Færsluflokkur: Fjármál

Loksins segir prófessor Þórólfur eitthvað laukrétt – að hluta! – um EES og innistæðutryggingar

Það er rétt, að fráleitt er að taka upp nýja tilskipun ESB um innistæðutryggingar, ekki aðeins er hún óhentug hér, heldur stórhættuleg og stefnir, ólíkt núgildandi tilskipun frá 1994 (94/EC/19), á ríkisábyrgð. "Lausn" Þórólfs, að ganga í ESB, er enn fráleitari, skammsýnishugsunin virðist þar ríkjandi, homo oeconomicus virðist einn tala þar og fylgismaður alþjóðlegs sósíaldemókratisma sem gætir síður að þjóðarréttindum og fullveldi heldur en ímyndaðri buddustærð, "útreiknuðum" kaupmætti (án tillits til flutningskostnaðar hingað og smás markaðar) og að félagslegum réttindum, þar sem þó ekkert er í hendi um framtíðarlöggjöf á svæðinu. (Undirritaður tekur fram, að þetta síðasta er hans skoðun, ekki stefna samtakanna.)

Væri Ísland í ESB, væru ráðin tekin úr höndum okkar um niðurstöðu Icesave-málsins.  Nú getum við þó barizt og höfum á síðustu dögum fengið ný vopn í hendur, en Steingrímur J. spriklar örvæntingarfullur í netinu. Ummæli hans, að nýjustu upplýsingar breyti engu, eru eins og tilraun til að bjarga sér úr stöðunni með því að berja höfði ákaft við stein.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Gerir ómögulegt að vera í EES
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ABC Nyheter opinbera þverstæður í málflutningi evrópskra stofnana um Icesave-málið

Við minnum aftur á stórfréttina sem sagt var frá hér á vefsíðu okkar (Framkvæmdastjórn ESB viðurkennir að EES-ríki beri EKKI ábyrgð á innstæðum í föllnum bönkum umfram það sem innstæðutryggingasjóðir geta greitt!). 

Úr ABC-fréttinni, hér um ESA-bréfið: 

  • - Dette er det mest dramatiske åpningsbrevet ESA noen gang har sendt. Og det aller mest politisk kontroversielle.
  • Det sier en av Norges fremste eksperter på EU-rett, leder for Senter for Europarett ved Universitetet i Oslo, Fredrik Sejersted, til ABC Nyheter.

Og lesið þetta:

  • Fra Obama til EU
  • ESAs holdning om at en stat er ansvarlig for å dekke tapte innskudd dersom bankgarantifondet ikke klarer det, står motstrid med det president Barack Obama sa da han i sommer innførte ny finansregulering i USA.
  • - Skattebetalerne skal ikke lenger være ansvarlige for å dekke feilgrepene til finanssektoren.
  • - Kan det samme sies om EU- og EØS-borgerne? ville ABC Nyheter vite av EU-kommissæren for det indre marked, franske Michel Barnier.
  • Han svarte ikke selv. Men en e-post fra Kommisjonen er krystallklar:
  • - EU støtter prinsippet om at «forurenseren skal betale» og deler målsettingen om at kostnadene ved en framtidig finanskrise ikke skal falle uforholdsmessig på skattebetaleren. 

Fjölmargt annað er í þessari grein á ABC, sem mér vinnst ekki tími til að vinna hér úr í bili.

Jón Valur Jensson.  

(Þetta var skrifað hér á 2. tímanum í dag og því má ekki vænta hér neinna frekari upplýsinga um málið, sem kunna að hafa komið fram síðdegis hér á landi, t.d. í viðbrögðum stjórnmálamanna við fréttunum af áliti framkvæmdastjórnar ESA. Ég hvet menn íka til að taka fleira upp úr ABC-fréttinni og helzt þýða það og setja hér í athugasemd. Það o.fl. efni má svo birta hér á ný í kvöld eða á morgun í sérstakri færslu.)


Framkvæmdastjórn ESB viðurkennir að EES-ríki beri EKKI ábyrgð á innstæðum í föllnum bönkum umfram það sem innstæðutryggingasjóðir geta greitt!

Fréttin Bera ekki ábyrgð á innstæðum upplýsir, að framkvæmdastjórn ESB telur að ríki á EES-svæðinu beri EKKI ábyrgð á innstæðum í föllnum bönkum umfram greiðslugetu innstæðutryggingasjóða". Þar er hún á ÖNDVERÐUM MEIÐI við ESA (Eftirlitsstofnun EFTA) sem í umdeildu áliti sínu taldi að slík ábyrgð væri í gildi!

Þetta er stórfrétt, sem vonandi fer ekki fram hjá neinum. Þetta er fullkomin játning á því, að íslenzka ríkið ber í raun enga ábyrgð á Icesave-innistæðum í Landsbankanum.

Framkvæmdastjórnin var þarna að svara norska vefmiðilinum ABC Nyheder. Í svarinu kemur fram, að "tilskipun ESB um innstæðutryggingar segi skýrt að bankarnir verði að fjármagna innstæðutryggingakerfið að stærstum hluta" (Mbl.is).

En ekki ætlar þó Evrópusambandið að láta sig í vörn fyrir Breta og Hollendinga í málinu. Skoðum hér "gagnrökin" gegn því að láta Ísland njóta þess sannmælis, sem sjálf tilskipun ESB frá 1994 átti að tryggja okkur:

  • Staðan sögð önnur á Íslandi 
  • Í tilviki Íslands er framkvæmdastjórnin þó á sömu skoðun og ESA og telur að íslenska ríkinu beri að greiða innstæður á Icesave reikningum í Hollandi og Bretlandi. Tvær ástæður séu fyrir því.
  • Annars vegar hafi útfærslan á íslenska innstæðutryggingasjóðnum ekki uppfyllt skilyrði tilskipunarinnar um innstæðutryggingar. Hins vegar verði að horfa til þess að íslenskir innstæðueigendur fengu sínar innstæður tryggðar að fullu ólíkt hollenskum og breskum innstæðueigendum. Það hafi brotið gegn jafnræðisreglunni. 

Þetta er það, sem við er að kljást í deilunni. En Stefán Már Stefánsson prófessor í lögum og sérfræðingur Evrópurétti, hefur ásamt Lárusi L. Blöndal hrl. og Sigurði Líndal lagaprófessor fært fram skýr og afgerandi rök gegn síðustu fullyrðingunni í klausunni hér á undan. Hvað fyrri fullyrðinguna varðar, um "útfærsuna á íslenzka tryggingasjóðnum" og að þar hafi ekki verið "uppfyllt skilyrði tilskipunarinnar um innstæðutryggingar," þá er það ekki skýrt frekar í fréttinni. En staðreyndin er sú, að brezku Icesave-reikningarnir voru ekki aðeins með lágmarkstryggingu í TIF, Tryggingasjóði innstæðuegenda og fjárfesta, hér heima á Íslandi, heldur einnig með miklu meiri tryggingu í brezka tryggingasjóðnum FSCS. Þetta hefur þegar verið staðfest í bréfum frá brezka fjármálaeftirlitinu, FSA, og að Icesave-reikningarnir voru þar með hámarkstryggingu. Hefur verið um þetta ritað hér á vefsetri Þjóðarheiðurs (leitið t.d. að FSCS í leitartækinu hér ofarlega í vinstra dálki! Ennfremur hefur Loftur Þorsteinsson fjallað ýtarlega um þetta mál í greinum í Morgunblaðinu og á vefsíðu sinni. Væntanega verður rætt um þetta í innleggjum hér fyrir neðan nú í dag.)

Hér er reyndar fréttin sjálf í ABC Nyheter: EUs bankgaranti-direktiv – Icesave kan utløse dramatisk bank-strid for EU. Fréttina skrifar norski blaðamaðurinn Thomas Vermes, sem hefur fylgzt mjög vel með þessum málum, var m.a. með afar ýtarlegt og gagnlegt viðtal við framkvæmdastjóra norska tryggingasjóðinn, Arne Hyttnes (sjá hér: Staten har ikke ansvar for bankinnskudd – ríkið ber ekki ábyrgð á bankainnistæðum, segir forstjóri norska tryggingasjóðsins!).

Það er margt afar athyglisvert í þessari ABC Nyheter-frétt, sem er vert að setja hér "á blað" og verður gert hér í annarri bloggfærslu í dag.

Svo er þarna athyglisverð klausa í lok Mbl.is-fréttarinnar:

  • Á vefnum Euobserver er fullyrt, að á leiðtogafundi Evrópusambandsins í júní hafi komið fram, að Icesave-málið svonefnda væri sameiginlegt mál alls sambandsins þótt framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi lýst því yfir, að málið sé eingöngu á milli Íslands annarsvegar og Breta og Hollendinga hins vegar.  

Tengsl Icesave-málsins og ESB eru þannig enn einu sinni að staðfestast!

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Bera ekki ábyrgð á innstæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave = tvöfalt tjón BP vegna mesta olíuslyss heimsins!

Fram kom nýlega í fréttum, að tjón BP vegna olíuslyssins magnaða í Mexíkóflóa nemur sem svarar 390 milljörðum ísl. króna. Þetta er gríðarlegt áfall fyrir einn af voldugustum auðhringum heimsins.

En þetta er ekki nema hálft Icesave, að ætla má (með vöxtum)! Það gæti reyndar hlaupið upp fyrir 1000 milljarða króna, að mati Jóns Daníelssonar hagfræðings, þ.e.a.s. ef hér bættist við um 30% gengisfelling.

Og allt vegna ólögvarinnar kröfu ríkisstjórna tveggja gamalla nýlenduvelda! 

Sjá einnig hér: Hugleiðingarefni

JVJ. 


Hugleiðingarefni

Ef Svavars-svikasamningurinn hefði verið samþykktur sumarið 2009, væru vextirnir til Breta og Hollendinga nú þegar orðnir rúmlega 60 milljarðar króna!

Þetta jafngildir 200.000 krónum á hvert mannsbarn í landinu, 800 þúsundum á hverja fjögurra manna fjölskyldu – áður en nokkuð er byrjað að borga niður sjálfan höfuðstólinn!

Umhugsunarvert?!

JVJ. 


Sjáið hvernig LEYNISKJALIÐ afhjúpar 'PLOTT' íslenzkra stjórnmála- og embættismanna GEGN ÞJÓÐINNI

Eðlilega voru íslenzkir embættismenn gagnrýndir í Staksteinum Mbl. í vikunni fyrir að vinna á óeðlilegan hátt með stjórnvöldum í ESB-málinu. En aðrir tveir gerðu það sama í Icesave-málinu. Þessi AFHJÚPUN er í leyniskjali bandaríska sendiráðsins sem lekið var á Wikileaks, og þetta er bara einn parturinn af því:

4. (C) Gunnarsson and Burgess were extremely pessimistic regarding the national referendum and said that the Government of Iceland was exploring other options to resolve the Icesave situation. They hinted that renegotiation might be a viable alternative and referenced recent meetings between the government and the opposition at which this option was discussed. Everyone could potentially save face, they suggested, if a new repayment agreement was reached with the British and Dutch that could possibly include a lower interest rate for the loan. This solution, they felt, would be palatable to the Icelandic people [!!! – innskot JVJ.] and potentially to the opposition as well. They did not know, however, whether the British and Dutch would agree to another round of negotiations. They also acknowledged that any new agreement would have to be approved in parliament and, of course, signed by the president.

Gunnarsson er Einar Gunnarsson, Burgess er Kristján Guy Burgess, CDA er Chargé d'Affairs, 1. sendiráðsritarinn í bandaríska sendiráðinu, Mr. Watson, þáverandi hæstráðandi þar, eftir að Össur Skarphéðinsson virtist hafa hrakið bandarískan sendiherra héðan með vansæmandi hætti og þar með móðgað ráðamenn þessa bezta vinaríkis okkar á 20. öld svo mjög, að afar langur tími leið, unz nýr sendiherra var skipaður.

Feitletranir í birta tewxtanum eru mínar. – Jón Valur Jensson. 


mbl.is Stal skeytum um Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stærsta þjóðþrifaverkið: Afturkalla aðildarumsókn að ESB

Eftir Gústaf Adolf Skúlason.

Ég tek undir orð fyrrverandi dómsmálaráðherra, Björns Bjarnasonar í pistli sínum 18.6., að það er óskiljanlegt, að Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra Íslands gagnvart ESB, haldi því fram að »að sjálfsögðu muni Íslendingar standa við skuldbindingar sínar«. Sendiherrann ásamt Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra og Steingrími Sigfússyni fjármálaráðherra nota hvert tækifæri sem gefst í erlendum fjölmiðlum til að syngja þennan söng, þrátt fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave. Ríkisstjórnin hefur ekki umboð þjóðarinnar til að halda áfram að gefa loforð á erlendum vettvangi um, að Ísland muni borga reikninga Breta og Hollendinga vegna Icesave. Loforð, sem viðsemjendurnir nota sem sönnun fyrir »skuld« þjóðarinnar. Á heimavelli reyna þessir menn að telja fólki trú um, að engin tenging sé á milli Icesave-krafna Breta og Hollendinga og aðildarumsóknar Íslands að ESB.

Í yfirlýsingu leiðtogaráðs ESB og í umfjöllun virtra fjölmiðla sem Financial Times og EU Observer kemur óaðfinnanlega skýrt fram, að aðild Íslands að ESB er háð lausn Icesave-deilunnar. Allir aðrir en ofangreindir fulltrúar Íslands virðast sammála um, hvað sé í gildi: Ísland getur ekki orðið aðili að ESB nema »tekið sé tillit til núverandi skuldbindinga eins og þeirra sem mælt hefur verið fyrir um af Eftirlitsstofnun EFTA samkvæmt EES-samningnum ...« ESA hefur í bréfi til ríkisstjórnarinnar ásakað Íslendinga um að hafa brotið EES-samninginn með því að hafa ekki borgað lágmarkstryggingu innistæðueigenda Icesave í Bretlandi og Hollandi.

Íslenskir lögfræðingar, einstakir þingmenn Evrópuþingsins, rannsóknarnefnd Alþingis ásamt fjölmörgum sérfræðingum hérlendis og erlendis hafa bent á, að ekkert í reglugerð ESB, sem EES-samningurinn byggir á, geri íslenska ríkið ábyrgt fyrir skuldbindingum Tryggingarsjóðs innstæðueigenda.

Umsóknarferlið er því ekkert annað en pólitískt spil stórvelda, þar sem tekist er á um Ísland, auðlindir landsins og eigur landsmanna. Þar má eiga von á ýmsum »gylliboðum« í stíl með: »við skulum taka að okkur að leysaIcesave-deiluna, ef þið greiðið atkvæði með inngöngunni í ESB«.

Það er sorglegt að horfa uppá íslensku ríkisstjórnina starfa sem embættismenn erlendra kröfuhafa í stað þess að sinna skyldum við sitt eigið fólk, sem stendur fyrir laununum.

Ríkisstjórnin einblínir svo á inngönguna í ESB-klúbbinn, að orkuauðlindir landsmanna, fiskur hafsins, fyrirtæki og menning duga varla sem aðgangseyrir. Í ofanálag verður að greiða með sóma, siðferði, sjálfsvirðingu,sjálfstæði og svörnum eiði við stjórnarskrá Íslands. Þessi undirlægjuháttur núverandi ríkisstjórnar hefur kostað þjóðina stórfé og skaðað stöðu landsins á alþjóðavettvangi. Jafnframt hefur þingræðið beðið álitshnekki sem og önnur stjórnskipun lýðveldisins.

Þessa óheillaferð verður að stöðva áður en enn stærri vá skellur á landsmönnum. Ég bið þingheim að styðja frumvarpið um að draga til baka aðildarumsóknina að Evrópusambandinu.

GÚSTAF ADOLF SKÚLASON, smáfyrirtækjarekandi.

Grein þessi birtist nýlega í Morgunblaðinu. Hún er endurbirt hér með sérstöku leyfi höfundar.


Steingrímur J. vekur upp draug í Icesave-máli

VIIÐ GETUM EKKI ORÐAÐ HLUTINA BETUR EN GERT ER Í ÞESSUM LEIÐARA MORGUNBLAÐSINS Í GÆR. –E.E.
 

Draugagangur

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði frá því fyrir tveimur mánuðum að hann mundi sæta lagi strax og nýir ráðherrar tækju við í Bretlandi og Hollandi að draga þá að samningaborðinu vegna Icesave. Þar sem íslenska þjóðin hafði þá þegar hafnað því í þjóðaratkvæðagreiðslu að taka á sig Icesave-skuldbindingar þrotabús Landsbankans sætti þessi afstaða fjármálaráðherrans mikilli furðu. Hann ákvað að láta sér ekki segjast við afgerandi niðurstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslunni en reyndi þegar í stað að vekja upp Icesave-drauginn og koma skuldaklafanum á þjóðina. Nú hefur þetta tekist. Steingrímur er búinn að hafa það í gegn að draga Breta og Hollendinga að samningaborðinu og fagnaði því sérstaklega þegar rætt var við hann í gær.

Á það hefur margítrekað verið bent að kröfur Breta og Hollendinga á hendur Íslendingum vegna Icesave byggjast ekki á lagalegum forsendum. Íslenskum skattgreiðendum ber alls ekki að greiða þessar skuldir þar sem íslenska ríkið bar aldrei ábyrgð á endurgreiðslum til innistæðueigenda. Þetta hefur legið fyrir lengi og lá raunar fyrir löngu áður en bankarnir hrundu og Icesave-málið kom upp. Nú síðast mátti svo lesa um lagalega hlið málsins í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem studdi þessa niðurstöðu og þá hefðu síðustu talsmenn breskra og hollenskra stjórnvalda hér á landi átt að sannfærast.

Svo fór þó ekki og ríkisstjórnin situr við sinn keip í málinu og þrýstir mjög á um að fá að hengja Icesave-byrðarnar á íslensku þjóðina. Þessi framganga er auðvitað með miklum ólíkindum og á henni getur ekki verið nein eðlileg skýring. Engin venjuleg rök hníga að því fyrir íslensk stjórnvöld að reyna að þvinga bresk og hollensk stjórnvöld til að semja við sig um skuldir annarra.

Eina mögulega skýringin á háttalagi íslenskra stjórnvalda er sú áhersla sem þau leggja á að koma Íslandi inn í Evrópusambandið, en bæði Bretar og Hollendingar hafa talað skýrt um að við þurfum að fallast á ólögmætar kröfur þeirra áður en þeir samþykki að við fáum aðild að þeim félagsskap.

Ríkisstjórnin hefur ekki meiri áhyggjur af þeirri staðreynd að þjóðin er andvíg aðild en að þjóðin er andvíg því að greiða Icesave-skuldina. Afstaða landsmanna skiptir engu í þessu sambandi, það eina sem forysta Vinstri grænna og Samfylkingarinnar hefur áhuga á er að aðlögunarferlið haldi áfram og Íslandi verði smám saman nuddað inn í Evrópusambandið, þvert á vilja þjóðarinnar.


mbl.is Fagnar viðræðum um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er ills viti

Allt, sem þessi Icesave-AGS-ríkisstjórn gerir í Icesave-málinu, veit á illt. Hefur hún ekkert lært af þjóðinni? Er henni allsendis um megn að skilja skilaboð umbjóðenda sinna?

Og ekki viljum við lögfræðistofuna Ashurst í þetta mál, þá væri snöggtum betra að hafa þar lögfræðistofuna Mishcon de Reya, sem fann ENGIN rök til neinnar gjaldskyldu Íslendinga né ríkissjóðs til að borga þessar einkaskuldir einkabanka!

Við eigum ævinlega að krefjast okkar ýtrasta réttar í málinu, ekkert minna ber okkur að gera ... fyrir börnin okkar.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Fundað um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EVRÓPUVAKTIN UM ESA OG ICESAVE.

EVRÓPUVAKTIN MEÐ SPURNINGAR UM VANHÆFI ESA OG PERS SANDERUD Í ICESAVE-MÁLINU:

 
Á SÍÐU EVRÓPUVAKTAR BJÖRNS BJARNASONAR OG STYRMIS GUNNARSSONAR  ER NÚ SKRIFAÐ UM SPURNINGAR UM VANHÆFI ESA Í ICESAVE-MÁLINU:
 
Per Sanderud, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), tók svo eindregna afstöðu gegn hagsmunum Íslendinga í Icesave-málinu á fundum í tengslum við 50 ára afmæli EFTA hér á landi í síðustu viku, að spurningar hafa vaknað um hæfi ESA til að fjalla frekar um þetta mál. Samkvæmt upplýsingum Evrópuvaktarinnar undrast fróðir menn um EES-rétt og hæfisreglur, að íslensk stjórnvöld hafi ekki nú þegar krafist frávísunar málsins frá ESA.
 

 

The European Free Trade Association (EFTA)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband