Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010
29.4.2010 | 20:04
Lögfræði Icesave
Stórmerk er grein eftir Lúðvík Gizurarson í Morgunblaðinu í dag: Lögfræði Icesave. Þar segir hann í upphafi:
- ÞAÐ var í hádegisfréttum útvarps mánudaginn 19. apríl 2010 og haft eftir viðskiptaráðherra að hægt væri að hefja aftur viðræður við Breta og Hollendinga um Icesave. Semja mætti áfram og upp á nýtt. Vera í sama gamla farinu.
- Lögfræðilega hefur viðskiptaráðherra ekki stjórnarfarslegt umboð til að gefa slíka yfirlýsingu. Ráðherra er bundinn af þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin var nýlega. Getur ekki farið að semja á svipuðum nótum og gert var áður um Icesave. Það var fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu að semja með þeim hætti. Breyta verður um stefnu.
- Ef viðskiptaráðherra fer að semja gagnstætt úrslitum í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave ber Forseta Íslands að víkja viðskiptaráðherra úr embætti, þar sem hann er að taka sér stjórnsýsluvald, sem hann hefur ekki lengur að lögum samkvæmt réttri lögfræðilegri túlkun á Stjórnarskrá Íslands. Þetta segir greinarhöfundur sem hæstaréttarlögmaður í hálfa öld. Viðskiptaráðherra getur borið þetta undir Lagadeild Háskóla Íslands til að fá fram rétta lagatúlkun á áhrifum þjóðaratkvæðagreiðslunnar samkvæmt Stjórnarskrá Íslands. Ber að gera þetta, en víkja annars úr embætti.
Þarna tekur hann til orða með þeim hætti, sem sannarlega vekur athygli, en menn eru hvattir til að lesa grein Lúðvíks alla. Hann er þar með athyglisverða ábendingu um nýjar reglur um innistæðutryggingar hjá Evrópusambandinu, reglur sem hann telur geta orðið leiðarljós um lausn Icesave-málsins, en hann segir í lokaorðum sínum:
- Það er hreint lögfræðilegt brjálæði, svo sannleikurinn sé sagður hreint út um þá stefnu stjórnvalda að byrja aftur upp á nýtt, að semja um Icesave samkvæmt gömlu reglunum. Þær eru ólöglegar og brot á stjórnarskrá ESB og Rómarsáttmálanum. Við eigum að snúa okkur til Evrópusambandsins og gera þá kröfu mjög ákveðið að Icesave verði látið bíða en falli undir þessar nýju reglur ESB þar sem 12-15 þjóðir ætla að taka sameiginlega á sig svona tap eins og Icesave er.
- Gefum ekki eftir. Heimtum siðferðilegt réttlæti. Forðumst þjóðargjaldþrot.
Við þökkum Lúðvík hans merku skrif og hvetjum ykkur til að lesa rökstuðning hans allan í blaðinu.
27.4.2010 | 21:34
„Óréttlátt að Íslendingar eigi einir að bera efnahagslegan og félagslegan kostnað vegna Icesave"
Kirkjan þekkir óréttlæti þegar hún sér það. Og það er óréttlátt, að íslenska þjóðin eigi ein að bera hinn efnahagslega og samfélagslega kostnað sem hlotist hefur af ábyrgðarleysi og margir ættu að deila, ekki síst þær ríkisstjórnir, sem nú leggja fram kröfur á Ísland," segir sr. Ishmael Noko, framkvæmdastjóri Lútherska heimssambandsins, sem vísar í kveðju sinni til Prestastefnu Þjóðkirkjunnar til Icesave-reikninga Landsbankans. Enn eitt dæmið um, að alþjóðasamfélagið er svo sannarlega ekki að ætlast til þess, að við Íslendingar borgum þessa reikninga einkabanka!
JVJ.
Óréttlátt að íslenska þjóðin beri ein kostnaðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 21:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.4.2010 | 23:36
Íslendingar eru settir að veði fyrir AGS láninu.
*Ríkisstjórn Íslands vissi um kröfur AGS vegna Icesave strax í nóv. 2009!*
Alltaf hefur íslenska ríkisstjórninneitað öllum tengingum AGS-lánsins við Icesave og það þrátt fyrir að svo berlega hefur komið í ljós hið gagnstæða. Það er nú sannað að ríkisstjórnin var að blekkja almenning vegnamálsins.
Í byrjun síðasta árs héldu fulltrúar AGS því fram að það væru engin skilyrði fyrir láninu frá þeim. Eins og sést hér með tilvísun:
Á fundi Grasrótarinnar og fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem haldinn var 16. mars 2009, kom framað engin skilyrði séu sett fyrir endurgreiðslu af AGS-láninu.
Engin skilyrði (adjustment conditions) voru upphaflega fyrir láni AGS til Íslands, en þau skilyrði verða sett á næstu níu mánuðum, sennilega í sumar. Vandamálið er nú að ríkissjóður er rekinn með halla vegna kreppunnar, nú er hallinn 14% af vergri þjóðarframleiðslu (GDP). Kreppanhefur leitt til þess að skatttekjur ríkissjóðs hafa lækkað mjög. Eins og áður segir þá er ekki um að ræða að Ísland muni ekki geta staðið við þær skuldbindingar sem lánið hefur í för með sér.
Engin veð eru tekin í ríkisfyrirtækjum eða auðlindum en sendinefnd mun koma reglulega til að fylgjast með framgangi mála og ráðleggja okkur ef illagengur.
Ef nákvæmlega er farið í gegnum yfirlýsingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sést það greinilega að þessi tenging mála hafi verið komin inn ca. átta mánuðum síðar. Eftir leit á vefsvæði þeirra sá ég opið bréf sem svar við fyrirspurn opins almenns fundar við sjóðinn. Hér birti ég klausu úr bréfinu sem var dagsett 12. nóvember2009:
First, on theIcesave dispute. Resolution of this dispute has never been acondition of the IMF-supported program. The IMF is not supposed toinvolve itself in bilateral disputes between its member countries anddid not do so in this instance. However, the Icesave dispute didindirectly affect the timing of the programs first review since itheld up needed financing from Nordic countries (for whom resolutionof this dispute was a condition). I am sure you will agree that thegovernments program must be internally consistentit makes nosense to agree on a macroeconomic framework if the money is notavailable to finance those policies.
Eftirfarandi má einnig sjá þann 10. nóvember (feitletrað af mér):
Transcriptof a Conference Call on the Completion of the First Review ofIcelands Stand-By Arrangement with Mark Flanagan, Mission Chief for Iceland, andFranek Rozwadowski, Resident Representative in Iceland
Washington,D.C., Thursday, October 29, 2009
As everybody is aware, thedispute between Iceland, Britain and the Netherlands concerningIcesave complicated efforts by Iceland to secure additional externalfinancing for the program from other participating countries. Oncethat was resolved and we had adequate financing assurances, we couldmove ahead. I want to add thatthese financing assurances are an important issue. Withoutthe external financing in place for the program, we don't necessarilyhave consistent policies and targets in place. We do need the fullpackage in place before we can move forward.
Það er því alveg augljóst aðríkisstjórn Íslands var algjörlega meðvituð um þessa tengingu ásíðasta ári.
Í ágætri bloggrein Guðmundar Ásgeirssonar kerfisfræðings kemur síðan greinilega framviðurkenning ríkisstjórnarinnar (þessi leynilega) sú sem sett var í fréttir vegna tengsla Icesave og AGS.
http://bofs.blog.is/blog/bofs/entry/1044131/
Það er stórfurðulegt aðríkisstjórnin skuli hafa blekkt almenning og haldið áfram aðneita þessu augljósa atriði að minnsta kosti 5 mánuðum eftir að AGS setti sín skilyrði um að samningar um Icesave yrðu kláraðir áður en áframhaldandi hluti lánsins yrði afgreiddur.
Við að fara yfir þessi mál vakna óneitanlega upp ýmsar spurningar:
Getur það verið að AGS hafi sett inn þessi skilyrði í upphafi samnings, en kosið að tjá sig ekki opinberlega um málið fyrr en í nóvember á síðasta ári? Skilyrðin hafi alltaf verið til?
Að ríkisstjórn Íslands hafi vitað um málið frá því upphafi en kosið að tjá sig um málið löngu, löngu seinna heldur en AGS vegna samningastöðu Icesave?
Af hverju er þá þetta misræmi á milli AGS og ríkisstjórnar Íslands?
Af hverju þessar blekkingar við almenning?
Getur það verið að það sé miklu meiri tenging milli þessara mála en látið hefur vera?
Nú er þetta atriði alveg orðiðfyllilega ljóst, en með tilliti til þeirra blekkinga sem hafa áundan gengið er raunhæft fyrir alvöru að spyrja sig hversumikil þessi tenging AGS og Icesave sé enekki lengur hvort hún sé. Er verið að reyna að fela hinarraunverulegu ástæður fyrir tengingunum?
* Hver er tenging á AGS við Ísland og Icesave?*
Ætla mætti að þegar alþjóðasjóður eins og AGS aðstoðar þjóðir í fjármálaerfiðleikum með lánum, hvort það sé raunhæft að slíkur sjóður vilji ekki tryggja það að hann fái peninga sínatil baka. Sérstaklega þegar þau lönd eiga í mjög miklumfjármálaerfiðleikum. Síðan er skuldastaða Íslands það hroðalega neikvæð að það er ekkert raunhæfi í því að þeir vilji ekki tryggja sig.
Það er því algjörlega fáránlegt að lesa það sem fulltrúar AGS setja inn í yfirlýsinguna:
Engin veð eru tekin íríkisfyrirtækjum eða auðlindum en sendinefnd mun koma reglulegatil að fylgjast með framgangi mála og ráðleggja okkur ef illagengur.
Sem sagt, þaðsegir í orðunum: AGS mun ætla að sleppa Íslandi ef við getum ekki staðið í skilum með lánið?
Hvaða tryggingar eru settar fyrir endurgreiðslu? Hvað kemur fyrir þjóð semgetur ekki staðið í skilum?
Allir hugsandi menn geta séð hversu fáránlegt þetta er. Í því framhaldi má einfaldlega spyrja sig hvernig í reynd sé háttað með tryggingar á AGS-láninu til okkar?
1. Hafa allar þjóðir tekið aukalán meðfram lánum til þeirrafrá AGS?
2. Hvernig eru þau lán endurgreidd?
3. Hvernig eru slík lán tryggð? Er óeðlilega mikilumframtrygging á þeim lánum?
Óhjákvæmilega koma ýmsir möguleikar upp í hugann. Hugsa mætti sér til dæmis eftirfarandi:
a) Ísland tekurlán hjá AGS.
b) meint skuldastaða vegna Icesave er notuð sem trygging fyrir láni AGS sem væri mögulegt vegna þess að af s.k. Icesave-láni koma engir peningar inn í ríkissjóð, heldur er bara um að ræða greiðslu af meintri skuld. Með þessum hætti er tryggingasjóður fjárfesta (TIF) notaður tilað borga eða tryggja AGS-lánið.
Þaðer síðan mjög sérkennilegt að AGS hafi sett fram tenginguna viðlán til Íslands frá Norðurlöndunum inn í endurskoðunina áAGS-láninu. Sérstaklega vegna þess að hvergi er þess getið nékomu um það einar einustu kröfur í upphafi AGS-lánsins tilÍslands.
Svo við höfum það á hreinu ætlar ríkisstjórnin að veita ríkisábyrgð á láni til TIF sem þýðir að íslenska ríkið ætli að tryggja hina meintu skuld, þannig séð ef ekkert fæst upp í hana, þá lendir á almenningi á Íslandi að borga allar eftirstöðvarnar, sama hversu miklar þær yrðu.
Landsbankinn í Bretlandi og Hollandimun hafa borgað sínar tryggingar í þarlenda tryggingasjóði,alveg eins og aðrir bankar sem hafa starfsstöðvar í þessumríkjum. En greiðslum í þessa sjóði er skipt á milli sérstakraumboðsaðila sem hafa m.a. umsjón með umfangi endurgreiðslna úrsjóðunum. Því eiga Bretar og Hollendingar engar réttmætarkröfur á hendur Íslandi. Afskipti stjórnvalda þessaranýlenduvelda til þessara umboðsaðila eru nær engin í þessaveru. En ef svo kæmi í ljós á einhverjum tíma aðLandsbankinn hafi ekki staðið í skilum með greiðslur ítryggingasjóðina, væri sú vangreiðsla bætt upp af sjóðunumsjálfum, þ.e. umboðsaðilunum, en alls ekki af stjórnvöldum ríkjana!
Í nútímasamskiptum þjóða er hægt á ljóshraða að senda peninga á milli ríkja. Fjármálalegum samskiptum ríkja er oft haldin leyndum. Því skoða menn þann möguleika að það geti verið að Icesave sé hreinlega gervilán til að tryggja AGS-lánið. En augljóslega má velta þessu fyrir sér vegna þess að komið hefur í ljós að það er engin skuld eins og Bretar og Hollendingar halda fram. Sem og sú tenging sem AGS hefur sett inn við Icesave.
Í ljósi alls þessa mætti alveg hugsa sér að farið yrði fram á sérstaka rannsókn um hver séun ákvæmlega tengsl á milli AGS og Icesave, jafnvel með því að leitast eftir aðstoð Wiki-leaks, þ.e. að senda þeim bréf áensku þar sem spurt væri hvort þeir geti aðstoðað okkur íþessu máli.
*Afskipti AGS af milliríkjadeilum*
AGS hefur með yfirlýsingum sínum sagt að Ísland þurfi að klára frágang á sínum fjárhagsmálum áður en þeir geti samþykkt áframhald AGS-lánsins (We do need the full package inplace before we can move forward). Þeirgefa þar með því í skyn að það sé ein af ástæðunum fyrir því að Ísland fái áframhald AGS-lánsins.
Með tenginu AGS vegna Icesave við áframhaldandi fjárveitingu AGS-lánsins til Íslands eru þeir að setja Íslandað veði. Þetta er augljóst mál og algjörlegaófyrirgefanlegt af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að setja fram kröfur á þjóð um að klára einkamála-ágreining áður en að þeir afgreiða lán sem veitt eru ríkjum sérstaklega.
Það er algjörlega ótækt og ólíðandi að sérstakur alþjóðasjóðursem á samkvæmt eigin stofnskrá að vera til þess gerður aðaðstoða þjóðir í sérstökum fjármálaerfiðleikum, skipti sér með þessum hætti af deilum þjóða! Því er það algjör árás á þjóð að setja fram þessar kröfur. Með þessum hætti má í reynd segja að AGS sé að setja Ísland að veði fyrir AGS-skuldinni. Og með því eru þetta orðin afskipti af deilum á milli þjóða.
Spyrjamá hvort það sé sett í reglur IMF að þeir megi hafa slík afskipti af millilandadeilum. En þeir sögðu sjálfir: "TheIMF is not supposed to involve itself in bilateral disputes betweenits member countries and did not do so in this instance." Þetta er því algjörlega gagnstætt þeim reglum sem þeir hafa sjálfir sett.
Benda má á að Bretar og Bandaríkjamenn hafa sterk ítök í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, sem og Hollendingar sem eiga stórfyrirtæki með Bretum og Bandaríkjamönnum. Nefna má til dæmis Shell-olíufyrirtækið í því sambandi.
Óneitanlega kemur hrollur í mann vegna svona framkomu. Eins og fyrr segir mætti kanna hvort hægt væri að setja í gang rannsókn á tengslum milli AGS-lánsinsog Icesave. En þetta mál allt saman virðist vera svo ótrúlega málum blandið vegna afskipta AGS.
Guðni Karl Harðarson.
Evrópumál | Breytt 10.5.2010 kl. 11:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já, þannig er þankagangurinn. Þið sjáið það með því að skoða krufningu á Kastljósviðtali við Gylfa Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, einn í fereykinu valdsmennskudjarfa og óráðþæga, skoðið þetta með ykkar eigin augum:
HÉR! (og ykkur blöskrar).
JVJ.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2010 | 17:50
Fjórir æðstu ráðamenn efnahagsmála báðu um GOTT VEÐUR frá Norðurlöndum, Bretum og Hollendingum með því að leggjast hundflatir fyrir Icesave-kröfum!
Gylfi: "Við [semjum þennan texta (viljayfirlýsinguna)] með hliðsjón af því, að við vildum afla því sjónarmiði stuðnings, að endurskoðunin ætti að fara fram, og til þess þurftum við auðvitað sérstaklega gott veður frá Norðurlöndunum og frá Bretum og Hollendingum, og það fekkst" (góða veðrið alltsvo!) "endurskoðunin fór í gegn mótatkvæðalaust, þannig að þessi viðleitni okkar hún skilaði árangri, en eitt af því sem við augljóslega þurftum að gera var að senda út skýr skilaboð [sic!] varðandi Icesave."
Þarna viðurkennir Gylfi Magnússon það blákalt, að hann hafi KEYPT "góða veðrið" á því verði að gefa út hina illa þokkuðu viljayfirlýsingu um að Íslendingar (vorum við spurð?) myndu greiða upp alla Icesave-"skuldina" (síðan hvenær er hún skuld okkar?!) og það með vöxtum! Okkar voldugustu ráðamenn í efnahagsmálum eru þar með farnir að selja af hendi réttindi okkar (meðal annars samkvæmt stjórnarskrá og Evrópulögum) fyrir baunadisk af borði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og kúgunarríkja, sem og snautlega meðvirkra ríkisstjórna, sem sumar eiga að heita stjórnendur frændþjóða okkar!
En þegar ráðherrann var síðar spurður í sama Kastljósi af Þóru Arnórsdóttur: "Þannig að ef þessi klausa [viljayfirlýsingin] hefði ekki verið, þá hefði endurskoðunin ekki komizt á dagskrá?" svaraði hann reyndar: "Ég auðvitað veit það ekki en mér finnst það ólíklegt, að það hefði tekizt."
- Takið eftir þessu: Ráðherrann segir fullum fetum, að hann VITI EKKI, hvort endurskoðunin hefði komizt á dagskrá ÁN þess gígantíska réttarafsals sem hann, Steingrímur, Jóhanna og Már höfðu samið þarna á pappír! (vitaskuld án samráðs við þjóðina og án samráðs við stjórnarandstöðu, jafnvel suma eigin þingmenn!).
Þetta eru tvö af nokkrum meginatriðum í vandlega unninni grein, sem birtist hér í morgun: Yfirbuðu frekju andstæðinganna í þókknuninni! Hafa nokkrir gengið lengra í að bugta sig og beygja fyrir kröfum kúgara sinna? Nánar þar!
Jón Valur Jensson.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.4.2010 | 06:14
Yfirbuðu frekju andstæðinganna í þókknuninni! Hafa nokkrir gengið lengra í að bugta sig og beygja fyrir kröfum kúgara sinna?
Alveg sama þó að þjóðin (hver er þjóðin?!) hafi eindregið hafnað Icesave-lögunum og þó að 60% aðspurðra telji að við berum alls enga ábyrgð á Icesave-greiðslunum samt teygði fereyki ráðherra og seðlabankastjóra sig ALLA LEIÐ til móts við fjandríki þjóðarinnar og helzt lengra!
Það er í ljós komið með ábendingu og játningu, að það var sérhópur þriggja ráðherra (Steingríms, Jóhönnu og Gylfa Magg) sem sjálfur samdi ásamt Má seðlabankastjóra hina alræmdu viljayfirlýsingu "Íslands" (nei, ekki Íslands, heldur þeirra sjálfra jafnvel sumir samherjar þeirra vissu naumast af þessu, hvað þá Bjarni Ben.), yfirlýsingu sem lögð var undirdánugast fyrir stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í auðmjúkri von um samþykkt hans.
Í stað þess að minna fjölþjóðastjórn AGS á alþjóðleg réttindi okkar sem fólgin eru í því tilskipunarákvæði Evrópubandalagsins, 94/19/EC, sem sýnir og sannar hve lausir Íslendingar eru við alla ábyrgð á Icesave-reikningunum,* þá sendi þetta fereyki ekkert minna en skilaboð um skilyrðislausa uppgjöf! og tiltók jafnvel eigin refsingu sérstaklega.
Viljayfirlýsingin afhjúpuð Opinberun Gylfa ráðherra í Kastljósi á eðli verknaðarins
Eftir umtalsverðan feluleik ráðherra og tal þeirra á þvers og kruss í fjölmiðlum, þar sem tilgangurinn virðist helzt hafa verið að fela hvað gerðist, þá birtist loks viljayfirlýsingin á vef efnahags- og viðskiptaráðuneytisins sl. laugardag. Þar segir:
- ... In this context, we wish to reaffirm that Iceland will honor its obligations in regard to the insured retail depositors of the intervened banks. Iceland has already affirmed in its Letter of Intent dated 15 November 2008 that it is willing to ensure that the United Kingdom and the Netherlands will be reimbursed in respect of deposits of Landsbanki branches in those two countries (up to the Euro 20,887 minimum provided for under Icelandic Law and the EU Deposit Guarantee Directive 90/19/EC). Iceland has also given an assurance that the United Kingdom and the Netherlands will receive the reasonable time value of money, provided that comprehensive agreements are reached. Iceland remains ready to conclude at the earliest convenience the negotiations with the Governments of the United Kingdom and the Netherlands regarding a legal and financial settlement of this matter.
Og eins og Guðmundur Ásgeirsson segir um þetta í ágætri bloggfærslu sinni: "Athygli vekur að þarna er verið að skuldbinda Ísland gagnvart AGS um tiltekna niðurstöðu sem felur í sér fulla "endurgreiðslu" að meðtöldum vöxtum! (e. time value of money = vextir á mannamáli)."
En lesum nú samtal þeirra Þóru Arnórsdóttur fréttamanns og Gylfa Magnússonar ráðherra um þetta mál í Kastljósi í gærkvöldi:
- Þóra: "Nú segir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn alla jafna, að hann hafi enga skoðun á Icesave og setji engin skilyrði þar um, heldur séu það Norðurlöndin, sem ætli að lána á móti sjóðnum, ef svo má segja, og kannski ekki hægt að klára að endurskoða áætlunina, nema sú fjármögnun sé tryggð, og að allur texti um Icesave, sem er í plagginu, hafi komið beint frá ríkisstjórninni. Geturðu staðfest, að svo sé?"
- Gylfi: "Já, já, við auðvitað semjum þennan texta, en við gerum það með hliðsjón af því, að við vildum afla því sjónarmiði stuðnings, að endurskoðunin ætti að fara fram, og til þess þurftum við auðvitað sérstaklega gott veður frá Norðurlöndunum og frá Bretum og Hollendingum, og það fekkst endurskoðunin fór í gegn mótatkvæðalaust, þannig að þessi viðleitni okkar hún skilaði árangri, en eitt af því sem við augljóslega þurftum að gera var að senda út skýr skilaboð varðandi Icesave."
- Þóra: "Þannig að ef þessi klausa hefði ekki verið, þá hefði endurskoðunin ekki komizt á dagskrá?"
- Gylfi: "Ég auðvitað veit það ekki en mér finnst það ólíklegt, að það hefði tekizt."
Takið eftir þessu: Ráðherrann segir fullum fetum, að hann VITI EKKI, hvort endurskoðunin hefði komizt á dagskrá ÁN þess gígantíska réttarafsals sem hann, Steingrímur, Jóhanna og Már höfðu samið þarna á pappír! (vitaskuld án samráðs við þjóðina og án samráðs við stjórnarandstöðu, jafnvel suma eigin þingmenn!).
Þau virðast hafa valið þá leið að bjóða bara eins hátt og komizt varð! Það var ekki einu sinni verið að þreifa á mótaðilunum, hvort þeir væru nú, eftir höfnun Icesave-laganna, reiðubúnir að "þiggja" eitthvað minna (enda allt, sem boðið væri, langt umfram allt sem hægt væri að ætlast til af okkur).
Óekkí, nei! Það var bara lagzt fyrir framan þessar erlendu ríkisstjórnir, hundflöt lágu þau fjögur og buðu SKILYRÐISLAUSA UPPGJÖF og varðaði nákvæmlega ekkert um, hvað þjóðin hafði sagt í nýlegri þjóðaratkvæðagreiðslu!
Íslendingar, þó að það sé sumardagurinn fyrsti, þá verður að segja ykkur þetta hér og nú: ÞANNIG eru stjórnvöld okkar, þau sem aldrei vildu þessa þjóðaratkvæðagreiðslu og lýstu hana fyrir fram marklausa ÞAU GERA ÞAÐ ENN MEÐ ÞESSUM SVIKSAMLEGU ATHÖFNUM SÍNUM Í TRÁSSI VIÐ VILJA OKKAR OG RÉTTINDI!
Þið, sem viljið athafnir í þessu máli: mótmæli, andóf og andspyrnu, ættuð ekki að draga það að hafa samband við okkur í Þjóðarheiðri við tökum vel á móti ykkur og höfum fulla þörf fyrir fleira hugsandi fólk og vinnufúsar hendur.
Við minnum á fyllsta rétt þjóðarinnar í málinu: EKKERT ICESAVE.
Gjör rétt þol ei órétt. Aldrei að víkja frá rétti okkar!
Jón Valur Jensson.
* Tilskipun þessi getur EKKI gert aðildarríkin eða lögmæt yfirvöld þeirra ábyrg gagnvart innstæðueigendum ef þau hafa séð um stofnun eða opinbera viðurkenningu eins eða fleiri kerfa sem ábyrgjast innistæðurnar eða lánastofnanirnar sjálfar og tryggja skaðabætur eða vernd innistæðueigenda samkvæmt skilyrðum sem þessi tilskipun skilgreinir.
Gylfi: Jákvæð mynd frá AGS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 06:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.4.2010 | 12:43
Opið bréf til Steingríms J. Sigfússonar
Opið bréf til Steingríms J. Sigfússonar
ERINDI mitt við þig er einkum varðandi ESB-umsókn sem og leiðindi þau er skapast hafa vegna þessa mjög svo sérstaka Icesave-máls og þar með hryðjuverk Breta gegn okkur Íslendingum og er hér í sjö spurningum með formálum.Fyrir þjóð með ungt frelsi og stjórnsýslu þurfti næði til að hlusta, hugsa og lesa sér til um reglur og skyldur varðandi kröfur Breta.
1. Hvar og hvenær lagðir þú þig fram í því efni?
Seint á árinu 2008 vildir þú ekki ganga í ESB og á sama tíma vildir þú ekki borga Icesave-kröfur Breta.
2. Hvað var það sem breytti þessum vilja þínum eða skoðunum?
Davíð Oddsson sagði á vissum tíma að við ættum ekki að borga skuldir óreiðumanna og það eru margir lærðari menn en við Steingrímur sem halda þessu fram. Sé það rétt sem lærðir menn og ærlegir segja.
3. Til hvers gerðir þú þetta Icesave-mál að því sem það varð?
Sumir segja að betra sé að borga bara strax og þá sé málið úr sögunni. En komir þú hundi upp á að sníkja við borðið er ekki svo auðvelt að losna við hann. Mafíuforingjar hafa sömu áráttu í þessu efni og hundar, það sama á við um peningaflón.
4. Hvers vegna varst þú að veifa þessu milljarðabeini við trýnið á Brown og Darling þegar þess þurfti ekkert?
Á stundum hefur Íslendingum og Bandaríkjamönnum gengið illa að skilja hinn ofur kurteisa A. Darling.
5. Hvort skilur þú betur A. Darling eða Evu Joly?
Eftir 6. mars hefur viðmót Breta breyst varðandi Icesave.
6. Hvort er það þér að þakka eða kenna eða er það öðrum að þakka eða kenna og þá hverjum?
60% þjóðarinnar höfnuðu alfarið heilsárs vinnu frá þinni hendi við svokallað Icesave-mál. Þú studdir orð Jóhönnu Sigurðardóttur sem sagði þá niðurstöðu markleysu.
7. Ert þú þeirrar skoðunar að stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hafi enn umboð í því máli? Ef svo er, frá hverjum er það umboð? Með fyrir fram þakklæti fyrir ærleg svör á íslensku.
Hrólfur Hraundal.
Fimmtudaginn 15. apríl 2010, Velvakandi. Endurbirt með góðfúslegu leyfi höfundar.
Þess má geta að lokum, að engin svör hafa borizt frá Steingrími J. Sigfússyni.
Fjármál | Breytt s.d. kl. 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.4.2010 | 20:28
VILJAYFIRLÝSING Í SKJÓLI GJÓSANDI ELDFJALLS
VILJAYFIRLÝSING AGS OG RÍKISSTJÓRNARINNAR Í SKJÓLI GJÓSANDI ELDFJALLS OG NÝRRAR RANNSÓKNARSKÝRSLU:
HANDRUKKARI?: DOMINIQUE STRAUSS-KAHN, AGS(IMF):
Án dóms og gegn lögum hefur Icesave-stjórnin gert viljayfirlýsingu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í skjóli gjósandi eldfjalls og nýútkominnar rannsóknarskýrslu. Ríkisstjórnar-útvarpið, RUV, hefur ekkert fjallað um viljayfirlýsinguna og hinir ríkisstjórnarmiðlarnir nánast ekkert. Aum og lítil frétt fannst í Morgunblaðinu, lítil og sein frétt í Fréttablaðinu, Stöð 2 og Vísi og ósýnilegar fréttir af yfirlýsingunni í hinum miðlunum. Heil viljayfirlýsing um Icesave-nauðungina var lúmskulega skrifuð og undirskrifuð af lágkúrulegri landstjórn gegn alþýðu landsins. Og án dóms, gegn lögum og þvert gegn vilja stærri hluta þjóðarinnar. Og yfirlýsingin komst óséð í gegn meðan fjölmiðlamenn þögðu:
VILJAYFIRLÝSINGIN:
Letter of Intent
Reykjavik, April 7, 2010
Mr. Dominique Strauss-Kahn
Managing Director
International Monetary Fund
Washington D.C., 20431
U.S.A.
Dear Mr. Strauss-Kahn:
ICESAVE-HLUTINN:
External Financing
20. Our ability to fully implement the program described above is dependent on access to the external financing committed under the program. We firmly expect to be able to meet the preconditions set by some of our bilateral partners to access this finance. In this context, we wish to reaffirm that Iceland will honor its obligations in regard to the insured retail depositors of the intervened banks. Iceland has already affirmed in its Letter of Intent dated 15 November 2008 that it is willing to ensure that the United Kingdom and the Netherlands will be reimbursed in respect of deposits of Landsbanki branches in those two countries (up to the Euro 20,887 minimum provided for under Icelandic Law and the EU Deposit Guarantee Directive 90/19/EC). Iceland has also given an assurance that the United Kingdom and the Netherlands will receive the reasonable time value of money, provided that comprehensive agreements are reached. Iceland remains ready to conclude at the earliest convenience the negotiations with the Governments of the United Kingdom and the Netherlands regarding a legal and financial settlement of this matter.
Very truly yours,
Jóhanna Sigurðardóttir Steingrímur J. Sigfússon
Prime Minister Minister of Finance
Gylfi Magnússon Már Guðmundsson
Minister of Economic Affairs Governor of the Central Bank of Iceland
VILJAYFIRLÝSING AGS OG RÍKISSTJÓRNARINNAR, 7. APRÍL, 10.
Og hvaða lög er verið að vísa í þarna??? Upphaflega VILJAYFIRLÝSINGIN FRÁ 15. NÓV. 2008 var gerð með vísan í EES(EEA)-lög (Brussel viðmiðin - Directive 94/19 EC), en ekki bara út í loftið:
VILJAYFIRLÝSING AGS OG RÍKISSTJÓRNAR ÍSLANDS, 15. NÓV., 08.
Og lögin segja skýrum stöfum að ekki megi vera og ekki sé nein ríkisábyrgð á bankainnistæðum:
EEA/EU directive 94/19/EC:
Og þannig er sú tilskipun á íslenzku:
- Tilskipun þessi getur ekki gert aðildarríkin eða lögmæt yfirvöld þeirra ábyrg gagnvart innstæðueigendum ef þau hafa séð um stofnun eða opinbera viðurkenningu eins eða fleiri kerfa sem ábyrgjast innistæðurnar eða lánastofnanirnar sjálfar og tryggja skaðabætur eða vernd innistæðueigenda samkvæmt skilyrðum sem þessi tilskipun skilgreinir.
Viljayfirlýsing núverandi stjórnvalda gagnvart Alþjóðagjaldeyrissjóðnum gengur augljóslega miklu lengra en yfirlýsing fyrri ríkisstjórnar frá 15. nóv. 2008, sem miðaði við EES(EEA)-lög. Og samkvæmt þeim er ekki bara engin ríkisábyrgð á bankainnistæðum, heldur er ríkisábyrgð bönnuð samvkæmt lögunum. Viljayfirlýsing fyrri ríkisstjórnar miðaðist því ekki að ríkisábyrgð á Icesave, þó Steingrímur Joð og co. kenni fyrri stjórn um Icesave, enda enginn Icesave-samningur gerður af fyrri ríkisstjórn, heldur af NÚVERANDI ICESAVE-STJÓRN.
Elle Ericsson.
Hér er bloggsíða hennar: eeelle.blog.is.
Viðskipti og fjármál | Breytt 22.4.2010 kl. 01:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.4.2010 | 09:37
Minnt á frábæra, tímabæra grein
Ég vil benda þeim mörgu, sem hafa ekki tekið eftir merkri grein hér á vefsetrinu, á þau skrif Elle Ericsson: VIÐ HARÐNEITUM AÐ VERA HÖFÐ AÐ FÉÞÚFU. Í Icesave-máli gerast nú um stundir alvarlegri hlutir en svo, að við verði unað. Þessi grein er skyldulesning fyrir skynsama Íslendinga! JVJ.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.4.2010 | 06:02
VIÐ HARÐNEITUM AÐ VERA HÖFÐ AÐ FÉÞÚFU.
Ekki ætlar núverandi ríkisstjórn að gefast upp í Icesave-kúgun sinni gegn íslenskum almenningi. Og skiptir engum togum að Icesave hefur aldrei verið okkar skuld, hvorki lagalega né öðruvísi. Og hvað er Gylfi Magnússon að fara í neðanverðri Moggafrétt? Hvaða viljayfirlýsingu nákvæmlega er hann að meina?? Við" hverjir lýsum yfir vilja okkar að leysa þessi mál farsællega og í hvaða tvíhliða samningum við Breta og Hollendinga??? Ekki erum það við landsmenn í heild sem viljum neina tvíhliða samninga við Breta og Hollendinga. Ekki þjóðin sem kolfelldi Icesave-nauðungina í mars sl.
Um 59,4% þjóðarinnar vill ekki borga 1 eyri fyrir Icesave. Það kom fram í könnun MMR, 2 dögum eftir að íslenska þjóðin kolfelldi ólögin um Icesave. Ólögin sem Icesave-stjórnin píndi í gegnum löggjafarvaldið og forsetinn synjaði. Hvað varð af Brusselviðmiðunum? EEA/EU tilskipun 94/19 EC, lögunum sem banna ríkisábyrgð á innistæðum? Og hvað meinar Gylfi með að farið hafi fram viðræður við Breta og Hollendinga um að þeir endurheimti höfuðstól þess fjár sem þeir hafa lagt af mörkum ásamt eðlilegum fjármagnskostnaði ef ásættanlegir samningar nást????? Hvaða fjár?? Hvaða fjármagnskostnaður?? Hvaða höfuðstóll?? Ríkissjóðir Breta og Hollendinga hafa EKKERT lagt af mörkum vegna Icesave og Icesave kemur bresku og hollensku ríkisstjórnunum akkúrat ekkert við. Í guðanna bænum hættið blekkingum um Icesave.
Það voru bankarnir sem borguðu lögbundið skyldugjald eða skylduskatt í bresku og hollensku tryggingasjóðina, líka Landsbankinn, og það var þaðan sem bæturnar komu til Icesave-innistæðueigenda. Ekki frá ríkissjóðum landanna tveggja. Icesave-stjórnin hefur ekkert leyfi til að semja við bresku og hollensku ríkisstjórnirnar eða semja við nokkurn mann um neinn Icesave-nauðungarskatt gegn íslenskum almenningi og skattborgurum vegna ólögvarinnnar kröfu evrópskra ofríkisvelda. Velda, sem ætla að nota okkur sem skattþúfu. Hvorki hafa þeir leyfi til að gera einhliða, tvíhliða, þríhliða eða neina samninga fyrir okkar hönd um neitt Icesave. Og löngu orðið mál að Icesave-vitleysunni linni. Við harðneitum að vera höfð að féþúfu að ósekju og munum aldrei á meðan við drögum andann sætta okkur við slíka kúgun.
Elle Ericsson.
Gylfi: Engar nýjar skuldbindingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |