Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Það sem Páll I Blöndal Sigurbjörnsson vill ekki sjá

Páll Blöndal lokar á þessa athugasemd undirritaðs á vefsíðu sína:

  • Þú mælir enn með þínum hætti með Icesave-svikasamningum stjórnvalda hér, þrátt fyrir að þjóðin hafi hafnað þeim og enda þótt um ólögvarða kröfu sé að ræða!
  • Þjóðverjar fóru í stríð gegn öðrum löndum, það gerðum við ekki – sérðu ekki reginmuninn?!
  • Þar að auki hafa menn sýnt fram á óheyrilega miklu þyngri álögur af þessum Icesave-samningum heldur en lagðar voru á Þjóðverja með Versalasamningunum!
  • En ykkur Samfylkingarmönnum er víst slétt sama!
  • (JVJ kl. 1.42 30.9. 2010)

Þetta var aths. (http://pallblondal.blog.is/blog/pallblondal/entry/1100460/#comment-add), sem fekk þetta svar á vefsíðu Páls: "Þér er ekki heimilt að skrá athugasemdir".

Viðkomandi vefpistill Páls heitir: Icesave hvað, hljóðar þannig í heild:

  • "Nú 92 árum eftir lok FYRRI heimstyrjaldarinnar eru Þjóðverjar loks búnir að greiða síðustu greiðslu.
  • Þá er það seinni heimstyrjöldin sem þeir þurfa að greiða.
  • Kannski ná þeir að klára þann reikning þann 8. maí 2037 eða sléttum 92 árum eftir að þjóðverjar gáfust upp.
  • Samt eru þeir eitt af sterkustu ESB ríkjunum í efahagslegu tilliti."

Páll hefur margsinnis talað gegn varnarmönnum þjóðarinnar í Icesave-málinu.

Jón Valur Jensson.


Skringileg hugsun úr herbúðum Samfylkingar

Iðnaðarráðfrúin Katrín Júlíusdóttir notaði tækifærið í fréttatíma Sjónvarpsins í kvöld til að agitera fyrir brezk og hollenzk stjórnvöld, að þau fari nú að fá hjá okkur samning um Icesave, en réttlæting hennar var sú, að Landsvirkjun fái annars ekki lán til Búðarhálsvirkjunar!

Illa mega menn vera komnir, að þeir samþykki að axla ólögvarða risakröfu til að fá kannski lán upp á 10. eða 20. part þeirrar kröfu!

JVJ. 


mbl.is Landsvirkjun fær meira að láni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ófyrirleitni Steingríms J. að tala í nafni íslenzku þjóðarinnar um mál sem hún hefur HAFNAÐ með afgerandi hætti!

Nú er hann mættur í hollenzkt dagblað, De Telegraaf, heldur því fram að „Ísland muni standa við skuldbindingar sínar og greiða hollenskum sparifjáreigendum það fé sem þeir töpuðu vegna IceSave-reikninganna"!

Jæja, karlinn, Ísland?! – Já, og hann bætir gráu ofan á svart: „Hollendingar geta andað létt. Peningunum þeirra verður skilað,“ segir hann í þessu viðtali við blaðið í dag.„Við viljum leysa þetta mál,“ segir Steingrímur ennfremur. „Íslendingar vilji borga (!!!), en það fari hins vegar eftir því hvaða skilyrði verði sett." (Mbl.is.)

Íslendingar vilja EKKI borga, er það ekki ítrekað komið fram?! – Sjá hér:

Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave eftir landshlutum (pistill löngu eftir á, 20.8. 2010)

Rétt tæplega 60% þjóðarinnar vill EKKERT ICESAVE og:

Nær 60% þjóðarinnar segir: EKKERT ICESAVE! – Samtökin Þjóðarheiður hafa rétt fyrir sér!

Það er annar maður sem ver þjóðina um þessar mundir, forseti Íslands, og gerir það betur en allir ráðherrarnir í Icesave-stjórninni samanlagðir (það eru svo margir mínusar!).

Eftirfarandi orð félaga í Þjóðarheiðri voru skrifuð í frábærum pistli til Bjarna Benediktssonar, en eiga ekki síður við um þig, herra Steingrímur:

Þú veist vel, eins og við hin, að við skuldum ekki Icesave, höfum aldrei skuldað Icesave og munum aldrei skulda Icesave ... 

Ef þú kannt ekki að segja NEI, þarftu að læra það.  Menn verða að kunna að standa í lappirnar og segja NEI. Þú hefur ekki leyfi til að vinna með ógnarstjórnum Bretlands, Hollands og Íslands og semja um neitt Icesave.  Það verður alfarið að hafna þessari nauðung ...

Hafnaðu þessu núna strax - ef þú gerir það ekki, mun það verða þitt fall.  Við munum ALDREI borga Icesave.  Við munum koma ykkur burt, burt úr stjórn, burt frá völdum og fella alla ógilda Icesave-nauðungarsamninga sem verða píndir yfir okkur.  Og þið munuð þurfa að svara fyrir voðaverkið. 

... enda er nú farið að tala um Landsdóm sem réttu leiðina í því máli.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Steingrímur: Íslendingar munu borga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FORSETINN Í KRÖFTUGU CNN-VIÐTALI.


Icelandic President Olafur Ragnar Grimsson announces on January 5, 2010 in ReykjavÌk in a speech televised to the nation that he would not sign a controversial bill to compensate the British and Dutch governments over the failure of Icesave bank, instead



Sorglega hefst samtal CNN-fréttamannsins við forsetann á spurningunni hvers vegna okkur gangi svona illa að semja við Breta og Hollendinga um endurgreiðslu á Icesave.  Og þó forsetinn hafi svarað að það væri engin ríkisábyrgð á Icesave, spurði fréttamaður CNN samt næst hvort það væri spurning um vexti af lánunum.  Eins gott ég var ekki þarna með honum.  
 
Nú sést það einu sinni enn svart á hvítu hvað íslenska og skammarlega ICESAVE-STJÓRNIN hefur staðið sig illa í að standa með okkur í þessu óþolandi máli.  Og þau sem ættu að vera að vinna fyrir okkar hag og skýra málstað okkar erlendis eins og forsetinn einn hefur gert.  Nei, það þarf alltaf forsetann í verk verjanda okkar.  Þau brjóta niður jafnóðum og hann ver okkur.    

CNN-viðtalið.



FRÉTTAMAÐUR CNN: I first want to get an update from you on the banking situation in Iceland.  Why has your country still been unable to reach an agreement with the UK and the Netherlands on how to repay them after the Icesave failure?  

FORSETINN: Primarily because the Netherlands and Britain are still sticking to very unreasonable demands and they do not want to recognize that these were ultimately private banks and there was no state guarantee behind these banks, so the main problem has been that - maybe for political reasons in Britain and the Netherlands - they have not been willing to look at the issue as it really was.
  
FRÉTTAMAÐUR CNN: Now, is the issue over the interest rate to the LOANS, is that the main sticking point?

FORSETINN:  Well, the primary issue is this - these were private banks that were operating on their own in the European market and we have said all along that we should not have a system where, if a private bank is successful, the bankers and the shareholders reap a huge profit, but if it fails, the bill should be sent to ordinary people in their home country, farmers and fishermen and teachers and nurses and doctors.  And it is absolutely essential that the authorities in Britain and the Netherlands realize that the European regulations were, and still are, of such a nature that there is not a state guarantee behind the private banks - that´s the fundamental principle of the European financial market.  

FRÉTTAMAÐUR CNN: A lot of the taxpayers in your country are saying, We don´t want to pay for the mistakes of the private banks, but those banks are now nationalized - the three largest banks are nationalized now.  Can they follow the new Basel III regulations that just came out this weekend, can they raise enough capital reserves to, hopefully, not be able to go through this again?

FORSETINN: We have very successfully divided the banking system between what remains of the old banks and the new banking system in Iceland which primarily serves the Icelandic economy and it´s only one of those banks that remains a state bank, the other two are in the hands of private entities.  So in a way, giving the big challenge following the collapse of the banking system, we have managed very well in the last two years to reconstitute a responsible and effective banking system, which at the moment is serving rather well.  

Vísa í næsta pistil á undan um sama viðtal:
Forseti Íslands á CNN: Hollendingar og Bretar halda enn uppi ósanngjörnum kröfum gagnvart Íslandi
  
 
E.E. tók saman. 

Forseti Íslands á CNN: Hollendingar og Bretar halda enn uppi ósanngjörnum kröfum gagnvart Íslandi

   

Skuldir sem hafa orðið til vegna misgjörða einkabanka eiga ekki að lenda á almennum borgurum, segir hann, kröfur um það séu ósanngjarnar. Og svo ráðast sumir að forsetanum og vilja að hann verði settur í farbann, eins fáránlega og það nú hljómar. Maðurinn hefur varið okkur gegn fjárkúgun stórvelda og gegn okkar eigin ríkisstjórn og ríkisstjórnarflokkum. Hann hefur fullt leyfi til að tala um Icesave eins og hver önnur mál. Núverandi ríkisstjórn ætlaði að koma nauðunginni yfir okkur og er óhæf að verja okkur.

 

Forsetinn stendur fastur á því í þessu sama kröftuga CNN-viðtali, að það sé engin ríkisábyrgð á Icesave og hafi aldrei verið. Hann segir, að Bretar og Hollendingar hafi ekki viljað kannast við málið eins og það var.

 

Icesave-hluti viðtalsins verður birtur hér í textaformi í dag. 

Elle Ericsson

    

Svo sannarlega var ærin ástæða til að vísa málinu í þjóðaratkvæði, þegar mælirinn var fullur hjá þessum Icesave-stjórnvöldum okkar. Forsetinn hafði fulla lagaheimild til að synja ólögum þeirra frá 30. des. 2009 staðfestingar og fela þjóðinni úrslit málsins. Nú heldur hann réttilega áfram varðstöðunni um lífshagsmuni og réttindi Íslands. Það er gleðilegt, að forsetinn stendur með þjóðinni.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Ósanngjarnar kröfur um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsetinn: Stuðningur ESB við svívirðilegar Icesave-kröfur hefur „vakið upp spurningar: Hvers konar klúbbur er þetta eiginlega?"

„Enginn getur haldið því fram, að íslenska þjóðin eða pólitíska lýðræðislega kerfið á Íslandi hafi ekki brugðist með ábyrgum hætti við fjármálakreppunni. Það þýðir þó ekki, að við ættum að láta undan svívirðilegum kröfum Breta og Hollendinga," hefur Bloomberg eftir herra Ólafi Ragnari Grímssyni, þar sem hann er staddur á fund Alþjóðaefnahagsráðsins í Kína.

  • Aðgerðir Breta og Hollendinga, sem nutu lengi stuðnings Evrópusambandsins, hafa vakið upp spurningar í hugum margra Íslendinga: Hvers konar klúbbur er þetta eiginlega?" segir hann.

Icelandic President Olafur Ragnar Grimsson announces on January 5, 2010 in ReykjavÌk in a speech televised to the nation that he would not sign a controversial bill to compensate the British and Dutch governments over the failure of Icesave bank, instead

Hér má ekki sízt hafa það hugfast, að Evrópusambandið var með virkustum hætti á bak við þá ákvörðun að kalla saman ólögmætan gerðardóm að kröfu Breta og Hollendinga, ólögmætan vegna þess að Árni Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, studdur lögfræðiráðgjöfum sínum, neitaði að tilnefna fulltrúa Íslands í gerðardóminn og viðurkenndi ekki réttmæti þess að sá gerðardómur kvæði upp dóm í málinu.* Það gerði hann samt, í einum hvelli, á innan við sólarhring, og alveg eftir óskum Breta og Hollendinga! – Í þessum gerðardómi sátu fulltrúi ráðherraráðs ESB (le Directeur général du Service juridique du Conseil de l'Union européenne), fulltrúi framkvæmdastjórnar ESB (le Directeur général du Service juridique de la Commission de l'Union européenne), forseti (Président) Seðlabanka Evrópu og forseti Eftirlitsstofnunar EFTA – allir nema sá síðastnefndi fulltrúar ESB-stofnana.

En aftur að forseta okkar:

„Ólafur segir í viðtalinu að Íslendingar séu reiðubúnir til að ræða um endurgreiðslu á Icesave-ábyrgðum" (Mbl.is). – Það á reyndar EKKI við um meirihluta Íslendinga! – sbr. eindregna niðurstöðu skoðanakönnunar MMR, sem birt var 8. marz sl. (sjá hér og HÉR!), tveimur dögum eftir að 93,2% landsmanna höfnuðu Icesave-ólögum meirihluta alþingismanna frá 30. des. 2009, en 1,8% sögðu já við þeim (auðir seðlar voru 4,7%, ógildir 0,3%, sjá nánar hér: Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave eftir landshlutum).

Protesters in the Iceland capital Reykjavik

En áfram er haft eftir Ólafi Ragnari: „Hins vegar verði bresk og hollensk stjórnvöld að gera sér grein fyrir því, að Landsbankinn og netbankinn Icesave hafi ekki notið ríkisábyrgðar." (Mbl.is.)

Það er ánægjulegt, að forseti Íslands er eins og fleiri byrjaður að taka undir þessa mjög svo skýru framsetningu á réttarstöðu okkar, en hún getur ekki verið augljósari eftir að sjálf framkvæmdastjórn ESB, sem bjó til tilskipunina (dírectívið) 94/19/EC, en farin að segja þetta fullum fetum! Þetta er reyndar sú sama skýra framsetning, sem lesa má í skjali frá Árna Mathiesen og ráðgjöfum hans í byrjun nóvember 2008 (Drög að álitsgerð Íslands til framlagningar fyrir gerðardóm í kjölfar ECOFIN fundar; hún var þó "ekki lögð fram vegna þess að Ísland dró sig út úr málsmeðferðinni").

Um undanbrögð framkvæmdastjórnar ESB frá þeirri meginreglu að ríkisábyrgð sé ekki á tryggingasjóðum á EES-svæðinu, þ.e. þær fölsku undanfærslur hennar að telja tvennt réttlæta það að gera sérstaka undantekningu með lýðveldið Ísland frá þeirri reglu, höfum við fjallað áður hér á vefsetri Þjóðarheiðurs.

Svo minnum við lesendur okkar sérstaklega á þessa heimildasíðu með samantekt af Icesave-gögnum: http://www.island.is/endurreisn/stjornvold/adgerdir-stjornvalda/samantekt-adgerda/icesave-samningurinn/skjol-vegna-icesave-samningsins/.

––––––––––––––––––––––––

* "Það er meginregla í samskiptum ríkja að ágreiningur milli þeirra verður ekki lagður fyrir dómstóla nema með samþykki allra aðilja." (Af vefsíðunni Island.is.)

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Hvers konar klúbbur er þetta?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GETA EKKI STAÐIÐ Í LAPPIRNAR.

Protesters in Reykjavik March 6 demand that the government do more to improve economic conditions in Iceland.
Protesters in Reykjavik March 6 demand that the government do more to improve economic conditions in Iceland

 


Hvað ætli Bjarni Ben. sé að vísa í þegar hann segir í fréttinni að neðanverðu: "Nú hefur þegar verið boðin ríkisábyrgð og vextir. Ef það dugar ekki Alþjóðagjaldeyrissjóðnum má hann fara héðan út".  Mann skal ekki undra þó, hann hefur alltaf verið hálf-aumlegur í málinu og aldrei verið nógu harður gegn, endalaust verið hálft í hvoru með og hálft í hvoru ekki með og kannski með og kannski ekki eða setið hjá eins og hann gerði í fyrri Icesave-nauðunginni sem var undirrituð 2. september 2009.  50/50-maður og aldrei með mótaða og þroskaða stefnu í málinu. Og í nóvember 2008 talaði hann fyrir ríkisábyrgð á Icesave í ræðu. Menn sem vilja semja um Icesave eru meðvirkir ICESAVE-STJÓRN Jóhönnu og Steingríms.

 

Hvar er hin harða afstaða gegn Icesave sem flokkurinn lýsti yfir fyrir skömmu? Það telst ekki hörð afstaða að vera sífellt semjandi við þrjóta um ólögmæta kröfu. Hann og hans flokkur eru alls ekki ein um það þó. Hver einasti flokkur í Alþingi er meðsekur. Ætlar hann og hinir viljugu Icesave-semjendurnir ekki að fara að standa í lappirnar eins og menn?? Hættið að semja um Icesave. Hættið að vera endalaust að draga niður alþýðu landsins og þvæla með Icesave-vitleysuna. Við skuldum ekki óþverrann og sættum okkur heldur ekki við neina hálfa ríkisábyrgð á neinni nauðung. Enda kolfelldum við Icesave í mars sl. með yfir 90% NEI-um.

 

Elle Ericsson  


mbl.is Sagðir misnota stöðu sína í stjórn AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætlar enginn að segja Svavari frá þjóðaratkvæða­greiðslunni?

Svo nefnist grein á Amx.is-vefnum sem hvetja má lesendur Moggabloggs til að kynna sér. Þar er í upphafi bent á, að "Icesave-samningur Svavars fékk sama fylgi og Ástþór Magnússon til forseta", og fleira er þar kræsilegt í verðskuldaðri gagnrýni á þennan gamla stjórnmálamann, sem í sjálfumgleði sinni heldur áfram að réttlæta sín verstu verk í flóði Fréttablaðsgreina.

Ætlar enginn að segja Svavari frá þjóðaratkvæða­greiðslunni? 


Árni Páll Árnason ætlar ekki að reynast þjóðinni þarfur í Icesave-málinu

Sí og æ tala þingmenn stjórnarflokkanna um meinta "nauðsyn að ljúka Icesave". Árni Páll, nýr efnahags- og viðskiptaráðherra, byrjar illa feril sinn með því að endurtaka þennan Gylfasöng Steingríms og Jóhönnu. Átylla hans nú er sú, að orkufyrirtækin þurfi að geta fjármagnað sig. – Þau þurfa nú fyrst og fremst að skera hressilega niður, auk þerra verðtaxtahækkana sem þar blasa við. En Árni Páll tyggur upp það sama og forverar hans buðu Alþingu upp á í morgunmat sérhvern dag mánuðum saman: "Nauðsynlegt sé að ljúka Icesave. Það er sama hvaða orkufyrirtæki er, þau eru í vandræðum með fjármögnun vegna þess að ekki hafi verið gengið frá Icesave-samkomulagi." (Mbl.is.) – Þvílíkur endemis-vesældarsöngur!

Árni Páll segir Icesave-málið ennfremur koma í veg fyrir að hægt sé að tryggja hér atvinnutækifæri og að það komi í veg fyrir fjárfestingar. Það er gott fyrir mann, sem fallast hendur strax á fyrsta degi, að finna sér afsökun fyrir eigin aðgerðarleysi. En hrein undanlátssemi gagnvart yfirgangssömum uppgjafa-nýlenduveldum – sem Lúðvík Jósepsson og Ólaf Jóhannesson munaði lítið um að standa á móti! – er eina svarið sem Árni Páll hefur við vandanum: að búa bara til enn meiri risaskuldir á ríkið, jafnvel vegna gersamlega ólögvarinnar og ólöglegrar kröfu nefndra ríkja! Það er ekki einu sinni borið við að reyna að vísa málinu í dóm, jafnvel þótt hreint tap í þeim dómi gæti aldrei orðið okkur jafn dýrkeypt og nýr Icesave-svikasamningur.

  • "Jón Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki, kvartaði yfir því að enn einu sinni ætti að hefja Icesave-sönginn og að það eigi að kenna Icesave um það sem miður fer. Frekar ætti að líta á störf ríkisstjórnarinnar, þar sé skýringuna að finna á því hve erfið staðan er." (Mbl.is.)

Gott hjá Jóni, og nú þarf stjórnarandstaðan að halda uppi stöðugu aðhaldi við stjórnarflokkana og eiga engan hlut í illum verkum þeirra og áformum í þessu máli.

Takið eftir, að það er lífleg umræða alveg fram undir þetta í gangi á þessari vefslóð okkar:

G O T T ! – enda eigum við ekkert að borga! 

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Nauðsynlegt að ljúka Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

G O T T ! – enda eigum við ekkert að borga!

Sú gleðifrétt hefur borizt, að fundi samninganefnda Íslands, Hollands og Bretlands um Icesave lauk í gær ÁN "ÁRANGURS". Nú blasir við, að málið geti farið til dómstóla. Aldrei gætum við tapað þar neinu á borð við klúðrið hjá Svavari, Indriða og Steingrími.

Það er rétt hjá Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, að hafa engar áhyggjur af dómstólaleiðinni. Það hefur margsannazt, að ríki á EES-svæðinu bera ekki ábyrgð á tryggingasjóðum sínum skv. ESB-löggjöf (sjá greinar hér neðar). Og jafnvel þótt það alólíklegasta gerðist, að við töpuðum alveg málinu (per impossibile), t.d. vegna mistaka af hálfu stjórnvalda okkar við málatilbúnaðinn fyrir rétti, þá væri aldrei hægt að ætlast til annarrar borgunar af okkar hálfu en í íslenzkum krónum. Þá myndum við laga málið með seðlaprentun og verðbólgu. Þar að auki var vaxtaþáttur málanna í skelfilega skammarlegu fari fyrir Bretana, þeir brutu þar allar reglur í kröfum sínum.*

Að lítil breyting hefur orðið á viðhorfi Breta og Hollendinga, að sögn BB, er þeirra eigin ógæfa, stjórnvalda í nefndum löndum, sem eiga eftir að bera þeim mun meiri kinnroða vegna þessa máls.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir mest lítið um þetta í Morgunblaðinu í dag (en þar á hann hins vegar allmikla grein um óskylt mál: nýliðnar deilur um málefni biskups, presta og Þjóðkirkjunnar, hann tekur þar upp hanzkann fyrir hana).

Nú horfum við bara til sólar, treystum á gæfu lands og þjóðar og tökum ekki i mál, að ráðamenn okkar byrji aftur í Bretavinnunni.

* Sbr. þessa pistla á öðru vefsvæði: Það skeikar hundruðum milljarða í Icesave-vaxtaútreikningum fjármálaráðherrans! og: Enn um Icesave-vexti: Í yfirgangi sínum brjóta Bretar lög um jafnræði í EES: snuða okkur um (185 til) 270 milljarða fyrstu sjö árin!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Árangurslausir fundir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband