Færsluflokkur: Evrópumál
27.5.2010 | 02:29
Ísland braut EKKI gegn tilskipun Evrópusambandsins!
ESA, eftirlitsstofnun EFTA (ekki óháð, hlutlaus stofnun), segir að "samkvæmt tilskipuninni" 94/19/EC "hafi Ísland verið skuldbundið til að greiða um 2,1 milljarð punda" til brezkra Icesave-reikningshafa. En þetta er ANDSTÆTT tilskipuninni! Hún kveður skýrt á um, að ríki beri enga ábyrgð á innistæðum í einkabönkum, ef það ríki hefur séð svo um, að þar hafi verið stofnaður sjálfstæður innistæðutryggingasjóður sem bankar og fjármálastofnanir hafi haldið við með iðgjöldum sínum.
Um rök lögspekinga fyrir því, að þetta eigi fullkomlega við um það ástand og skipulag, sem hér á Íslandi var um að ræða á árunum 20002008, og að þess vegna beri okkur ekki að borga Icesave-reikningana, sjá afar góðan neðanmáls-viðauka hér á eftir.* (Hliðstæð krafa hollenzkra stjórnvalda hljóðar upp á 1,34 milljarð evra, "að mati ESA", skv. frétt Mbl.is, en það sama verður í raun að segja um hana og brezku kröfuna hvorug stenzt skoðun.)
Þá segir ESA "að Ísland hafi brotið gegn Evróputilskipun um innstæðutryggingar með því að gera greinarmun á innistæðueigendum í íslenskum útibúum bankanna og útibúum þeirra erlendis þegar gripið var til neyðarráðstafana í kjölfar bankahrunsins í október 2008" (Mbl.is), en þessi staðhæfing er löngu afsönnuð af okkar færustu lögfræðingum, þar sem þeir hröktu það, að útgreiðslan til innlendra sparifjáreigenda hafi skuldbundið ríkið til að gera það sama við Icesave-innistæður upp að 20.887 markinu.**
Vel að merkja er þetta álit ESA ekki dómur.
Málið C-222/02: Eitthvað sem sannar á okkur sök?
Málið "Paul and others" Case C-222/02 sem sumir hafa vísað til, er ekki sambærilegt við Icesave-málið. Þessum dómi undirréttar, Bundesgerichtshof, var einfaldlega hnekkt. Evrópudómstóllinn staðfesti með því þá réttarstöðu, sem einnig okkur ber að njóta.
Eða hefur nokkur heyrt nefnt, að Hæstiréttur hafi snúið við úrskurði héraðsdóms? Auðvitað hefur það oft skeð og eftir dóm Hæstaréttar hefur héraðsdómurinn enga merkingu. Þetta skeði einmitt með dóm C-222/02, sem fyrst var felldur í Bundesgerichtshof (þýzkum undirrétti) og síðan fór fyrir fullskipaðan Evrópudómstóllinn (European Court of Justice).***
Evrópudómstóllinn fjallaði eðlilega um undirstöðu-atriði málsins, en ekki bara um hvort almannahagsmunir á sviði innistæðu-trygginga gengu framar einkahagsmunum, sem var efni dómsmálsins. Þannig komst dómurinn að eftirfarandi niðurstöðu varðandi ábyrgð aðildarríkjanna:
- 31. That interpretation of Directive 94/19 is supported by the 24th recital in the preamble thereto, which states that the directive may not result in the Member States' or their competent authorities' being made liable in respect of depositors if they have ensured the compensation or protection of depositors under the conditions prescribed in the directive.
Og síðan varðandi almannaheill-einkahagsmuni, sem er eðlilega samhljóða niðurstöðu dómsins:
- 32. The answer to the first question must therefore be that, if the compensation of depositors prescribed by Directive 94/19 is ensured, Article 3(2) to (5) thereof cannot be interpreted as precluding a national rule to the effect that the functions of the national authority responsible for supervising credit institutions are to be fulfilled only in the public interest, which under national law precludes individuals from claiming compensation for damage resulting from defective supervision on the part of that authority.
Dómurinn staðfestir þannig Tilskipun 94/19/EB og allar aðrar yfirlýsingar frá Evrópusambandinu, um að ekki má gera ríki Evrópska efnahagssvæðisins ábyrg fyrir greiðslum úr innistæðu-trygginga-kerfunum. Skylda ríkjanna er hins vegar fólgin í að koma trygginga-kerfunum á legg, í samræmi við Tilskipun 94/19/EB. Þetta var gert hérlendis og það hefur enginn ábyrgur aðili dregið í efa.
Það er áhugavert rannsóknarefni, hvers vegna sumir einstaklingar leggja sig í líma við að rangtúlka augljósar reglur Evrópuréttar. Þessar reglur styðjast við traustar forsendur, sem varða samkeppnisreglur Evrópusambandsins, tryggingafræðilegar staðreyndir og stjórnarskrárbundin fyrirmæli. Samt hamast þessir kjánar við að réttlæta beitingu hryðjuverkalaga gegn Íslendskum hagsmunum og efnahags-hernaði Breta og Hollendinga gegn Íslendskri þjóð.
- Íslensk stjórnvöld hafa tvo mánuði til að bregðast við athugasemdum ESA. Fallist ESA ekki á sjónarmið íslenskra stjórnvalda má gera ráð fyrir að stofnunin sendi frá sér rökstutt álit, en það getur verið undanfari málsmeðferðar fyrir EFTA-dómstólnum. (Mbl.is.)
Þessu þarf vitaskuld að verjast með okkar beztu lagarökum.
En meginniðurstaða þessarar samantektar er: Ísland braut EKKI gegn tilskipun Evrópubandalagsins. Þvert á móti er sú tilskipun (auk ákvæða í stjórnarskrá lýðveldisins) meðal helzta varnarraka okkar í þessu óvelkomna Icesave-máli.
Loftur Þorsteinsson og Jón Valur Jensson.
* Neðanmálsgreina-viðauki:
Í greininni ýtarlegu, Lagarök um Icesave (Mbl. 14. jan. 2010), eftir þrjá lögspekinga, þ.e. Sigurð Líndal (einn okkar alvirtustu lögfræðiprófessora), Stefán Má Stefánsson, prófessor í Evrópurétti og höfund margra bóka þar um, auk hins bráðskýra Lárusar L. Blöndal hrl. (sem stjórnvöld völdu sjálf í síðustu Icesave-viðræðunefndina sem farið hefur til Lundúna á þessu ári) byrjuðu á því að tíunda fyrst niðurstöður Stefáns og Lárusar í fyrri greinum (níu talsins) um málið:
"Niðurstaða okkar var sú að íslenska ríkið bæri ekki ábyrgð á innistæðum í útibúum íslenskra banka erlendis við hugsanlegt gjaldþrot íslensku bankanna heldur aðeins viðkomandi tryggingarkerfi sem hér á landi er Tryggingasjóður innistæðueigenda og fjárfesta. Sjóðurinn er sjálfseignarstofnun lögum samkvæmt. Jafnframt bentum við á að umrædd tryggingarkerfi væri í fullu samræmi við ákvæði tilskipunar 94/19/EB um innlánatryggingakerfi. Þessar niðurstöður voru einkum byggðar á eftirfarandi:
- Hlutverk tryggingakerfanna samkvæmt tilskipuninni væri ekki að takast á við allsherjar bankahrun eins og gerst hefði hér á landi. Ef svo hefði verið hefði þurft að greiða gífurlegar fjárhæðir inn í Tryggingasjóðinn, t.d. á árinu 2008, sem næmi mörgum tugum prósenta af heildarinnlánum það ár. [...]
- Bent var á að ákveðnar reglur væru um inngreiðslur í sjóðinn samkvæmt lögum nr. 98/1999 um innistæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta. Heildareign innistæðudeildar sjóðsins skyldi nema að lágmarki 1% af meðaltali tryggðra innstæðna í viðskiptabönkum og sparisjóðum á næstliðnu ári. Engin ákvæði væru um það í viðkomandi tilskipunum hvernig fjármagna ætti sjóðinn nema það að fjármálafyrirtækin sjálf eiga að sjá um fjármögnunina. [...]
- Þá var bent á að væru reglur tilskipunarinnar túlkaðar með þeim hætti að greiða ætti framangreindar fjárhæðir að fullu til innstæðueigenda hvernig sem á stæði gæti það bakað smáum ríkjum gífurlegar fjárhagslegar skuldbindingar sem settu fullveldisrétt þeirra í hættu. Smáríki væru mun útsettari fyrir þessari hættu en stærri ríkin því að bankastofnanir þeirra ættu í útrás mun auðveldara með að ná óhóflegu hlutfalli af tekjum viðkomandi þjóðarbús heldur en í stærri ríkum. Slíkur mismunur milli minni og stærri ríkja varðandi áhættu í útrás gæti hvorki verið tilgangur tilskipunarinnar né leitt af henni.
- Loks þótti athyglisvert að hvergi væri í tilskipuninni kveðið á um sérstaka ábyrgð aðildarríkjanna á skuldbindingum Tryggingarsjóðsins, t.d. í tengslum við þær 20.000 ECU sem þar eru nefndar í 7. gr. hennar. Reyndar væri þvert á móti sagt í aðfararorðum tilskipunarinnar að aðildarríki beri ekki ábyrgð á gagnvart innistæðueigendum ef það hefur komið á fót innlánatryggingarkerfi í samræmi við tilskipunina.
Þessar röksemdir leiða samanlagt til þess að íslenska ríkið beri enga ábyrgð á innistæðum útibúa innlendra banka við gjaldþrot þeirra. Ábyrgð ríkissjóðs verður því ekki á því byggð að ákvæði umræddrar tilskipunar hafi verið brotin. Ábyrgð ríkisins í tengslum við fyrrgreinda tilskipun felst einungis í því að innleiða reglur um hana og að sjá að öðru leyti um að staðið sé við skuldbindingar samkvæmt tilskipuninni. Hafi vanhöld orðið á því getur ríkið orðið skaðabótaskylt ef reglunum um bótaábyrgð er að öðru leyti fullnægt. Ábyrgð ríkisins nær hins vegar ekki lengra en þetta." (Hér lýkur tilvitnun í grein lögfræðinganna þriggja. Feitletrun hér var mín, jvj.)
- Innskot JVJ: Þessi setning í áliti ESA: "Finally, the Authority considers that the Fund forms part of the Icelandic State within the meaning of the EEA Agreement although it is, in Icelandic law, constituted as a private foundation, cf. Article 2 of Act No. 98/1999," er jafn-öfugsnúin og heildarniðurstaða álits ESA í þessu máli. Dírektív (eða tilskipun) Evrópubandalagsins 1994/19/EC, sem hér var leitt í lög í árslok 1999, tiltekur, að ríki geti ekki verið gert skuldbundið um innistæðu-tryggingar, ef stofnaður hefur verið tryggingasjóður. Til þess sjóðs mátti ríkið EKKI leggja fé skv. þeirri tilskipun. Hann ER sjálfseignarstofnun og má þó, vegna tekjulinda sinna, kallast "á framfæri" bankanna, en ekki ríkisins!
Þetta úr grein þremenninganna er ennfremur gott til umhugsunar:
- "Þá er einnig rétt að rifja upp að haustið 2008 ákváðu Írar að bæta á næstu tveimur árum ríkisábyrgð við þá ábyrgð sem Tryggingarsjóður innlána, sambærilegur þeim sem við höfum hér á landi, veitti innlánaeigendum. Þessi ákvörðun náði þó einungis til sex tilgreindra írskra banka. Við þessar fréttir kom fram sú afstaða Breta og fleiri aðildarríkja ESB að Írum væri þetta óheimilt þar sem þetta fæli í sér ríkisaðstoð sem skekkti samkeppnisstöðu banka á Evrópusambandssvæðinu. Ætti þetta bæði við almennt við um samkeppnisstöðu banka í Evrópu en einnig alveg sérstaklega á Írlandi þar sem ekki fengu allir bankar þessa ríkisábyrgð. Er þetta mál nú til skoðunar hjá ESB. Reyndar hafa ríki sem harðlega gagnrýndu þessa ákvörðun Íra síðan tekið upp ríkisábyrgð að hlut eða öllu leyti á innlánum í tengslum við hrunið. Má um þetta m.a. vísa til Bloomberg-fréttaveitunnar sem flutti af þessu fréttir t.d. þann 1. október 2008 og Independent-fréttaveitunnar sem fjallaði um þetta degi seinna og Guardian þann 5. október 2008. Sýnir þetta að afstaða stærstu aðildarríkjanna í ESB virðist í lok september 2008 hafa verið sú að ekki væri heimilt að tryggja innlán með ríkisábyrgð þar sem það hefði áhrif á samkeppnisstöðu á fjármálamarkaði."
Þarna eru báðir dómarnir, undirréttar Bundesgerichtshof og Evrópudómstóllsins (European Court of Justice). Bundesgerichtshof felldi sinn úrskurð 16. maí 2002 og Evrópudómstóllinn 12. október 2004. Málsgreinarnar, sem vísað var til (31 og 32), er þarna að finna.
![]() |
Ísland braut gegn tilskipun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 03:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
STEFÁN MÁR STEFÁNSSON UM NÝJA NIÐURSTÖÐU ESA: Engin ríkisábyrgð er á Icesave samkvæmt Evrópulögunum, segja lagaprófessorar. Og þar af leiðandi á ríkissjóður Íslands ekki að borga neitt af Icesave umfram það sem næst úr Landsbankanum og TIF. Lagaprófessorar, þar með taldir Lárus L. Blöndal, Sigurður Líndal og Stefán Már Stefánsson, hafa komið með rökstuðning gegn ríkisábyrgð og síðast í dag lagaprófessorinn Stefán Már Stefánsson:
EYKUR LÍKUR Á DÓMSTÓLALEIÐINNI; STEFÁN MÁR STEFÁNSSON, LAGAPRÓFESSOR UM NIÐURSTÖÐU ESA:
Þarna segir hann meðal annars:
- Þessi niðurstaða breytir engu um mína niðurstöðu. Ég er búinn að skrifa um málið og komast að ákveðinni niðurstöðu. Þetta er í ósamræmi við hana. Þannig að ég þarf varla að rökstyðja mitt sjónarhorn frekar. Það eru margar ástæður sem við færðum fyrir því að ríkið bæri enga ábyrgð á þessu. Þær eru margar, ekki aðeins ein, segir Stefán og vísar til greinarflokks þeirra Lárusar Blöndals hæstaréttarlögmanns í Morgunblaðinu.
"Þessi niðurstaða okkar hefur auk þess verið staðfest í ítarlegu máli í rannsóknarskýrslu Alþingis. Ég tel þetta alls ekki veikja samningsstöðu Íslands, segir hann ennfremur og tekur jafnframt undir það mat Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, að nú, eftir fram komið mat ESA (eftirlitsstofnunar EFTA), aukist líkurnar á því að málið fari fyrir dómstóla, þ.e. fyrir EFTA-dómstólinn.
Það verður skrifað meira um þetta mál hér í kvöld.
Elle Ericsson.
![]() |
Eykur líkur á dómstólaleiðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.5.2010 | 14:06
Hefur skilanefnd Landsbankans enga ábyrgð gagnvart almenningi ?
Eftir Loft Þorsteinsson.
Skilanefnd Landsbankans neitar staðfastlega að veita almenningi upplýsingar um greiðslur bankans til innistæðu-trygginga-sjóðanna í Bretlandi og Hollandi. Það er vitað að Landsbankinn var með fullar tryggingar hjá Financial Services Compensation Scheme (FSCS) í Bretlandi og hjá De Nederlandsche Bank (DNB). Samt kemur Páll Benediktsson upplýsingafulltrúi af fjöllum og segist engar upplýsingar hafa.
Landsbankinn hefur verið með undarlegt bókhald, ef skilanefndin getur ekki dregið fram upplýsingar um þær greiðslur eða skuldbindingar sem bankinn hefur innt af hendi vegna innistæðu-trygginganna. Getur raunverulega verið, að skilanefndin telji að almenningi komi ekkert við hvaða kvaðir bankinn hefur lagt á almenning vegna glannalegrar starfsemi hans, eða glæpsamlegra athafna ?
Til glöggvunar skal þess getið, að Landsbankinn fekk starfsleyfi í Bretlandi í desember 2001 og hann fekk viðbótartryggingu hjá FSCS fyrir Icesave í júlí 2006 (FSA No. 207250). Hins vegar fekk Kaupþing ekki viðbótartryggingu hjá FSCS fyrr en í febrúar 2008 (FSA No. 222968).
Fjölmargar staðfestingar á aðild Landsbankans að tryggingasjóðunum FSCS og DNB liggja fyrir. Þar á meðal eru eftirfarandi fullyrðingar frá fjármála-eftirlitinu í Bretlandi FSA:
- Icesave was a trading name of Landsbanki Island HF...
- Landsbanki Islands HF was authorised by the Financial Services Authority (FSA) from December 2001...
- It had an office in London, which meant that, as it had a physical presence in the UK, it was required to top-up to the FSCS...
- If a firm does not have a physical presence in the UK, then they have the option to top-up, but this is not compulsory.
- We would confirm that the FSCS will pay compensation to the maximum limits, irrespective of the size of the levy paid to them.
- Please be aware that there is no maximum levy...
Við sjáum að Icesave kom til í framhaldi af margra ára starfsemi bankans í Bretlandi. Að sjálfsögðu hafði bankinn frá upphafi starfs-heimild frá FSA og þegar hann hóf innlána-starfsemi varð hann að hafa viðurkennda innistæðu-tryggingu hjá FSCS. Mikilvægt er að veita athygli því sem FSA segir um að Landsbankinn hafði starfsstöð (physical presence) í London. Þar með skiptir ekki máli hvort Icesave var rekið frá útibúinu í London eða starfrækt sem dótturfélag.
Eftirfarandi er algeng skilgreining á starfsstöð (physical presence):
Physical presence means a place of business that:
1. Is maintained by a foreign bank.
2. Is located at a fixed address (other than solely an electronic address or a post-office box) in a country in which the foreign bank is authorized to conduct banking activities, at which location the foreign bank:
- Employs 1 or more individuals on a full-time basis.
- Maintains operating records related to its banking activities.
3. Is subject to inspection by the banking authority that licensed the foreign bank to conduct banking activities.
Samkvæmt upplýsingum frá DNB í Hollandi, þá gildir eftirfarandi um starfsemi Landsbankans þar:
- 30. júní 2006: Fjármálaeftirlit Hollands (DNB) staðfesti skráningu útibúss Landsbankans. Frá þessum degi var Landsbankanum heimil starfsemi í Hollandi, þar á meðal að taka við innlánum almennings.
- 23. maí 2008: Landsbankinn undirritar samkomulag við Innistæðu-trygginga-sjóð Hollands (DNB) um innistæðu-tryggingar.
![]() | Rannsakar nokkur mál sem varða Landsbankann |
PS. Hér verða endurbirtar ýmsar góðar greinar um Icesave-málið. Þessi er ein af þeim og birtist áður 15. þ.m. á vef Lofts Þorsteinssonar verkfræðings, varaformanns Þjóðarheiðurs. Mjög eðlilegt er, að knúið sé á um svör frá skilanefnd Landsbankans. Form.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.5.2010 | 21:01
BRESKA STJÓRNIN GEKK FRAM AF BRESKUM HEIÐURSMÖNNUM
------------------------------------------------------------------------------
VILJA BIÐJA ÍSLENDINGA AFSÖKUNAR VEGNA HRYÐJUVERKALAGANNA GEGN OKKUR OG ICESAVE-STEFNU FYRRI RÍKISSTJÓRNAR BRETLANDS:
Tveir breskir, eldri og heldri menn komu til landsins um helgina og vilja biðja Íslendinga afsökunar á hegðun ríkisstjórnar þeirra, við beitingu hryðjuverkalaganna gegn okkur. Einnig verja þeir rétt okkar í Icesave-málinu. Íslendingur, búsettur í Svíþjóð, er með þeim í för og hefur verið milliliður mannanna tveggja við landið.
Mennirnir komu líka til að boða nýja banka- og peningastefnu og kynna breska hreyfingu um peningastefnuna. Þeir fullyrtu að bankahrunið hefði ekki orðið, ef þessi stefna hefði verið við lýði, og að Icesave-vandamálið væri ekki til staðar, ef stefna þeirra hefði verið notuð í vestrænum löndum í stað núverandi banka- og peningastefnu. Mennirnir munu halda opinn fund kl. 20 annað kvöld, þriðjudag: Fundarboð3.pdf
Tvö okkar í samtökunum Þjóðarheiðri hittum mennina þrjá í gær, og ég get persónulega sagt að það var jákvæður fundur með geðugum mönnum.
Bretarnir sögðust hafa valið Ísland vegna þess að við værum lítil þjóð, sem hefði sýnt með NEI-i okkar gegn Icesave hvað fámenn þjóð getur haft mikið vald, ólíkt því sem segja mætti um stærri lönd. Breska þjóðin hefði verið dregin með blekkingum og óviljug inn í Evrópubandalagið, en þar kom við sögu Edward Heath, fyrrverandi forsætisráðherra landsins.
Elle Ericsson.Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.5.2010 | 14:30
Bretar komnir til að biðja okkur afsökunar á hryðjuverkalögunum – Dáðust að Íslendingum vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar
Tveir Englendingar eru komnir hingað til lands í merkilegum erindagjörðum með íslenzkum manni, Gústaf Skúlasyni. Þeir taka afstöðu með okkur í Icesave-málinu og hrifust mjög af eindrægni þjóðarinnar eins og hún birtist í þjóðaratkvæðagreiðslunni. "Loksins þora einhverjir að standa uppi í hárinu á alþjóða-fjármálarisunum!" varð þeim hugsað, þegar þeir fréttu af okkur.
Þetta eru málsmetandi menn í sínu landi, og nánari upplýsingar verða veittar um þá í síðara bloggi hér. Þeir leggja það á sig á eigin kostnað að koma hingað til lands að kynna sjónarmið sín og bera fram afsökunarbeiðnina vegna hryðjuverkalaga Browns og Darlings, en þeir blygðast sín fyrir þá gerræðisfullu stjórnarathöfn.
En nú eru þeir að boða til fyrsta fundarins annað kvöld (þriðjudag kl. 20). Við hvetjum ykkur til að mæta!
Hér má sjá auglýsingu um fund þeirra:
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2010 | 20:35
Ábyrgð Hollendinga og Breta á starfsemi Icesave
Vert er að minna hér á mjög gott innlegg varaformanns Þjóðarheiðurs í umræður um harða gagnrýni rannsóknarnefndar hollenzka þingsins á seðlabanka þess lands vegna linra skilyrða hans fyrir Icesave-reikningum (sjá umræðu HÉR):
14.5.2010 | 11:52
Styrmir Gunnarsson: Íslendingar bera enga ábyrgð á innistæðum sem bankarnir hafa safnað í öðrum löndum
Athygli vekja ummæli Styrmis* um innistæðutryggingakerfið sem hér var lögleitt og um Icesave-innistæðurnar. Tvennt kom honum á óvart við lestur skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, annars vegar nákvæm frásögn af því hvernig bankarnir stunduðu "kerfisbundið ... viðskipti með hlutabréf í sjálfum sér til að halda uppi verðinu. Hlutabréfamarkaðurinn á Íslandi hafi því í raun verið gervimarkaður."
- Hins vegar sé það sá kafli skýrslunnar sem fjallar um tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingakerfið sem hér var lögleitt. Þegar maður hefur lesið þennan kafla er algjörlega ljóst og verður ekki um það deilt að Íslendingar bera enga ábyrgð á innistæðum sem bankarnir hafa safnað í öðrum löndum, segir Styrmir sem telur næsta víst að þessi kafli verði tekinn upp í umræðum Alþingis.
Markverð orð hins glögga manns. En eru stjórnvöld jafn-læs og hann?
* Hér er vitnað í viðtal við þennan fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, í blaðinu í gær (Umræðan hlýtur að breytast), en nú fyrir skemmstu gaf Styrmir út bókina Hrunadans og horfið fé skýrslan á 160 síðum; er viðtalið við hann birt í tilefni af því. JVJ.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.5.2010 | 18:45
Hann er ekki hættur!
Ótrúlegt er, að Össur Skarphéðinsson rétt eins og fjármálaráðherrann er enn að tala um að borga Icesave! Nú talar hann um að "gluggi hafi opnazt" með úrslitum kosninganna í Bretlandi, tekur þau sem grænt ljós á að fara aftur að semja! Hver gaf honum umboð til þess? Ekki íslenzka þjóðin!
JVJ.
Evrópumál | Breytt 13.5.2010 kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2010 | 13:54
Hollenzki seðlabankinn harðlega gagnrýndur af rannsóknarnefnd hollenzka þingsins vegna of linra skilyrða fyrir Icesave-reikningum
Gagnrýnin gengur út á, að "hollenzki seðlabankinn hafi ekki sett Landsbankanum strangari skilyrði fyrir innkomu á hollenska fjármálamarkaðinn. Seðlabankinn hafi skilgreint valdheimildir sínar óþarflega þröngt í sambandi við Icesave." Um þetta var frétt í hádegisútvarpi Bylgjunnar, sbr. þessa frétt, sem hér var vitnað til, á Vísir.is: Hollenska þingið gagnrýnir seðlabanka landsins harðlega. Nefndin leggur þó "áherzlu á, að kjarni vandans hafi legið hjá Landsbankanum sjálfum og íslenzka Fjármálaeftirlitinu. Nefndin segir að hollenska seðlabankanum hafi vel verið kunnugt um áhættuna sem fylgdi íslenzka fjármálakerfinu, þar með talið Landsbankanum, í upphafi árs 2008." Þó segir nefndin það "lagalega útilokað að seðlabankinn hefði getað varað almenning við þeirri áhættu þegar Landsbankinn kynnti Icesave-reikningana á hollenzkan markað. Slík aðvörun hefði einnig valdið Landsbankanum miklum fjárhagslegum skaða sem og fjármálakerfinu á Íslandi í heild." En: Hér sannast það enn, að rök halda áfram að hlaðast upp, sem leiða í ljós, að fráleitt er að leggja ábyrgðina á starfsleyfum Icesave-reikninganna á íslenzk stjórnvöld. Evrópubandalags-reglugerðir (og Evrópska efnahagssvæðisins), sem og fjármálayfirvöld og eftirlltsaðilar í Hollandi og Bretlandi eru þar í þungri ábyrgð. Nú hefur hollenzka þingnefndin bent á meðsekt síns eigin seðlabanka á því, hve illa fór. segir í lokaorðum fréttarinnar. En hvenær ætli okkar eigin Icesave-stjórnvöld fari að viðurkenna slíkar staðreyndir um ástæður mála? Jón Valur Jensson.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.4.2010 | 23:36
Íslendingar eru settir að veði fyrir AGS láninu.
*Ríkisstjórn Íslands vissi um kröfur AGS vegna Icesave strax í nóv. 2009!*
Alltaf hefur íslenska ríkisstjórninneitað öllum tengingum AGS-lánsins við Icesave og það þrátt fyrir að svo berlega hefur komið í ljós hið gagnstæða. Það er nú sannað að ríkisstjórnin var að blekkja almenning vegnamálsins.
Í byrjun síðasta árs héldu fulltrúar AGS því fram að það væru engin skilyrði fyrir láninu frá þeim. Eins og sést hér með tilvísun:
Á fundi Grasrótarinnar og fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem haldinn var 16. mars 2009, kom framað engin skilyrði séu sett fyrir endurgreiðslu af AGS-láninu.
Engin skilyrði (adjustment conditions) voru upphaflega fyrir láni AGS til Íslands, en þau skilyrði verða sett á næstu níu mánuðum, sennilega í sumar. Vandamálið er nú að ríkissjóður er rekinn með halla vegna kreppunnar, nú er hallinn 14% af vergri þjóðarframleiðslu (GDP). Kreppanhefur leitt til þess að skatttekjur ríkissjóðs hafa lækkað mjög. Eins og áður segir þá er ekki um að ræða að Ísland muni ekki geta staðið við þær skuldbindingar sem lánið hefur í för með sér.
Engin veð eru tekin í ríkisfyrirtækjum eða auðlindum en sendinefnd mun koma reglulega til að fylgjast með framgangi mála og ráðleggja okkur ef illagengur.
Ef nákvæmlega er farið í gegnum yfirlýsingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sést það greinilega að þessi tenging mála hafi verið komin inn ca. átta mánuðum síðar. Eftir leit á vefsvæði þeirra sá ég opið bréf sem svar við fyrirspurn opins almenns fundar við sjóðinn. Hér birti ég klausu úr bréfinu sem var dagsett 12. nóvember2009:
First, on theIcesave dispute. Resolution of this dispute has never been acondition of the IMF-supported program. The IMF is not supposed toinvolve itself in bilateral disputes between its member countries anddid not do so in this instance. However, the Icesave dispute didindirectly affect the timing of the programs first review since itheld up needed financing from Nordic countries (for whom resolutionof this dispute was a condition). I am sure you will agree that thegovernments program must be internally consistentit makes nosense to agree on a macroeconomic framework if the money is notavailable to finance those policies.
Eftirfarandi má einnig sjá þann 10. nóvember (feitletrað af mér):
Transcriptof a Conference Call on the Completion of the First Review ofIcelands Stand-By Arrangement with Mark Flanagan, Mission Chief for Iceland, andFranek Rozwadowski, Resident Representative in Iceland
Washington,D.C., Thursday, October 29, 2009
As everybody is aware, thedispute between Iceland, Britain and the Netherlands concerningIcesave complicated efforts by Iceland to secure additional externalfinancing for the program from other participating countries. Oncethat was resolved and we had adequate financing assurances, we couldmove ahead. I want to add thatthese financing assurances are an important issue. Withoutthe external financing in place for the program, we don't necessarilyhave consistent policies and targets in place. We do need the fullpackage in place before we can move forward.
Það er því alveg augljóst aðríkisstjórn Íslands var algjörlega meðvituð um þessa tengingu ásíðasta ári.
Í ágætri bloggrein Guðmundar Ásgeirssonar kerfisfræðings kemur síðan greinilega framviðurkenning ríkisstjórnarinnar (þessi leynilega) sú sem sett var í fréttir vegna tengsla Icesave og AGS.
http://bofs.blog.is/blog/bofs/entry/1044131/
Það er stórfurðulegt aðríkisstjórnin skuli hafa blekkt almenning og haldið áfram aðneita þessu augljósa atriði að minnsta kosti 5 mánuðum eftir að AGS setti sín skilyrði um að samningar um Icesave yrðu kláraðir áður en áframhaldandi hluti lánsins yrði afgreiddur.
Við að fara yfir þessi mál vakna óneitanlega upp ýmsar spurningar:
Getur það verið að AGS hafi sett inn þessi skilyrði í upphafi samnings, en kosið að tjá sig ekki opinberlega um málið fyrr en í nóvember á síðasta ári? Skilyrðin hafi alltaf verið til?
Að ríkisstjórn Íslands hafi vitað um málið frá því upphafi en kosið að tjá sig um málið löngu, löngu seinna heldur en AGS vegna samningastöðu Icesave?
Af hverju er þá þetta misræmi á milli AGS og ríkisstjórnar Íslands?
Af hverju þessar blekkingar við almenning?
Getur það verið að það sé miklu meiri tenging milli þessara mála en látið hefur vera?
Nú er þetta atriði alveg orðiðfyllilega ljóst, en með tilliti til þeirra blekkinga sem hafa áundan gengið er raunhæft fyrir alvöru að spyrja sig hversumikil þessi tenging AGS og Icesave sé enekki lengur hvort hún sé. Er verið að reyna að fela hinarraunverulegu ástæður fyrir tengingunum?
* Hver er tenging á AGS við Ísland og Icesave?*
Ætla mætti að þegar alþjóðasjóður eins og AGS aðstoðar þjóðir í fjármálaerfiðleikum með lánum, hvort það sé raunhæft að slíkur sjóður vilji ekki tryggja það að hann fái peninga sínatil baka. Sérstaklega þegar þau lönd eiga í mjög miklumfjármálaerfiðleikum. Síðan er skuldastaða Íslands það hroðalega neikvæð að það er ekkert raunhæfi í því að þeir vilji ekki tryggja sig.
Það er því algjörlega fáránlegt að lesa það sem fulltrúar AGS setja inn í yfirlýsinguna:
Engin veð eru tekin íríkisfyrirtækjum eða auðlindum en sendinefnd mun koma reglulegatil að fylgjast með framgangi mála og ráðleggja okkur ef illagengur.
Sem sagt, þaðsegir í orðunum: AGS mun ætla að sleppa Íslandi ef við getum ekki staðið í skilum með lánið?
Hvaða tryggingar eru settar fyrir endurgreiðslu? Hvað kemur fyrir þjóð semgetur ekki staðið í skilum?
Allir hugsandi menn geta séð hversu fáránlegt þetta er. Í því framhaldi má einfaldlega spyrja sig hvernig í reynd sé háttað með tryggingar á AGS-láninu til okkar?
1. Hafa allar þjóðir tekið aukalán meðfram lánum til þeirrafrá AGS?
2. Hvernig eru þau lán endurgreidd?
3. Hvernig eru slík lán tryggð? Er óeðlilega mikilumframtrygging á þeim lánum?
Óhjákvæmilega koma ýmsir möguleikar upp í hugann. Hugsa mætti sér til dæmis eftirfarandi:
a) Ísland tekurlán hjá AGS.
b) meint skuldastaða vegna Icesave er notuð sem trygging fyrir láni AGS sem væri mögulegt vegna þess að af s.k. Icesave-láni koma engir peningar inn í ríkissjóð, heldur er bara um að ræða greiðslu af meintri skuld. Með þessum hætti er tryggingasjóður fjárfesta (TIF) notaður tilað borga eða tryggja AGS-lánið.
Þaðer síðan mjög sérkennilegt að AGS hafi sett fram tenginguna viðlán til Íslands frá Norðurlöndunum inn í endurskoðunina áAGS-láninu. Sérstaklega vegna þess að hvergi er þess getið nékomu um það einar einustu kröfur í upphafi AGS-lánsins tilÍslands.
Svo við höfum það á hreinu ætlar ríkisstjórnin að veita ríkisábyrgð á láni til TIF sem þýðir að íslenska ríkið ætli að tryggja hina meintu skuld, þannig séð ef ekkert fæst upp í hana, þá lendir á almenningi á Íslandi að borga allar eftirstöðvarnar, sama hversu miklar þær yrðu.
Landsbankinn í Bretlandi og Hollandimun hafa borgað sínar tryggingar í þarlenda tryggingasjóði,alveg eins og aðrir bankar sem hafa starfsstöðvar í þessumríkjum. En greiðslum í þessa sjóði er skipt á milli sérstakraumboðsaðila sem hafa m.a. umsjón með umfangi endurgreiðslna úrsjóðunum. Því eiga Bretar og Hollendingar engar réttmætarkröfur á hendur Íslandi. Afskipti stjórnvalda þessaranýlenduvelda til þessara umboðsaðila eru nær engin í þessaveru. En ef svo kæmi í ljós á einhverjum tíma aðLandsbankinn hafi ekki staðið í skilum með greiðslur ítryggingasjóðina, væri sú vangreiðsla bætt upp af sjóðunumsjálfum, þ.e. umboðsaðilunum, en alls ekki af stjórnvöldum ríkjana!
Í nútímasamskiptum þjóða er hægt á ljóshraða að senda peninga á milli ríkja. Fjármálalegum samskiptum ríkja er oft haldin leyndum. Því skoða menn þann möguleika að það geti verið að Icesave sé hreinlega gervilán til að tryggja AGS-lánið. En augljóslega má velta þessu fyrir sér vegna þess að komið hefur í ljós að það er engin skuld eins og Bretar og Hollendingar halda fram. Sem og sú tenging sem AGS hefur sett inn við Icesave.
Í ljósi alls þessa mætti alveg hugsa sér að farið yrði fram á sérstaka rannsókn um hver séun ákvæmlega tengsl á milli AGS og Icesave, jafnvel með því að leitast eftir aðstoð Wiki-leaks, þ.e. að senda þeim bréf áensku þar sem spurt væri hvort þeir geti aðstoðað okkur íþessu máli.
*Afskipti AGS af milliríkjadeilum*
AGS hefur með yfirlýsingum sínum sagt að Ísland þurfi að klára frágang á sínum fjárhagsmálum áður en þeir geti samþykkt áframhald AGS-lánsins (We do need the full package inplace before we can move forward). Þeirgefa þar með því í skyn að það sé ein af ástæðunum fyrir því að Ísland fái áframhald AGS-lánsins.
Með tenginu AGS vegna Icesave við áframhaldandi fjárveitingu AGS-lánsins til Íslands eru þeir að setja Íslandað veði. Þetta er augljóst mál og algjörlegaófyrirgefanlegt af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að setja fram kröfur á þjóð um að klára einkamála-ágreining áður en að þeir afgreiða lán sem veitt eru ríkjum sérstaklega.
Það er algjörlega ótækt og ólíðandi að sérstakur alþjóðasjóðursem á samkvæmt eigin stofnskrá að vera til þess gerður aðaðstoða þjóðir í sérstökum fjármálaerfiðleikum, skipti sér með þessum hætti af deilum þjóða! Því er það algjör árás á þjóð að setja fram þessar kröfur. Með þessum hætti má í reynd segja að AGS sé að setja Ísland að veði fyrir AGS-skuldinni. Og með því eru þetta orðin afskipti af deilum á milli þjóða.
Spyrjamá hvort það sé sett í reglur IMF að þeir megi hafa slík afskipti af millilandadeilum. En þeir sögðu sjálfir: "TheIMF is not supposed to involve itself in bilateral disputes betweenits member countries and did not do so in this instance." Þetta er því algjörlega gagnstætt þeim reglum sem þeir hafa sjálfir sett.
Benda má á að Bretar og Bandaríkjamenn hafa sterk ítök í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, sem og Hollendingar sem eiga stórfyrirtæki með Bretum og Bandaríkjamönnum. Nefna má til dæmis Shell-olíufyrirtækið í því sambandi.
Óneitanlega kemur hrollur í mann vegna svona framkomu. Eins og fyrr segir mætti kanna hvort hægt væri að setja í gang rannsókn á tengslum milli AGS-lánsinsog Icesave. En þetta mál allt saman virðist vera svo ótrúlega málum blandið vegna afskipta AGS.
Guðni Karl Harðarson.
Evrópumál | Breytt 10.5.2010 kl. 11:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í Jan de Wit skýrslunni kemur fram, að bankaeftirlitið í Hollandi (DNB) bar fulla ábyrgð á starfsemi Icesave, á tvennan hátt:
Eins og oft hefur komið fram, hvíldi öll eftirlitsskylda á starfsemi Landsbankans í Bretlandi og Hollandi á fjármála-eftirliti þessara landa, þar sem þau voru gisti-ríki Landsbankans. Þrjár ástæður er hægt að tilgreina: