Færsluflokkur: Evrópumál

Icesave-múrinn byrjaður að bresta á Norðurlöndunum

Það er sérdeilis ánægjulegt, að fjárlaganefnd norska þingsins tekur nú af skarið með að veita Íslandi lán óháð niðurstöðu Icesave-deilunnar – og að líklega fylgir Stórþingið því eftir. Þarna hafa þingmenn Kristilega þjóðarflokksins reynzt okkur bezt, bæði í fjárlaganefndinni og almennt, innan þings og utan.

Frétt Mbl.is um þetta mál hljómar afar jákvætt (fyrir utan undarlega setningu í lokin). En það vita það allir Íslendingar, sem vita vilja, að það, að "Ísland standi við skuldbindingar sínar samkvæmt EES-samningnum," felur alls ekki í sér, að íslenzkir skattborgarar eigi að borga tryggingar innistæðna í einkabönkum, sbr. þetta ákvæði í tilskipun Evrópubandalagsins frá 1994 (94/19/EC):

  • Tilskipun þessi getur EKKI gert aðildarríkin eða lögmæt yfirvöld þeirra ábyrg gagnvart innstæðueigendum ef þau hafa séð um stofnun eða opinbera viðurkenningu eins eða fleiri kerfa [þ.e. tryggingasjóðs] sem ábyrgjast innistæðurnar eða lánastofnanirnar sjálfar og tryggja skaðbætur eða vernd innistæðueigenda samkvæmt skilyrðum sem þessi tilskipun skilgreinir.

Við höfum lögin okkar megin – ekki Gordon Brown og jásystkin hans hér á landi.

Og nú þarf bara að stuðla að því, að meira kvarnist úr Icesave-múrnum á Norðurlöndunum!

JVJ. 


mbl.is Vilja lána óháð Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðarheiður blogg,,,,,,,,,,,,,

Inn á bloggsíður Þjóðarheiðurs kemur efni sem unnið hefur verið af stjórn Þjóðarheiðurs til birtingar. Einnig munu stjórnarmenn eins og Jón Valur og Loftur, svo dæmi séu tekin, verða fengnir til að skrifa inn pistla um Icesave-deiluna.

Þeim félögum í Þjóðarheiðri sem eru annaðhvort með eigið blogg og/eða tölvutengdir er velkomið að koma með athugasemdir og hugmyndir hér inn.

Blogg þetta er enn ein viðbótin við flóruna okkar. Við í stjórn "vinnum nótt sem nýtan dag" við að semja efni til að senda út í þjóðfélagið.

Við eigum orðið fullt af efni og erum að vinna sem stendur að grein sem mun hafa mikil áhrif á Icesave-deiluna þegar hún verður birt.

 

**

Til félagsmanna Þjóðarheiðurs.

1. fréttabréf mun berast félagsmönnum fljótlega.

2. fyrirhugað er að halda fund með félagsmönnum fljótlega.

Heimasíða Þjóðarheiðurs:

http://wix.com/Thjodarheidur/main

 

Þjóðarheiður segir: NEI við Icesave!

 


Vefsíða Þjóðarheiðurs og nýja bloggið okkar

Samtökin Þjóðarheiður hafa líka opnað heimasíðu. Þar sem allir geta komið og skoðað efni það sem samtökin hafa verið að vinna með og sent út í þjóðfélagið.

Slóðin er:  http://wix.com/Thjodarheidur/main

Efni síðunnar er endurbætt daglega.

Þetta blogg hér er líka sérstaklega ætlað því fólki sem hefur gengið í samtökin okkar, en við erum nú orðin 62 talsins. 

Þeir, sem eru í samtökunum, með eigin bloggsíður og er sama þó nafn sitt sé birt, eru sérstaklega hvattir til að vera með og gerast bloggvinir okkar.

 

Yfirlýsing um málstað Íslands

 

Icesave-deilanvarðar lög og rétt. Það voru mistök hjá stjórnvöldum að gera ágreiningum málefni einkabanka að pólitísku og þjóðréttarlegu samningamáli. Alltfrá stofnun Alþingis árið 930 hefur metnaður og heiður þjóðarinnarstaðið til, að með ágreiningsefni væri farið að lögum. Um Icesave-útibúLandsbankans gilda skýrar lagareglur og þjóðin á heimtingu á, aðstjórnvöld gæti þeirra hagsmuna sem þeim er falið að gæta, með heiðurog sæmd almennings að leiðarljósi.

Þjóðarheiður-samtökgegn Icesave hafna því að íslenskum almenningi verði gert skylt að axlaskuldaklyfjar, sem eru til komnar vegna starfsemi Icesave-útibúaLandsbankans. Hvorki stjórnarskrá lýðveldisins né regluverkEvrópusambandsins heimila slíkar álögur. Þjóðarheiður telur að engarforsendur séu fyrir ríkisábyrgð á skuldum einkafyrirtækja, hvorkiLandsbankans né annarra. Nýta verður þann meðbyr, sem þjóðin nýturerlendis, til að halda fram heiðarlegum og réttum málstað Íslands.

Fullveldiíslenskrar þjóðar hefur ekki verið framselt í hendur stjórnvalda ogsamtökin Þjóðarheiður munu ekki ljá máls á vanhelgun stjórnarskrárinnarmeð slíkum gjörningi. Samtökin hafna öllum málamiðlunum ogundanlátssemi gagnvart kröfum gamalla nýlenduvelda. Hugmyndir umuppgjöf fyrir ósanngjörnum og ólöglegum kröfum Bretlands og Hollandsverða ekki liðnar. Þjóðarheiður mun berjast af einurð gegn slíkumsvikum.

Íslendingar, stöndum vörð um heiður þjóðarinnar.

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband