BRESKA STJÓRNIN GEKK FRAM AF BRESKUM HEIÐURSMÖNNUM

------------------------------------------------------------------------------
VILJA BIÐJA ÍSLENDINGA AFSÖKUNAR VEGNA HRYÐJUVERKALAGANNA GEGN OKKUR OG ICESAVE-STEFNU FYRRI RÍKISSTJÓRNAR BRETLANDS: 

Tveir breskir, eldri og heldri menn komu til landsins um helgina og vilja biðja Íslendinga afsökunar á hegðun ríkisstjórnar þeirra, við beitingu hryðjuverkalaganna gegn okkur. Einnig verja þeir rétt okkar í Icesave-málinu. Íslendingur, búsettur í Svíþjóð, er með þeim í för og hefur verið milliliður mannanna tveggja við landið

Mennirnir komu líka til að boða nýja banka- og peningastefnu og kynna breska hreyfingu um peningastefnuna. Þeir fullyrtu að bankahrunið hefði ekki orðið, ef þessi stefna hefði verið við lýði, og að Icesave-vandamálið væri ekki til staðar, ef stefna þeirra hefði verið notuð í vestrænum löndum í stað núverandi banka- og peningastefnu. Mennirnir munu halda opinn fund kl. 20 annað kvöld, þriðjudag:  Fundarboð3.pdf

Tvö okkar í samtökunum Þjóðarheiðri hittum mennina þrjá í gær, og ég get persónulega sagt að það var jákvæður fundur með geðugum mönnum.

Bretarnir sögðust hafa valið Ísland vegna þess að við værum lítil þjóð, sem hefði sýnt með NEI-i okkar gegn Icesave hvað fámenn þjóð getur haft mikið vald, ólíkt því sem segja mætti um stærri lönd. Breska þjóðin hefði verið dregin með blekkingum og óviljug inn í Evrópubandalagið, en þar kom við sögu Edward Heath, fyrrverandi forsætisráðherra landsins.

Elle Ericsson.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Halló! Hinn almenni borgari er það viðkunnanlegasta í öllum þjóðlöndum. Þaðan fá stjórnmálamenn,lýðræðisríkja vald sitt.   Þeir þekkja þrá mann eftir friði,réttlæti og því frelsi sem því fylgir að því sé framfylgt. . . . . Oftar karpa þeir samt um keysarans skegg,,,, eða þannig. Gott að vita af ykkur með góðum grönnum í skoðana-skiptum.  með kveðju til stjórnar.

Helga Kristjánsdóttir, 17.5.2010 kl. 21:54

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Er ég að klikka á Keisaranum,ábyggilega dottið í hug að það kæmi af ,,kaus,, svo ofarlega sem það er í (migriene) hausnum. (leiðréttist hér með)

Helga Kristjánsdóttir, 17.5.2010 kl. 23:19

3 Smámynd: Elle_

Já, Helga, held hinn almenni maður mætti taka yfir stjórnina af pólitíkusum.  Undarlegt stjórn í þessu ´lýðveldi´.

Elle_, 17.5.2010 kl. 23:59

4 Smámynd: Elle_

Ætlaði nú að skrifa þarna: Undarleg stjórn.  

Elle_, 18.5.2010 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband