Skelfilegt bull í Fjármálaráðuneytinu !

Rósa Björk Brynjólfsdóttir býður upp á skýringu sem er jafn heimskuleg og annað sem kemur frá Fjármálaráðuneytinu. Almennir kröfuhafar buðu upp á lausn sem hefði leyst Icesave-deiluna, en hvenær hefur Steingrímur Sigfússon haft áhuga á að losa almenning við Icesave-klafann ? Þvert á móti gerir Icesave-stjórnin allt sem hún getur til að auka á efnahagskreppuna.

Lausn almennu kröfuhafanna var í megindráttum eftirfarandi:

  •  
    1. Almennir kröfuhafar hefðu lánað fjármagn til að tryggja strax tryggingasjóðum Íslands, Bretlands og Hollands greiðslur úr þrotabúinu á lágmarkstryggingu (€20.887) samkvæmt Tilskipun 94/19/EB.
    2. Þessa greiðslu hefðu kröfuhafarnir eðlilega fengið tryggða með fyrsta veðrétti í eignum Landsbankans.
    3. Tryggingasjóðir Bretlands og Hollands fengju þannig strax það fjármagn, sem þeir hafa greitt úr sjóðunum. TIF hefur líklega ekkert greitt og fengi því ekkert af þessu fé.
    4. Ríkisstjórnir nýlenduveldanna hefðu samþykkt að fella niður kröfuna um að þeirra framlög umfram lágmarkið €20.887, nyti forgangs í samræmi við Neyðarlögin.
    5. Þar með fengju almennu kröfuhafarnir meira í sinn hlut þegar þrotabúið verður gert upp. Þeir fengju þá endurgreitt lánið og þeir fengju stærri hlut í eftirstöðvum annara eigna.

Þetta var því tilboð um að ljúka Icesave-deilunni á sanngjarnan hátt. Almennu kröfuhafarnir fengju meira í sinn hlut, en það kæmi löngu seinna. Á móti gæfu nýlenduveldin eftir þann rétt sem þeim var úthlutað með Neyðarlögunum.

Einhverjum kann að detta í hug, að það hafi verið mistök að binda forgang innistæðu-eigenda ekki við lágmarkið €20.887, heldur allar innistæður. Menn hafa líklega verið að hugsa um innistæðurnar innanlands, eða ekkert hugsað sem er jafn líklegt.

Við sjáum af svari Rósu Bjarkar, að »ekki mátti ganga gegn hugmyndafræði Neyðarlaganna«. Við sjáum hvað þetta er heimskuleg röksemd í ljósi þess sem sagt er í Morgunblaðinu, síðast í greininni:

»Þeir fulltrúar óvörðu kröfuhafanna sem blaðið hefur rætt við telja að útfærsla þeirra hefði einmitt ekki gengið þvert á neyðarlögin, þar sem Bretsk og Hollendsk stjórnvöld hefðu þegar tryggt Icesave-innistæðu-eigendum í löndunum tveim endurgreiðslur á innlánum sínum«

Loftur A. Þorsteinsson.
mbl.is Gegn eðli neyðarlaganna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Loftur, þakka þér fyrir greinargóða útskýringu.

Þetta tilboð af hálfu kröfuhafanna er í rauninni  stórsnjöll hugmynd.   Merkilegt ef aldrei áður hefur verið hugleitt að fara þessa leið?   

Hins vegar kemur ekki á óvart ef fjármálaráðherrann hefur alfarið hafnað hugmyndinni; honum virðist mikið í mun að troða Icesave skuldbindingum upp á þjóðina.

Kolbrún Hilmars, 17.12.2010 kl. 15:50

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Kolbrún, eins og þú hefur ef til vil séð í Morgunblaðinu, þá tóku Bretar ekki illa í hugmyndina. Þar segir:

"Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að málið hafi verið reifað við háttsetta menn innan bresku stjórnsýslunnar og þar hafi hugmyndin þótt allrar athygli verð."

Verið getur að ég hafi samband við Deutsche Bank til að fá þeirra umsögn um málið.

Loftur Altice Þorsteinsson, 17.12.2010 kl. 16:37

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Já, ég sá þetta fyrst í Mbl, og líka það að hugmyndin hafi einmitt komið frá Deutsche Bank. (Þjóðverjar hafa alltaf verið okkur íslendingum hollastir þjóða, hvað sem má svo segja um ESB-ið þeirra!)

Hafðu endilega samband við DB og hleraðu hvort þeir þar séu enn sama sinnis. Þessi lausn er of góð til þess að fjármálaráðherranum leyfist að henda henni í ruslið.

Kolbrún Hilmars, 17.12.2010 kl. 17:30

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Kolbrún, ég er búinn að senda Deutsche Bank erindi um málið. Vonandi sjá þeir ástæðu til að hefja viðræður við mig. Eins og þú segir, þá má ekki leyfa Steingeitinni úr Þistilfirði að henda henni í ruslið.

Loftur Altice Þorsteinsson, 18.12.2010 kl. 15:07

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hlakka til þess að heyra af framhaldinu, Loftur.

Steingeitin er tignarleg á myndinni, en á því miður  ekkert skylt við SJS - ef það var ætlun þín? 

Samkvæmt stjörnumerkjafræðinni er steingeit jörð, en ljónið eldur. Fjármálaráðherrann SJS er  ljón, ljón, ljón, ljón í 4 af 5 helstu stjörnumerkjum sínum. Tungl hans er loft; vatnsberi.  Gæti útskýrt af hverju hann er bestur í stjórnarandstöðu...

Kolbrún Hilmars, 18.12.2010 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband