Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Jarðbráðarstjórnin

Eldstöðin í gjöfulum byggðum Suðurlands rumskaði. Kvikan braust úr iðrum hennar og sundraðist í fínan og hvimleiðan öskusalla til skaða fyrir nærliggjandi byggðir. Kviku kýs ég að nefna jarðbráð en erlent heiti er Magma.

Bændur munu standast þessa raun. Það má líkja þessu við að landvættir hafi minnt á sig. Minnt á það að okkar kynslóð hefur landið að láni og ber ábyrgð á að skila því betra og gjöfulla til Íslendinga framtíðar, fremur en annarra þjóða.

Síðan sýndi almættið sitt blíðasta bros með einstakri veðurblíðu og eldurinn hjaðnaði.

Nú liggur mikið  við að hreinsa upp óþverrann, sem jarðbráðarjarlarnir í Magma og taglhnýtingar þeirra hafa sóðað yfir þjóð vora. Nýjasta er að eignast rétt til helmingshlutar í nýju virkjanafélagi í Skaftafellssýslum. Hafa þeir tryggt sér forkaupsrétt að síðari hlutanum glottandi í leyni ? Verða þetta nokkurs konar Skaftáreldar af manna völdum ? Einnig ágirnast þeir orku í Hrunamannahreppi.

Hverjir stjórna þessu landi ? 
Er það ríkisstjórnin eða Magma ? 
Hverja getur fólkið kosið ? 
Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn og fleiri styðja erlenda eign eða yfirráð auðlinda þjóðarinnar. 
VG stendur í orði á móti, en síður á borði, enda glúpnaði Steingrímur fyrir Magma-óhræsinu.. Hann heldur líkast til ekki stólnum nema hlýða Samfylkingarinnar vilja. 
Í Reykjavík rugla einhverjir um að reka flugið frá Reykjavík, en Ólafur F. Magnússon er líklega heiðarlegur. Framsókn er í óvissu. Hverra manna eru Gnarrverjar ? 
Gnarrnum lætur vel að vinna fyrir Jón Ásgeir. Systkynin Heiða Kristín og Snorri Helgabörn Péturssonar unnu að Besta flokks laginu. Heiða er kosningastjórinn. 
Helgi er Samfylkingarframbjóðandi í Garðabæ.  
Sitja einhverjir í aftursætinu og vilja grípa í stýri Orkuveitunnar ?

Hverfandi eiginfé kom frá Magma til kaupanna á HS Orku. Hitt greiddu þeir með yfirtöku lána Reykjanesbæjar og 7 ára kúluláni Orkuveitunnar. Endurfjármögnun lána verður létt með verðmætan samning í hendi. Framhaldið verður hlutafjárauki og sterk staða til framkvæmda.

Eigendur og stjórnendur gjaldþrota Glitnis og endurlífgaðs Íslandsbanka hafa um fjölda ára unnið að innrás bankans í orkulindir. Árni Magnússon stýrir. Söluskrifstofan í New York vinnur einnig að markaðssetningu íslenskra sjávarauðlinda. Glitnisfélagið Geysir Green Energy seldi hlut sinn í HS orku til Magma. Getur verið að einhverjir þessara manna húki undir sænsku skúffunni og bíði þess að opna skúffur sínar í Panama eða Tortóla og kaupa hlutabréf í Magma ? Koma svo með vel þvegið illa fengið fé til uppbyggingar Íslands.

Margir telja þetta ekki skipta höfuðmáli. Aðalatriðið sé að þjóðin fái vel greitt fyrir afnot auðlindanna. Verður það svo ? Einnig vinnu við byggingu virkjananna. Koma ekki verktakar frá Kína ? Viljum við endurreisa landið á þennan hátt? Er ekki eðlilegra að mennirnir skili fénu? Síðan tekur steininn úr þegar þeir selja virkjanirnar með tilheyrandi vinnslusamningum til erlendra auðhringa.

Atburðarásin er hröð og þaulskipulögð. Þegar áfangar eru kynntir sýnist of seint að snúa af braut. Sérstaklega þegar þeir sem eiga að stjórna landinu virðast vera lyddur og landafhendingarmenn.

Jarðfræðingurinn og heimsfræðingurinn Dr. Helgi Pjeturss sá það fyrir á sínum tíma að  illa færi fyrir íslenskri þjóð ef hún sinnti því ekki að  kynna sér nýja þekkingu varðandi innstu rök tilverunnar. Þess má geta að í Hrunamannahreppi og reyndar Hreppunum báðum gerði Helgi uppgötvun, sem markaði tímamót í skilningi á jarðfræði Íslands. Lesa má um Helga á netinu.

Páll Ragnar Steinarsson frá Hlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Höfundur er félagi í Þjóðarheiðri – samtökum gegn Icesave. Greinin, sem birtist upphaflega í nýlegu 10. tbl. Bændablaðsins, er birt með góðfúslegu leyfi höfundar.


Hvað þýðir nei?

Eftir Daníel Sigurðsson, sem skrifar hér um þjóðaratkvæðagreiðsluna í endurbirtri leifturgrein.

 

 

 "Nei í kosningunum gæti einmitt orðið fyrsta stóra skrefið í þá átt að borga ekki krónu." 

 

ÉG DATT um fyrirsögnina „Kosið um breytingu á lögum“ í Fréttablaðinu 3. [mars]. 

Þrjár fullyrðingar blasa við:  

 

1. Að kosningarnar snúist alls ekki um hvort greiða eigi skuldina.  

2. Að verði svarið nei í kosningunum standi fyrri lögin eftir.  

3. Að semja þurfi upp á nýtt ef svarið verður nei í atkvæðagreiðslunni.  

 

Sjálfur forsætisráðherra hefur endurtekið lýst því yfir að kosningarnar séu markleysa. Skoðum sannleiksgildi fullyrðinganna nánar: 3. fullyrðingin er rétt (sem nánar verður vikið að.) 2. fullyrðingin er út af fyrir sig rétt en þar sem 3. fullyrðingin er líka rétt þá er 2. fullyrðingin marklaus! En hvað um 1. fullyrðinguna?  

 

Hugsum okkur að fjölskyldufaðir komi heim með samning við bílasala um að kaupa breskan Jagúar með þeim fyrirvara að fjölskyldan sem telur 6 manns samþykki. Meirihlutinn hafnar tilboðinu með þeim rökum að fjölskyldan sitji uppi með tvo bíla á afborgunum. Konan segist auk þess hafa fundið skítalykt af samningnum og við blasi að hann geti með tímanum rústað fjárhagsstöðu heimilisins. Ekkert verður af bílakaupum. Augljóst er af þessu að 1. fullyrðingin er ekki aðeins röng heldur kolröng og að nei í kosningunum gæti hrakið málið fyrir dómstóla þannig að hryðjuverka(laga)maðurinn, krataforinginn breski, sem sagt er að berji starfsfólk sitt, sæti á endanum uppi með krógann.

 

Lítum á annað analog-dæmi: Gefum okkur að breskir rasssetumenn sendiráðsins á Íslandi hafi keypt sendiráðsbyggingarnar af íslenskum einkaaðila í góðærinu 2007 og greitt fyrir £ 4 millur. Haustið 2008 ríður jarðskjálfti (12 á Richter) með upptök sín í BNA yfir norðurhvelið. Orsök skjálftans má að mestu rekja til glæfralegra kjarnorkuvopnatilrauna BNA neðanjarðar. Ísland fer ekki varhluta af skjálftanum og sendiráðsbyggingar Breta og Hollendinga hrynja meira og minna og fleiri byggingar. Breska ríkisstjórnin sem við skulum kalla Hryðju til styttingar krefst þess að Íslendingar borgi skaðann, telur húsin illa byggð, eftirlitið lélegt og að óprúttnir íslenskir kaupahéðnar hafi okrað á byggingunum. Ríkisstjórn Íslands leggst meira og minna á sjúkrabeð við þessi válegu tíðindi. Böðullinn Brown notar tækifærið og setur hryðjuverkalög á Íslendinga þannig að orðspor þeirra erlendis er nú flokkað sem sorp. Hryðja ákveður að bæta blýantsnögurunum skaðann og kaupa af þeim rústirnar fyrir £ 4 millur. Böðullinn Brown kippir nú í tvo bakdyraspotta sem merktir eru Brussel og AGS sem svo aftur kippa í bakdyraspotta íslenska utanríkisráðuneytisins. „Ber er hver að baki nema bróður eigi,“ hugsar  utanríkisráðherrann, tekur símann og segir upp viðhaldinu til tveggja ára. Ný (ó)stjórn er mynduð sem við skulum kalla Kratíu til styttingar enda virðist kjörorð stórnarsáttmálans ganga út á að krítisera og kratísera. Óðara fer hún að flaðra upp um kratann Brown eins og illa taminn sveitaseppi. Við þessi fleðuhót gengur krataforinginn á lagið og býður til makindalegra viðræðna. Íslenskum samningamönnum er smalað saman í flýti, þeir eiga það sameiginlegt að vera bláeygir a.m.k. í annarri af tveimur merkingum orðsins. Mánuðir líða en loks dúkka þeir upp með illa þefjandi uppfærðan Versalasamning í skötulíki. Þingheimur tekur fyrir vitin en Kratía harkar af sér að undanskildum tveimur þingmönnum hennar. Eftir miklar skylmingar í þinginu liggur tilboð á borðinu: Hryðju eru boðnar £ 3 millur fyrir rústirnar. Forsetinn samþykkir lög með fyrirvara. Hryðja svarar með gagntilboði upp á £ 3,5 millur sem Kratía samþykkir og nær að berja í gegnum þingið en forsetinn neitar að skrifa undir svo málið fer í þjóðaratkvæði. Þjóðin hafnar tilboðinu með 80% greiddra atkvæða. Skoðanakönnun leiðir í ljós að helmingurinn vill að málið fari fyrir dómstóla. Fullyrðingar þess efnis að kosningarnar snúist alls ekki um hvort greiða eigi skuldina er auðvitað kolröng. Nei, í kosningunum gæti einmitt orðið fyrsta stóra skrefið í þá átt að borga ekki krónu. „Fyrri“ lögin eru marklaus en Kratía gæti þó dustað af þeim rykið ef Hryðju snerist hugur. Glætan að hinn drambsami hryðjuverkamaður muni kyngja svo beiskum bita (og varla eftirmaður hans heldur, en líklegt er að Brown hrökklist frá völdum í vor við lítinn orðstír. Íslendingar eiga ekki að semja við hryðjuverkamenn. Það er ekki kosningin sem er marklaus eins og forsætisráðherra hefur talað um, heldur „fyrri“ lögin. En það er skiljanlegt að forsætisráðherra sé gramur enda mun svíða svolítið undan vendinum ef þjóðin segir nei

 

Höfundur er sjálfstætt starfandi véltæknifræðingur. Greinin, áður birt í Mbl. 6. mars 2010, er endurbirt hér með leyfi höfundar, sem er félagi í Þjóðarheiðri, samtökum gegn Icesave.

 


Leiðari Mbl. um ESA-Icesave-málið og viðbrögð stjórnvalda hér

Frábær er leiðari Morgunblaðsins í dag, Lengi versnar vont, og fjallar um Icesave-málið og nýútgefið álit ESA, eftirlitsstofnunar EFTA.

"Evrópudómstóllinn er frægur fyrir að dæma ekki eftir lögum þegar hentar, en fara fremur eftir framsýnu mati dómaranna þar, eins og það er kallað. Sá dómstóll setur því lög um leið og hann dæmir eftir þeim. Sá dómstóll er einnig frægur fyrir, að fáheyrt er, að á Evrópusambandið halli í úrlausnum hans," segir m.a. í greininni, sem kemur miklu víðar við og hikstalaust má hvetja alla til að lesa (hér!).

J.V.J. 


Ísland braut EKKI gegn tilskipun Evrópusambandsins!

ESA, eftirlitsstofnun EFTA (ekki óháð, hlutlaus stofnun), segir að "samkvæmt tilskipuninni" 94/19/EC "hafi Ísland verið skuldbundið til að greiða um 2,1 milljarð punda" til brezkra Icesave-reikningshafa. En þetta er ANDSTÆTT tilskipuninni! Hún kveður skýrt á um, að ríki beri enga ábyrgð á innistæðum í einkabönkum, ef það ríki hefur séð svo um, að þar hafi verið stofnaður sjálfstæður innistæðutryggingasjóður sem bankar og fjármálastofnanir hafi haldið við með iðgjöldum sínum. 

Um rök lögspekinga fyrir því, að þetta eigi fullkomlega við um það ástand og skipulag, sem hér á Íslandi var um að ræða á árunum 2000–2008, og að þess vegna beri okkur ekki að borga Icesave-reikningana, sjá afar góðan neðanmáls-viðauka hér á eftir.* (Hliðstæð krafa hollenzkra stjórnvalda hljóðar upp á 1,34 milljarð evra, "að mati ESA", skv. frétt Mbl.is, en það sama verður í raun að segja um hana og brezku kröfuna – hvorug stenzt skoðun.)  

Þá segir ESA "að Ísland hafi brotið gegn Evróputilskipun um innstæðutryggingar með því að gera greinarmun á innistæðueigendum í íslenskum útibúum bankanna og útibúum þeirra erlendis þegar gripið var til neyðarráðstafana í kjölfar bankahrunsins í október 2008" (Mbl.is), en þessi staðhæfing er löngu afsönnuð af okkar færustu lögfræðingum, þar sem þeir hröktu það, að útgreiðslan til innlendra sparifjáreigenda hafi skuldbundið ríkið til að gera það sama við Icesave-innistæður upp að 20.887€ markinu.**

Vel að merkja er þetta álit ESA ekki dómur.

Málið C-222/02: Eitthvað sem sannar á okkur sök?

Málið "Paul and others" – Case C-222/02 – sem sumir hafa vísað til, er ekki sambærilegt við Icesave-málið. Þessum dómi undirréttar, Bundesgerichtshof, var einfaldlega hnekkt. Evrópudómstóllinn staðfesti með því þá réttarstöðu, sem einnig okkur ber að njóta.

Eða hefur nokkur heyrt nefnt, að Hæstiréttur hafi snúið við úrskurði héraðsdóms? Auðvitað hefur það oft skeð og eftir dóm Hæstaréttar hefur héraðsdómurinn enga merkingu. Þetta skeði einmitt með dóm C-222/02, sem fyrst var felldur í Bundesgerichtshof (þýzkum undirrétti) og síðan fór fyrir fullskipaðan Evrópudómstóllinn (European Court of Justice).***

Evrópudómstóllinn fjallaði eðlilega um undirstöðu-atriði málsins, en ekki bara um hvort almannahagsmunir á sviði innistæðu-trygginga gengu framar einkahagsmunum, sem var efni dómsmálsins. Þannig komst dómurinn að eftirfarandi niðurstöðu varðandi ábyrgð aðildarríkjanna:

  • 31. That interpretation of Directive 94/19 is supported by the 24th recital in the preamble thereto, which states that the directive may not result in the Member States' or their competent authorities' being made liable in respect of depositors if they have ensured the compensation or protection of depositors under the conditions prescribed in the directive.

Og síðan varðandi almannaheill-einkahagsmuni, sem er eðlilega samhljóða niðurstöðu dómsins:

  • 32. The answer to the first question must therefore be that, if the compensation of depositors prescribed by Directive 94/19 is ensured, Article 3(2) to (5) thereof cannot be interpreted as precluding a national rule to the effect that the functions of the national authority responsible for supervising credit institutions are to be fulfilled only in the public interest, which under national law precludes individuals from claiming compensation for damage resulting from defective supervision on the part of that authority.

Dómurinn staðfestir þannig Tilskipun 94/19/EB og allar aðrar yfirlýsingar frá Evrópusambandinu, um að ekki má gera ríki Evrópska efnahagssvæðisins ábyrg fyrir greiðslum úr innistæðu-trygginga-kerfunum. Skylda ríkjanna er hins vegar fólgin í að koma trygginga-kerfunum á legg, í samræmi við Tilskipun 94/19/EB. Þetta var gert hérlendis og það hefur enginn ábyrgur aðili dregið í efa.

Það er áhugavert rannsóknarefni, hvers vegna sumir einstaklingar leggja sig í líma við að rangtúlka augljósar reglur Evrópuréttar. Þessar reglur styðjast við traustar forsendur, sem varða samkeppnisreglur Evrópusambandsins, tryggingafræðilegar staðreyndir og stjórnarskrárbundin fyrirmæli. Samt hamast þessir kjánar við að réttlæta beitingu hryðjuverkalaga gegn Íslendskum hagsmunum og efnahags-hernaði Breta og Hollendinga gegn Íslendskri þjóð.

  • Íslensk stjórnvöld hafa tvo mánuði til að bregðast við athugasemdum ESA. Fallist ESA ekki á sjónarmið íslenskra stjórnvalda má gera ráð fyrir að stofnunin sendi frá sér rökstutt álit, en það getur verið undanfari málsmeðferðar fyrir EFTA-dómstólnum. (Mbl.is.)

Þessu þarf vitaskuld að verjast með okkar beztu lagarökum.

En meginniðurstaða þessarar samantektar er: Ísland braut EKKI gegn tilskipun Evrópubandalagsins. Þvert á móti er sú tilskipun (auk ákvæða í stjórnarskrá lýðveldisins) meðal helzta varnarraka okkar í þessu óvelkomna Icesave-máli.

Loftur Þorsteinsson og Jón Valur Jensson.

* Neðanmálsgreina-viðauki:

Í greininni ýtarlegu, Lagarök um Icesave (Mbl. 14. jan. 2010), eftir þrjá lögspekinga, þ.e. Sigurð Líndal (einn okkar alvirtustu lögfræðiprófessora), Stefán Má Stefánsson, prófessor í Evrópurétti og höfund margra bóka þar um, auk hins bráðskýra Lárusar L. Blöndal hrl. (sem stjórnvöld völdu sjálf í síðustu Icesave-viðræðunefndina sem farið hefur til Lundúna á þessu ári) byrjuðu á því að tíunda fyrst niðurstöður Stefáns og Lárusar í fyrri greinum (níu talsins) um málið:

"Niðurstaða okkar var sú að íslenska ríkið bæri ekki ábyrgð á innistæðum í útibúum íslenskra banka erlendis við hugsanlegt gjaldþrot íslensku bankanna heldur aðeins viðkomandi tryggingarkerfi sem hér á landi er Tryggingasjóður innistæðueigenda og fjárfesta. Sjóðurinn er sjálfseignarstofnun lögum samkvæmt. Jafnframt bentum við á að umrædd tryggingarkerfi væri í fullu samræmi við ákvæði tilskipunar 94/19/EB um innlánatryggingakerfi. Þessar niðurstöður voru einkum byggðar á eftirfarandi:

  1. Hlutverk tryggingakerfanna samkvæmt tilskipuninni væri ekki að takast á við allsherjar bankahrun eins og gerst hefði hér á landi. Ef svo hefði verið hefði þurft að greiða gífurlegar fjárhæðir inn í Tryggingasjóðinn, t.d. á árinu 2008, sem næmi mörgum tugum prósenta af heildarinnlánum það ár. [...]
  2. Bent var á að ákveðnar reglur væru um inngreiðslur í sjóðinn samkvæmt lögum nr. 98/1999 um innistæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta. Heildareign innistæðudeildar sjóðsins skyldi nema að lágmarki 1% af meðaltali tryggðra innstæðna í viðskiptabönkum og sparisjóðum á næstliðnu ári. Engin ákvæði væru um það í viðkomandi tilskipunum hvernig fjármagna ætti sjóðinn nema það að fjármálafyrirtækin sjálf eiga að sjá um fjármögnunina. [...]
  3. Þá var bent á að væru reglur tilskipunarinnar túlkaðar með þeim hætti að greiða ætti framangreindar fjárhæðir að fullu til innstæðueigenda hvernig sem á stæði gæti það bakað smáum ríkjum gífurlegar fjárhagslegar skuldbindingar sem settu fullveldisrétt þeirra í hættu. Smáríki væru mun útsettari fyrir þessari hættu en stærri ríkin því að bankastofnanir þeirra ættu í útrás mun auðveldara með að ná óhóflegu hlutfalli af tekjum viðkomandi þjóðarbús heldur en í stærri ríkum. Slíkur mismunur milli minni og stærri ríkja varðandi áhættu í útrás gæti hvorki verið tilgangur tilskipunarinnar né leitt af henni.
  4. Loks þótti athyglisvert að hvergi væri í tilskipuninni kveðið á um sérstaka ábyrgð aðildarríkjanna á skuldbindingum Tryggingarsjóðsins, t.d. í tengslum við þær 20.000 ECU sem þar eru nefndar í 7. gr. hennar. Reyndar væri þvert á móti sagt í aðfararorðum tilskipunarinnar að aðildarríki beri ekki ábyrgð á gagnvart innistæðueigendum ef það hefur komið á fót innlánatryggingarkerfi í samræmi við tilskipunina.

Þessar röksemdir leiða samanlagt til þess að íslenska ríkið beri enga ábyrgð á innistæðum útibúa innlendra banka við gjaldþrot þeirra. Ábyrgð ríkissjóðs verður því ekki á því byggð að ákvæði umræddrar tilskipunar hafi verið brotin. Ábyrgð ríkisins í tengslum við fyrrgreinda tilskipun felst einungis í því að innleiða reglur um hana og að sjá að öðru leyti um að staðið sé við skuldbindingar samkvæmt tilskipuninni. Hafi vanhöld orðið á því getur ríkið orðið skaðabótaskylt ef reglunum um bótaábyrgð er að öðru leyti fullnægt. Ábyrgð ríkisins nær hins vegar ekki lengra en þetta." (Hér lýkur tilvitnun í grein lögfræðinganna þriggja. Feitletrun hér var mín, jvj.)

  • Innskot JVJ:  Þessi setning í áliti ESA: "Finally, the Authority considers that the Fund forms part of the Icelandic State within the meaning of the EEA Agreement although it is, in Icelandic law, constituted as a private foundation, cf. Article 2 of Act No. 98/1999," er jafn-öfugsnúin og heildarniðurstaða álits ESA í þessu máli. Dírektív (eða tilskipun) Evrópubandalagsins 1994/19/EC, sem hér var leitt í lög í árslok 1999, tiltekur, að ríki geti ekki verið gert skuldbundið um innistæðu-tryggingar, ef stofnaður hefur verið tryggingasjóður. Til þess sjóðs mátti ríkið EKKI leggja fé skv. þeirri tilskipun. Hann ER sjálfseignarstofnun og má þó, vegna tekjulinda sinna, kallast "á framfæri" bankanna, en ekki ríkisins!

Þetta úr grein þremenninganna er ennfremur gott til umhugsunar:

  • "Þá er einnig rétt að rifja upp að haustið 2008 ákváðu Írar að bæta á næstu tveimur árum ríkisábyrgð við þá ábyrgð sem Tryggingarsjóður innlána, sambærilegur þeim sem við höfum hér á landi, veitti innlánaeigendum. Þessi ákvörðun náði þó einungis til sex tilgreindra írskra banka. Við þessar fréttir kom fram sú afstaða Breta og fleiri aðildarríkja ESB að Írum væri þetta óheimilt þar sem þetta fæli í sér ríkisaðstoð sem skekkti samkeppnisstöðu banka á Evrópusambandssvæðinu. Ætti þetta bæði við almennt við um samkeppnisstöðu banka í Evrópu en einnig alveg sérstaklega á Írlandi þar sem ekki fengu allir bankar þessa ríkisábyrgð. Er þetta mál nú til skoðunar hjá ESB. Reyndar hafa ríki sem harðlega gagnrýndu þessa ákvörðun Íra síðan tekið upp ríkisábyrgð að hlut eða öllu leyti á innlánum í tengslum við hrunið. Má um þetta m.a. vísa til Bloomberg-fréttaveitunnar sem flutti af þessu fréttir t.d. þann 1. október 2008 og Independent-fréttaveitunnar sem fjallaði um þetta degi seinna og Guardian þann 5. október 2008. Sýnir þetta að afstaða stærstu aðildarríkjanna í ESB virðist í lok september 2008 hafa verið sú að ekki væri heimilt að tryggja innlán með ríkisábyrgð þar sem það hefði áhrif á samkeppnisstöðu á fjármálamarkaði."
** Sjá kaflann ýtarlega: 'Um mismunun á grundvelli þjóðernis', í fyrrnefndri grein lögfræðinganna þriggja: Lagarök um Icesave (Mbl. 14. jan. 2010), sjá einnig eldri grein, sérstaka, eftir próf. Stefán Má Stefánsson og Lárus L. Blöndal: Mismunun og Icesave, í Mbl. 6. júlí 2009.
 

Þarna eru báðir dómarnir, undirréttar Bundesgerichtshof og Evrópudómstóllsins (European Court of Justice). Bundesgerichtshof felldi sinn úrskurð 16. maí 2002 og Evrópudómstóllinn 12. október 2004. Málsgreinarnar, sem vísað var til (31 og 32), er þarna að finna. 


mbl.is Ísland braut gegn tilskipun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Það eru margar ástæður sem við færðum fyrir því að ríkið bæri enga ábyrgð á [Icesave] ... margar, ekki aðeins ein,“ segir okkar sérfróðasti lagaprófessor í Evrópurétti

STEFÁN MÁR STEFÁNSSON UM NÝJA NIÐURSTÖÐU ESA: Engin ríkisábyrgð er á Icesave samkvæmt Evrópulögunum, segja lagaprófessorar. Og þar af leiðandi á ríkissjóður Íslands ekki að borga neitt af Icesave umfram það sem næst úr Landsbankanum og TIF. Lagaprófessorar, þar með taldir Lárus L. Blöndal, Sigurður Líndal og Stefán Már Stefánsson, hafa komið með rökstuðning gegn ríkisábyrgð og síðast í dag lagaprófessorinn Stefán Már Stefánsson: 

EYKUR LÍKUR Á DÓMSTÓLALEIÐINNI; STEFÁN MÁR STEFÁNSSON, LAGAPRÓFESSOR UM NIÐURSTÖÐU ESA:

Þarna segir hann meðal annars:  

  • Þessi niðurstaða breytir engu um mína niðurstöðu. Ég er búinn að skrifa um málið og komast að ákveðinni niðurstöðu. Þetta er í ósamræmi við hana. Þannig að ég þarf varla að rökstyðja mitt sjónarhorn frekar. Það eru margar ástæður sem við færðum fyrir því að ríkið bæri enga ábyrgð á þessu. Þær eru margar, ekki aðeins ein,“ segir Stefán og vísar til greinarflokks þeirra Lárusar Blöndals hæstaréttarlögmanns í Morgunblaðinu.

"Þessi niðurstaða okkar hefur auk þess verið staðfest í ítarlegu máli í rannsóknarskýrslu Alþingis. Ég tel þetta alls ekki veikja samningsstöðu Íslands,“ segir hann ennfremur og tekur jafnframt undir það mat Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, að nú, eftir fram komið mat ESA (eftirlitsstofnunar EFTA), aukist líkurnar á því að málið fari fyrir dómstóla, þ.e. fyrir EFTA-dómstólinn.

Það verður skrifað meira um þetta mál hér í kvöld. 

Elle Ericsson. 


mbl.is Eykur líkur á dómstólaleiðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur skilanefnd Landsbankans enga ábyrgð gagnvart almenningi ?

Eftir Loft Þorsteinsson.

 

Skilanefnd Landsbankans neitar staðfastlega að veita almenningi upplýsingar um greiðslur bankans til innistæðu-trygginga-sjóðanna í Bretlandi og Hollandi. Það er vitað að Landsbankinn var með fullar tryggingar hjá Financial Services Compensation Scheme (FSCS) í Bretlandi og hjá De Nederlandsche Bank (DNB). Samt kemur Páll Benediktsson upplýsingafulltrúi af fjöllum og segist engar upplýsingar hafa.

 

Landsbankinn hefur verið með undarlegt bókhald, ef skilanefndin getur ekki dregið fram upplýsingar um þær greiðslur eða skuldbindingar sem bankinn hefur innt af hendi vegna innistæðu-trygginganna. Getur raunverulega verið, að skilanefndin telji að almenningi komi ekkert við hvaða kvaðir bankinn hefur lagt á almenning vegna glannalegrar starfsemi hans, eða glæpsamlegra athafna ?

 

Til glöggvunar skal þess getið, að Landsbankinn fekk starfsleyfi í Bretlandi í desember 2001 og hann fekk viðbótartryggingu hjá FSCS fyrir Icesave í júlí 2006 (FSA No. 207250). Hins vegar fekk Kaupþing ekki viðbótartryggingu hjá FSCS fyrr en í febrúar 2008 (FSA No. 222968).

 

Fjölmargar staðfestingar á aðild Landsbankans að tryggingasjóðunum FSCS og DNB liggja fyrir. Þar á meðal eru eftirfarandi fullyrðingar frá fjármála-eftirlitinu í Bretlandi FSA:

  • Icesave was a trading name of Landsbanki Island HF...
  • Landsbanki Islands HF was authorised by the Financial Services Authority (FSA) from December 2001...
  • It had an office in London, which meant that, as it had a physical presence in the UK, it was required to top-up to the FSCS...

  • If a firm does not have a physical presence in the UK, then they have the option to top-up, but this is not compulsory.

  • We would confirm that the FSCS will pay compensation to the maximum limits, irrespective of the size of the levy paid to them.
  • Please be aware that there is no maximum levy...

Við sjáum að Icesave kom til í framhaldi af margra ára starfsemi bankans í Bretlandi. Að sjálfsögðu hafði bankinn frá upphafi starfs-heimild frá FSA og þegar hann hóf innlána-starfsemi varð hann að hafa viðurkennda innistæðu-tryggingu hjá FSCS. Mikilvægt er að veita athygli því sem FSA segir um að Landsbankinn hafði starfsstöð (physical presence) í London. Þar með skiptir ekki máli hvort Icesave var rekið frá útibúinu í London eða starfrækt sem dótturfélag.


Eftirfarandi er algeng skilgreining á starfsstöð (physical presence):

 

Physical presence” means a place of business that: 

 

1.  Is maintained by a foreign bank.

 

2.  Is located at a fixed address (other than solely an electronic address or a post-office box) in a country in which the foreign bank is authorized to conduct banking activities, at which location the foreign bank:  

 

  • Employs 1 or more individuals on a full-time basis.
  • Maintains operating records related to its banking activities.

3.  Is subject to inspection by the banking authority that licensed the foreign bank to conduct banking activities.

 

Samkvæmt upplýsingum frá DNB í Hollandi, þá gildir eftirfarandi um starfsemi Landsbankans þar:

  • 30. júní 2006: Fjármálaeftirlit Hollands (DNB) staðfesti skráningu útibúss Landsbankans. Frá þessum degi var Landsbankanum heimil starfsemi í Hollandi, þar á meðal að taka við innlánum almennings.

  • 23. maí 2008: Landsbankinn undirritar samkomulag við Innistæðu-trygginga-sjóð Hollands (DNB) um innistæðu-tryggingar.
mbl.isRannsakar nokkur mál sem varða Landsbankann

PS. Hér verða endurbirtar ýmsar góðar greinar um Icesave-málið. Þessi er ein af þeim og birtist áður 15. þ.m. á vef Lofts Þorsteinssonar verkfræðings, varaformanns Þjóðarheiðurs. Mjög eðlilegt er, að knúið sé á um svör frá skilanefnd Landsbankans. – Form.


Gylfi Magnússon heldur áfram að predika Icesave ... Mótmæli.

Í 18-fréttum Rúv sagði frá ferðalagi Gylfa Magnússonar um Norðurlönd. Þessi ókjörni ráðherra er í norskum fréttum sagður telja "mjög lítið bera á milli" hjá samningsaðilum til að ná Icesave-samningum, en hann talar þar ekki fyrir munn þjóðarinnar! Enn er á dagskrá Icesave-stjórnvaldanna að borga kröfuna og greiða vexti af öllu saman. Þessu hafnaði þjóðin í raun 6. marz, 98,1% þeirra, sem tóku afstöðu, sögu NEI við Icesave-lögunum frá 30. desember. Tveimur dögum síðar birtist skoðanakönnun, þar sem 60% aðspurðra töldu, að við bærum alls enga ábyrgð á Icesave-greiðslunum.

Þess vegna er það ótrúlegt, að Gylfi fari um Norðurlönd og að ekki heyrist eitt einasta orð af því, að hann hafi beðið stjórnvöld þar að standa með Íslendingum í vörn þeirra gegn ofurkröfum Breta og Hollendinga, hvað þá að hann hafi höfðað til almennings í þeim löndum, en hjá þjóðunum sjálfum njóta Íslendingar margfalt meiri skilnings og stuðnings en meðal ráðamanna. Nei, Gylfi mætir samvinnuþýður á fundum með þeim einum, sem að hans sögn eru allir á því, að Íslendingar eigi að borga. Þannig ræðir hann við menn hjá norska seðlabankanum, en sniðgengur viljandi Arne Hyttnes, forstjóra hins norska tryggingasjóðs innistæðueigenda, enda fengi erindi Gylfa engan hljómgrunn hjá Hyttnes!

Oftraust stjórnarflokkanna hér á landi á, að Íslendingar muni fljótt rífa sig upp úr kreppunni, hefur nú fengið alvarlega viðvörun í formi gríðarlegs samdráttar í pöntunum erlendra aðila á ferðum og ráðstefnum hér á landi. Uppgangur ferðaþjónustunnar átti að vera helzta vonarljósið um auknar gjaldeyristekjur – sem Icesave-stjórnin vill leggja hramminn á til að borga Bretum og Hollendingum ólöglega vexti af gerviláni ! – en sú von um tekjuaukningu hefur beðið mikið afhroð þetta árið vegna eldgossins.

Mótmæli

Við erum farin að ræða það okkar á milli stjórnarmenn og fleiri í félaginu, að nú verðum við að endurnýja mótmælastöður við Alþingi vegna þessa máls, því að ljóst er, að ráðamenn (Gylfi, Össur, Steingrímur) stefna enn ótrauðir að því að láta leggja þessa ólögvörðu kröfu á þjóðina. Hafið samband við okkur með bréfi eða símtali til stjórnarmanna eða í thjodarheidur@gmail.com til að láta vita af vilja ykkar til að taka þátt í skipulagðri, en virðulegri mótmælastöðu. Þetta þarf að undirbúa vel.

JVJ.


BRESKA STJÓRNIN GEKK FRAM AF BRESKUM HEIÐURSMÖNNUM

------------------------------------------------------------------------------
VILJA BIÐJA ÍSLENDINGA AFSÖKUNAR VEGNA HRYÐJUVERKALAGANNA GEGN OKKUR OG ICESAVE-STEFNU FYRRI RÍKISSTJÓRNAR BRETLANDS: 

Tveir breskir, eldri og heldri menn komu til landsins um helgina og vilja biðja Íslendinga afsökunar á hegðun ríkisstjórnar þeirra, við beitingu hryðjuverkalaganna gegn okkur. Einnig verja þeir rétt okkar í Icesave-málinu. Íslendingur, búsettur í Svíþjóð, er með þeim í för og hefur verið milliliður mannanna tveggja við landið

Mennirnir komu líka til að boða nýja banka- og peningastefnu og kynna breska hreyfingu um peningastefnuna. Þeir fullyrtu að bankahrunið hefði ekki orðið, ef þessi stefna hefði verið við lýði, og að Icesave-vandamálið væri ekki til staðar, ef stefna þeirra hefði verið notuð í vestrænum löndum í stað núverandi banka- og peningastefnu. Mennirnir munu halda opinn fund kl. 20 annað kvöld, þriðjudag:  Fundarboð3.pdf

Tvö okkar í samtökunum Þjóðarheiðri hittum mennina þrjá í gær, og ég get persónulega sagt að það var jákvæður fundur með geðugum mönnum.

Bretarnir sögðust hafa valið Ísland vegna þess að við værum lítil þjóð, sem hefði sýnt með NEI-i okkar gegn Icesave hvað fámenn þjóð getur haft mikið vald, ólíkt því sem segja mætti um stærri lönd. Breska þjóðin hefði verið dregin með blekkingum og óviljug inn í Evrópubandalagið, en þar kom við sögu Edward Heath, fyrrverandi forsætisráðherra landsins.

Elle Ericsson.

Bretar komnir til að biðja okkur afsökunar á hryðjuverkalögunum – Dáðust að Íslendingum vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar

Tveir Englendingar eru komnir hingað til lands í merkilegum erindagjörðum með íslenzkum manni, Gústaf Skúlasyni. Þeir taka afstöðu með okkur í Icesave-málinu og hrifust mjög af eindrægni þjóðarinnar eins og hún birtist í þjóðaratkvæðagreiðslunni. "Loksins þora einhverjir að standa uppi í hárinu á alþjóða-fjármálarisunum!" varð þeim hugsað, þegar þeir fréttu af okkur.

Þetta eru málsmetandi menn í sínu landi, og nánari upplýsingar verða veittar um þá í síðara bloggi hér. Þeir leggja það á sig á eigin kostnað að koma hingað til lands að kynna sjónarmið sín – og bera fram afsökunarbeiðnina vegna hryðjuverkalaga Browns og Darlings, en þeir blygðast sín fyrir þá gerræðisfullu stjórnarathöfn.

En nú eru þeir að boða til fyrsta fundarins annað kvöld (þriðjudag kl. 20). Við hvetjum ykkur til að mæta!

Hér má sjá auglýsingu um fund þeirra:


Skuldatryggingarálagið hefur lækkað – hækkum það ekki með Icesave!

Skuldatryggingarálag ríkissjóðs er komið niður í 2,53%, þ.e. 0,9 prósentum lægra en fyrir 6 dögum. Hliðstætt álag á gríska ríkið er 5,26%. Svo halda sumir að það myndi hjálpa okkar skuldatryggingamálum að taka á okkur Icesave-einkaskuldir Landsbankans! Þær yrðu afar veruleg viðbót við alvöru-skuldir ríkisins og myndu að sjálfsögðu hækka skuldatryggingarálagið á okkur!

Icesave-stjórnin ætti að láta af sínum refjum og skrökáróðri* sem flestir sjá í gegnum.

Skrökáróður heitir lygar á íslenzku, var undirrituðum bent á. – JVJ.


mbl.is Skuldatryggingarálag lækkar enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband