslenskir kaupahéðnar hafi okrað á byggingunum. Ríkisstjórn Íslands leggst meira og minna á sjúkrabeð við þessi válegu tíðindi. Böðullinn Brown notar tækifærið og setur hryðjuverkalög á Íslendinga þannig að orðspor þeirra erlendis er nú flokkað sem sorp. Hryðja ákveður að bæta blýantsnögurunum skaðann og kaupa af þeim rústirnar fyrir £ 4 millur. Böðullinn Brown kippir nú í tvo bakdyraspotta sem merktir eru Brussel og AGS sem svo aftur kippa í bakdyraspotta íslenska utanríkisráðuneytisins. „Ber er hver að baki nema bróður eigi,“ hugsar utanríkisráðherrann, tekur símann og segir upp viðhaldinu til tveggja ára.

Ný (ó)stjórn er mynduð sem við skulum kalla Kratíu til styttingar enda virðist kjörorð stjórnarsáttmálans ganga út á að krítisera og kratísera. Óðara fer hún að flaðra upp um kratann Brown eins og illa taminn sveitaseppi. Við þessi fleðuhót gengur krataforinginn á lagið og býður til makindalegra viðræðna. Íslenskum samningamönnum er smalað saman í flýti, þeir eiga það sameiginlegt að vera bláeygir, a.m.k. í annarri af tveimur merkingum orðsins. Mánuðir líða en loks dúkka þeir upp með illa þefjandi uppfærðan Versalasamning í skötulíki. Þingheimur tekur fyrir vitin en Kratía harkar af sér að undanskildum tveimur þingmönnum hennar.

Eftir miklar skylmingar í þinginu liggur tilboð á borðinu: Hryðju eru boðnar £ 3 millur fyrir rústirnar. Forsetinn samþykkir lög með fyrirvara. Hryðja svarar með gagntilboði upp á £ 3,5 millur sem Kratía samþykkir og nær að berja í gegnum þingið en forsetinn neitar að skrifa undir svo málið fer í þjóðaratkvæði. Þjóðin hafnar tilboðinu með 80% greiddra atkvæða. Skoðanakönnun leiðir í ljós að helmingurinn vill að málið fari fyrir dómstóla. Fullyrðingar þess efnis að kosningarnar snúist alls ekki um hvort greiða eigi skuldina er auðvitað kolröng. Nei, í kosningunum gæti einmitt orðið fyrsta stóra skrefið í þá átt að borga ekki krónu. „Fyrri“ lögin eru marklaus en Kratía gæti þó dustað af þeim rykið ef Hryðju snerist hugur. Glætan að hinn drambsami hryðjuverkamaður muni kyngja svo beiskum bita (og varla eftirmaður hans heldur) en líklegt er að Brown hrökklist frá völdum í vor við lítinn orðstír. Íslendingar eiga ekki að semja við hryðjuverkamenn. Það er ekki kosningin sem er marklaus eins og forsætisráðherra hefur talað um, heldur „fyrri“ lögin. En það er skiljanlegt að forsætisráðherra sé gramur enda mun svíða svolítið undan vendinum ef þjóðin segir nei!

Höfundur er sjálfstætt starfandi véltæknifræðingur.


Ískalt mat er uppskrift að svikum

Íslendingar þurfa á annari leiðsögn að halda, en »ísköldu mati«. Þvert á móti þurfa fulltrúar landsmanna að hafa »hjartað á réttum stað«. Íslendingar sýndu hug sinn til Icesave-kúgunarinnar í þjóðaratkvæðinu 06.marz 2010 og niðurstaðan talaði skýrt til alls umheimsins.

Enginn ætti að leyfa sér að tala um »ískalt mat« þegar þjóðarheiður Íslendinga liggur við, að kúgun nýlenduveldanna verði hrundið. Evrópusambandið sjálft hefur úrskurðað að Íslendingum ber ekki að veita ríkisábyrgð fyrir kröfum Bretlands og Hollands á hendur einkafélagsins Landsbankanum. Þetta hafa óteljandi sérfræðingar staðfest, frá fjölmörgum löndum.

Hér skal sérstaklega minnt á nýgjlega ritgerð lögfræði-prófessorsins Tobias Fuchs. Þessi lögfræðingur er engin vinur Íslands, heldur er hann í störfum fyrir Evrópusambandið. Í ritgerð sinni segir hann meðal annars:

  •  

      »Í október 2008 þegar Ísland setti Neyðarlögin og endurskipulagði þannig stóru bankana sem voru í greiðsluþroti, var starfsemi þeirra að hluta til flutt til nýstofnaðra útlánastofnana og þar með var aðgangur að innistæðum í þeim áfram hnökralaus.

      Með þessari aðgerð voru innistæður í erlendum útibúum undanskildar (þar á meðal Icesave-reikningarnir, sem starfræktir voru á Netinu) og raunveruleg mismunun gerð (óbeint) á grundvelli ríkisfangs og (beinlínis) eftir búsetu, samkvæmt grein 40 EES.

      Mismunandi meðhöndlun af þessu tagi, er samt ekki óheimil samkvæmt lagabókstafnum og vegna erfiðra og fordæmislausra aðstæðna er ekki fyrirfram hægt að neita því, að þessar aðgerðir til endurreisnar Íslands eru réttlætanlegar.

      Með hliðsjón af því markmiði endurreisnarinnar – að vinna gegn yfirvofandi samfélagslegum óstöðugleika, sem gjaldþrota-skriða í hagkerfi landsins hefði óhjákvæmilega haft í för með sér – er deginum ljósara, að nauðsynlegt var að halda (að minnsta kosti til bráðbirgða) innistæðum í útibúunum utan við endurreisnina, til að hindra tafarlaus áhlaup á nýgju bankana.«

Nýgjasti úrskurður ESA (Eftirlitsstofnun EFTA) staðfestir framangreinda niðurstöðu Tobias Fuchs. Mismunun er hluti af réttindum sjálfstæðra ríkja. Þetta á sérstaklega við gagnvart hagsmunum lands eins og Bretlands, sem hefur brotið stórkostlega af sér. Hér er auðvitað vísað til beitingar Hryðjuverka-laganna gegn hagsmunum Íslands.

Hvers vegna ætti almenningur á Íslandi að veita ríkissjóði Bretlands og Hollands fjárhagslegan stuðning ? Engar lagalegar eða siðferðilegar forsendur hafa verið tilgreindar sem leyfir slíka undirgefni. Þvert á móti banna reglur Evrópuríkisins ríkisstuðning við innlána-tryggingar. Hér á ekki við »ískalt mat«, heldur verða Alþingismenn að hafa »hjartað á réttum stað«.

Loftur Altice Þorsteinsson.


mbl.is Ískalt mat um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upprifjun á eins árs skrifum: Steingrímur þorir ekki að takast á við ótta sinn

Mér sýnist málið það, að Steingrímur og Jóhanna þora ekki að takast á við ótta sinn – þora ekki einu sinni að æmta undir svipuhöggum Bretanna, hvað þá að beita sér fyrir því að kynna góðan málstað okkar á erlendri grundu, í fjölmiðlum, gagnvart þingum landanna og ráðamönnum, með því að ná til almennings á Norðurlöndunum o.s.frv. Þetta aðgerðaleysi þeirra var tilefni harðrar gagnrýni margra stjórnarandstöðu-þingmanna í nýafstaðinni 2. umræðu um Icesave-málið á þingi.

En þessi lamandi ótti skötuhjúanna virðist sem sé ástæðan fyrir því, að Steingrímur vill ekkert tillit taka til niðurstöðu skoðunarkönnunar sem sýnir tæplega 70% fylgi við, að forseti Íslands synji Icesave-lögum staðfestingar og beri þannig málið undir þjóðaratkvæði. Ég hef hins vegar í grein talið upp átta gildar ástæður fyrir því, að farið verði með málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég hvet menn til að lesa þá grein, – sjá hér:  Vitaskuld á þjóðin að fá tækifæri til að kjósa um Icesave.

Þykir Steingrími J. Sigfússyni:

  • Betri kostur að borga nokkur hundruð milljarða króna í vexti af þessu eina gerviláni (og það í erlendum gjaldeyri) heldur en að hámark vaxtanna verði í kringum 0,92 milljarða á ári? (þ.e. um 920 milljónir kr., sem væri sú upphæð, sem við myndum greiða, ef við nytum jafnræðisreglna Evrópska efnahagssvæðisins um sama þak á greiðslur og brezki tryggingasjóðurinn fær að hafa á vaxtagreiðslur af sínu sambærilega láni frá brezka ríkinu (sjá HÉR!).
  • Finnst fjármálaráðherranum betri kostur að greiða hátt á 3. hundrað milljarð kr. í vexti (5,55%) heldur en t.d. sjö til 95 milljarða, eins og dr. Daniel Gros hefur sagt rétt okkar? (sjá HÉR!).
  • Betri kostur að borga í torfengnum erlendum gjaldeyri en í íslenzkum krónum, eins og Tryggingasjóðurinn átti þó fullan rétt á samkvæmt tilskipun Evrópubandalagsins?
  • Betri kostur að gefa Bretum færi á að krefja Landsbankann fyrst um fullar greiðslur af eignasafni sínu til að borga Bretunum fjárhæðir umfram 20.887€ upphæðina, sem átti þó að heita sú lámarkstrygging til allra innistæðueigenda, sem fyrst átti að koma til greiðslu og tryggð væri af Tryggingasjóði okkar? (Ragnars Hall-ákvæðið hefði bjargað okkur frá þessu, en í raun var réttur okkar í þessu atriði fullkomlega tryggður í Tilskipun Evrópubandalagsins 94/19/EC, en troðið á honum af ofríkisríkisstjórnum Bretlands og Hollands.)
  • Betri kostur að skerða dómsögu Hæstaréttar Íslands í þessu máli með því að gera dóm þeirra skilyrtan ókomnu dómsorði EFTA-dómstólsins?
  • Betri kostur að framselja til Bretlands dómsvald í alíslenzku máli, sem kemur inn á samningana, heldur en að halda því óskertu hér á landi?
  • Betri kostur að lúta þeirri þvingunarstefnu Breta og Hollendinga, að undir engum kringumstæðum fengum og fáum við að bera deilumálið nú (áður en ríkisábyrgð er samþykkt) undir hlutlausan gerðardóm eða dómstóla, heldur en að krefjast þess réttar okkar?
  • Betri kostur að taka átt í því með Bretum og Hollendingum að brjóta á okkur, gegn sjálfum lagabókstaf Tilskipunar Evrópubandalagsins, 94/19/EC, og þess grundvallarákvæðis þar, sem sýnir og sannar sakleysi íslenzka ríkisins og þjóðarinnar í Icesave-málinu?
  • Betri kostur að halda áfram fullri ríkisábyrgð (sem Steingrímsmenn sömdu um) á Icesave-gerviláninu fram yfir árið 2024 (sennilega langt fram eftir öldinni) heldur en að ljúka þeirri ábyrgð þá, eins og talað var um í Icesave-lögum sumarsins?
  • Betri kostur að brjóta okkar eigin ríkisábyrgðarlög frá árinu 1997 með þessum Icesave-samningi og frumvarpi heldur en að gera það ekki?!
  • Betri kostur að falla með smán fyrir ranglátum fjárkröfum gamalla nýlenduþjóða (sem Einar gamli Olgeirsson og Magnús Kjartansson hefðu ekki verið par hrifnir af) heldur en að velja leið Jóns forseta Sigurðssonar að berjast fyrir rétti okkar, þótt það tæki jafnvel marga áratugi?

* Orðrétt sagði hann í viðtalinu: "... við verðum bara að ganga einhvern veginn frá þessu máli, við verðum aldrei sátt við það, en við verðum samt að velja bezta kostinn, og ég tel, að hann sé [sic] að leiða til lykta með þeim samningum, sem fyrir liggja."

(Áður birt á bloggi undirritaðs fyrir rétt rúmu ári.)

Jón Valur Jensson. 


mbl.isIcesave mun ekki hverfa

Heimasætan játar syndirnar!

Nú hefur það skeð sem enginn bjóst við, að heimasætan á Sossaheimilinu játaði allar sínar syndir og það ótilneidd. Guðmundur Andri Thorsson hefur opinberlaga viðurkennt, að allt sem hann hefur sagt um Icesave-málið var blekking.
 
Allt sem Guðmundur Andri hefur sagt var byggt á blindu hatri á hugsjónum um frelsi einstaklingsins. Þetta hatur er af sama meiði og sú trú, að sjálfstætt Ísland sé fjarstæðukennd staðleysa. Þess vegna sé ekki um annað að ræða fyrir Íslendinga, en að taka með þökkum boði Evrópuríkisins um ófrelsið.
 
Einhver gæti haldið að ég sé að ýkja örlítið, en svo er ekki. Guðmundur Andri Thorsson segir þetta sjálfur. Heimasætan játar allar sína syndir og segir meðal annars:


    >>Um það er þarflaust að þrefa: Okkur skjátlaðist. Við, þessi minnihluti landsmanna sem vildum ljúka Icesave-málinu um síðustu áramót, fá þetta út úr heiminum og halda áfram út úr kreppunni með hjálp annarra þjóða - okkur skjátlaðist, við paníkeruðum.<<

Það er svo annað mál að Guðmundur Andri hefur nýgja vindmyllu í augsýn. Hann virðist vera tekinn til við að boða ágæti Icesave-samninga III. Verður það gert á sömu forsendum og trúboðið um eldri samninga ? Ætlast Guðmundur Andri til að sá minnihluti sem hafði sömu skoðun og hann, varðandi eldri Icesave-klafa, muni fylgja honum í baráttu fyrir nýrri Icesave-kúgun ?

Við fylgjumst spennt með framhaldssögunni um játningar heimasætunnar.


Loftur A. Þorsteinsson.


mbl.is Fundi fjárlaganefndar frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave-3-samningurinn var birtur í nótt á netinu

Hann er nú á www.icesave3.wordpress.com, í nokkrum skjölum. Nú er tækifæri til að lesa hann og hala niður. Reikna má með að þau sem hyggjast selja okkur í ánauð reyni það helst þegar enginn sér til. Það kæmi okkur þar af leiðandi ekkert á óvart þótt þau í Stjórnarráðinu muni reyna að stöðva útbreiðsluna á þessu eða koma því í gegn að umræddri síðu verði lokað. En sannleikurinn er sloppinn út og menn þegar búnir að hala hann niður af þessum slóðum:

http://icesave3.files.wordpress.com/2010/12/samningur-uk.pdfM

http://icesave3.files.wordpress.com/2010/12/samningur-nl.pdf

http://icesave3.files.wordpress.com/2010/12/re-settlement-agreement-side-letter.pdf

http://icesave3.files.wordpress.com/2010/12/pari-passu-agreement-dnb-tif.pdf

http://icesave3.files.wordpress.com/2010/12/assignment-agreement-dnb-tif.pdf

Sbr. hér á Eyjunni: http://eyjan.is/2010/12/14/icesave-samkomulagid-lekur-a-netid/.

Nú er þá uppfyllt ein krafan af þremur, sem settar voru fram á þessari vefsíðu Þjóðarheiðurs, í viðauka þar. Reyndar var það ekki ríkisstjórnin sem birti þetta, eins og krafizt var þar. Hún heldur áfram að vera ógagnsæ og hefur helgað sig leyndarhyggju í þessu máli frá upphafi og oft verið mjög pínlegt að horfa upp á það, t.d. þegar þingmenn urðu að laumupokast í eitt minnsta herbergi Alþingis til að skoða þar Svavarssamninginn "glæsilega" (loksins þegar þeir fengu það!) og eiðsvarnir að bera hann ekki út!

Hinar tvær fyrnefndu kröfurnar eru þessar:

  1. Við viljum engan Icesave-samning, þjóðin hefur sýnt, að hún vill hann ekki og viðurkennir enga gjaldskyldu. (Sjá þessar tölulegu upplýsingar: Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave eftir landshlutum – og:Hartnær 60% aðspurðra segja: Við viðurkennum alls enga ábyrgð Íslendinga á Icesave-greiðslum til Bretlands og Hollands!)
  2. Við krefjumst þess að þegar í stað verði öll gögn um skuldunauta þrotabús Landsbankans gamla lögð á borðið – öðruvísi er ekki hægt að leggja skynsamlegt mat á þessi verðmæti.

ÁFRAM ÍSLAND -- Ekkert Icesave!

J.V.J. og Th.N. 


Steingrímur J. Sigfússon biðst afsökunar á tali um „glæsilegan" Svavarssamning, en ...

... auðvitað er iðrun hans ekki einlæg. Fyrir örfáum dögum varði hann alla fortíðina! Nú reynir hann að bjarga því sem bjargað verður, eftir að jafnvel sympathískir frétta- og fræðimenn eru hættir að fylgja hinum eftir.

Hér má sjá hneykslanlega upprifjun (í styttri mynd) á hneykslisferli Icesave-ráðherranna.

Á sama myndbandi úr fréttum Stöðvar 2 má einnig sjá mat Stefaníu Óskarsdóttur stjórnmálafræðings á stöðu málsins, þ.e.a.s. á veikri stöðu ríkisstjórnarinnar, en þannig er hún á Vísir.is:

Staða ríkisstjórnarinnar veikst að mati doktors í stjórnmálafræði

Staða ríkisstjórnarinnar hefur veikst verulega að mati Stefaníu Óskarsdóttur, doktor í stjórnmálafræði, sem var í spjalli í Íslandi í dag eftir fréttir í kvöld. Þar var farið yfir pólitíska stöðu ríkisstjórnarinnar eftir að nýr Icesave-samningur náðist við Breta og Hollendinga í vikunni.
„Icesave hefur verið erfitt mál og vandræðalegt fyrir ríkisstjórnina," sagði Stefanía en þjóðin felldi síðasta Icesave-samning í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Stefanía segir að eftir það hafi ríkisstjórnin ekki getað setið með hendur í skauti, sem og hún gerði ekki, því hún reyndi að þétta í röðum sínum með því að taka Ögmund Jónasson aftur inn í ríkisstjórn sem ráðherra.
„Ríkisstjórnin veiktist það mikið í kjölfarið að hún varð að bregðast við þessu," segir Stefanía um eftirleik þjóðaratkvæðagreiðslunnar.
Hún segir málflutning ríkisstjórnarinnar hafa verið slíkan að hún kenndi Sjálfstæðisflokknum mikið um það hvernig fór og því spyr hún hver á að taka heiðurinn af nýjum og mun betri samningi:
„Getur ríkisstjórnin tekið heiðurinn fyrir það eða stjórnarandstaðan og síðar forseti Íslands?" spyr Stefanía.
Hún telur það einnig veikleikamerki ríkisstjórnarinnar hvernig hún hefur talað undanfarið um að fara hægt í sakirnar. Það sé ekki í anda þess sem hún gerði áður þegar hún hafði hraðar hendur á, til að mynda við að samþykkja Icesave-samninginn hinn fyrri.
„Þetta endurspeglar stöðu ríkisstjórnarinnar," segir Stefanía sem þykir viðbrögðin vera veikleikamerki.
Stefanía segir mikilvægt fyrir ríkisstjórnina að ná víðtækri sátt um samninginn. Það verður til þess að gera forsetanum erfiðara um vik að fara gegn þingmeirihlutanum líkt og hann gerði í byrjun janúar síðastliðinn. 

mbl.is Icesave á endastöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þriðji Icesave-svikasamningurinn verður lagður fram á Alþingi eftir 2½ sólarhring

Þetta er staðreynd, ekki hitt, að hann fái ekki afgreiðslu fyrr en eftir miðjan janúar. Nú er tími til umræðna, liðssafnaðar og mótmæla.

Enn er ógagnsæið ríkjandi, plaggið ekki komið í almenna kynningu. En að stjórnvöld hafi hörfað nokkuð og orðið fyrir skelli, er nú orðið almennt mat stjórnmálafræðinga (eins og Stefaníu Óskarsdóttur) og fjölmiðlamanna (eins og Páls Vilhjálmssonar og jafnvel Spegilsmanna Rúvsins). Vera má, að þrátt fyrir vilja Breta og Hollendinga til að fá málið "klárað" fyrir áramót (sjá neðar), hafi stjórnvöld hér hörfað frá þeirri stefnu, þegar þau sáu, að stjórnarandstaðan var ekki auðblekkt til fylgis við frumvarpið; hún stendur ekki að því (undarlegt raunar að þurfa að taka þetta fram sem frétt, en sjá um þetta umræðu á tilvísaðri vefslóð Páls Vilhjálmssonar).

Rúv gerir ekki mikið úr stórfrétt : að Steingrímur J. Sigfússon baðst í dag afsökunar á því að hafa lýst Svavarssamningnum sem "glæsilegum"! (nánar um það í annarri grein í kvöld).

En hér skal þrátt fyrir ofangreint endurbirt eftirfarandi grein undirritaðs á Vísisbloggi fra því fyrr í dag: 

Bretar vilja þvinga okkur til að samþykkja Icesave fyrir áramót!

Bretar halda áfram sínum bellibrögðum gagnvart Íslendingum og hafa Hollendinga með sér í bandi. Sífellt er reynt að gabba okkur til fylgis við nýja Icesave-samninga, sem alltaf eiga að taka hinum fyrri fram, en þessi byggir á ÓVISSU um eignasafn þrotabús Landsbankans og tilkall TIF (Tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjárfesta) til einungis 52% af því sem þar reynist vera, en skilanefnd bankans er EINA heimildin um eignir þar í veðbréfum og öðru.

Eru sum þessara verðbréfa með kröfur í mikilvæg sjávarútvegsfyrirtæki og þar með aflakvóta á Íslandi? – er það þess vegna sem Bretar eru að sækja þarna á okkur þrátt fyrir að fjárkrafa þeirra á hendur íslenzka ríkinu sé með öllu ólögvarin? Gengur þeim þetta til, að komast yfir víðtækar aflaheimildir hér, með því að gjaldfella lántil útgerðarfyrirtækja árið 2016, og er þetta ástæðan fyrir því, að þeir vilja greinilega EKKI, að öll gögn verði lögð á borðið um innihald eignasafnsins?!

Íslendingar eiga mótmæla nú sem fyrr og ekki síður vegna þess, að Icesave-liðið brezka og "íslenzka" vill hespa þetta af í flýti fyrir 31. desember* – rétt eins og síðast! – og í þetta sinn með þrýstingi á forsetann líka að hann samþykki svínaríið. – En ríkisábyrgð á Icesave brýtur gegn 77. grein stjórnarskrárinnar (sjá hér: http://blogg.visir.is/jvj/2009/08/31/icesave-3/); ennfremur er óheimilt að veita ríkisábyrgð á neinu sem feli í sér óljósar fjárupphæðir (jafnvel svo nemur óþekktum sæg milljarða, eins og hér).**

Það er enginn tími til að halla sér á koddann sinn yfir þessu máli - fram með mótmælaspjöldin, og tökum öll eftir, þegar efnt verður til mótmæla!

* Skv. fréttum í dag, t.d. hér: http://visir.is/geta-sagt-icesave-samningnum-upp-eftir-aramot-/article/201028950047

** Heildarskuldbindingin yrði ekki 47 milljarðar króna, heldur að lágmarki 57 milljarðar og allt að hundruðum milljarða, því að þarna eru menn hér að treysta á, að það fáist út úr þrotabúinu, sem fullyrt er (byggt á einni munnlegri heimild!) að sé þar inni – já, og treysta á, að fyrirtækin sem skulda Landsbankanum gamla séu ekki á leiðinni á hausinn! – og treysta ennfremur á, að gengið haldist óbreytt!

Viðaukar:

Undirritaður hitti alþingismann í gær. Hann sagðist vera að lesa nýja samninginn – og rétti fram fingur til að sýna hve blaðabunkinn væri þykkur, um einn og hálfur sentimetri! Þetta er þó hátíð (svo framarlega sem allt er haft þarna með) fyrir alþingismenn í samanburði við Svavarssamninginn, en hann varð að draga með töngum út úr Icesave-stjórninni og það á drjúgum tíma, og fengu þingmenn þó (loksins) aðeins aðgang að honum í læstu herbergi í Alþingishúsinu og máttu ekkert ljósrita af honum né hafa með sér út – þvílík var leyndarhyggjan, enda sannarlega mikið að fela! – En hvenær fær almenningur að sjá nýja samninginn? Þetta eiga að vera meðal helztu krafna sem við gerum nú til stjórnvalda:

  1. Við viljum engan Icesave-samning, þjóðin hefur sýnt, að hún vill hann ekki og viðurkennir enga gjaldskyldu. (Sjá þessar tölulegu upplýsingar: Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave eftir landshlutum – og: Hartnær 60% aðspurðra segja: Við viðurkennum alls enga ábyrgð Íslendinga á Icesave-greiðslum til Bretlands og Hollands!)
  2. Við krefjumst þess að þegar í stað verði öll gögn um skuldunauta þrotabús Landsbankans gamla lögð á borðið – öðruvísi er ekki hægt að leggja skynsamlegt mat á þessi verðmæti..
  3. Við krefjumst þess, að Icesave3-samningurinn verði birtur þjóðinni á netinu nú þegar..

Varðandi 47 eða 57 milljarða lágmarkshöfuðstól skal bent á þessa forsíðufrétt í Morgunblaðinu í fyrradag: Bjartsýnni um 20 milljarða, þar sem segir m.a.:

  • Samninganefnd Íslands í Icesave-deilunni er bjartsýnni á endurheimtur úr þrotabúi Landsbankans en skilanefnd þessa sama banka. Samninganefndin gerir ráð fyrir að eignir bankans muni aukast að verðmæti um 20 milljarða og er verðmatið þeim mun hærra en sem kemur fram í mati skilanefndarinnar. Helmingurinn af þessari verðmætaaukningu renni til greiðslu á Icesave. Til að kostnaðaráætlun samninganefndarinnar standist mega eignir Landsbankans ekki lækka í verði.
  • Þá reiknar samninganefndin með að 23 milljarðar sem eru óáfallnir vextir af skuldabréfi Nýja Landsbankans til þess gamla gangi upp í Icesave en skilanefndin hefur ekki tekið þessar vaxtagreiðslur með í sínum útreikningum. 

(Sérstaklega þarf að fjalla hér um túlkun samninganefndarinnar og hvernig fulltrúi skilanefndarinnar lýsti ábyrgð á túlkun sinna upplýsinga á hendur þeim, sem leyft höfðu að túlka þær að vild.)

Þetta með öðru sýnir, hve fallvalt er þetta mat samninganefndarinnar, sem fer ekki einu sinni eftir mati skilanefndarinnar! (Nánar hér í fréttaskýringargrein Þórðar Gunnarssonar í sama blaði: Aukið virði eigna Landsbankans skili Íslendingum 10 milljörðum.) Þar á ofan bætist annað vanmat í spádómum samninganefndarinnar. Það sést bezt á þessari frétt Þórðar Gunnarssonar í Morgunblaðinu í dag:

 

  • Gengisáhætta óbreytt í nýjum samningum
  • • Veikist gengi krónunnar um 10-20% gæti það kostað ríkissjóð tugi milljarða
  • Gengisveiking krónunnar um 10-20% gæti kostað ríkissjóð tugi milljarða króna, ef ríkisábyrgð á skuldbindingum tengdum Icesave verður fest í lög. Þetta er mat stærðfræðingsins Sigurðar Hannessonar. Krafa Tryggingasjóðs innistæðueigenda og fjárfesta í þrotabú Landsbankans nemur um 674 milljörðum króna og er fest í krónum. Skuldbinding sjóðsins gagnvart innistæðutryggingasjóðum Breta og Hollendinga er hins vegar í erlendri mynt.
  • Sigurður bendir á að ef krónan veikist muni endurheimtur á kröfum Tryggingasjóðs ná 100%. Heimtur umfram 100% renni hins vegar til almennra kröfuhafa Landsbankans en ekki íslenska ríkisins.
  • Bentu á áhættuna
  • „Á þetta atriði var bent þegar rætt var um síðustu Icesave-samninga og það hefur ekkert breyst með þessum nýju sem kynntir voru í síðustu viku. Það er ennþá mikil gjaldeyrisáhætta sem ríkissjóður gengst undir með þessum samningum. Þó svo að samið hafi verið um lægri vexti á láninu frá Bretum og Hollendingum þá er gjaldeyrisáhættan ennþá hin sama,“ segir Sigurður í samtali við Morgunblaðið.

 

 

Og hér er svo vísað til ýtarlegra viðtals við hann o.fl. um þetta á bls. 6 í Mbl. í dag (Gjaldeyrisáhættan mikil).

Jón Valur Jensson.


mbl.is Icesave verður stjórnarfrumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vondur, illskárri, glæsilegastur?

  • „Í fyrra notaði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður Vinstri grænna, orðin „glæsileg niðurstaða“ til að lýsa Icesave-samningunum. Þessum fagnaðarlátum fylgdi hann eftir á Alþingi með því að hóta þingi og þjóð því að yrði hin glæsilega niðurstaða ekki samþykkt „þá kemur október aftur“. Þjóðin mundi – og man enn – vel eftir október 2008 svo að lengra gat Steingrímur ekki gengið í efnahagslegum hræðsluáróðri sínum.
  • Fylgispakir menn innan þings og utan, ekki síst í atvinnulífi og fjölmiðlum, kyrjuðu sama sönginn. Fullyrt var að samninganefndin hefði unnið mikið þrekvirki að ná þessari glæsilegu niðurstöðu og að ef að þjóðin tæki ekki á sig Icesave-klafann biði hennar ekkert annað en langvarandi volæði.
  • Þjóðin sá í gegnum áróðurinn og hafnaði hinni „glæsilegu niðurstöðu“ á eftirminnilegan hátt.

Svo segir í ritstjórnargrein Morgunblaðsins í dag, „Glæsileg niðurstaða“ kynnt á nýjan leik. Þetta er frábær úttekt á Icesave3-samningnum. Hver sem rökum getur valdið er hvattur til að lesa þá grein, sem er skrifuð af einstakri glöggsýni og röksnilld, en hér var aðeins um fjórðungur hennar birtur.

Undirritaður getur tekið undir hvert einasta orð í greininni. Hún hafnar því algerlega, að samþykkja eigi hinn nýja samning. Þetta er afleitur samningur. Þótt hann sé illskárri en hinir fyrri, er hann líka illbærilegur fyrir íslenzka þjóð og er bæði ólöglegur samkvæmt stjórnarskránni og kröfurnar að baki honum ólögvarðar með öllu.

En verjendur Icesave-stjórnvalda og meðvirkir og skammsýnir menn fara nú mikinn í því að boða þennan samning sem glæsilegan" enn á ný!

Jón Valur Jensson. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband