Hún sagði það! - Hver? - Hún Álfheiður! - Hvað? - „Forsetinn á að fara á þing!“

Og þetta er sami forsetinn og mælti svo skörulega í sjónvarpsviðtali í gær um Icesave-gloríur innlendra og (sjá HÉR!) erlendra ráðamanna. Lítum nú á orð forsetans sem hann beindi á þeim ráðamönnum hér sem ábyrgir voru. Byrjum rólega, haltu þér, Steingrímur, já og þið, Álfheiður og Jóhanna.

Forsetinn taldi, að skynsamlegra hefði verið að bíða þess, að þrotabú Landsbankans yrði gert upp, heldur en hitt að „fallast á fáránlegar kröfur Breta og Hollendinga um að íslenzk þjóð gengist í ábyrgð fyrir Icesave-skuldinni“.

Og svo sagði hann fleiri sannleiksorð:

  • „Það var ekki gert heldur var bara látið undan þessum þrýstingi. Menn beygðu sig fyrir þessu ofbeldi af hálfu Evrópuþjóðanna og samþykktu fyrst samning sem var svo óheyrilegur að ekki aðeins hrópaði íslenska þjóðin hann af heldur hlupu Bretar og Hollendingar frá honum strax nokkrum mánuðum eftir að ákveðið var að setja á þessa þjóðaratkvæðagreiðslu.“

Hér var það ekki barnið, sem sagði sannleikann um keisarann, heldur forsetinn sem sagði sannleikann um afglöp þeirra sem hann fól stjórnartaumana eftir hálfgert byltingarástand í landinu. Eins og segir í leiðara Morgunblaðsins í dag:

  • Það er vissulega sérstætt og orkar tvímælis þegar þjóðhöfðingi, sem er ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum, setur svo harkalega ofan í við réttkjörin stjórnvöld landsins. En forsetanum er nokkur vorkunn þegar fjölmiðlar lepja afkáralegar útleggingar fjármálaráðherrans athugasemdalaust upp og aðrir réttbærir aðilar verða ekki til að grípa til andsvara eða fá ekki tækifæri til þess. 

Þarna er í leiðaranum vísað til nýlegrar viðleitni Steingríms til að snúa sannleikanum um Icesave á hvolf í sjónvarpinu fyrir helgina. Meira þungaviktarefni er um málið í leiðaranum.

En lesið fréttina á Mbl.is (tengill neðar). 

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Vill forsetann í framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur Ragnar: Rannsaka á hvernig ríki ESB gátu stutt kröfur Breta og Hollendinga, sem hann segir fáránlegar

Forseti Íslands sagði í Rúv-viðtali í dag að góðar endurheimtur í þrotabúi Landsbankans staðfesti að stjórnvöld hér hafi látið undan þrýstingi og beygt sig undir ofbeldi Breta og Hollendinga í Icesave-málinu. Rannsóknarefni væri fyrir ESB hvernig ríki sambandsins gátu stutt fáránlegar kröfur Breta og Hollendinga.

Orðrétt sagði hann m.a., að hann hefði alltaf haldið því fram að eignir bankans myndu duga fyrir Icesave-skuldinni, en ...

  • „Það var ekki gert heldur var bara látið undan þessum þrýstingi. Menn beygðu sig fyrir þessu ofbeldi af hálfu Evrópuþjóðanna og samþykktu fyrst samning sem var svo óheyrilegur að ekki aðeins hrópaði íslenska þjóðin hann af, heldur hlupu Bretar og Hollendingar frá honum strax nokkrum mánuðum eftir að ákveðið var að setja þessa þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig að það sem er að gerast núna er bara einfaldlega sýn á það að ef haldið hefði verið á málinu af skynsemi frá upphafi þá var bara algjör óþarfi að setja íslenska þjóð og samstarf okkar við Evrópuríkin í þessa spennitreyju.“

Og feitletrum líka þetta úr frétt Mbl.is af þessu viðtali:

  • Ólafur Ragnar sagði að réttast hefði verið að bíða og sjá hvað kæmi út úr eignum Landsbankans, frekar en að fallast á fáránlegar kröfur Breta og Hollendinga um að íslenska þjóðin gengist í ábyrgð fyrir Icesave-skuldinni.
Við þökkum herra Ólafi varðstöðu hans í þessu máli. Ekki veitir af!

Lokaorð Ólafs Ragnars í viðtalinu voru þessi:

  • "... það, sem Financial Times og Wall Street Journal sögðu allan tímann að væri réttur málstaður Íslendinga, hefur reynzt vera þannig. Og ég held að við eigum heldur ekki að gleyma því, að Financial Times og Wall Street Journal, þessi tvö helztu viðskiptablöð heims, þeir sáu í gegnum þetta gerningaveður Breta og Hollendinga; þeir studdu málstað Íslendinga allan tímann. Og ég spyr mig sjálfan mig að því – og ég hef sagt við ýmsa forystumenn á vettvangi Evrópusambandsins: Fyrst Financial Times og Wall Street Journal sáu þetta, sáu í gegnum þetta gerningaveður, hvers vegna í ósköpunum stóð þá á því, að Evrópusambandið sá ekki í gegnum þetta gerningaveður?"

Vel mælt!

Jón Valur Jensson. 

mbl.is Beygðu sig undir ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Mikil áhætta óháð heimtum - Áhættan af Icesave var alltaf mikil": Hefðum þurft að greiða 26 milljarða þetta ár

Steingrímur J. sneri öllu á hvolf um Icesave í sjónvarpinu í gærkvöldi, með slóttugum gervisvip, ólíkt reiðisvipnum í þinginu, er hann gumaði af stjórnarafrekum í gærmorgun. En Örn Arnarson blm. á frábæra úttekt á Icesave-pakkanum á 23. bls. Morgunblaðsins í dag. Þar kemur í ljós, að sannleikurinn er öndverður við það, sem refurinn í ráðherrastóli reyndi að telja okkur trú um á skjánum.

Sem sé: Jafnvel þrátt fyrir að útlit sé nú fyrir, að endurheimtur þrotabús Landsbankans verði umfram forgangskröfur (og dugi þannig fyrir forgangskröfum vegna Icesave), "er ekki þar með sagt að íslensk stjórnvöld hefðu komist hjá því að taka á sig stórfelldan kostnað hefðu lögin um ríksábyrgðina verið samþykkt. Kostnaður ríkisins vegna ríksábyrgðarinnar hefði eftir sem áður getað hlaupið á tugum eða hundruðum milljarða vegna vaxtagreiðslna auk möguleikans á óhagstæðri gengisþróun og töfum á greiðslum úr þrotabúinu," segir Örn, sem er viðskiptablaðamaður á Mbl.

Miklu nánar þar í grein hans! Menn ættu að fá sér þetta laugardagsblað, ekki verra að Sunnudagsmoggi fylgir. (Og ræðum þetta mál betur en undrritaður samantektarmaður hefur tíma til hér og nú.)

PS. Og allir ættu að vita, að það er enginn peningur til fyrir þessum 26 milljörðum, sem Steingrímur hefði þurft að borga. Þeir hafa ekki einu sinni efni á að byggja temmilega lítið fangelsi fyrir 53 fanga. 

Jón Valur Jensson. 


Er Evrópusambandið að reyna að múta Íslendingum?

Við vitum að ESB stóð að baki Bretum og Hollendingum á ýmsum stigum Icesave-lygaskuldarmálsins, sbr. skrif hér á vefsetrinu. Á sama tíma og Árni Páll tygjar sig til "samninga" um Icesave á vit þeirra (í hverra umboði?!) berst fregn af 4,6 milljarða styrkjum ESB til Íslands árin 2011–2013!

Já, 4.600 milljónir, hvorki meira né minna, eða svo er okkur sagt. Þetta er tuttuguföld sú upphæð, sem ESB dælir í gegnum Athygli hf. (sbr. umfjöllun undirritaðs HÉR) til að auglýsa og "kynna" þetta stórveldasamband sem nær yfir 42,5% Evrópu.

Þjóðarheiður – samtök gegn Icesave hefur ekkert á stefnuskrá sinni um andstöðu við Evrópusambandið, en það væri fróðlegt að sjá viðhorf félagsmanna til þeirrar spurningar, hvort ofangreind mál séu eitthvað sem við eigum líka að láta okkur varða "í ræðu og riti" og í baráttu okkar fyrir réttlæti Íslandi til handa.

Endilega ræðum þetta hér á síðunni, sem verður opin að vanda í tvær vikur. Á aðalfundi félagsins, sem verður boðað til innan skamms, verður þetta eflaust meðal umræðumála þar.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Ísland fær 28 milljónir evra í styrki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Herra Ólafur Ragnar notar sviðsljós alþjóðlegrar ráðstefnu stjórnmálafræðinga í dag til að gera glæsilega grein fyrir skylduverkum sínum í Icesave-málinu

Forsetinn á stærstu ráðstefnu sem hér hefur verið haldin: „Fyrir mér var það augljóst að lýðræðið yrði að hafa betur jafnvel þótt allar ríkisstjórnir Evrópu og öflugir hagsmunahópar í mínu landi stæðu með þeim sem ættu fjárhagslegra hagsmuna að gæta.“ Svo mæltist honum í setningarræðunni á þessari alþjóðlegu ráðstefnu kollega hans í Reykjavík í dag, "um þá ákvörðun að vísa Icesave-deilunni í dóm þjóðarinnar" (Mbl.is).

  • Ítrekaði forsetinn í ræðu sinni þá skoðun sína að lýðræðið og peningaöflin takist nú á. Í þeirri glímu hljóti hann að standa með lýðræðinu.
  • Ólafur Ragnar vék að hinum miklu umskiptum sem hefðu orðið í viðhorfum til hlutverks ríkisvaldsins vegna fjármálakreppunnar undanfarin misseri. Benti forsetinn jafnframt á að nýir samskiptamiðlar hefðu gjörbreytt stöðu almennings gegn valdastofnunum. Netið hefði gegnt mikilvægu hlutverki í búsáhaldabyltingunni og mótmælum almennings í Aþenu og Kaíró síðustu mánuði. (S.st.)

Það er ánægjulegt að sjá, að kinnroðalaust og raunar með stolti getur Ólafur Ragnar Grímsson talað opinskátt um Icesave-málið og hlut sinn og þjóðarinnar að því að beina því á réttar brautir, fjarri því sem fjármálavald, innlent og evrópskt, vildi neyða okkur til og sefja ráðamenn okkar til að vinna með sér í. Lesið þetta líka (blálitað hér til áherzlu):

  • Sjálfsprottin og með litlum fyrirvara
  • Mótmæli sem áður hefði tekið vikur og mánuði að skipuleggja væru nú undirbúin með litlum fyrirvara fyrir tilstilli netsins og nýrra samskiptamiðla.
  • Þessi umskipti hefðu komið í ljós þegar nokkrir Íslendingar, án tengsla við stjórnmálasamtök, söfnuðu undirskriftum fjórðungs þjóðarinnar þar sem skorað var á þjóðhöfðingjann að synja Icesave-lögunum staðfestingar.
  • „Þetta var vald fólksins í sinni tærustu mynd. Það skoraði aðgerðir stjórnvalda og þingsins á hólm og hvatti forsetann til að rækja skyldur sínar samkvæmt stjórnarskránni í þágu hins lýðræðislega vilja fólksins,“ sagði Ólafur Ragnar.

Fleira var í þessari ræðu forsetans, sem var inngangsræða stærstu ráðstefnu sem haldin hefur verið í sögu Íslands, sótt af um 3.000 manns; lítið á Mbl.is-fréttina.

Forseta Íslands skulu enn færðar þakkir hér á vef þessara samtaka, Þjóðarheiðurs.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Gekk gegn hagsmunaöflum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eygló Harðardóttir er glöggsýn á ástand keisarans!

Eygló Harðardóttir.  Það er sannarlega tímabær tillaga hjá Eygló Harðardóttur, þingmanni Framsóknarflokks, að dregið verði úr "víðtækum valdheimildum fjármálaráðherra". Margt er þar orðið að tilefni harðrar gagnrýni á ráðherrann, einkum SpKef-málið, en ICESAVE sló þó öll met, þvílíkur var atgangur þessa ráðherra í því máli misserum saman að reyna að koma klafa ólögvarinnar gerviskuldar á herðar almennings. Og þessi ráðherra situr enn! Já, heldur áfram að starfa með ólögmætum hætti, ef dæma má af vel rökstuddum greinum lögfræðings nokkurs, Árnýjar J. Guðmundsdóttur, sem fjallað hefur um SpKef-málið í Viðskiptablaðinu og Morgunblaðinu* og það með þeim hætti, að steinn virðist ekki standa yfir steini í vörnum Steingríms J. og Gunnars Andersen í Fjármálaeftirlitinu í því máli.

En við hverju mátti ekki búast af þessum ótrúlega Icesave-ráðherra?! 

* Nú síðast í þessari grein í Mbl. sl. fimmtudag 11. ágúst: Starfsemi Spkef án lagaheimildar.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Vill draga úr valdheimildum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn maður bjargar með snarræði fullum málskotsrétti forseta frá árás stjórnlagaráðsmanna

Núverandi 26. gr. stjórnarskrár er haldið inni ÓSKERTRI í tillögum þessa "ráðs" vegna þess að einn maður barði í borðið gegn því að felldur yrði niður málskotsréttur forsetans gagnvart lögum um fjárlög og þjóðréttarsamninga við önnur ríki.

Já, vegna einarðrar mótstöðu EINS MANNS var árásinni á málskot til þjóðarinnar hrundið. Nefndur varnarmaður óbreyttrar 26. greinar mætti í þessu mikilli mótstöðu tveggja ESB-dindla, Eiríks Bergmanns Einarssonar og Vilhjálms Þorsteinssonar, auk t.d. Silju Báru, en Þorvaldur Gylfason tók hins vegar máli hans. Þessi maður heitir PÉTUR GUNNLAUGSSON, er lögfræðingur og starfar á Útvarpi Sögu.

Hefði þessi skerðing stjórnlaga-óráðsins verið samþykkt, hefði það með því komið í veg fyrir, að ný Icesave-lög þyrftu að koma til úrskurðar forseta og þjóðarinnar! – Kemur ekki á óvart, ýmsir í “ráðinu” voru opinberir predikarar Icesave-smánarsamninganna; það á t.d. við um Vilhjálm Þorsteinsson, Illuga Jökulsson og Guðmund Gunnarsson úr Rafiðnaðarsambandinu.

Pétur hótaði að greiða atkvæði gegn stjórnarskrárdrögum “stjórnlagaráðsins”, ef 26. greinin yrði skert. Svo fór, að niðurfellingin á heimild forsetans til málskots til þjóðarinnar um viss mál, sú niðurfelling sem fram að því hafði verið ofan á í “ráðinu”, var sjálf FELLD – Pétur hafði þar fullan sigur. Þetta gerðist þar í gærmorgun.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Stjórnlagaráð lýkur störfum í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólíkt höfðust þeir að ...

Vekja ber athygli á góðum leiðara í Mbl. í dag um erindi nokkurra brezkra þingmanna hingað, einkum eins úr Verkamannaflokknum, sem taldi "fráleitt að íslenskir skattgreiðendur yrðu látnir borga skuldir sem féllu til vegna Icesave-reikninga í útibúi Landsbanka Íslands í Bretlandi" og fylgdi því eftir með þrýstingi á Darling fjármálaráðherra. Menn lesi þann leiðara HÉR! eða í blaðinu í dag ('Sérkennileg staða'). Þar koma m.a. félagi Már og félagi Steingrímur við sögu ...

Lesið um áberandi augljóst vanhæfi norsks dómara til að fjalla um Icesave - í Mbl. í dag!

Stórmerk er grein eftir Hjört J. Guðmundsson á bls. 2 í Mbl. í dag: Mögulegt vanhæfi dómara, undirfyrirsögn: Nýr dómari við EFTA-dómstólinn kann að vera vanhæfur til þess að fjalla um Icesave-málið, komi það til kasta dómsins, vegna ummæla um það í blöðum.

Þetta þurfa allir að lesa!

JVJ.


Lesið um áberandi augljóst vanhæfi norsks dómara til að fjalla um Icesave - í Mbl. í dag!

Stórmerk er grein eftir Hjört J. Guðmundsson á bls. 2 í Mbl. í dag: Mögulegt vanhæfi dómara, undirfyrirsögn: Nýr dómari við EFTA-dómstólinn kann að vera vanhæfur til þess að fjalla um Icesave-málið, komi það til kasta dómsins, vegna ummæla um það í blöðum. Þetta þurfa allir að lesa!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband