Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011

Hvers vegna Bretar fara ekki í dómsmál - enn ein grein í Financial Times viðurkennir sterkan málstað Íslands í Icesave-máli

  • "Ótti breskra stjórnvalda við að dómur gegn Íslandi í Icesave-deilunni geti skapað bótakröfu á hendur þeim síðar vegna falls breskra banka skýrir hvers vegna þau hafa ekki beitt sér af hörku fyrir því að deilan komi til kasta dómara. Þetta er mat Johns Dizard, dálkahöfundar hjá Financial Times um áratuga skeið." (Mbl.is.)

Eins og kunnugt er, hefur Financial Times í leiðurum sínum tekið afstöðu með Íslendingum í Icesave-málinu. En Dizard þessi játar þó, að hann hafði gert ráð fyrir því, að íslenzkir kjósendur myndu samþykkja Icesave-III-samninginn. Þegar það gerðist ekki, tókst hann á hendur að skoða rökin fyrir því, að íslenzkir skattgreiðendur ættu ekki að bæta fyrir [hugsanlegt] tap Icesave-innistæðna, og hann varði nokkrum tíma til þeirrar athugunar.

Niðurstaða hans hans varð sú, að honum "varð það ljósara, hvers vegna einkum (why, in particular) brezk stjórnvöld voru ekki ýkja áfjáð um að sækja kröfur sínar fyrir dómi." Nú skilur hann, af hverju þau brezku stjórnvöld hafi ekki sótt málið af hörku fyrir dómstólum. "Bresk stjórnvöld vilji eðlilega ekki skapa fordæmi sem geti kallað á háar kröfur á breska banka síðar." (Mbl. í dag, s. 6: Ríkin bera ekki ábyrgð; einnig í styttra máli í forsíðufrétt þar.) Í styttri fréttinni segir beinlínis, að ótti yfirvaldanna brezku stafi af því, að "dómur gegn Íslandi í Icesave-deilunni geti skapað bótakröfu á hendur þeim síðar vegna falls breskra banka".

Dizard vitnar einnig í það "álit Tobiasar Fuchs, sérfræðings í lögum hjá Evrópuháskólanum í Frankfurt, að Ísland hafi ekki brotið gegn ákvæðum tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins um innlánatryggingarkerfi," þ.e. gegn tilskipuninni 94/19/EC. Við hér í Þjóðarheiðri höfum áður vitnað til álits Tobiasar Fuchs. Hér sést, að á honum er tekið fullt mark í einu helzta viðskiptablaði heims.

Og hér er rúsínan í pylsuendanum, enn eitt atriðið til að sannfæra hina efagjörnu:

  • Dizard bendir á að 2004 hafi Evrópudómstóllinn úrskurðað að engin ríkisábyrgð hlytist af ófullkomnu eftirliti með fjármálastarfsemi. (Mbl.)

Sú "röksemd" hafði þó oft heyrzt hér, að hið íslenzka FME hafi brugðizt í þessu máli og að þess vegna ættum við, óbreyttir borgarar, að borga Icesave! Hér, í þessari upprifjun Dizards á dómsfordæmi, kemur í ljós, að jafnvel þótt eftirlit FME hefði verið ófullkomið, þá bæri íslenzka ríkið hér enga ábyrgð.

Þar að auki bar brezka fjármálaeftirlitið (FSA) líka ábyrgð á því að veita Landsbankanum, sem það hafði veitt starfsleyfi í Bretlandi, fullt eftirlit. 

Og þar til viðbótar ber að benda á, að ekki skapaðist heldur ríkisábyrgð vegna þess að reglunum hér (þ.e. lögum nr. 98/1999 um innistæðutryggingar) hefði verið ábótavant, því að – eins og sagði í grein hér á vef Þjóðarheiðurs – "ESB segir ESA hafa reglulega staðfest ágæti regluverks Íslands" um tryggingasjóð innistæðueigenda.

Rök Icesave-borgunarsinna hafa hrunið ein af öðrum. Það er kominn tími til að játa það fullum fetum og fylgja því eftir í verki! En hvort núverandi stjórnvöld séu bezt til þess hæf að sjá um að fylgja eftir rétti Íslands í málinu, skulum við láta lesendur okkar um að meta í athugasemdum hér.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Bretar forðast dómsmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVÍ EKKI YFIR 90% NEI GEGN KÚGUNARSAMNINGNUM?

FORSETINN12

Kúgunarmálið er ekki búið þó það hafi verið fellt enn einu sinni og ekki einu sinni í nánd við að vera lokið.  Ekki með ætlaða sökudólga enn í alþingi, embættum, skólum og stjórn landsins.  Og út um allar kvíar.  Og enn enginn verið haldinn ábyrgur fyrir samsæri um glæpinn ICESAVE. 

Nú ætti næsta skref í málinu að vera að gera opinbera starfsmenn og nokkra meðhjálpara lagalega ábyrga fyrir að ætla og vinna hart að að koma ólöglegri nauðung yfir samlanda.


Jafnframt ætti að kæra breska og hollenska ráðamenn fyrir að ljúga upp á okkur ríkisábyrgð sem var aldrei neinn fótur fyrir í neinum lögum.


Málið er ekki bara innlent mál ætlað til heimabrúks eins og Steingrími hættir við að lýsa kúgunarviðleitni breskra og hollenskra stjórnmálamanna.  Nei, málið kemur heiminum við. 


Við getum ekki og megum ekki leyfa kúgurum og slúðurberum að komast upp með að hafa ætlað að gera börnin okkar að skuldaþrælum erlendra velda að ósekju.  Málið er mannréttindamál og kemur öllum heiminum við. 

 

Hví sögðu ekki yfir 90% landsmanna NEI núna eins og í mars í fyrra?  Jú, það orsakaði fjárstuddur og ríkisstuddur og vel undirbúinn rógur og undirróður ICESAVE-STJÓRNARINNAR, blaðamanna og fréttamiðla Jóhönnu og co, seðlabanka Jóhönnu og heils hers erlendra og innlendra JÁ-MANNA sem mundu hafa hagnast af kúgunarsamningnum gegn okkur.  Og rógur´vitsmunablaðamanna´ eins og Jóhanns Haukssonar sem forsetinn rúllaði upp, Ómars Valdimarssonar sem brenglar fréttir í erlendum fréttamiðlum og Þóru Kristínar Einhverrrar með sína öfugsnúnu rússnesku rúlettu.

 

Gleymum aldrei hótunum um kaldakol og Kúbur Norðursins ef við ekki játtumst undir glæpinn.  Þar fóru fremstir yfirfalsarar eins og Gylfi Magnússon, Guðmundur Gunnarsson, Jón Hannibalsson, Margrét Kristmannsdóttir, Þorvaldur Gylfason, Þórólfur Matthíasson, Vilhjálmur Egilsson, Vilhjálmur Þorsteinsson.  Kallast þetta ekki úrkynjun??


Ekkert var eðlilegt við 59,9% NEI-ið.  Ólöglegt mál ætti aldrei að komast í gegnum löggjafarvaldið og skapa hættu á kúgun gegn hinum sem segja NEI. 

Elle Ericsson. 


InDefence færði rök gegn lækkun lánshæfiseinkunnar

Um leið og fréttist, að matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur í dag "breytt horfum fyrir lánshæfismat bandaríska ríkisins úr stöðugum í neikvæðar" vegna mikilla opinberra skulda og fjárlagahalla, er eðlilegt að við leiðum aftur hugann að því lánshæfismati Moody's, sem forseti Íslands og andstæðingar Icesave III tóku lítið mark á og mörg rök benda til, að lítið hafi verið að marka, enda illa undirbyggt, hripað á 2 bls. eftir skjóta könnun mála; og jafnvel sjálf Icesave-stjórnvöld okkar eru nú farið að snúa við blaðinu í þeim efnum!

Eftirfarandi þáttur úttektar Arnar Arnarsonar í síðasta viðskiptablaði Morgunblaðsins, sl. fimmtudag, er lærdómsríkur:

MÓTRÖKUM HALDIÐ Á LOFTI 

InDefence færir rök gegn lækkun lánshæfiseinkunnar

InDefence-hópurinn sendi í vikunni greinargerð til alþjóðlegra matsfyrirtækja þar sem færð eru rök fyrir þeirri skoðun að ekki sé réttlætanlegt að lækka lánshæfismat ríkissjóðs umfram það sem nú er í kjölfar þess að Icesave-samningnum var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Í greinargerðinni er meðal annars bent á að fjármögnunarhorfur ríkisins til lengri tíma litið séu vel viðráðanlegar. Bent er á að skuldbindingar ríkissjóðs utan efnahagsreiknings séu litlar í evrópsku samhengi meðal annars vegna þess að íslenska lífeyrissjóðskerfið sé sjóðssöfnunarkerfi ólíkt því sem tíðkast í mörgum öðrum löndum. Ennfremur er fullyrt að litlar líkur séu á því að ábyrgðir falli á ríkið vegna Landsvirkjunar og Íbúðalánasjóðs á næstu árum. Þá er vísað til nýlegrar skýrslu sérfræðinga Seðlabankans sem sýnir meðal annars að undirliggjandi viðskiptajöfnuður sé um 13% af landsframleiðslu og það ásamt öðrum þáttum sýni að íslenska hagkerfið skapi gjaldeyristekjur í nægjanlegum mæli til að hægt sé að stuðla afnámi gjaldeyrishafta þegar fram í sækir. Þá kemur fram í greinargerð InDefence að þó svo að Icesave-deilan standi óleyst sé gjaldeyrisstaða Seðlabankans traust og nemi um 46% af landsframleiðslu og dugi til að standa straum af öllum erlendum gjalddögum ríkisins fram til ársins 2015. Þá er einnig bent á aðra þætti sem ættu að stuðla að skárra lánshæfismati á borð við sveigjanleika hagkerfisins sem og að endurreistu viðskiptabankarnir séu með hæsta eiginfjárhlutfall sem þekkist á Vesturlöndum og við stofnun þeirra hafi eignasöfnin verið hreinsuð upp. (Tilvitnun lýkur.)

Sbr. einnig fyrri grein hér:  Gallað Icesave-álit - gagnrýni úr ýmsum áttum

JVJ.


mbl.is Neikvæðar horfur fyrir bandaríska lánshæfiseinkunn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SNIÐUGUR STEINGRÍMUR.

Icesave: Fundir með samninganefndum gengið vel

Ég man hvað mér brá hrikalega þegar Steingrímur J. kom fram opinberlega fyrir höfnun ICESAVE 3 og sagði að hann og Jóhanna væru best til þess fallin að gæta hagsmuna okkar ef við felldum kúgunarsamninginn og málið færi fyrir dómstóla.  Kannski sagði hann það almennar og ekki orðrétt svona, enda færi hann aldrei að kalla glæsisamninginn kúgunar-neitt.  

Man líka hvað ég skrifaði undir pistli ekki löngu eftir að við felldum ICESAVE 3: Núverandi stjórnarflokkar ættu ekki að vera að tala máli okkar núna enda geta þeir það ekki.  ALLS EKKI.  Það mun aldrei ganga og þau munu bara verja óverk þeirra sjálfra eftir að hafa ætlað að koma nauðunginni yfir okkur.

En það var undir mínum síðasta pistli: FORSETINN OKKAR STERKASTI LEIÐTOGI.


AMX skrifaði um drepfyndni Steingríms:

Brandari Steingríms J: Við erum best til þess fallin að gæta hagsmuna Íslands

Og get ekki sleppt þessu:

Ólafur Ragnar rúllar Jóhanni Haukssyni upp

 

Elle Ericsson.


Economist fjallar um Icesave

Skemmtileg er myndin með þætti Charlemains í Economist í gær: Maður horfir yfir hafið til Íslands og sér eldfjall gjósa, en gosmökkurinn myndar stafina NO! Auðvitað er Icesave og þjóðaratkvæðið málið. A parable of two debtors nefnist greinin, og þar er spurt í undirfyrirsögn: Does Iceland hold lessons for Ireland, and the rest of troubled Europe?

Eina millifyrirsögnin er dæmigerð fyrir brezkan húmor: Between Ice and Ire, en ire þýðir reiði. Við Íslendingar erum sem sagt gaddfreðnir gagnvart Icesave-kröfunum, er Írarnir ævareiðir yfir eigin ástandi og afstöðu Esb.

Afar stuttlega er þar fjallað um rökin gegn Icesave-samningnum. Eins og lesendur þessarar vefsíðu þekkja vel, er þetta heldur fátækleg lýsing á afstöðu okkar sem sögðum NEI:

  • The “no” camp argued that Iceland had no legal duty to stand behind €4 billion ($6 billion) of compensation to foreign depositors in Icesave, the online arm of a failed private bank, Landsbanki. The matter will now go to an international court, although Iceland says most or even all the money will be repaid from the disposal of Landsbanki’s assets. Beyond the legal arguments, the vote was an act of defiance. Icelanders were offended at their treatment by big countries, notably Britain, which had invoked anti-terrorist laws to seize Icelandic assets. 

Í greininni er vitnað í fjóra menn um Ísland: Halldór Laxness, Carl Bildt, Magnús Árna Skúlason úr InDefence, Steingrím J. Sigfússon og Þorvald Gylfason, fyrir utan það sem kemur fram í þessari klausu (fyrst um Írland):

  • Some left-wing parliamentarians have demanded an Iceland-style referendum on the conditions of Ireland’s bail-out. Look, they say, the sky has not fallen in on Iceland. (Portuguese activists are also calling for a referendum on any planned austerity measures.) There is an epic quality about the way this remote island of glaciers and volcanoes has stood up to powerful states and economic orthodoxy. For its cheerleaders, such as Paul Krugman, an American Nobel laureate in economics, Iceland is a model for another north Atlantic island ruined by bad banks: Ireland.
Af hinum þremur, sem lifa, er enginn beinlínis hlynntur hinum skýra málstað NEI-sinna, jafnvel ekki Magnús Árni, en hann er reyndar með hinum linustu í hópi InDefence-manna.
 
Charlemain (sem á að heita höfundur fastra þátta aftast í Economist og eru vitaskuld á ábyrgð ritstjóra þar) segir að þrátt fyrir að Íslendingum hafi verið boðin "hagstæðari kjör", hafi það ekki dugað til né hitt, að efnahagsleg óvissa blasi við og Hollendingar hóti að hætta við að styðja aðild landsins að Esb. Hann veltir fyrir sér, hvoru landinu farnist betur með ákvarðanir sínar eftir bankakreppuna, Íslandi eða Írlandi, og telur að þrátt fyrir að hér hafi verðbólgan farið upp í 18% (en komin niður í eðlilegar tölur) og eftirspurn á mörkuðum minnkað mikið, sé atvinnuleysið um tvöfalt meira á Írlandi og meira lánstraust á fyrirtækjum hér, jafnvel möguleiki á smá-hagvexti á árinu. Menn verða að lesa sér meira til í blaðinu sjálfu, hér: Economist.com/blogs/charlemagne

JVJ.


Gallað Icesave-álit - gagnrýni úr ýmsum áttum

Grein eftir Örn Arnarson í viðskiptablaði Mbl. í gær, Moody's var bent á galla í Icesave-áliti, virðist leiða í ljós, að á harla veikum grunni hafi "ruslflokks"-spá þess matfyrirtækis byggzt, miðað við að hafna Icesave III.

  • Sérfræðingar settu sig í samband við Moody's eftir að álit um áhrif höfnunar Icesave á lánshæfismat ríkissjóðs var birt í febrúar • Bentu á að staðfesting Icesave-samningsins myndi festa gjaldeyrishöft í sessi en ekki flýta fyrir afnámi þeirra eins og Moody's færði rök fyrir 

M.a. hafa GAM Management, IFS-greining og (GAMMA) InDefence-hópurinn sent rökstudda gagnrýni á hið tveggja blaðsíðna mat, sem Moody's gaf út fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. 

  • InDefence-hópurinn sendi greinargerð til alþjóðlegra matsfyrirtækja þar sem færð eru rök fyrir þeirri skoðun að ekki sé réttlætanlegt að lækka lánshæfismat ríkissjóðs umfram það sem nú er í kjölfar þess að Icesave-samningnum var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. (Ö.A.)

Þetta er mikil grein eftir Örn, hér er smáhluti hennar sem sýnishorn, en allir sem láta sig þessi mál varða ættu að lesa greinina í blaðinu í gær.

  • Álit Moody's fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna vakti þónokkra athygli og var meðal annars notað til þess að styðja þá skoðun að nauðsynlegt væri að samþykkja samninginn svo að ríkissjóður gæti átt afturkvæmt með skuldabréfaútgáfu á erlendum fjármálamörkuðum. Það vakti ennfremur athygli við álit Moody's að í því var lögð veruleg áhersla á að staðfesting Icesave-samningsins væri nauðsynleg forsenda fyrir því að hægt yrði að afnema gjaldeyrishöft. Þessi skoðun er á öndverðum meiði við það sem kemur fram í yfirgripsmiklum skýrslum fjármálafyrirtækjanna GAM Management, IFS-greiningar auk InDefence-hópsins um áhættuþætti samningsins og voru lagðar fyrir Alþingi á sínum tíma. Í þessum skýrslum kemur efnislega fram að gjaldeyrisáhætta samningsins sé slík að erfitt sé að ímynda sér að hægt sé að afnema gjaldeyrsihöft á meðan að hann er í gildi. Ekki þarf að gefa sér neinar öfgasveiflur á gengi krónunnar til þess að fá út gríðarlegan kostnað við samninginn. Þannig kemur fram í skýrslu GAM Management að endanlegur kostnaður hefði getað farið úr því að vera 44 milljarðar, sé miðað við 2% styrkingu á hverjum ársfjórðungi á samningstímanum, í það verða 155 milljarðar sé miðað við 2% veikingu á tímanum. Þetta miðast við að engar breytingar verði á endurheimtuáætlun skilanefndar Landsbankans. Verði endurheimturnar til að mynda 10% lakari yrði endanlegur kostnaður 212 milljarðar.
  • Af þessum sökum töldu margir sérfræðingar einsýnt að ómögulegt yrði að stíga nein veigamikil skref í átt að afnámi gjaldeyrishafta á meðan Icesave-samningurinn væri í gildi þvert á það sem er sagt í Moody's-álitinu. Í raun má leiða að því líkum að sérfræðingar Seðlabankans hafi einmitt gefið sér það þegar þeir skiluðu inn áliti sínu á áhættu og kostnaði vegna Icesave-samningsins til fjárlaganefndar. Í því er gengið út frá þeirri forsendu við útreikning á endanlegum kostnaði ríkissjóðs vegna samningsins að gengi íslensku krónunnar yrði stöðugt fyrir utan hóflega styrkingu á samningstímanum. Slíkur stöðugleiki hefur ekki einkennt krónuna gegnum tíðina og þar af leiðandi túlkuðu margir álit Seðlabankans á þann veg að bankinn mæltist til þess að áfram yrði stuðst við gjaldeyrishöft. Það kom reyndar á daginn, eins og síðar verður vikið að með útgáfu bankans á áætlun sinni um afnám gjaldeyrishafta, en hún felur það í sér að höftin verða fest í sessi allt að til ársins 2015.

Lesið í blaðinu sjálfu!JVJ.


Financial Times tekur enn afstöðu með Íslandi í leiðara: Skammar Breta og Hollendinga fyrir hræsni í Icesave-málinu

Þetta eru tíðindi fyrir brezka ráðamenn ekki síður en Íslendinga. Þarna er það sögð "hræsni hjá Bretum og Hollendingum að halda því fram að Íslendingar eigi að borga þriðjung tekna sinna fyrir erlendar innistæður án dómsúrskurðar."

  • Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar um þetta mál á Vísir.is:
  • Skammar Breta og Hollendinga fyrir hræsni í Icesavemálinu


  • Leiðarahöfundur Financial Times segir það hræsni hjá Bretum og Hollendingum að halda því fram að Íslendingar eigi að borga þriðjung tekna sinna fyrir erlendar innistæður án dómsúrskurðar. 

  • Þetta kemur fram í leiðara sem birtist í viðskiptablaðinu Financial Times í gær. Þar segir að þegar Íslendingar stóðu frammi fyrir annarri þjóðaratkvæðagreiðslu hefði verið afsakanlegt fyrir þá að láta undan eftir góða mótstöðu. Þess í stað hafi meirihluti þjóðarinnar staðist einelti Breta og Hollendinga og neitað að greiða skuldir einkarekinna banka nema með dómsúrskurði.

  • Höfundur dáist að þrjósku Íslendinga þó það gæti orðið þeim dýrkeypt, eða ekki, þar sem hann telur Íslendinga vera með gott dómsmál í höndum. Afstaða þeirra í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave afsanni að ekki sé annað hægt en að greiða skuldir bankastofnana.
  • Hann segir ólíklegt að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar muni hafa áhrif á samning Íslands við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Hins vegar geti Bretar og Hollendingar tafið fyrir umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Það væri þó sorglegt að refsa landi fyrir að láta reyna á rétt sinn fyrir dómstólum. 

Þetta eru ánægjuleg tíðindi, enn einu sinni frá ritstjórum þessa fremsta blaðs í viðskiptalífi Bretlands – ekki beint vitnisburður um góðan málstað þeirra eigin ráðamanna!

Skyldi Steingrímur láta sér þetta að kenningu verða? Og hvernig er með alla siðferðispostulana, sem héldu því fram, að okkur bæri að borga þessar afar íþyngjandi skuldir einkabanka? Skyldu Njörður P. Njarðvík, Guðmundur Heiðar Frímannsson eða Guðmundur Andri Thorsson lesa Financial Times og Wall Street Journal? Kannski kominn tími til?

JVJ. 


FORSETINN OKKAR STERKASTI LEIÐTOGI.

Forsetinn, Ólafur Ragnar Grímsson, er okkar langhæfasti leiðtogi að mínum dómi.  Hann hefur nánast einn leiðtoga skýrt mál okkar og stöðu vegna ICESAVE erlendis.  Og ötullega.  Mest af öllu kom forsetinn í veg fyrir ólýsanlega niðurlægingu íslensks almennings þegar hann skrifaði ekki undir kúgunarsamninginn. 

Hinn almenni maður hefur líka orðið að verjast í erlendum fjölmiðlum þar sem ekki gerði ríkisstjórnin það.  Ríkisstjórnin hefur aldrei komið fram opinberlega og lýst yfir að krafa Breta, Hollendinga og Evrópusambandsins um ríkisábyrgð á ICESAVE standist engin lög.  Og enn síður staðið í lappirnar gegn kröfunni.  Og það er forkastanlegt.  Ögmundur gerði það að vísu en við misstum hann að lokum ofan í svartholið. 

Jóhanna hefur frá upphafi málsins heimtað ríkisábyrgð.  Óhæfu Jóhönnu hefur verið haldið fast uppi af hverjum einasta manni í hennar flokki og ríkisstjórninni sem heild, ICESAVE-STJÓRNINNI.   Ítrekað skal Jóhanna fara fram opinberlega og eyðileggja málstað okkar lofandi öllum heiminum að við ætlum að borga ´SKULDIR OKKAR´ eins og það komi ríkisábyrgð á ICESAVE við.

Óskiljanlega Evrópuríkislöngunin hefur verið mesti skaðvaldurinn.  Vilji og ætlun flokksins og fylgjenda var að fallast á allar grimmilegu og ólöglegu kröfur evrópsku ríkjanna nánast óséðar og styggja þau ekki.  Gæti skemmt fyrir ´þið vitið´.  Og stefna ríkiseigum í stórhættu.  Þann veikleika hafa rukkararnir oft notað, dæmin eru endalaus.  Og gera enn í dag eins og ekkert væri:
Holland hindri ESB-aðild og samvinnu við AGS

Óttast fordæmi Íslands

Forysta VG og mest allur flokkurinn hlýddu eins og mýs þó nokkrir þeirra hafi hafnað kúgunarsamningnum.  Víst vildi Steingrímur alls, alls, ALLS ekki að Sjálfstæðisflokkurinn kæmist aftur að völdum og ætlaði að hanga og hanga límdur við sætið þó hann sökkti landinu í sæ fyrir.

Elle Ericsson.

 

Í BBC:

UK 'will get Iceland money back'


 Iceland's President Olafur Ragnar Grimsson
Mr Grimsson had refused to sign the latest repayment plan, triggering the referendum.

Iceland's President Olafur Ragnar Grimsson has said that the UK and the Netherlands will get back the 4bn euros (£3.5bn) they paid when Iceland's banking system collapsed in 2008.

That is despite the country rejecting the latest repayment plan in a referendum at the weekend.

Mr Grimsson told the BBC assets from the collapsed bank Landsbanki would "in all likelihood" cover what was owed.

The UK has said the matter will go to an international court.

Iceland's three main banks collapsed in October 2008.

Landsbanki ran savings accounts in the UK and the Netherlands under the name Icesave.

When it collapsed, the British and Dutch governments had to reimburse 400,000 citizens - and Iceland had to decide how to repay that money.

Guarantee question.
 
The weekend result marked the second time a referendum has rejected a repayment deal.

Mr Grimsson said that it was not an issue about paying or not paying, but a question of whether there is a state guarantee and how that would be interpreted under the European regulatory framework.

"I think the primary message [from the referendum] is that before ordinary people are asked to pay for failed banks, the assets inside the estate of these banks should be used to pay the subs," Mr Grimsson told Radio 4's Today.

"That is why the people of Iceland emphasised that Britain and the Netherlands are going to get certainly up to $9bn out of the estate of Landsbanki.

"The first payment will be this December, and in all likelihood this will cover what was paid by Britain and the Netherlands two years ago.

"But to ask for a state guarantee and that ordinary people should shoulder the responsibility is highly doubtful and definitely can be disputed within the European legislative framework."

But he added that if the matter did end up in an international court, "of course" Iceland would abide by the court's ruling.

http://www.bbc.co.uk/news/world-europe-13047176


mbl.is Bretar fá peningana aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Michael Hudson: Why Iceland Voted ‘No”. Ný grein hans birt erlendis - og hér!

  About 75% of Iceland’s voters turned out on Saturday to reject the Social Democratic-Green government’s proposal to pay $5.2 billion to the British and Dutch bank insurance agencies for the Landsbanki-Icesave collapse. Every one of Iceland’s six electoral districts voted in the “No” column – by a national margin of 60% (down from 93% in January 2010).

The vote reflected widespread belief that government negotiators had not been vigorous in pleading Iceland’s legal case. The situation is reminiscent of World War I’s Inter-Ally war debt tangle. Lloyd George described the negotiations between U.S. Treasury Secretary Andrew Mellon and Stanley Baldwin regarding Britain’s arms debt as “a negotiation between a weasel and its quarry. The result was a bargain which has brought international debt collection into disrepute … the Treasury officials were not exactly bluffing, but they put forward their full demand as a start in the conversations, and to their surprise Dr. Baldwin said he thought the terms were fair, and accepted them. … this crude job, jocularly called a ‘settlement,’ was to have a disastrous effect upon the whole further course of negotiations …”

And so it was with Iceland’s negotiation with Britain. True, they got a longer payment period for the Icesave payout. But how is Iceland to obtain the pounds sterling and Euros in the face of its shrinking economy. This is the major payment risk that is still unaddressed. It threatens to plunge the krona’s exchange rate.

The settlement proposal did lower the interest rates from 5.5% to 3.2%, but it included running interest charges on the bailout since 2008. It even included the extra-high interest charges that led depositors to put their funds in Icesave in the first place. Icelanders viewed these interest premiums as compensation for risks – that were taken and should be lost by the high-interest Internet depositors.

So the Icesave problem will now go to the courts. The relevant EU directive states that “that the cost of financing such schemes must be borne, in principle, by credit institutions themselves.” As priority claimants Britain and the Netherlands will indeed get the lion’s share of what is left from the Landsbanki corpse. That was not the issue before Iceland’s voters. They simply aimed at saving Iceland from an open-ended obligation to take the bank’s losses onto the public balance sheet without a clear plan of just how Iceland is to get the money to pay.

Prime Minister Johanna Sigurdardottir warns that the vote may trigger “political and economic chaos.” But trying to pay also threatens this. The past year has seen the disastrous experience of Greece, Ireland and now Portugal in taking reckless private sector bank debts onto the public balance sheet. It is hard to expect any sovereign nation to impose a decade or more of deep depression on its economy inasmuch as international law permits every nation to act in its own vital interests.

Attempts by creditors to persuade nations to bail out their banks at public expense thus is ultimately an exercise in public relations. Icelanders have seen how successful Argentina has been since it imposed a crew haircut on its creditors. They also have seen the economic and political disruption in Ireland and Greece resulting from trying to pay beyond their means.

Creditors did not give accurate advice when they told Ireland that it could pay for its bank failures without plunging the economy into depression. Ireland’s experience stands as a warning to other countries about trusting overly optimistic forecasts by central bankers. In Iceland’s case, in November 2008 the IMF staff projected yearend-2009 gross external public and private debt at 160% of GDP – but observed that an exchange rate depreciation of 30% would push the ratio to 240% of GDP, which would be “clearly unsustainable.” But the most recent IMF staff report (January 14, 2011) shows end-2009 gross external debt at 308% of GDP, and estimates end-2010 gross external debt at 333% – even before taking the Icesave and other debts into account!

The main problem with Iceland’s obligation to Britain and the Netherlands is that foreign debt is not paid out of GDP. Apart from what is recovered from Landsbanki (now with the help of Britain’s Serious Fraud Office), the money must be paid in exports. But there has been no negotiation with Britain and Holland over just what Icelandic goods and services these countries would be willing to take in payment. Already in the 1920s, John Maynard Keynes pointed ou tthat the Allied creditor nation had to take some responsibility just how Germany could pay its reparations, if not by exporting more to these countries. In practice, German cities borrowed in New York, turned the dollars over to the Reichsbank, which paid Britain and France, which paid the money back to the U.S. Government for their Inter-Ally Arms debts. In other words, Germany tried to “borrow its way out of debt.” It never works over time.

The normal practice would be for Iceland to appoint a Group of Experts to lay out the strongest possible case. No sovereign nation can be expected to acquiesce in imposing a generation of financial austerity, economic shrinkage and forced emigration of labor to pay for the failed neoliberal experiment that has dragged down so many other European economies.

Sjá einnig þessa nýlegu grein hér:

MICHAEL HUDSON: GRIMMD GEGN ÍSLENDINGUM.


Blaðamaður á The Daily Telegraph segir brezkum ráðherra að skammast sín vegna hótana um að lögsækja Ísland

Þar er ákvörðun Darlings haustið 2008 kölluð "half-witted" og pólitík Dannys Alexander gegn okkur kölluð "this bullying" og (óbeint) ofsóknir.

 

For bullying Iceland, Danny Alexander should be ashamed of himself

Chief Secretary to the Treasury Danny Alexander with David Cameron  (Photo: PA)

Chief Secretary to the Treasury Danny Alexander with David Cameron (Photo: PA)

One of the main problems facing George Osborne and Danny Alexander is that they have to deal on a near daily basis with the shambles they inherited from Alistair Darling and Gordon Brown.

In general they are sorting out the mess fairly well, but there have been some bad mistakes. For example, Darling’s reckless decision to bail out bad Europe debts, made last May during the final hours of his time at the Treasury, should have been resisted by Osborne at the time.

The truth is that Darling was out of his depth. Another dreadful decision came earlier, when he committed the British state to guarantee depositors in Icesave when its Icelandic parent, Landesbanki, collapsed. They were certainly not automatically protected by any British deposit insurance scheme. They should have paid the price for this greed and lack of care. Now Danny Alexander is compounding the wretched Darling’s original mistake by threatening to take poor Iceland through the courts.

There is no need to persecute poor Iceland as a result of Darling’s half-witted decision. I hope Iceland resists this bullying by Danny Alexander, and I hope it wins in the courts. Reportedly Moody’s is threatening to downgrade Iceland’s credit rating yet further as a result of this Treasury vindictiveness. We should be ashamed of ourselves.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband