"Það eru margar ástæður sem við færðum fyrir því að ríkið bæri enga ábyrgð á [Icesave] ... margar, ekki aðeins ein,“ segir okkar sérfróðasti lagaprófessor í Evrópurétti

STEFÁN MÁR STEFÁNSSON UM NÝJA NIÐURSTÖÐU ESA: Engin ríkisábyrgð er á Icesave samkvæmt Evrópulögunum, segja lagaprófessorar. Og þar af leiðandi á ríkissjóður Íslands ekki að borga neitt af Icesave umfram það sem næst úr Landsbankanum og TIF. Lagaprófessorar, þar með taldir Lárus L. Blöndal, Sigurður Líndal og Stefán Már Stefánsson, hafa komið með rökstuðning gegn ríkisábyrgð og síðast í dag lagaprófessorinn Stefán Már Stefánsson: 

EYKUR LÍKUR Á DÓMSTÓLALEIÐINNI; STEFÁN MÁR STEFÁNSSON, LAGAPRÓFESSOR UM NIÐURSTÖÐU ESA:

Þarna segir hann meðal annars:  

  • Þessi niðurstaða breytir engu um mína niðurstöðu. Ég er búinn að skrifa um málið og komast að ákveðinni niðurstöðu. Þetta er í ósamræmi við hana. Þannig að ég þarf varla að rökstyðja mitt sjónarhorn frekar. Það eru margar ástæður sem við færðum fyrir því að ríkið bæri enga ábyrgð á þessu. Þær eru margar, ekki aðeins ein,“ segir Stefán og vísar til greinarflokks þeirra Lárusar Blöndals hæstaréttarlögmanns í Morgunblaðinu.

"Þessi niðurstaða okkar hefur auk þess verið staðfest í ítarlegu máli í rannsóknarskýrslu Alþingis. Ég tel þetta alls ekki veikja samningsstöðu Íslands,“ segir hann ennfremur og tekur jafnframt undir það mat Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, að nú, eftir fram komið mat ESA (eftirlitsstofnunar EFTA), aukist líkurnar á því að málið fari fyrir dómstóla, þ.e. fyrir EFTA-dómstólinn.

Það verður skrifað meira um þetta mál hér í kvöld. 

Elle Ericsson. 


mbl.is Eykur líkur á dómstólaleiðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Og fólk getur líka spurt sig hvar ESA, eftirlitsstofnun EFTA, var frá upphafi EES samningsins við íslenska ríkið. Var það ekki þeirra að kæra íslenska ríkið ef ríkið var ekki að framfylgja EES lögum?? Gerðu þeir það? Hví fyrst núna? Og hvað ef bankareikningar inni á Iceave hefðu verið 1000 sinnum fleiri?? 100.000 sinnum fleiri??  Ætluðu þeir að rukka gjaldþrota íslenska skattgreiðendur um óendanlega milljarða???  Getur Evrópa rukkað okkur um óendanlegar fjárhæðir???  Og það vegna skulda einkabanka?  Og glæpabanka?  Hvað erum við annars að gera í EES?????

Elle_, 26.5.2010 kl. 23:12

2 Smámynd: Elle_

Vil benda á 2 pistla frá í dag eftir Hjört J. Guðmundsson:

Pólitískt álit?

Pólitískar eftir-á-lagatúlkanir Evrópusambandsins

Elle_, 27.5.2010 kl. 00:15

3 Smámynd: Elle_

Elle_, 27.5.2010 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband