Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010
19.6.2010 | 00:34
Heilbrigðiskostnaður af Eyjafjallagosi: um 1/1000 af árlegum Icesave-vöxtum skv. óskafrumvarpi Steingríms og Jóhönnu!!!
Afar mikill, en ekki alveg ómældur er kostnaðurinn fyrir heilbrigðis- og almannavarnakerfið vegna eldgossins í Eyjafjallajökli: 41½ milljón, m.a. "vegna öndunarfæra- og bólgusjúkdóma af völdum gosefna hjá þeim sem eru með einkenni um sjúkdóm eða eru með undirliggjandi hjarta- og lungnasjúkdóma," einnig kostnaður vegna vinnu geðhjúkrunarfræðings við samræmingu áfallahjálpar, almannavarnir og skipulag bráðaþjónustu, breytingar á vöktum og ýmis búnaður til varnar ösku svo sem öndunargrímur og hlífðargleraugu og fleira," segir í frétt Mbl.is, sem byggð er á niðurstöðum athugunar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Landspítalans og sóttvarnalæknis.
Það er vont í miðri kreppu að lenda í ærnum og óvæntum útgjöldum, þótt ólíkt verra sé heilsutjón fólks. En menn leiði nú hugann að því, að BARA VEXTIRNIR, sem verið er að ætlast til af okkur vegna gerviláns, sem fjármálaráðherrann vill gefa út ríkisábyrgð á vegna ólögvarinnar kröfu tveggja yfirgangssamra uppgjafa-nýlenduvelda, eru nær ÞÚSUND SINNUM MEIRI Á HVERJU EINSTÖKU ÁRI heldur en þessi kostnaður sem hlýzt af Eyjafjallagosinu! og þá er alveg eftir að BYRJA á því að greiða niður höfuðstólinn af þessu LYGALÁNI!
Er Steingrími sjálfrátt? Eða er hann þægur leiksoppur afvegaleiddrar Samfylkingar?
Jón Valur Jensson.
Heilbrigðiskostnaður nemi 41,5 milljónum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 00:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.6.2010 | 23:26
KANNSKI LOKSINS RANNSÓKN Á ICESAVE-HROLLVEKJUNNI?
Óskiljanlegt hefur verið að hópur lögmanna, eða stjórnarandstaðan, skuli ekki fyrir löngu hafa farið fram á rannsókn á framgangi embættismanna og núverandi stjórnar, Icesave-stjórnarinnar, í Icesave-málinu öllu. Ótrúlegt hefur verið að horfa upp á valdníðslu ríkisstjórnarinnar í málinu gegn þjóðinni. Og það án dóms og þvert gegn lögum. Fyrir löngu var komið nóg af forhertum yfirgangi ríkisstjórnarinnar og mál að linni og að rannsókn hefjist.
Nú lítur út fyrir að við fáum kannski rannsóknina, loksins, ef spillingar-stjórninni tekst ekki að kæfa viðleitnina um rannsókn eins og lýðræðið hefur verið kæft af núverandi stjórn yfirleitt. Sjálf minntist ég á rannsókn í síðasta pistlinum mínum og fólk hefur oft skrifað og talað um þörf fyrir rannsókn. Las nú í dag að rannsóknartillaga hefur verið lögð fram af stjórnarandstöðunni um rannsókn á embættisfærslum og stjórnvaldsákvörðunum í Icesave-málinu. Fyrsti flutningsmaður verður Sigurður Kári Kristjánsson:
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/06/12/rannsokn_a_icesave_malinu/
Fjármál | Breytt s.d. kl. 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.6.2010 | 00:18
Það er okkur Íslendingum að mæta!
Brezkir og hollenzkir ráðuneytismenn vissu betur en svo, að íslenzka ríkið ætti að borga þeim eitt né neitt. Þeir vissu það sömuleiðis, að enginn Árni Mathiesen, þótt fjármálaráðherra væri, né Björgvin G. Sigurðsson, þótt bankamálaráðherra væri, gæti skuldbundið landið til greiðslu 6001000 milljarða króna til þess þyrfti a.m.k. samþykki Alþingis skv. 40. og 41. gr. stjórnarskrárinnar (sjá hér: Sigurður Líndal: Icesave og ríkisábyrgð) og þó því aðeins (skv. 77. gr. sömu stjórnarskrár), að gjaldskylda hefði þegar myndazt með einhverri lögbundinni skyldu (sjá HÉR!). Svo var ekki, en það var haldið áfram að þjarma að Íslendingum, til viðbótar við það, sem nógu skelfilegt var, þegar á okkur var skellt viðskiptastríði með beitingu hryðjuverkalaga og með því að fella stærsta banka okkar (Kaupþing) til viðbótar við Landsbankann.
Yfirvöld glúpnuðu í byrjun, skrifuðu þó ekki upp á bindandi samninga, síðan komu önnur enn ábyrgðarlausari yfirvöld sem hafa þráfaldlega reynt að þókknast fallvöltum brezkum og hollenzkum yfirvöldum í þessu máli, en mætt fullri mótstöðu íslenzku þjóðarinnar.
Allur þjösnaháttur Breta og Hollendinga er að engu hafandi. Við hrindum honum af okkur Íslendingar eins og hverri annarri verstu óværu sem hingað hefur borizt utan úr heimi.
Jón Valur Jensson.
Fjármál | Breytt s.d. kl. 01:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2010 | 21:34
JÓHANNA OG STEINGRÍMUR ÆTLUÐU OKKUR ICESAVE NÆSTU 5 ALDIRNAR.
Í fréttinni segir maðurinn að Ísland geti ekki staðið undir því að borga til baka Icesave-skuldina við hollenska ríkið, eins og hann ranglega kallar Icesave. Fyrir það fyrsta hefur Icesave aldrei verið skuld íslenska ríkisins. Og hollenska ríkið lánaði íslenska ríkinu ekkert vegna Icesave. Og athugið að hann er ekki að tala um Icesave í Bretlandi, bara Hollandi.
Það hefði fyrir löngu þurft að hefja opinbera rannsókn á hvað nákvæmlega Jóhönnu- og Steingríms-stjórnin, Icesave-stjórnin, ætlaði okkur að gera til að borga hinar ólögvörðu Icesave-kröfur bresku og hollensku ríkisstjórnanna, sem þau ætluðu að pína yfir okkur án dóms og laga. Ætluðu þau íslenskum skattgreiðendum að eyða næstu 5 öldum bara í að borga Icesave?
RANNSÓKN STRAX.
Elle Ericsson.
Íslendingar geta ekki borgað Icesave" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.6.2010 | 03:41
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson um Icesave
"En þennan stuðning og annan í Icesave hafa menn ekki nýtt sér. Ég nefni sem dæmi að mjög áhrifamikið fólk í breska Íhaldsflokknum var búið að senda erindi til íslenska viðskiptaráðuneytisins til þess að bjóða fram aðstoð í Icesave-málinu. Þessu erindi var ekki einu sinni svarað."
Þannig mælti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í löngu og athyglisverðu viðtali við Agnesi Bragadóttur í Morgunblaði nýliðins laugardags.
Hann sagði þar einnig:
- Icesave-deilan leysist ekki, nema menn séu tilbúnir til þess að nýta sér styrkleikana í stöðunni og þiggja þá aðstoð sem býðst. Ef það verður gert, hygg ég að vel sé hægt að leysa þessa deilu farsællega fyrir alla aðila, þannig að íslenskir skattgreiðendur séu ekki að taka á sig einhverjar kröfur, sem engin lagaleg stoð er fyrir. [Undirstrikun jvj.]
Varðandi það að "þiggja þá aðstoð sem býðst" nefnir Sigmundur Davíð mjög athyglisverð dæmi frá Norðurlöndunum.
Eftir samskipti og viðræður Sigmundar og félaga hans við þingmenn í núverandi stjórnarmeirihluta í Bretlandi, sérstaklega við þingmenn Frjálslyndra demókrata, auk þingmanna Íhaldsflokksins, telur hann þá "hafa fullkominn skilning á stöðu Íslands og sammála mati okkar og töldu málið bara vera klúður Gordons Browns og Alistairs Darlings."
Sjá nánar í viðtalinu sjálfu, sem er hér: Okkur liggur lífið á.
JVJ.
Fjármál | Breytt s.d. kl. 03:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2010 | 06:32
Áminning ESA fær sína áminningu!
Allir lesandi, fróðleiksfúsir, þjóðhollir menn eru hvattir til að kynna sér greinina Áminning ESA sem birtist í Morgunblaðinu í dag og er eftir Lárus L. Blöndal hrl. og Stefán Má Stefánsson, prófessor í Evrópurétti við Háskóla Íslands.
Nú eru sumir jafnvel farnir að tala um álit ESA (eftirlitsstofnunar EFTA) sem "dómsúrskurð". Þetta er fjarri sanni. Í þessari grein lögspekinganna er að finna margvísleg rök fyrir því, að þetta álit (áminning) ESA standist ekki skoðun og samræmist ekki réttum skilningi laga.
Um þetta mál verður nánar fjallað hér á síðunni.
JVJ.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 06:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2010 | 23:39
Vont er þeirra ranglæti ...
... verra er þeirra réttlæti.
Mér komu þessi fleygu orð í hug er ég las þessa frétt. Það kemur svo sem ekki mikið á óvart að ráðherra í ríkisstjórn Hollands, ríkis sem hefur brotið nánast allar skráðar og óskráðar reglur í milliríkjasamskiptum með grófum fautaskap og fjárkúgun í Icesave-deilunni gagnvart íslenska ríkinu, skuli fara með svona fleipur.
Hver meðalgreindur maður sér auðvitað að ráðherrann fer með tómt fleipur. Eflaust er hann fullákafur greyið að sýna sig og fá fólk til að halda að hann sé eitthvað. Hann vill væntanlega festa sig í sessi sem fjármálaráðherra nýtekinn við embætti og má kannski virða það honum til vorkunnar.
Verst að það virðist vera einkennandi fyrir bæði hollenska og breska stjórnmálamenn að þeir telja sig vera stóra karla ef þeir sparka í þá sem geta síður varið sig, s.s. smáþjóðir með lítil sem engin áhrif. Sæjum við þennan ráðherra sýna Þýskalandi svona óvirðingu?
Samkvæmt heimasíðu fjármálaráðherrans er hann viðskiptamenntaður enda augljóslega ekki með hvolpavit á alþjóðlegri lögfræði. Það lítur út fyrir að hvorki þekking né menntun í alþjóðastjórnmálum eða -lögfræði sé skilyrði fyrir því að komast áfram í stjórnmálum í Hollandi líkt og hér heima.
Misvitrir stjórnmálamenn í Hollandi og aðrir sem þetta lesa eru hér með upplýstir um að dómstólaleiðin felur í sér málarekstur fyrir dómstólum, ekki pöntuð álit frá opinberum stofnunum kostuðum af þeim sem álitið varðar.
Theódór Norðkvist.
Dómstólaleiðin í raun farin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2010 | 12:44
Er Steingrímur J. Sigfússon nýjasti útrásarvíkingurinn?
Við hér á Íslandi höfum upplifað það að 20-30 gróðafíklar lögðu efnahag landsins í rúst í spilafíkn sinni á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Þjónar auðvaldsins voru reknir frá völdum með skömm og þeir fengnir til að þrífa upp skítinn sem í orði kveðnu þóttust vera talsmenn hinna vinnandi stétta. Kjörnir til að taka til eftir þá sem voru og eru enn þjónar hinna þiggjandi stétta, arðræningjanna og afætnanna.
Eitt fyrsta verk stjórnmálaflokka alþýðunnar var að senda sínum bestu vinum, að eigin sögn, almenningi í landinu, reikninginn fyrir ólifnaði og óreiðu forréttindastéttanna. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar hefur vafið landið í skuldum til að borga út spilafíklana sem keyptu jöklabréfin og endurreisa bankana sem fjárglæpamennirnir rændu innan frá og skildu eftir skuldum vafna. Nú vill hún bæta gráu ofan á svart með því að senda almenningi reikninginn fyrir þjófnaði Landsbankans í Hollandi og Bretlandi í gegnum Icesave-reikningana.
Ef það er eitthvað sem við getum lært af hruninu er það einna helst að óvarlegt er að safna það miklum skuldum að til að hægt verði að borga þær verði allt að fara á allra besta veg í fjármála- og viðskiptaþróun umheimsins. Það er gott að vera bjartsýnn en það verður að gera ráð fyrir áföllum og að eitthvað komi upp á sem setur áætlanir úr skorðum.
Steingrímur J. Sigfússon virðist vera jafn sneyddur þessum eiginleika og spilafíklarnir sem settu landið á hausinn. Hann hefur lagt allt kapp á að veðsetja fjölskyldur landsins, gamalmenni, sjúklinga og börn, til að borga spilaskuldir Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Til að keyra í gegn Icesave-nauðasamninginn voru búnar til platáætlanir í glansumbúðum stígandi súlurita um mikinn hagvöxt sem byggði á vexti í ferðaþjónustu en einnig orkusölu, ekki til mengandi álvera sem er framför, en gagnavera og ýmiss konar iðnaðar sem er ekki eins orkufrekur.
Í frétt á vefsíðu iðnaðarráðuneytisins kemur fram að Steingrímur hafi verið sem fjármálaráðherra farinn að telja aurana í kassann því útlit hefði verið fyrir frábæra ferðamannavertíð í ár. Síðara eldgosið í Eyjafjallajökli sýnir okkur að forsendur Steingríms og ríkisstjórnarinnar voru byggðar á sandi. Eða ætti maður kannski að segja ösku?
Það er hættulegt að fara í skuldasöfnun sem byggir á óskhyggju. Ríkisstjórnin var og er enn tilbúin og bíður þess færis að veðsetja þjóðina fyrir hinni upplognu Icesave-skuldbindingu ríkisins á grunni áætlana í ríkisfjármálum sem eru í besta falli byggðar á óskhyggju og í versta falli falsaðar til að blekkja þjóðina til fylgis við skuldahlekkina.
Er þetta hin nýja útrás? Ríkisrekin skuldasöfnun í jafnvel enn meira mæli en hjá útrásarvíkingunum, sem eru sennilega á leið í fangelsi. Og allt byggt á áætlunum sem virðast vera gerðar af fólki sem er ekki í sambandi við raunveruleikann.
Theódór Norðkvist. Höfundur er stjórnarmaður í Þjóðarheiðri.