Færsluflokkur: Fjármál

"Það eru margar ástæður sem við færðum fyrir því að ríkið bæri enga ábyrgð á [Icesave] ... margar, ekki aðeins ein,“ segir okkar sérfróðasti lagaprófessor í Evrópurétti

STEFÁN MÁR STEFÁNSSON UM NÝJA NIÐURSTÖÐU ESA: Engin ríkisábyrgð er á Icesave samkvæmt Evrópulögunum, segja lagaprófessorar. Og þar af leiðandi á ríkissjóður Íslands ekki að borga neitt af Icesave umfram það sem næst úr Landsbankanum og TIF. Lagaprófessorar, þar með taldir Lárus L. Blöndal, Sigurður Líndal og Stefán Már Stefánsson, hafa komið með rökstuðning gegn ríkisábyrgð og síðast í dag lagaprófessorinn Stefán Már Stefánsson: 

EYKUR LÍKUR Á DÓMSTÓLALEIÐINNI; STEFÁN MÁR STEFÁNSSON, LAGAPRÓFESSOR UM NIÐURSTÖÐU ESA:

Þarna segir hann meðal annars:  

  • Þessi niðurstaða breytir engu um mína niðurstöðu. Ég er búinn að skrifa um málið og komast að ákveðinni niðurstöðu. Þetta er í ósamræmi við hana. Þannig að ég þarf varla að rökstyðja mitt sjónarhorn frekar. Það eru margar ástæður sem við færðum fyrir því að ríkið bæri enga ábyrgð á þessu. Þær eru margar, ekki aðeins ein,“ segir Stefán og vísar til greinarflokks þeirra Lárusar Blöndals hæstaréttarlögmanns í Morgunblaðinu.

"Þessi niðurstaða okkar hefur auk þess verið staðfest í ítarlegu máli í rannsóknarskýrslu Alþingis. Ég tel þetta alls ekki veikja samningsstöðu Íslands,“ segir hann ennfremur og tekur jafnframt undir það mat Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, að nú, eftir fram komið mat ESA (eftirlitsstofnunar EFTA), aukist líkurnar á því að málið fari fyrir dómstóla, þ.e. fyrir EFTA-dómstólinn.

Það verður skrifað meira um þetta mál hér í kvöld. 

Elle Ericsson. 


mbl.is Eykur líkur á dómstólaleiðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur skilanefnd Landsbankans enga ábyrgð gagnvart almenningi ?

Eftir Loft Þorsteinsson.

 

Skilanefnd Landsbankans neitar staðfastlega að veita almenningi upplýsingar um greiðslur bankans til innistæðu-trygginga-sjóðanna í Bretlandi og Hollandi. Það er vitað að Landsbankinn var með fullar tryggingar hjá Financial Services Compensation Scheme (FSCS) í Bretlandi og hjá De Nederlandsche Bank (DNB). Samt kemur Páll Benediktsson upplýsingafulltrúi af fjöllum og segist engar upplýsingar hafa.

 

Landsbankinn hefur verið með undarlegt bókhald, ef skilanefndin getur ekki dregið fram upplýsingar um þær greiðslur eða skuldbindingar sem bankinn hefur innt af hendi vegna innistæðu-trygginganna. Getur raunverulega verið, að skilanefndin telji að almenningi komi ekkert við hvaða kvaðir bankinn hefur lagt á almenning vegna glannalegrar starfsemi hans, eða glæpsamlegra athafna ?

 

Til glöggvunar skal þess getið, að Landsbankinn fekk starfsleyfi í Bretlandi í desember 2001 og hann fekk viðbótartryggingu hjá FSCS fyrir Icesave í júlí 2006 (FSA No. 207250). Hins vegar fekk Kaupþing ekki viðbótartryggingu hjá FSCS fyrr en í febrúar 2008 (FSA No. 222968).

 

Fjölmargar staðfestingar á aðild Landsbankans að tryggingasjóðunum FSCS og DNB liggja fyrir. Þar á meðal eru eftirfarandi fullyrðingar frá fjármála-eftirlitinu í Bretlandi FSA:

  • Icesave was a trading name of Landsbanki Island HF...
  • Landsbanki Islands HF was authorised by the Financial Services Authority (FSA) from December 2001...
  • It had an office in London, which meant that, as it had a physical presence in the UK, it was required to top-up to the FSCS...

  • If a firm does not have a physical presence in the UK, then they have the option to top-up, but this is not compulsory.

  • We would confirm that the FSCS will pay compensation to the maximum limits, irrespective of the size of the levy paid to them.
  • Please be aware that there is no maximum levy...

Við sjáum að Icesave kom til í framhaldi af margra ára starfsemi bankans í Bretlandi. Að sjálfsögðu hafði bankinn frá upphafi starfs-heimild frá FSA og þegar hann hóf innlána-starfsemi varð hann að hafa viðurkennda innistæðu-tryggingu hjá FSCS. Mikilvægt er að veita athygli því sem FSA segir um að Landsbankinn hafði starfsstöð (physical presence) í London. Þar með skiptir ekki máli hvort Icesave var rekið frá útibúinu í London eða starfrækt sem dótturfélag.


Eftirfarandi er algeng skilgreining á starfsstöð (physical presence):

 

Physical presence” means a place of business that: 

 

1.  Is maintained by a foreign bank.

 

2.  Is located at a fixed address (other than solely an electronic address or a post-office box) in a country in which the foreign bank is authorized to conduct banking activities, at which location the foreign bank:  

 

  • Employs 1 or more individuals on a full-time basis.
  • Maintains operating records related to its banking activities.

3.  Is subject to inspection by the banking authority that licensed the foreign bank to conduct banking activities.

 

Samkvæmt upplýsingum frá DNB í Hollandi, þá gildir eftirfarandi um starfsemi Landsbankans þar:

  • 30. júní 2006: Fjármálaeftirlit Hollands (DNB) staðfesti skráningu útibúss Landsbankans. Frá þessum degi var Landsbankanum heimil starfsemi í Hollandi, þar á meðal að taka við innlánum almennings.

  • 23. maí 2008: Landsbankinn undirritar samkomulag við Innistæðu-trygginga-sjóð Hollands (DNB) um innistæðu-tryggingar.
mbl.isRannsakar nokkur mál sem varða Landsbankann

PS. Hér verða endurbirtar ýmsar góðar greinar um Icesave-málið. Þessi er ein af þeim og birtist áður 15. þ.m. á vef Lofts Þorsteinssonar verkfræðings, varaformanns Þjóðarheiðurs. Mjög eðlilegt er, að knúið sé á um svör frá skilanefnd Landsbankans. – Form.


Gylfi Magnússon heldur áfram að predika Icesave ... Mótmæli.

Í 18-fréttum Rúv sagði frá ferðalagi Gylfa Magnússonar um Norðurlönd. Þessi ókjörni ráðherra er í norskum fréttum sagður telja "mjög lítið bera á milli" hjá samningsaðilum til að ná Icesave-samningum, en hann talar þar ekki fyrir munn þjóðarinnar! Enn er á dagskrá Icesave-stjórnvaldanna að borga kröfuna og greiða vexti af öllu saman. Þessu hafnaði þjóðin í raun 6. marz, 98,1% þeirra, sem tóku afstöðu, sögu NEI við Icesave-lögunum frá 30. desember. Tveimur dögum síðar birtist skoðanakönnun, þar sem 60% aðspurðra töldu, að við bærum alls enga ábyrgð á Icesave-greiðslunum.

Þess vegna er það ótrúlegt, að Gylfi fari um Norðurlönd og að ekki heyrist eitt einasta orð af því, að hann hafi beðið stjórnvöld þar að standa með Íslendingum í vörn þeirra gegn ofurkröfum Breta og Hollendinga, hvað þá að hann hafi höfðað til almennings í þeim löndum, en hjá þjóðunum sjálfum njóta Íslendingar margfalt meiri skilnings og stuðnings en meðal ráðamanna. Nei, Gylfi mætir samvinnuþýður á fundum með þeim einum, sem að hans sögn eru allir á því, að Íslendingar eigi að borga. Þannig ræðir hann við menn hjá norska seðlabankanum, en sniðgengur viljandi Arne Hyttnes, forstjóra hins norska tryggingasjóðs innistæðueigenda, enda fengi erindi Gylfa engan hljómgrunn hjá Hyttnes!

Oftraust stjórnarflokkanna hér á landi á, að Íslendingar muni fljótt rífa sig upp úr kreppunni, hefur nú fengið alvarlega viðvörun í formi gríðarlegs samdráttar í pöntunum erlendra aðila á ferðum og ráðstefnum hér á landi. Uppgangur ferðaþjónustunnar átti að vera helzta vonarljósið um auknar gjaldeyristekjur – sem Icesave-stjórnin vill leggja hramminn á til að borga Bretum og Hollendingum ólöglega vexti af gerviláni ! – en sú von um tekjuaukningu hefur beðið mikið afhroð þetta árið vegna eldgossins.

Mótmæli

Við erum farin að ræða það okkar á milli stjórnarmenn og fleiri í félaginu, að nú verðum við að endurnýja mótmælastöður við Alþingi vegna þessa máls, því að ljóst er, að ráðamenn (Gylfi, Össur, Steingrímur) stefna enn ótrauðir að því að láta leggja þessa ólögvörðu kröfu á þjóðina. Hafið samband við okkur með bréfi eða símtali til stjórnarmanna eða í thjodarheidur@gmail.com til að láta vita af vilja ykkar til að taka þátt í skipulagðri, en virðulegri mótmælastöðu. Þetta þarf að undirbúa vel.

JVJ.


BRESKA STJÓRNIN GEKK FRAM AF BRESKUM HEIÐURSMÖNNUM

------------------------------------------------------------------------------
VILJA BIÐJA ÍSLENDINGA AFSÖKUNAR VEGNA HRYÐJUVERKALAGANNA GEGN OKKUR OG ICESAVE-STEFNU FYRRI RÍKISSTJÓRNAR BRETLANDS: 

Tveir breskir, eldri og heldri menn komu til landsins um helgina og vilja biðja Íslendinga afsökunar á hegðun ríkisstjórnar þeirra, við beitingu hryðjuverkalaganna gegn okkur. Einnig verja þeir rétt okkar í Icesave-málinu. Íslendingur, búsettur í Svíþjóð, er með þeim í för og hefur verið milliliður mannanna tveggja við landið

Mennirnir komu líka til að boða nýja banka- og peningastefnu og kynna breska hreyfingu um peningastefnuna. Þeir fullyrtu að bankahrunið hefði ekki orðið, ef þessi stefna hefði verið við lýði, og að Icesave-vandamálið væri ekki til staðar, ef stefna þeirra hefði verið notuð í vestrænum löndum í stað núverandi banka- og peningastefnu. Mennirnir munu halda opinn fund kl. 20 annað kvöld, þriðjudag:  Fundarboð3.pdf

Tvö okkar í samtökunum Þjóðarheiðri hittum mennina þrjá í gær, og ég get persónulega sagt að það var jákvæður fundur með geðugum mönnum.

Bretarnir sögðust hafa valið Ísland vegna þess að við værum lítil þjóð, sem hefði sýnt með NEI-i okkar gegn Icesave hvað fámenn þjóð getur haft mikið vald, ólíkt því sem segja mætti um stærri lönd. Breska þjóðin hefði verið dregin með blekkingum og óviljug inn í Evrópubandalagið, en þar kom við sögu Edward Heath, fyrrverandi forsætisráðherra landsins.

Elle Ericsson.

Bretar komnir til að biðja okkur afsökunar á hryðjuverkalögunum – Dáðust að Íslendingum vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar

Tveir Englendingar eru komnir hingað til lands í merkilegum erindagjörðum með íslenzkum manni, Gústaf Skúlasyni. Þeir taka afstöðu með okkur í Icesave-málinu og hrifust mjög af eindrægni þjóðarinnar eins og hún birtist í þjóðaratkvæðagreiðslunni. "Loksins þora einhverjir að standa uppi í hárinu á alþjóða-fjármálarisunum!" varð þeim hugsað, þegar þeir fréttu af okkur.

Þetta eru málsmetandi menn í sínu landi, og nánari upplýsingar verða veittar um þá í síðara bloggi hér. Þeir leggja það á sig á eigin kostnað að koma hingað til lands að kynna sjónarmið sín – og bera fram afsökunarbeiðnina vegna hryðjuverkalaga Browns og Darlings, en þeir blygðast sín fyrir þá gerræðisfullu stjórnarathöfn.

En nú eru þeir að boða til fyrsta fundarins annað kvöld (þriðjudag kl. 20). Við hvetjum ykkur til að mæta!

Hér má sjá auglýsingu um fund þeirra:


Skuldatryggingarálagið hefur lækkað – hækkum það ekki með Icesave!

Skuldatryggingarálag ríkissjóðs er komið niður í 2,53%, þ.e. 0,9 prósentum lægra en fyrir 6 dögum. Hliðstætt álag á gríska ríkið er 5,26%. Svo halda sumir að það myndi hjálpa okkar skuldatryggingamálum að taka á okkur Icesave-einkaskuldir Landsbankans! Þær yrðu afar veruleg viðbót við alvöru-skuldir ríkisins og myndu að sjálfsögðu hækka skuldatryggingarálagið á okkur!

Icesave-stjórnin ætti að láta af sínum refjum og skrökáróðri* sem flestir sjá í gegnum.

Skrökáróður heitir lygar á íslenzku, var undirrituðum bent á. – JVJ.


mbl.is Skuldatryggingarálag lækkar enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgð Hollendinga og Breta á starfsemi Icesave

Vert er að minna hér á mjög gott innlegg varaformanns Þjóðarheiðurs í umræður um harða gagnrýni rannsóknarnefndar hollenzka þingsins á seðlabanka þess lands vegna linra skilyrða hans fyrir Icesave-reikningum (sjá umræðu HÉR):

Í Jan de Wit skýrslunni kemur fram, að bankaeftirlitið í Hollandi (DNB) bar fulla ábyrgð á starfsemi Icesave, á tvennan hátt:

 

1.      DNB vissi, löngu áður en Icesave starfsemin í Hollandi hófst, að Landsbankinn var of veikburða til að safna miklum innlánum í Hollandi. Þeir höfðu upplýsingar frá Bretlandi og vissu nákvæmlega hvað var í vændum.

 

2.      DNB hafði öll þau tök á starfsemi Landsbankans í Hollandi sem þeir vildu beita.

 

Eins og oft hefur komið fram, hvíldi öll eftirlitsskylda á starfsemi Landsbankans í Bretlandi og Hollandi á fjármála-eftirliti þessara landa, þar sem þau voru gisti-ríki Landsbankans. Þrjár ástæður er hægt að tilgreina:

 

1.      Höfuðstöðvar Landsbankans voru utan Evrópusambandsins og í því tilviki leggja tilskipanir ESB ábyrgð á eftirliti með rekstri bankans á gisti-ríkið, en ekki á heima-ríkið.

 

2.      Í gildi er svonefnd »meginregla um gistiríkið«. Sú regla skilgreinir, að þegar um alþjóðlega fyrirtækjasamsteypu er að ræða bera yfirvöld landsins þar sem meginumsvifin er að finna, sjálfkrafa ábyrgð á eftirlitinu. Alain Lipietz kom þessari reglu inn í umræðuna, með eftirminnilegum hætti.

 

3.      Landsbankinn var með starfsstöðvar (physical presence) í Bretlandi og Hollandi, en af því leiðir að litið var á hann sem innlendan banka. Bankinn var með fullar innistæðu-tryggingar í þessum löndum og eftirlitið var á hendi heimamanna.

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 11.5.2010 kl. 15:00 

 

 

jvj. 


Styrmir Gunnarsson: Íslendingar bera enga ábyrgð á innistæðum sem bankarnir hafa safnað í öðrum löndum

Athygli vekja ummæli Styrmis* um innistæðutryggingakerfið sem hér var lögleitt og um Icesave-innistæðurnar. Tvennt kom honum á óvart við lestur skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, annars vegar nákvæm frásögn af því hvernig bankarnir stunduðu "kerfisbundið ... viðskipti með hlutabréf í sjálfum sér til að halda uppi verðinu. Hlutabréfamarkaðurinn á Íslandi hafi því í raun verið gervimarkaður."

  • Hins vegar sé það sá kafli skýrslunnar sem fjallar um tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingakerfið sem hér var lögleitt. „Þegar maður hefur lesið þennan kafla er algjörlega ljóst og verður ekki um það deilt að Íslendingar bera enga ábyrgð á innistæðum sem bankarnir hafa safnað í öðrum löndum,“ segir Styrmir sem telur næsta víst að þessi kafli verði tekinn upp í umræðum Alþingis.

Markverð orð hins glögga manns. En eru stjórnvöld jafn-læs og hann?

* Hér er vitnað í viðtal við þennan fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, í blaðinu í gær („Umræðan hlýtur að breytast“), en nú fyrir skemmstu gaf Styrmir út bókina Hrunadans og horfið fé – skýrslan á 160 síðum; er viðtalið við hann birt í tilefni af því. – JVJ. 


Hann er ekki hættur!

Ótrúlegt er, að Össur Skarphéðinsson – rétt eins og fjármálaráðherrann – er enn að tala um að borga Icesave! Nú talar hann um að "gluggi hafi opnazt" með úrslitum kosninganna í Bretlandi, tekur þau sem grænt ljós á að fara aftur að semja! Hver gaf honum umboð til þess? Ekki íslenzka þjóðin!

JVJ. 


Hollenzki seðlabankinn harðlega gagnrýndur af rannsóknarnefnd hollenzka þingsins vegna of linra skilyrða fyrir Icesave-reikningum

Gagnrýnin gengur út á, að "hollenzki seðlabankinn hafi ekki sett Landsbankanum strangari skilyrði fyrir innkomu á hollenska fjármálamarkaðinn. Seðlabankinn hafi skilgreint valdheimildir sínar óþarflega þröngt í sambandi við Icesave."

Um þetta var frétt í hádegisútvarpi Bylgjunnar, sbr. þessa frétt, sem hér var vitnað til, á Vísir.is: Hollenska þingið gagnrýnir seðlabanka landsins harðlega.

Nefndin leggur þó "áherzlu á, að kjarni vandans hafi legið hjá Landsbankanum sjálfum og íslenzka Fjármálaeftirlitinu. Nefndin segir að hollenska seðlabankanum hafi vel verið kunnugt um áhættuna sem fylgdi íslenzka fjármálakerfinu, þar með talið Landsbankanum, í upphafi árs 2008." Þó segir nefndin það "lagalega útilokað að seðlabankinn hefði getað varað almenning við þeirri áhættu þegar Landsbankinn kynnti Icesave-reikningana á hollenzkan markað. Slík aðvörun hefði einnig valdið Landsbankanum miklum fjárhagslegum skaða sem og fjármálakerfinu á Íslandi í heild."

En:

  • Í ljósi þeirrar áhættu sem [hollenzki] seðlabankinn gerði sér grein fyrir að væri af Icesave-reikningunum, hefur nefndin miklar efasemdir sem þá stefnu sem bankinn tók í málefnum Icesave, þá sér í lagi að veita Landsbankanum aðgengi að hollenzka tryggingarinnstæðukerfinu í maí 2008. Nefndin telur að seðlabankinn hefði átt að setja Landsbankanum strangari skilyrði fyrir innkomu á hollenzka fjármálamarkaðinn, enda heimili bæði hollenzk lög sem og evrópsk Hollendingum að gera það.

Hér sannast það enn, að rök halda áfram að hlaðast upp, sem leiða í ljós, að fráleitt er að leggja ábyrgðina á starfsleyfum Icesave-reikninganna á íslenzk stjórnvöld. Evrópubandalags-reglugerðir (og Evrópska efnahagssvæðisins), sem og fjármálayfirvöld og eftirlltsaðilar í Hollandi og Bretlandi eru þar í þungri ábyrgð. Nú hefur hollenzka þingnefndin bent á meðsekt síns eigin seðlabanka á því, hve illa fór.

  • Í niðurstöðu nefndarinnar segir að seðlabankinn hafi skilgreint valdheimildir sínar óþarflega þröngt og þar með hafi verið skapaður grundvöllur fyrir starfsemi Icesave í Hollandi með alþekktum afleiðingum,

segir í lokaorðum fréttarinnar. En hvenær ætli okkar eigin Icesave-stjórnvöld fari að viðurkenna slíkar staðreyndir um ástæður mála?

Jón Valur Jensson. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband