G O T T ! – enda eigum við ekkert að borga!

Sú gleðifrétt hefur borizt, að fundi samninganefnda Íslands, Hollands og Bretlands um Icesave lauk í gær ÁN "ÁRANGURS". Nú blasir við, að málið geti farið til dómstóla. Aldrei gætum við tapað þar neinu á borð við klúðrið hjá Svavari, Indriða og Steingrími.

Það er rétt hjá Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, að hafa engar áhyggjur af dómstólaleiðinni. Það hefur margsannazt, að ríki á EES-svæðinu bera ekki ábyrgð á tryggingasjóðum sínum skv. ESB-löggjöf (sjá greinar hér neðar). Og jafnvel þótt það alólíklegasta gerðist, að við töpuðum alveg málinu (per impossibile), t.d. vegna mistaka af hálfu stjórnvalda okkar við málatilbúnaðinn fyrir rétti, þá væri aldrei hægt að ætlast til annarrar borgunar af okkar hálfu en í íslenzkum krónum. Þá myndum við laga málið með seðlaprentun og verðbólgu. Þar að auki var vaxtaþáttur málanna í skelfilega skammarlegu fari fyrir Bretana, þeir brutu þar allar reglur í kröfum sínum.*

Að lítil breyting hefur orðið á viðhorfi Breta og Hollendinga, að sögn BB, er þeirra eigin ógæfa, stjórnvalda í nefndum löndum, sem eiga eftir að bera þeim mun meiri kinnroða vegna þessa máls.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir mest lítið um þetta í Morgunblaðinu í dag (en þar á hann hins vegar allmikla grein um óskylt mál: nýliðnar deilur um málefni biskups, presta og Þjóðkirkjunnar, hann tekur þar upp hanzkann fyrir hana).

Nú horfum við bara til sólar, treystum á gæfu lands og þjóðar og tökum ekki i mál, að ráðamenn okkar byrji aftur í Bretavinnunni.

* Sbr. þessa pistla á öðru vefsvæði: Það skeikar hundruðum milljarða í Icesave-vaxtaútreikningum fjármálaráðherrans! og: Enn um Icesave-vexti: Í yfirgangi sínum brjóta Bretar lög um jafnræði í EES: snuða okkur um (185 til) 270 milljarða fyrstu sjö árin!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Árangurslausir fundir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

BRAVÓ!!!! við borgum ekki! Til að komast í bretavinnuna þurfa menn að kunna á hamar, sög og klípitöng, en enginn í þessari aumu ríkisstjórn kann á þessi verkfæri, nema ef vera skildi klípitöngina sem þeir nota til að klípa af almúganum!!

ALDREI Í EB!! BORGUM EKKI ICESAVE!! OG ÚR SCHENGEN!!!

Lúðvík Karl Friðriksson (IP-tala skráð) 4.9.2010 kl. 07:36

2 Smámynd: Elle_

Sjtórnvöld verða að fara að hætta að eyða peningum okkar og tíma í Icesave.  Haldi bresku og hollensku ríkisstjórnirnar sig hafa mál að sækja, geta þau sótt það fyrir dómstólum.  Fyrr en það gerist, kemur okkur Icesave ekkert við.  Og þakka þér fyrir Lúðvík Karl. 

Elle_, 4.9.2010 kl. 10:51

3 identicon

Deilan leysist hins vegar ekki meðan ESB umsókninni er haldið til streitu. Þessar þjóðir vita nákvæmlega að samfylkingin gerir ALLT fyrir umsóknina og gefur sig á endanum. Þessi deila væri að líkindum löngu útkljáð ef ekki væri vegna umsóknarinnar.

Ófeigur (IP-tala skráð) 4.9.2010 kl. 11:36

4 Smámynd: Elle_

Algerlega.  Held það líka.  Þakka þér, Ófeigur. 

Elle_, 4.9.2010 kl. 11:47

5 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Þetta er bara brandari hvað þau eru að eyða miklum tíma og fjármagni í þetta, sérstaklega þar sem þetta mál er alveg á hreinu fyrir flestum sem geta hugsað rökrétt, það stendur í ESB lögunum um tryggingasjóð að Ísland á ekki að borga, það stendur í ESB lögunum um samkeppni að Ísland má ekki bera ábyrgð og borga, það hafa ótal lögmenn úr öllum stéttum og sviðum sett fram skýrslur sem sýna á þetta, ESB sjálft hefur sagt að ríki eru ekki ábyrg (jæja síðan kom það í ljós að öll ríki NEMA Ísland, og ástæðan tryggingasjóður var ekki rétt upp settur, samt komu engar kvartanir frá ESB þrátt fyrir að hafa sett hann í álagspróf etc etc., semsagt bull til að friða ríkisstjórnir breta og hollendinga)..

Ég spyr bara, hversu mikið getur þessi misskilningsstjórn misskilið málið svona mikið? er búið að lofa þeim einhverjum vel borguðum stöðum í ESB fyrir þetta eða hvað? hvað er eiginlega málið?

Halldór Björgvin Jóhannsson, 4.9.2010 kl. 11:56

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér fyrir glöggt og greinandi innlegg, Halldór Björgvin, og einnig ykkur, öðrum sem hafið skrifað hér.

Jón Valur Jensson, 4.9.2010 kl. 13:41

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Stjórnlagreglur Evrópsku Sameiningarinnar hafa allt legið ljóst fyrir, allavega á þýsku og frönsku.  Hinsvegar hjá þeim sem eru ekki pragmatiskir [eða illa læsir] og skilja ekki mun á rökum og hugsjónum og hafa annarleg sjónarmið að verja koma fram og skoðanir í samræmi.

Spurningin er líka hvort hvort stjórnsýslan hér hafi ekki tekið óþarfa ábyrgð á sinni efnahagslögsögu til að tryggja meinta eigin sérhagsmuni.

Spurningin er nefnilega hvað getur Evrópska Sameiningin grætt á Íslandi en ekki hvað Ísland gæti grætt á henni. 

Júlíus Björnsson, 4.9.2010 kl. 18:06

8 Smámynd: Elle_

Takk, Júlíus, þú segir: Spurningin er líka hvort hvort stjórnsýslan hér hafi ekki tekið óþarfa ábyrgð á sinni efnahagslögsögu til að tryggja meinta eigin sérhagsmuni.

Jú, ég held það.  Það held ég Icesave-aumingjaskapur stjórnsýslunnar sýni nákvæmlega.  Og svo er það skringilega og stolna foringja- og flokksvaldið.  Hví halda forystumenn stjórnmálaflokkanna sig geta tekið valdi langt umfram það sem stjórnarskráin gefur þeim??

Elle_, 5.9.2010 kl. 00:18

9 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég hef hér ekki miklu við að bæta, það er nefnilega svo leiðinlegt að endurtaka sig aftur og aftur.   

Ég vil þó taka fast undir orð Elle kl 10,51 og Ófeigs kl. 11,36.  En það er alveg sama hvernig menn horfa á þessi mál að þau verða ekki leist á meðan þessi ríkisstjórn situr.  

Það þíðir ekkert að fjasa um ESB eða Iceave sem eru samanlímd mál og þökk sé vinum þreytta kattarsmalans. Upphafið að lausn okkar mála er að lostna við gráa kattar smalann og hans fláráðu skástífu.

 

Hrólfur Þ Hraundal, 5.9.2010 kl. 09:05

10 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Ég hef hér ekki miklu við að bæta, það er nefnilega svo leiðinlegt að endurtaka sig aftur og aftur.

Að verja landið og þjóðina fyrir Icesave og ESB innlimun í boði samfylkingar er eitthvað sem alltaf er gott að endurtaka 8)

Halldór Björgvin Jóhannsson, 5.9.2010 kl. 11:16

11 Smámynd: Elle_

Halldór stal orðinu af mér þarna, ætlaði akkúrat að fara að segja við Hrólf að hann skuli bara endurtaka sig eins oft og honum sýnist.  Við nokkur gerum það endalaust og aldrei er góð vísa of oft kveðin, sakar ekki neitt og getur ekki gert óþolandi Icesave-ófögnuðinn neitt verri en hann hefur verið.

Elle_, 5.9.2010 kl. 11:58

12 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sem betur fer hafa margir góðir og fróðir menn, innlendir sem erlendir,  komið í veg fyrir áform VG. 

Mín tilfinning er sú að Icesave áþjánin hafi átt að vera refsing af hálfu VG í garð kjósenda fyrir að kjósa "skakkt" undanfarna áratugi. 

Einnig að velþóknun núverandi samstarfsflokks, SF,  stafi eingöngu af því að refsingin sú muni þjóna þeim flokki í þágu ESB aðildarumsóknarinnar.

En það er hörmulegt að orku þjóðarinnar sé eytt í þessi tvö gæluverkefni stjórnmálaflokkanna.  Margt þykir mér brýnna að takast á við í þessu landi.

Kolbrún Hilmars, 5.9.2010 kl. 15:55

13 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Mín tilfinning er sú að Icesave áþjánin hafi átt að vera refsing af hálfu VG í garð kjósenda fyrir að kjósa "skakkt" undanfarna áratugi

Kolbrún, treystu mér þegar ég segi að þú ert ekki sú eina sem hefur fengið þetta á tilfinninguna, þó þetta sé ekki reist á neinum rökum þá kæmi það manni ekkert á óvart að þetta hafi verið það sem Steingrímur og Jóhanna Sig hafi verið að reyna framkvæma, enda hefði ekki verið erfitt fyrir þau að skella skuldinni fyrir sitt eigið vanhæfi á sjálfstæðisflokkinn, þá sérstaklega ef þau hefðu komið fyrsta Svavars samningnum í gegnum alþingi því þá var svo stuttur tími liðinn frá hruninu (hver er búinn að gleyma yfirlýsingarglöðum Steingrími J. stuttu fyrir kosningar, EKKERT ICESAVE, EKKERT ESB, EKKERT AGS, samt er þetta allt saman ömurleg staðreynd í dag).

Það er alveg merkilegt samt að það séu til einstaklingar hér á Íslandi sem vilja ennþá kenna sjálfstæðisflokknum um ömurlegt gengi í Icesave viðræðunum, þetta eru klárlega afglöp og vanhæfni núverandi stjórnvalda sem hafa komið Icesave málinu í þá stöðu sem það er í, í dag.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 5.9.2010 kl. 18:23

14 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sjónarmiðin að Icesave skuldin komi ekki þjóðinni við eru mjög eðlileg. Við sem þjóð  áttum ekki möguleika á að segja NEI þegar til þessa brasks var stofnað.

Hins vegar þegar litið er ísköldum augum á þetta mál kemur í ljós að svo virðist sem annað komi í ljós. Innistæður virðast vera fyrir skuldunum og það væri best að losna við þetta mál sem fyrst. Bresk og hollensk yfirvöld líta á að íslenska þjóðin skuldi fyrir Icesave en af hverju eru ekki gerðar kröfur af hendi þessara aðila að fá Landsbankann í hendur til fullnustu skuldanna? Það væri eðlilegt framhald á þessu vandræðamáli.

Þegar Geir Haarde setti neyðarlögin á sínum tíma brást Gordon Brown afar illa við. Hann lýsti Íslendinga sem hermdarverkaþjóð á einu bretti í staðinn fyrir að leggja fram kröfur á hendur þáverandi ríkisstjórn. Neyðarlögin áttu m.a. að tryggja að bankakerfið legðist ekki alveg af á Íslandi og vandræðin ekki meiri en talið var að gæti orðið. Gordon Brown hljóp á sig og er fyrir vikið talinn vera hálfgerður skúrkur í augum margra Íslendinga.

Mosi telur að Jóhanna, Steingrímur J. & Co hafi staðið sig fram úr björtustu vonum í einu erfiðasta máli sem upp hefur komið í sögu þjóðarinnar. Ljóst er að blekkingar og margskonar svik voru rótin að bankahruninu. Eftirlit fjármála í skötulíki og annað eftir því sem því miður þáverandi ríkisstjórn ber mikla ábyrgð á. Nú eru teikn á lofti að bjartara verði í efnahagsmálum á Íslandi og þá þarf að koma þjóðarskútunni á kyrrari sjó.

Hvers konar öfgar í ómálefnalegu hjali eru ekki neinum til framdráttar hvorki einstakling né samtökum. Við verðum að læra af þessum afdrifaríku mistökum og kunna okkur hófs í gagnrýni gagnvart þeim aðilum sem eru að hreinsa til eftir fjármálasukk útrásarvíkinganna og hafa borið hita og þunga dagsins. Margt óskammfeilið hefur verið sent út á ljósvakann sem er því miður ekki neinum til framdráttar eða lofs nema síður sé.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 6.9.2010 kl. 16:34

15 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Mosi, ég tek undir með þér:  "Af hverju eru ekki gerðar kröfur af hendi þessara aðila að fá Landsbankann til fullnustu skuldanna?  Það væri eðlilegt framhald á þessu vandræðamáli."

Því spyr ég, þar sem Icesave málið er á hendi fjármálaráðherrans:  Af hverju beinir Steingrímur samningamálinu ekki í þann farveg?  Hvers vegna vill hann endilega koma skuldinni á íslenskan almúga?

Að sjálfsögðu reynum  við almúgatetrin að finna skýringar, og þótt þær bendi til  annarlegra sjónarmiða er ekki við okkur að sakast.

Kolbrún Hilmars, 6.9.2010 kl. 19:26

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mosi kann að byrja vel ræðu sína, en er líka mesti öfugmælasmiður:

"Mosi telur að Jóhanna, Steingrímur J. & Co hafi staðið sig fram úr björtustu vonum í einu erfiðasta máli sem upp hefur komið í sögu þjóðarinnar."

Á það við um ábyrgð Steingríms á Svavarssamningnum, Mosi? Á það við um feluleik hans gagnvart Alþingi vorið 2009 með því að láta eins og enginn samningur væri að koma í bráð, ásamt þeim orðum hans, að áður en til þess kæmi, yrði utanríkismálanefnd að sjálfsögðu spurð álits? En svo birtist refurinn tveimur dögum seinna með sinn alræmda "glæsilega" samning, vildi absolút láta samþykkja hann eins og hann lá fyrir og hafði ekki spurt utanríkismálanefnd eins né neins!!!

Já, þú færð öfugmæli dagsins í dag, Guðjón. Ertu ekki bara að verða of mosagróinn við flokkinn þinn?

Og nú held ég áfram að lesa innleggið þitt.

Jón Valur Jensson, 6.9.2010 kl. 20:32

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Færð öfugmælaverðlaun dagsins í dag, vildi ég sagt hafa.

Jón Valur Jensson, 6.9.2010 kl. 20:35

18 Smámynd: Elle_

Mosi, Icesave kemur okkur ekki við.  Íslensk alþýða og þar með talinn ungur sonur minn, komu ekki nálægt ógnarlegri Bjöggaskuldinni sem varð til undir lélegu eftirliti breskra og hollenskra stjórnvalda á erlendri grundu.  Leyfi bankans og eftirlitið var gistilandanna samkvæmt lögum Evrópusambandsins sjálfs um bankastarfsemi vegna allra banka með fasta starfstöð í Evrópusambandslöndum.   Íslensk alþýða gat ekki passað upp á neitt sem var að gerast þarna.  Jóhönnustjórnin hefur valtað yfir mannsæmandi líf og lýðræði þegnanna og getur ekki fengið neitt hóflegt umtal. 

Elle_, 6.9.2010 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband