Icesave-múrinn byrjaður að bresta á Norðurlöndunum

Það er sérdeilis ánægjulegt, að fjárlaganefnd norska þingsins tekur nú af skarið með að veita Íslandi lán óháð niðurstöðu Icesave-deilunnar – og að líklega fylgir Stórþingið því eftir. Þarna hafa þingmenn Kristilega þjóðarflokksins reynzt okkur bezt, bæði í fjárlaganefndinni og almennt, innan þings og utan.

Frétt Mbl.is um þetta mál hljómar afar jákvætt (fyrir utan undarlega setningu í lokin). En það vita það allir Íslendingar, sem vita vilja, að það, að "Ísland standi við skuldbindingar sínar samkvæmt EES-samningnum," felur alls ekki í sér, að íslenzkir skattborgarar eigi að borga tryggingar innistæðna í einkabönkum, sbr. þetta ákvæði í tilskipun Evrópubandalagsins frá 1994 (94/19/EC):

  • Tilskipun þessi getur EKKI gert aðildarríkin eða lögmæt yfirvöld þeirra ábyrg gagnvart innstæðueigendum ef þau hafa séð um stofnun eða opinbera viðurkenningu eins eða fleiri kerfa [þ.e. tryggingasjóðs] sem ábyrgjast innistæðurnar eða lánastofnanirnar sjálfar og tryggja skaðbætur eða vernd innistæðueigenda samkvæmt skilyrðum sem þessi tilskipun skilgreinir.

Við höfum lögin okkar megin – ekki Gordon Brown og jásystkin hans hér á landi.

Og nú þarf bara að stuðla að því, að meira kvarnist úr Icesave-múrnum á Norðurlöndunum!

JVJ. 


mbl.is Vilja lána óháð Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.3.2010 kl. 01:19

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Því ber að þakka og það hjartanlega.

Helga Kristjánsdóttir, 21.3.2010 kl. 01:57

3 identicon

Afhverju er ekki stofnað svipað átak og indefence um að skora á forsetann að leysa upp þingið og mynda utanþingsstjórn eða eitthvað annað, þingið og ríkisstjórnin eru bara ekki að virka sem skildi þessa dagana og eru bara að gera illt verra.

Geir (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 12:17

4 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Geir. Þjóðarheiður blandar sér ekki í baráttu um að losna við stjórnina. Þjóðarheiður er að berjast gegn Icesave.

Þó veit ég, Guðni Karl að inni í samtökum okkar er fólk úr ýmsum flokkum. Meira að segja þeir sem eru á svipuðum skoðunum og þú og ég. Við bara viljum ekki blanda þeim skoðunum inn í þetta Icesave mál.

Ef þú kemur inn á bloggsíðu mína þá skal ég svara þér þar. 

hreinn23.blog.is

Guðni Karl Harðarson, 22.3.2010 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband