Steingrímur J. Sigfússon: "Við höfum gert okkur VONIR um að það komist hreyfing á hlutina" = að semja sem fyrst við óvini okkar um Icesave!!!

"Eins og við sögðum strax í júní, þegar viðræðunum lauk þá, þá gerðum við okkur vonir um og gerum enn, að þær hefjist núna strax að afloknum sumarleyfum. Það er sérstaklega í Bretlandi, sem að þetta liggur niðri núna í ágústmánuði, en við höfum gert okkur vonir um að það komist hreyfing á hlutina strax eftir það." – Það er ekki komin föst dagsetning? "Nei, það er ekki komin föst dagsetning."

Þannig svaraði Steingrímur spurningu fréttamanns Mbl.is, sem var þessi: – Hvenær hefjast Icesave-viðræður að nýju? Upphaf svars Steingríms var þetta: "Ja, við getum ekki tímasett það nákvæmlega, en eins og við sögðum strax í júní," o.s.frv. (sjá hér efst).

Nú þarf þjóðin að fara á kreik á ný, mótmælaspjöldin upp á næstunni, til að vekja athygli á þvi, að enn verður reynt að fremja þau svik, sem einna alvarlegust er hægt að hugsa sér gegn íslenzkri þjóð.

  • AFP fréttastofan hafði það eftir ónafngreindum heimildarmanni innan íslensku ríkisstjórnarinnar sl. föstudag að fulltrúar Íslendinga, Breta og Hollendinga muni eiga formlegan fund á næstu vikum til að ræða um nýtt samkomulag um Icesave-skuldbindingarnar [sic]. (Mbl.is.)

Það er skuggalegt ástand í landinu, að ráðamenn séu þannig þenkjandi, að þeir "geri sér vonir um" (sic!!!) að geta samið um hina allsendis ólögvörðu, reyndar ólöglegu Icesave-kröfu brezkra og hollenzkra stjórnvalda.

Þetta hyggjast þeir gera strax í næsta mánuði !!

Það er eins og stjórnvöld hafi ekkert tekið eftir viðurkenningu framkvæmdastjórnar ESB á því, að EES-ríki beri EKKI ábyrgð á innstæðum í föllnum bönkum umfram það sem innstæðutryggingasjóðir geta greitt*, og þau í Stjórnarráðinu virðast ekkert mark taka á þeirri ábendingu Ólafs Ísleifssonar hagfræðings, að staða Íslands í Icesave-deilunni hefur styrkzt við yfirlýsingu fulltrúa framkvæmdastjórnar ESB (Ólafur furðaði sig á því að ríkisstjórnin hafi ekki fært sér það í nyt).

Vaknið, Íslendingar! Látum þau ekki svíkja okkur einu sinni enn. 

* Sjá einnig þessar greinar:

ABC Nyheter opinbera þverstæður í málflutningi evrópskra stofnana um Icesave-málið

Spurningar Thomasar Vermes til fulltrúans Michels Barnier í framkvæmdastjórn ESB um innistæðutryggingar og hugsanlega ábyrgð ríkja á þeim

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson: ESB staðfestir að það var EKKI ríkisábyrgð á innistæðutryggingasjóðum

Ólafur Ísleifsson œconomicus og Bjarni Benediktsson politicus: Staða Íslands styrktist við yfirlýsingu fulltrúa framkvæmdastjórnar ESB

Svör fulltrúa framkvæmdastjórnar ESB við spurningum ABC Nyheter – hér kom í ljós, að í reglugerð ESB er ENGIN RÍKISTRYGGING innistæðu-tryggingasjóðanna

Merkar ábendingar Styrmis Gunnarssonar um tvær nýjustu fregnir af Icesave-málinu

ICEsave er algjörlega klúður Evrópusambandsins

Innheimta ESB á Icesave-kröfum.

Á að gefa Steingrími Joð, Jóhönnu og Össuri enn eitt færi á því að svíkja þjóðina í Icesave-málinu?

Ádrepa um Icesave-málið, eftir Karl Jónatansson 

Jón Valur Jensson tók saman. 


mbl.is Ekki komin dagsetning á viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband