Hún sagði það! - Hver? - Hún Álfheiður! - Hvað? - „Forsetinn á að fara á þing!“

Og þetta er sami forsetinn og mælti svo skörulega í sjónvarpsviðtali í gær um Icesave-gloríur innlendra og (sjá HÉR!) erlendra ráðamanna. Lítum nú á orð forsetans sem hann beindi á þeim ráðamönnum hér sem ábyrgir voru. Byrjum rólega, haltu þér, Steingrímur, já og þið, Álfheiður og Jóhanna.

Forsetinn taldi, að skynsamlegra hefði verið að bíða þess, að þrotabú Landsbankans yrði gert upp, heldur en hitt að „fallast á fáránlegar kröfur Breta og Hollendinga um að íslenzk þjóð gengist í ábyrgð fyrir Icesave-skuldinni“.

Og svo sagði hann fleiri sannleiksorð:

  • „Það var ekki gert heldur var bara látið undan þessum þrýstingi. Menn beygðu sig fyrir þessu ofbeldi af hálfu Evrópuþjóðanna og samþykktu fyrst samning sem var svo óheyrilegur að ekki aðeins hrópaði íslenska þjóðin hann af heldur hlupu Bretar og Hollendingar frá honum strax nokkrum mánuðum eftir að ákveðið var að setja á þessa þjóðaratkvæðagreiðslu.“

Hér var það ekki barnið, sem sagði sannleikann um keisarann, heldur forsetinn sem sagði sannleikann um afglöp þeirra sem hann fól stjórnartaumana eftir hálfgert byltingarástand í landinu. Eins og segir í leiðara Morgunblaðsins í dag:

  • Það er vissulega sérstætt og orkar tvímælis þegar þjóðhöfðingi, sem er ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum, setur svo harkalega ofan í við réttkjörin stjórnvöld landsins. En forsetanum er nokkur vorkunn þegar fjölmiðlar lepja afkáralegar útleggingar fjármálaráðherrans athugasemdalaust upp og aðrir réttbærir aðilar verða ekki til að grípa til andsvara eða fá ekki tækifæri til þess. 

Þarna er í leiðaranum vísað til nýlegrar viðleitni Steingríms til að snúa sannleikanum um Icesave á hvolf í sjónvarpinu fyrir helgina. Meira þungaviktarefni er um málið í leiðaranum.

En lesið fréttina á Mbl.is (tengill neðar). 

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Vill forsetann í framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Þetta var nátturulega bara brandari hjá honum Steingrími að halda því fram að það hefði verið betra að samþykkja Icesave fyrst að nýjustu áætlanir telji að þrotabúið eigi nóg upp í kröfuna hjá Bretum og Hollendingum því þá hefði fengist sátt í málinu.

Ég veit ekki með aðra en ég er mjög sáttur hvernig fór, þ.a.e.s að við Íslendingar höfnuðum þessum kröfum alfarið þar sem þetta mál tengist okkur ekkert, þetta mál er á ábyrgð þrotabúsins og innistæðutryggingasjóðanna í öllum 3 löndunum.

Einnig skautaði hann fram hjá því að fyrsta greiðsla (þ.e.a.s vextirnir sem átti að greiða á degi 1, ef ég man rétt, 24-36 milljarðar, né framtíðar vextir á meðan verið er að selja þrotabúið), þessir peningar sem hefðu verið greiddir í vexti hefðu endað sem almennar kröfur í þrotabúið en ekki forgangskröfur og því tapaður peningur.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 5.9.2011 kl. 10:12

2 Smámynd: Vendetta

Það skrifaði einhver hér á blogginu í sambandi við IceSave að ekki væri venja að greiða vexti af skuldum þrotabúss. Það er í takt við það sem þú skrifar, Halldór.

Kannski heldur frú Álfheiður innst inni að forsetinn þekki ekki 9. grein stjórnarskrárinnar og láti lokkast til að fara í framboð  . Ég ætla ekki að segja meira um Álfheiði, hún gerir það ágætlega sjálf. Auk þess ætti hún frekar að undirbúa eigið brotthvarf af þingi, því að allt bendir til þess að VG fái flengingu í næstu kosningum, ekki sízt vegna IceSave-klúðurs flokksins og jákvæðni flokksforystunnar gagnvart ESB.

Vendetta, 5.9.2011 kl. 11:08

3 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Steingrímur vill ekki sjá sannleikann í málinu, sem er sá að málið snerist um það eitt hvort veita bæri ríkisábyrgð á skuldum einkaaðila eða ekki. Ef Icesave hefði á einhverju stigi verið samþykkt væri komið fordæmi fyrir því að þjóðin (ríkið) ábyrgðist skuldir óreiðumanna í framtíðinni. Jafnvel Steingrímur, þó tregur sé, hlýtur að játa að það er ekki sama staðan. Eins og ég hef oft áður sagt: Það eina sem átti að gera í upphafi var að Bretar og Hollendingar yfirtækju sjálfir leifar Landsbankans í löndum sínum, gerðu sér þann mat úr þeim sem þeir gætu og/eða vildu, og ættu síðan afganginn hvort sem hann yrði jákvæður eða neikvæður. Ríkisábyrgð gat aldrei verið inni í þeirri mynd.

Magnús Óskar Ingvarsson, 5.9.2011 kl. 13:51

4 identicon

Það yrði nú skrautleg útkoma hjá V.G. ef Ólafur Ragnar færi í framboð í næstu kosningum. Hann myndi nú ekki bara sópa gólfið með V.G. heldur öllum fjórflokkunum. Íslendingar eru nú aðeins farnir að opna augun og sjá framhjá hvaða skerjum Ólafur Ragnar hefur siglt á sínum forsetaferli. Auðvitað er til fólk sem aldrei getur metið hann að verðleikum. Álfheiður ,Steingrímur o.m.fl. yrðu að víkja úr sínum volgu stólum.....Þótt fyrr hefði verið....

Jóhanna (IP-tala skráð) 5.9.2011 kl. 15:05

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mjög gott innlegg um princípmál, Magnús Óskar, þakka þér, ég mæli með því að allir lesi það.

Innlegg Halldórs Björgvins er í takti við þetta, þakka það! Og hann bendir á, að Steingrímur skautar yfirborðs og áróðurslega fram hjá þeirri mikilvægu staðreynd, að "fyrsta greiðsla (þ.e.a.s vextirnir sem átti að greiða á degi 1 [skv. Icesave I, II og III] ... [og] framtíðarvextir á meðan verið er að selja þrotabúið), þessir peningar sem hefðu verið greiddir í vexti hefðu endað sem almennar kröfur í þrotabúið en ekki forgangskröfur og því tapaður peningur." Þar með eru fullyrðingar Steingríms orðnar berar að því að vera það sem þær eru: rangar og gersamlega villandi, virðast þjóna þeim tilgangi einum að réttlæta sjálfan hann, en til þess arna þurfti hann að grípa til ... blekkinga einu sinni enn! - já, engu síður nú en þegar hann sagði, að ekki væri neinn samningur í burðarliðnum, enda yrði hann borinn fyrst undir utanríkismálanefnd ... og mætti svo með Icesave-I samning Svavar tveimur dögum seinna og bar hann aldrei undir utanríkismálanefnd, heldur reyndi á afar óbilgjarnan hátt að keyra hann í gegn og að kúga til þess eigin þingflokk!

Ég veit ekki hver er Icesave-blekkingarmeistarinn ef það er ekki Steingrímur J. Margir gera reyndar tilkall til titilsins. Einhverjar þjóðir hefðu nú sett þetta sem stóran stimpil á afturhlutann á sínum fjármálaráðherrum í kveðjuskyni, ef þeir hefðu reynt svona aðferðir þar.

Þakka þér þitt innlegg, Vendetta. Ég held það hafi ekki bara verið einhverjir bloggarar, sem sögðu, að ekki væri venja að greiða vexti af skuldum þrotabúss, heldur hafi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson alþm. talað um þetta líka, e.t.v. Höskuldur Þórhallsson alþm. og lögfróðir menn. Einhver rifjar þetta upp með mér.

Þakka öfluga umræðu.

Jón Valur Jensson, 5.9.2011 kl. 15:18

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svo hafa Bretar og Hollendingar aldrei lýst því yfir, að þeir ætli að lögsækja okkur, og eins og Pétur Blöndal bendir á í mjög góðum viðtalsþætti núna á 5. tímanum um þetta mál o.fl. í Útvarpi Sögu (verður endurtekinn í kvöld), þá yrði slík málssókn yfirlýsing um það af þeirra hálfu, að það sé ríkisábyrgð á bönkum í ESB og EES, og það yrði rosalega afdrifaríkt fordæmi fyrir ríkissjóði margra ESB-landa (og ekki á efnahagsvandann þar bætandi), ef þetta yrði viðurkennt sem löglegt -- og þar með dómafordæmi -- í ESB-dómstólnum.

Margt fleira kom þar fram í þættinum um þetta mál, m.a. um vaxta-vitleysuna. Ég hef sjálfur margbent á (fyrir utan ofangreint um vaxtamálið), að vaxtakröfur Breta eru þeim óheimilar vegna þeirra eigin velvildarkjara við þeirra eigin innistæðutryggingasjóð, en slík mismunun leyfist ekki á Erópska efnahagssvæðinu.

Jón Valur Jensson, 5.9.2011 kl. 16:37

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vegna alls þessa er það fráleitt að senda Árna Pál Árnason í einhvers konar Icesave-leiðangur til Breta og Hollendinga ... og til hvers? Til að sleikja úr þeim fýluna? Til að biðja þá að lögsækja okkur ekki? Eða til að biðja um hótun um lögsókn til að þrýsta á um eitthvað til að bjarga andliti Steingríms & Co. til að "sýna fram á", að hann hafi alltaf haft á réttu að standa, að þetta hafi verið "full alvara" af hálfu Br. & H. og að hann standi sig bara vel, ef hann sleppur t.d. með ekki meira en 50-100 milljarða kr. álögur á okkar ríkissjóð í sínum meðvirknisamningum um málið? Var Árna Páli jafnvel falið að semja um eitthvað slíkt?!

Krafan er enn og aftur: Enga Icesave-svikasamninga!

Jón Valur Jensson, 5.9.2011 kl. 16:44

8 Smámynd: Vendetta

Mér brá í brún við fréttaflutning í RÚV varðandi IceSave fyrir nokkrum dögum. Það var eins og Íslendingar hefðu fyrirfram tapað málinu fyrir EFTA-dómstólnum og fréttalesarinn tíundaði hversu mikið Íslendingar þyrftu að greiða Bretum og Hollendingum (meira en 1000 milljarða) og hversu rosalega mikið meira það verður en ef IceSave-samningurinn hefði verið samþykktur.

Það fer víst ekki mikið fyrir hlutleysinu þarna í Efstaleitinu. Né sannleikanum.

Vendetta, 5.9.2011 kl. 16:55

9 identicon

Er Steingrímur að útbúa Iceave IV...?

Sólrún (IP-tala skráð) 5.9.2011 kl. 17:08

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það mætti halda það.

Og kærar þakkir fyrir snarpt og gott innlegg, Vendetta.

Jón Valur Jensson, 5.9.2011 kl. 17:11

11 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Það skrifaði einhver hér á blogginu í sambandi við IceSave að ekki væri venja að greiða vexti af skuldum þrotabúss.

Það er rétt, það tíðkast ekki að greiða vexti úr skuldum þrotabúa.

Það er einmitt það sem Steingrímur er að skauta fram hjá, það sáu allir að það voru svimandi háir vextir í Icesave samningnum sem hefði verið greitt úr ríkissjóði og hefði lent sem almenn krafa í þrotabúið og því kannski fengist um 1-5% allra mesta lagi til baka. 

Halldór Björgvin Jóhannsson, 5.9.2011 kl. 17:13

12 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

 Það var eins og Íslendingar hefðu fyrirfram tapað málinu fyrir EFTA-dómstólnum og fréttalesarinn tíundaði hversu mikið Íslendingar þyrftu að greiða Bretum og Hollendingum (meira en 1000 milljarða) og hversu rosalega mikið meira það verður en ef IceSave-samningurinn hefði verið samþykktur.

Brandarinn við þetta er sá að við værum alls ekki að fara tapa meiru eða skulda meira, því með þvi að tapa þessu máli þá þyrftum við að borga Icesave skuldina, sem var nú einmitt verið að innheimta með Icesave 1, 2 og 3.

Munurinn yrði sá að með því að tapa málinu þá værum við með 100% af þrotabúin upp í þetta í staðin fyrir ~50% eins og Icesave kvað upp á.

Rúv er orðið rosalega sorglegt pólitískt tæki stjórnvalda!!!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 5.9.2011 kl. 17:19

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

... enda sums staðar kallað Ríkisstjórnarútvarpið ...

Jón Valur Jensson, 5.9.2011 kl. 17:34

14 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Við höfum ekki aðgang að okkar eigin miðli Ruv. Því sem ég er búin að komast að í minni fábreyttu baráttu gegn fullveldisafsali,er að fólk segir,ég vil sjá hvað er í boði,hvað er í pakkanum og kjósa.    Þessu er búið að þrykkja inn í saklausar sálir,með yfirburða aðstöðu Ruv. að ég tali ekki um Baugsmiðilinn. Við vitum og ættum að láta það berast að,þótt nei-ið yrði jafn afgerandi og í Icesave,er það yfirlýst af forsætisráðherra ,að það sé ekki bindandi (sem sagt ómark). Auk þess er alvarlegast að um fullveldisafsal er að ræða. Við þetta fékk ég mitt fólk til að hugsa,því þau eru leið á stjórnmálaumræðum. Jón Valur,þú ert á útv.Sögu,þar er talað tæpitungulaust. M.b.K.v.

Helga Kristjánsdóttir, 14.9.2011 kl. 04:01

15 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í fyrst lagi þegar kröfur eru hæpnar, þá er fyrsta startegia sem kemur upp í hugann að koma með óheyrilegar kröfur til að þeim verið hafnað og sett fram mótkrafa: viðurkenning á réttmæti óheyrulegu kröfunar í grundvallaratriðum.  Hér átt strax að hafna kröfum. Hinsvegar voru viðbrögð að samþykkja allt strax . Þá vakna grunnsemdir um UK hafi haft eitthvað í bakhöndinni sem þolir ekki dagsins ljós að mati þeirra sem hafa ekki úthald í svona persónulega.  Enda hefur UK haft plan B tilbúið og bjóst aldrei við þessum viðbrögðum hér. We are under the thumb to day. Best hefði verið að setja allt í þrot, til geta byrjað strax að byggja upp, í Bankaheiminum skipta þrot engu máli fyrir UK, því þau breyta bara efnahagsreikningum en ekki tekjum starfsmannanna Bresku. Íslenskir stjórnmálamenn taka þessi mál of persónulega nærri sér.

Júlíus Björnsson, 19.9.2011 kl. 04:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband