Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010
14.5.2010 | 20:35
Ábyrgð Hollendinga og Breta á starfsemi Icesave
Vert er að minna hér á mjög gott innlegg varaformanns Þjóðarheiðurs í umræður um harða gagnrýni rannsóknarnefndar hollenzka þingsins á seðlabanka þess lands vegna linra skilyrða hans fyrir Icesave-reikningum (sjá umræðu HÉR):
14.5.2010 | 11:52
Styrmir Gunnarsson: Íslendingar bera enga ábyrgð á innistæðum sem bankarnir hafa safnað í öðrum löndum
Athygli vekja ummæli Styrmis* um innistæðutryggingakerfið sem hér var lögleitt og um Icesave-innistæðurnar. Tvennt kom honum á óvart við lestur skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, annars vegar nákvæm frásögn af því hvernig bankarnir stunduðu "kerfisbundið ... viðskipti með hlutabréf í sjálfum sér til að halda uppi verðinu. Hlutabréfamarkaðurinn á Íslandi hafi því í raun verið gervimarkaður."
- Hins vegar sé það sá kafli skýrslunnar sem fjallar um tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingakerfið sem hér var lögleitt. Þegar maður hefur lesið þennan kafla er algjörlega ljóst og verður ekki um það deilt að Íslendingar bera enga ábyrgð á innistæðum sem bankarnir hafa safnað í öðrum löndum, segir Styrmir sem telur næsta víst að þessi kafli verði tekinn upp í umræðum Alþingis.
Markverð orð hins glögga manns. En eru stjórnvöld jafn-læs og hann?
* Hér er vitnað í viðtal við þennan fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, í blaðinu í gær (Umræðan hlýtur að breytast), en nú fyrir skemmstu gaf Styrmir út bókina Hrunadans og horfið fé skýrslan á 160 síðum; er viðtalið við hann birt í tilefni af því. JVJ.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.5.2010 | 18:45
Hann er ekki hættur!
Ótrúlegt er, að Össur Skarphéðinsson rétt eins og fjármálaráðherrann er enn að tala um að borga Icesave! Nú talar hann um að "gluggi hafi opnazt" með úrslitum kosninganna í Bretlandi, tekur þau sem grænt ljós á að fara aftur að semja! Hver gaf honum umboð til þess? Ekki íslenzka þjóðin!
JVJ.
Evrópumál | Breytt 13.5.2010 kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2010 | 13:54
Hollenzki seðlabankinn harðlega gagnrýndur af rannsóknarnefnd hollenzka þingsins vegna of linra skilyrða fyrir Icesave-reikningum
Gagnrýnin gengur út á, að "hollenzki seðlabankinn hafi ekki sett Landsbankanum strangari skilyrði fyrir innkomu á hollenska fjármálamarkaðinn. Seðlabankinn hafi skilgreint valdheimildir sínar óþarflega þröngt í sambandi við Icesave." Um þetta var frétt í hádegisútvarpi Bylgjunnar, sbr. þessa frétt, sem hér var vitnað til, á Vísir.is: Hollenska þingið gagnrýnir seðlabanka landsins harðlega. Nefndin leggur þó "áherzlu á, að kjarni vandans hafi legið hjá Landsbankanum sjálfum og íslenzka Fjármálaeftirlitinu. Nefndin segir að hollenska seðlabankanum hafi vel verið kunnugt um áhættuna sem fylgdi íslenzka fjármálakerfinu, þar með talið Landsbankanum, í upphafi árs 2008." Þó segir nefndin það "lagalega útilokað að seðlabankinn hefði getað varað almenning við þeirri áhættu þegar Landsbankinn kynnti Icesave-reikningana á hollenzkan markað. Slík aðvörun hefði einnig valdið Landsbankanum miklum fjárhagslegum skaða sem og fjármálakerfinu á Íslandi í heild." En: Hér sannast það enn, að rök halda áfram að hlaðast upp, sem leiða í ljós, að fráleitt er að leggja ábyrgðina á starfsleyfum Icesave-reikninganna á íslenzk stjórnvöld. Evrópubandalags-reglugerðir (og Evrópska efnahagssvæðisins), sem og fjármálayfirvöld og eftirlltsaðilar í Hollandi og Bretlandi eru þar í þungri ábyrgð. Nú hefur hollenzka þingnefndin bent á meðsekt síns eigin seðlabanka á því, hve illa fór. segir í lokaorðum fréttarinnar. En hvenær ætli okkar eigin Icesave-stjórnvöld fari að viðurkenna slíkar staðreyndir um ástæður mála? Jón Valur Jensson.
Fjármál | Breytt s.d. kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Í Jan de Wit skýrslunni kemur fram, að bankaeftirlitið í Hollandi (DNB) bar fulla ábyrgð á starfsemi Icesave, á tvennan hátt:
Eins og oft hefur komið fram, hvíldi öll eftirlitsskylda á starfsemi Landsbankans í Bretlandi og Hollandi á fjármála-eftirliti þessara landa, þar sem þau voru gisti-ríki Landsbankans. Þrjár ástæður er hægt að tilgreina: