Árni Páll Árnason ætlar ekki að reynast þjóðinni þarfur í Icesave-málinu

Sí og æ tala þingmenn stjórnarflokkanna um meinta "nauðsyn að ljúka Icesave". Árni Páll, nýr efnahags- og viðskiptaráðherra, byrjar illa feril sinn með því að endurtaka þennan Gylfasöng Steingríms og Jóhönnu. Átylla hans nú er sú, að orkufyrirtækin þurfi að geta fjármagnað sig. – Þau þurfa nú fyrst og fremst að skera hressilega niður, auk þerra verðtaxtahækkana sem þar blasa við. En Árni Páll tyggur upp það sama og forverar hans buðu Alþingu upp á í morgunmat sérhvern dag mánuðum saman: "Nauðsynlegt sé að ljúka Icesave. Það er sama hvaða orkufyrirtæki er, þau eru í vandræðum með fjármögnun vegna þess að ekki hafi verið gengið frá Icesave-samkomulagi." (Mbl.is.) – Þvílíkur endemis-vesældarsöngur!

Árni Páll segir Icesave-málið ennfremur koma í veg fyrir að hægt sé að tryggja hér atvinnutækifæri og að það komi í veg fyrir fjárfestingar. Það er gott fyrir mann, sem fallast hendur strax á fyrsta degi, að finna sér afsökun fyrir eigin aðgerðarleysi. En hrein undanlátssemi gagnvart yfirgangssömum uppgjafa-nýlenduveldum – sem Lúðvík Jósepsson og Ólaf Jóhannesson munaði lítið um að standa á móti! – er eina svarið sem Árni Páll hefur við vandanum: að búa bara til enn meiri risaskuldir á ríkið, jafnvel vegna gersamlega ólögvarinnar og ólöglegrar kröfu nefndra ríkja! Það er ekki einu sinni borið við að reyna að vísa málinu í dóm, jafnvel þótt hreint tap í þeim dómi gæti aldrei orðið okkur jafn dýrkeypt og nýr Icesave-svikasamningur.

  • "Jón Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki, kvartaði yfir því að enn einu sinni ætti að hefja Icesave-sönginn og að það eigi að kenna Icesave um það sem miður fer. Frekar ætti að líta á störf ríkisstjórnarinnar, þar sé skýringuna að finna á því hve erfið staðan er." (Mbl.is.)

Gott hjá Jóni, og nú þarf stjórnarandstaðan að halda uppi stöðugu aðhaldi við stjórnarflokkana og eiga engan hlut í illum verkum þeirra og áformum í þessu máli.

Takið eftir, að það er lífleg umræða alveg fram undir þetta í gangi á þessari vefslóð okkar:

G O T T ! – enda eigum við ekkert að borga! 

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Nauðsynlegt að ljúka Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Það væri rosalega gott að losna við þennann mann úr abyrgðastöðum og fjölmiðlum, það er alveg ótrúlegt ruglið sem þessi maður hefur reynt að troða í gegn og hefur troðið í gegn í nafni almanna hagsmuna, t.d. þessir hjálparpakkar fyrir heimilin sem voru nátturulega brandari, ekkert annað en að lengja snöruna fyrir lántakendur, og alltaf heldur hann því fram að um þvílíkan sigur hafi verið fyrir land og þjóð!!

Ég segi bara burt með þennan skaðvald, helst ætti hann bara drífa sig á atvinnuleysisbætur, þar getur þessi maður þjónað landi og þjóð hvað best, því ekki myndi hann gagnast neinstaðar annarstaðar.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 8.9.2010 kl. 16:00

2 Smámynd: Elle_

Já, maðurinn hefur valdið okkur gríðarlegum skaða eins og fylgir hans flokk í nánast öllu.  Og nú á aftur að fara að þrýsta á að koma Icesave í gegn.   

Elle_, 8.9.2010 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband