Færsluflokkur: Skoðanakannanir
4.8.2014 | 05:45
Ógleymanlegt dæmi (úr Reykjavíkurbréfi Sunnudagsmoggans)
"Eftir að Ríkisútvarpið og allar helstu málpípur úr háskólasamfélagi, Seðlabanka og atvinnulífi höfðu ásamt Jóhönnu og Steingrími J. flutt hræðsluáróður um að Ísland yrði efnahagslega úr sögunni ef það kyngdi ekki Icesave-samningi lét RÚV gera skyndikönnun. Og viti menn, hinn yfirgengilegi einliti hræðsluáróður hafði borið árangur. En sá árangur stóð aðeins í 48 klukkustundir, þá tók hann að hjaðna þótt áróðrinum væri haldið áfram. Allir vita hvernig fór. Vinstristjórnin, RÚV, fræðasamfélagið, SÍ, ASÍ og SA: 2%. Þjóðin: 98%. Það er ekki til umræðu hér nú að þessir sjálfumglöðu aðilar virðast ekki hafa margt lært af þessari einstæðu hrakför sinni.
Það sem er til athugunar er skoðanakönnunin sem gerð var. Hún var framkvæmd af aðilum sem kunna til verka. Ekkert bendir til að hún hafi ekki sýnt rétta afstöðu úrtaksins (og þar með þjóðarinnar) á þessari stundu. En hún gaf enga vísbendingu um hver sú afstaða yrði nokkrum vikum síðar, þegar þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram. RÚV lét gera könnunina eftir að hinn hlutlausi miðill hafði hamast við að skapa rétt andrúmsloft, ásamt þeim sem hjálpuðu til. Þannig er hægt að búa til könnun sem er rétt á tilteknu augnabliki og nota könnunina til að halda áfram áróðrinum sem skapaði hana. Grunsemdir eru uppi um að óforskömmuð stjórnmálaöfl hafi víða notað slík meðul. En ekkert þekkt dæmi annað er um að hlutlaus ríkisfjölmiðill í lýðræðisríki hafi beitt slíku bragði til að stuðla að því að ríkisstjórn, sem var stofnuninni hugleikin, næði fram einu af sínum mestu óhappaverkum.
Fróðlegt er að bera eindreginn og óskoraðan stuðning RÚV við hina lánlausu ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms saman við sífelldan beinan og óbeinan áróður gegn núverandi ríkisstjórn. Allt er það með miklum ólíkindum."
Úr Reykjavíkurbréfi Sunnudags-Moggans í gær.
1.7.2012 | 03:24
Öfugmælasmiðurinn Björn Valur Gíslason rasar út á kosninganótt
Þvílíkt rugl í Birni Vali Gíslasyni (sem af öllum ólíklegum var hífður upp í að verða þingflokksformaður Vinstri grænna), þegar hann heldur því fram, að "enginn forseti h[afi] lagt jafn miklar byrðar á herðar þjóð sinni sem Ólafur Ragnar Grímsson hefur gert"!!! Þetta segir einn helzti Icesave-þjónn landsins, sem vann að því linnulaust að setja þann klafa á þjóðina!!!
En hvar ætlaði hann að taka upp af götu sinni þá 60 milljarða, sem nú þegar væri búið að borga Bretum og Hollendingum í vexti af engu, ef forsetinn hefði ekki hafnað því að skrifa upp á Buchheit-lögin og þjóðin lagzt á þá sömu sveif með honum? Slíkir peningar í gjaldeyri liggja ekki á lausu, og greiðslurnar hefðu komið sér afar illa fyrir skuldastöðu Íslands og valdið hér beinum þrengingum.
Engin furða er, að þessi ríkisstjórn, sem Björn Valur hefur hengt sig við, er komin niður í 22,8% samanlagt fylgi í síðustu skoðanakönnun og er sjálf ein helzta fuglahræðan sem fælt hefur fólk frá Þóru Arnórsdóttur. Pínlegt var að hlusta á frásögn fyrrv. Rúv-fréttamanns í kosningavökunni í nótt af því, hvernig Þóra varði 2/3 af ræðutíma sínum á vinnustaðarfundi í Vestmannaeyjum í það (vonausa) verkefni að sverja af sér Samfylkinguna -- svo illa þokkuð er hún (Sf) orðin meðan landsmanna, að jafnvel skilgetin afkvæmi hennar sverja af sér pólitískt móðernið.
Glæsilegur var sigur Ólafs Ragnars Gísmssonar. Til hamingju, Ólafur og Íslendingar allir.
Jón Valur Jensson.
Tilraunin mistókst skiljanlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skoðanakannanir | Breytt s.d. kl. 04:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.2.2012 | 17:17
Enn hægt að skrifa undir áskorun á forsetann að gefa áfram kost á sér
Á mánudag, 20. febrúar, hefur átak stuðningsmanna Ólafs Ragnars staðið yfir í réttan mánuð. Þetta er það sem Icesave-stefnumenn óttast allra mest: að forsetinn haldi áfram!
Smellið hér á askoruntilforseta.is til að skoða stöðuna (mynd er þar af Ólafi Ragnari og Dorrit forsetafrú) og til að taka þátt í þeim tilmælum til herra Ólafs Ragnars Grímssonar, að hann gefi áfram kost á sér í embættið. Vefsíðan verður opin fram yfir helgina.
Athugið, að þeir, sem ekki eru sjálfir með tölvu, geta hringt í undirritaðan í síma 616-9070 og fengið aðstoð við að skrá nafn sitt á listann. Fjöldi manns, meiri hlutinn tölvulaust fólk, roskið eða aldrað, hefur þegið boð um þessa aðstoð frá því í síðustu viku.
Jón Valur Jensson.
Skoðanakannanir | Breytt s.d. kl. 17:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er að vonum, að 86,5% landsmanna vilja draga Breta fyrir dóm vegna beitingar hryðjuverklaga (skv. MMR-skoðanakönnun 8.11. þ.m.).
- Ekki er marktækur munur á afstöðu kynja. Mikill meirihluti í öllum aldurs-, menntunar-, tekju- og starfshópum telur að draga hefði átt Breta fyrir dóm vegna beitingar hryðjuverkalaganna. Úrtak var 902 einstaklingar á aldrinum 18 67 ára. Afstöðu tóku 72,7% (Mbl.is).
Það er þannig mikil eining um þessa stefnu meðal þjóðarinnar. Guðni Ágústsson, fyrrv. þingmaður og ráðherra, hefur lengi minnt á þetta mál og það með réttu. Má vísa til skrifa hans í Morgunblaðinu um málið. Nú hefur þingflokksformaður Framsóknarflokksins, Gunnar Bragi Sveinsson, lagt þar fram tillögu, ásamt 13 öðrum þingmönnum, um málshöfðun á hendur breska ríkinu fyrir alþjóðlegum dómstól vegna beitingar hryðjuverkalaganna.
Það er ólíkt meira tak í því fólki, sem þannig ver þjóðina, heldur en þeim hræðslukór, sem lagzt hefur í ólaunaða Bretavinnu og kýs í leiðinni að vinna að skuldaþrælkun þjóðar sinnar vegna ólögvarinnar kröfu þess sama ríkis, sem réðst á okkur með hryjuverkalögum sínum.
Illt er háttalag stjórnvalda, sem lagt hafa í mikinn kostnað ríkisins minn og þinn kostnað, lesandi góður til að gera ólögvarða samninga við Breta og Hollendinga og hugsanlega að hluta til að halda uppi áróðursmaskínu sem á að stuðla að samþykkt Icesave-samningsins, sbr. þessar greinar:
Segjum stórt NEI í kosningunum 9. apríl, og fylgjum því eftir með því að fara að kröfu þjóðarinnar: að draga Breta fyrir dóm vegna beitingar hryðjuverkalaganna.
Jón Valur Jensson.
86% vilja fara í mál við Breta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skoðanakannanir | Breytt s.d. kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.2.2011 | 09:25
Fölsuð skoðanakönnun Fréttablaðsins tekur púls á hrædda liðinu
Þótt Fréttablaðs- og Icesave-stjórnar-gengið njóti nú um hríð áhrifanna af afsönnuðum* hræðsluáróðri sínum um "áhættu dómstólaleiðarinnar", nægir þeim það ekki á Fréttablaðinu, heldur verða að falsa úrslit eigin skoðanakönnunar, eins og Páll Vilhjálmsson bendir á í dag (Fréttablaðið týnir prósentum í þágu Icesave), en hann segir Fréttablaðið "helsta sérfræðing landsins í ómarktækum skoðanakönnunum, og í þessari könnun hefur blaðið ,,týnt" 3,5 prósentum til að hækka hlutfall þeirra sem segjast hlynntir Icesave."
- Þegar Fréttablaðið gerir sjálft skoðanakannanir um sín hjartans mál er það í hlutverki alkahólistans sem sjúkdómsgreinir sjálfan sig. (P.V.)
Menn setja ,,betri samning" (þó hlaðinn gífurlegri óvissu, upp á hundruð milljarða, enda óbreyttur í flestu nema helzt vöxtunum) andspænis dómstólaleið, sem ekki er einu sinni sennilegt, að farin yrði! Bretar og Hollendingar hafa ekki hag af því að búa til nýtt dómafordæmi um ríkisábyrgð á bönkum og tryggingasjóðum innstæðueigenda, og Lárus Blöndal og Stefán Már Stefánsson hafa báðir bent á, að ólíklegt sé, að þeir ráðist í dómstólaleiðina, heldur sé líklegt, að þeir geti tengt vonir sínar við að ESA fari fram með kvörtunarmál í EFTA-dómstólinn, byggt á því eina atriði í áminningarbréfi ESA til íslenzkra stjórnvalda, sem eftir stendur, en jafnvel þetta atriði hefur dr. Stefán Már sagt byggja á rangtúlkun. Úrskurð EFTA-dómstólsins muni svo brezk og hollenzk stjórnvöld nota til að ,,þrýsta á" Íslendinga, en menn skulu taka eftir þessu, að sá úrskurður er ekki aðfararhæfur, og því yrðu Bretar og Hollendingar að höfða mál fyrir íslenzkum dómstólum til að komast eitthvað áfram með málið. Þeir geta ekki dregið það lengi, því að árið 2012 verður málið fyrnt!
Fáránlegustu fullyrðingar um að dómur í málinu yrði okkur andstæður, jafnvel í alhæsta kanti, taka sannarlega ekki mark á góðri réttarstöðu okkar og vönduðum vinnubrögðum íslenzkra dómstóla. Upplýsandi og spennuslakandi málflutningur Reimars Péturssonar hrl. mun halda áfram að hafa sín áhrif og minnka hræðslustuðið á þeim, sem hlustað hafa of mikið á Rúv og Stöð 2 og lesið of mikið í Fréttablaðinu og DV.
Reyndar eru 30% aðspurðra í þessari síðustu könnun óákveðnir, og nú fer betri upplýsing í þessu máli að hafa sín áhrif líka, gegn áhrifum nefndra fjölmiðla og allra þeirra álitsgjafa, sem til hafa verið kallaðir, allt frá DV-mönnum eins og Jóhanni Haukssyni og Reyni Traustasyni (sem í þættinum Í bítið rétt áðan sagðist ,,treysta þingmönnum" til að styðja þetta frumvarp í góðum ásetningi en virðist horfa alveg fram hjá því, hvernig þeir keyrðu á það í ofurflýti og höfnuðu umbeðnum álitum) til Gylfa Arnbjörnssonar í ASÍ (sem vogar sér nú að segja Icesave-lögin skilyrði kjarasamninga!) og stjórnenda verkalýðsfélagsins ótrúlega, Starfsgreinasambandsins, sem ættu að vera rúnir öllu trausti félagsmanna sinna.
Tvær athugasemdir enn: Margt sýnist undirrituðum benda til, að Fréttablaðið sé farið að falsa skoðanakannanir sínar og tónninn gefinn með könnunum þar um daginn á viðhorfum gagnvart ESB. Að "6,8% kjósenda Sjálfstæðisflokksins" styðji Icesave-III-lögleysuna er t.d. jafn ótrúlegt eins og að 89,1% Vinstri grænna geri það. Grasrót beggja flokkanna hefur EKKI verið samstiga forystu sinni. Sjálfstæðisfélög í stærstu kaupstöðum eins og Kópavogi (Baldur) og á Akureyri (Vörður) eru t.d. eindregin í andstöðu sinni, auk ýmissa hverfafélaga í Reykjavík, og nú var aðalfundur Sjálfstæðisfélags Seltirninga að bætast við með glæsilega, einarða yfirlýsingu (Ekki skylt að axla Icesave-klyfjar), og mun Loftur Þorsteinsson skrifa pistil um það hér á síðuna.
Í 2. lagi viljum við benda á kröftuga grein eins félaga okkar, Ómars Geirssonar, um þessa sömu frétt: Leikritið að sama tíma að ári í fullum gangi.
* Þá afsönnun er m.a. að finna í fréttaskýringargrein hins færa viðskiptablaðamanns Morgunblaðsins, Ívars Páls Jónssonar, í blaðinu í fyrradag: Dómur EFTA-dómstólsins ekki aðfararhæfur hér, þar sem merkilegt viðtal við Reimar Pétursson hæstaréttalögmann er meginuppistaðan. Við eigum eftir að segja nánar af þeirri grein hér á vefsíðunni.
Undirritaður verður með pistil um þessi og fleiri mál kl. 12.4013.00 í Útvarpi Sögu í dag (endurtekinn kl. 18.00).
Jón Valur Jensson.
Meirihluti segist styðja Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skoðanakannanir | Breytt s.d. kl. 17:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.2.2011 | 23:47
Þjóðin vill ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSU um Icesave-III. Meirihlutinn hafnar öllum lögleysusamningum!
Þetta sannast í mörgum skoðanakönnunum, m.a. þónokkrum nýjum, og afgerandi atkvæðagreiðslu:
1) Hinn 6. marz 2010 var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave-II-lögin frá 30. des. 2009. 93,2% sögðu NEI við því að samþykkja þau, ógildir seðlar voru o,3%, auðir 4,3%, og einungis 1,8% sögðu JÁ! (sjá hér: Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave eftir landshlutum og yfir allt landið).
2) Tveimur dögum seinna birti MMR (Markaðs- og miðlarannsóknir, MMR) niðurstöðu skoðanakönnunar, sem fram fór um sama leyti. Þar kom í ljós að 59,4% aðspurðra sögðu: Við viðurkennum alls enga ábyrgð Íslendinga á Icesave-greiðslum til Bretlands og Hollands! 37,3% sögðu, að Íslendingar ættu að ábyrgjast greiðslurnar að hluta til, og 3,3% sögðu, að Íslendingar ættu að ábyrgjast greiðslur til innstæðueigendanna að fullu.
3) Í skoðanakönnunum á vef Útvarps Sögu hefur verið spurt um þessi mál, eftir að Icesave-III-frumvarpið kom fram í desember. Hér eru niðurstöðurnar (nánar með tenglum HÉR!):
Ert þú sammála forseta Íslands um að efna aftur til þjóðaratkvæðagreiðslu vegna Icesave-samkomulags? Já sögðu 91,02%. Nei: 8,15%. Hlutlaus: 0,83%. Þátttakendur 730.
Er ríkisstjórnin að virða að vettugi þjóðarviljann með nýjum Icesave-samningi? Já sögðu 78,4%. Nei: 19,53%. Hlutlaus: 2,07%. Þátttakendur 339.
Telur þú að þingið eigi að samþykkja nýja Icesave-samkomulagið? Já sögðu 22,2%. Nei: 76,04%. Hlutlaus: 1,76%. Þátttakendur 634.
Á ríkisstjórnin að axla ábyrgð vegna Icesave málsins? Já sögðu 75,65%. Nei: 20,68%. Hlutlaus: 3,66%. Þátttakendur 387.
4) Og í Bylgju/Vísis-könnun birtri 10. desember kom í ljós, að 54% leizt ILLA á Icesave3-samninginn, en einungis 24% lízt "vel" á hann og 22% "sæmilega". Hlustendur Bylgjunnar virðast heldur stjórnarsinnaðri en hlustendur Útvarps Sögu; samt varð niðurstaðan þessi!
5) Á vefsíðu Útvarps Sögu var spurt upp úr miðjum janúar 2011: Er of mikil áhætta að samþykkja fyrirliggjandi Icesave-samkomulag? Niðurstöðurnar sögðu sína sögu og urðu naumast til að setja Steingrím J. Sigfússon og Jóhönnu í hátíðarstemmingu. Hlutlausir voru 3,92%, nei sögðu 16,97%, en JÁ sögðu 79,11%. Svarendur voru 385 (sjá HÉR!).
6) Í könnun Fréttablaðsins og Bylgjunnar, Reykjavík síðdegis (þar sem mun fleiri stjórnarsinnar munu vera gestir en á vef Útvarps Sögu) var spurt og svarað um Icesave og niðurstaðan birt þar í gær, 7. febrúar:
Viltu þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave? JÁ: 58%. NEI: 42%.
Ef gengið yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-lögin, hvernig myndirðu kjósa? HAFNA lögunum: 53%. STAÐFESTA lögin: 47%.
Rökrétt niðurstaða: Þjóðin krefst þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál.
Jón Valur Jensson.Skoðanakannanir | Breytt 9.2.2011 kl. 04:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Á vefsíðu Útvarps Sögu var spurt í kringum síðustu helgi: Er of mikil áhætta að samþykkja fyrirliggjandi Icesave-samkomulag? Niðurstöðurnar segja sína sögu og naumast til að setja Steingrím J. Sigfússon og Jóhönnu í hátíðarstemmingu. Hlutlausir voru 3,92%, nei sögðu 16,97%, en JÁ sögðu 79,11%. Svarendur voru 385.
Þarna sést, að einungis sjötti hver svarandi telur samþykkt Icesave-III ekki "of mikla áhættu", en fjórir af hverjum fimm telja svo vera.
Á sömu útvarpsstöð var ítrekað talað gegn þessum Icesave-samningum í gærmorgun, í innhringingum hlustenda, þ. á m. var einn sem gerði það mjög kröftuglega: "Þjóðin hefur hafnað því að greiða þetta." Og hann talaði um fjármálaráðherrann og að nú væri hann aftur að stefna á að láta okkur borga: "Hver hefur gefið honum leyfi til þess? Ekki þjóðin!" Og hann auglýsti eftir "þessari þjóð, sem býr í þessu landi ætlar hún að halda kjafti" gagnvart þessari stefnu ráðandi manna. Og hann spurði, hvað ráðherrann ætli að taka þessa 26 milljarða sem hann ætli að borga á þessu ári einu saman, "eitthvað sem við eigum ekkert að borga," og svaraði sér sjálfur í þessu samtali við Pétur Gunnlaugsson þáttarstjórnanda: "Þú veizt alveg hvar þeir ætla að taka það í Seðlabankanum!" sem sé af AGS-tengdu lánunum!
Voru refirnir til þess skornir, Steingrímur? Segðu okkur þá raunverulegu vaxtaupphæðina af þessari ólögvörðu kröfu og stjórnarskrárandstæðu ríkisábyrgð!
Jón Valur Jensson.
Skoðanakannanir | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.12.2010 | 09:50
Skoðanakannanir um Icesave-III
Þær hafa nokkrar farið fram, ekki með vísindalegasta móti, en gefa þó sínar vísbendingar um afstöðu hlustenda útvarpsstöðva, og þátttakendur bærilega margir. Á síðustu tveimur vikum hafa farið fram slíkar kannanir hjá tveimur útvarpsstöðvum. Hjá Útvarpi Sögu var sú fyrsta þessi: Ert þú sammála forseta Íslands um að efna aftur til þjóðaratkvæðagreiðslu vegna Icesave-samkomulags?. Og þessi var önnur: Er ríkisstjórnin að virða að vettugi þjóðarviljann með nýjum Icesave samningi? Hér er sú þriðja: Telur þú að þingið eigi að samþykkja nýja Icesave samkomulagið?. Og loks sú fjórða: Á ríkisstjórnin að axla ábyrgð vegna Icesave-málsins?
Lítum á niðurstöðurnar:
Ert þú sammála forseta Íslands um að efna aftur til þjóðaratkvæðagreiðslu vegna Icesave-samkomulags?
Já sögðu 91,02%. Nei: 8,15%. Hlutlaus: 0,83%. Þátttakendur 730.
Er ríkisstjórnin að virða að vettugi þjóðarviljann með nýjum Icesave-samningi?
Já sögðu 78,4%. Nei: 19,53%. Hlutlaus: 2,07%. Þátttakendur 339.
Telur þú að þingið eigi að samþykkja nýja Icesave-samkomulagið?
Já sögðu 22,2%. Nei: 76,04%. Hlutlaus: 1,76%. Þátttakendur 634.
Á ríkisstjórnin að axla ábyrgð vegna Icesave málsins?
Já sögðu 75,65%. Nei: 20,68%. Hlutlaus: 3,66%. Þátttakendur 387.
Og í könnun birtri 10. desember kom í ljós að 54% lízt ILLA á Icesave3-samninginn samkvæmt nýrri Bylgju/Vísis-könnun, en einungis 24% lízt "vel" á hann og 22% "sæmilega". Hlustendur Bylgjunnar virðast heldur stjórnarsinnaðri en hlustendur Útvarps sögu; samt varð niðurstaðan þessi!
Icesave-sinnaðir þingmenn finna því ekki stuðning við stefnu sína í þessum könnunum, ekki frekar en í úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave 6. marz 2010 né í þeirri niðurstöðu skoðanakönnunar MMR, sem birt var tveimur dögum seinna og sýndi að hartnær 60% aðspurðra segja: Við viðurkennum alls enga ábyrgð Íslendinga á Icesave-greiðslum til Bretlands og Hollands!
Jón Valur Jensson.
Skoðanakannanir | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.12.2010 | 05:09
Í alvöru svona óvinsæl? – Bent á leið til úrbóta.
Ætli Icesave-málið sé ein ástæðan fyrir tæplega 21% vinsældum Jóhönnu Sigurðardóttur í valdamesta embætti þjóðarinnar eða kannski ástæða 63% óvinsælda hennar? Fleira kann þó að koma til, "skjaldborgin" m.a. Steingrímur hefur einnig misst ánægjufylgi: 55% aðspurðra eru óánægðir með störf hans, en 31% ánægð.
Þau gætu nú híft sig svolítið upp, ef þau fylgdu þjóðinni að málum í Icesave-deilunni.
JVJ.
Yfir 60% óánægð með störf forsætisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.3.2010 | 01:27
Hartnær 60% aðspurðra segja: Við viðurkennum alls enga ábyrgð Íslendinga á Icesave-greiðslum til Bretlands og Hollands!
Þótt það sé gömul frétt, er vert að það geymist á vefsíðu Þjóðarheiðurs samtaka gegn Icesave, hvernig skoðanakönnun MMR staðfesti hinn mikla straum Íslendinga frá Icesave-stefnu ráðamanna, sem þjóðaratkvæðagreiðslan bar einnig svo skýrt vitni um.
- Tæp 60% þeirra sem tóku þátt í könnun MMR um hvort Íslendingum beri að greiða Icesave-skuldbindingar segja að Íslendingum beri alls ekki að ábyrgjast greiðslur til innstæðueigenda í Bretlandi og Hollandi,
segir hér í frétt Mbl.is.
Nánar tiltekið sögðu 59,4% aðspurðra, að Íslendingar ættu alls ekki að ábyrgjast greiðslur til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands (Icesave) í Bretlandi og Hollandi. 37,3% sögðu, að Íslendingar ættu að ábyrgjast greiðslurnar að hluta til, og 3,3% sögðu, að Íslendingar ættu að ábyrgjast greiðslur til innstæðueigendanna að fullu.
Landsbyggðarmenn eru heldur andvígari (60,4% segja, að Íslendingum beri alls ekki að ábyrgjast greiðslurnar) heldur en fólk á höfuðborgarsvæðinu (58,8%).
Konur eru talsvert andvígari (61,6%) öllum Icesave-greiðslum heldur en karlar (57,4%).
Ungt fólk er andvígara Icesave en það eldra, og fólk með lágar tekjur er miklu andvígara (68%) öllum Icesave-greiðslum heldur en fólk með meiri tekjur.
Nánar má lesa um alla könnunina á vefsíðu MMR (Markaðs- og miðlarannsóknir, Market and Media Research, nefnist fyrirtækið, Laugavegi 174, Reykjavík, mmr@mmr.is, www.mmr.is), sjá HÉR í pdf-skjali um þessa sérstöku rannsókn, sem fram fór 3.-5. marz 2010 og birt var 8. marz, svarfjöldi: 932 einstaklingar.
Svo vill til, að Þjóðarheiður samtök gegn Icesave, sem 67 manns tilheyra nú, eru helztu baráttusamtökin fyrir þeirri stefnu, sem meirihluti þjóðarinnar virðist aðhyllast í þessu máli, sjá t.d. hér: Yfirlýsing um málstað Íslands. Sorgleg er sú staðreynd, að ENGINN ÞINGFLOKKANNA hefur þessa einörðu afstöðu í málinu.
Jón Valur Jensson.
Skoðanakannanir | Breytt s.d. kl. 01:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)