Það er okkur Íslendingum að mæta!

Brezkir og hollenzkir ráðuneytismenn vissu betur en svo, að íslenzka ríkið ætti að borga þeim eitt né neitt. Þeir vissu það sömuleiðis, að enginn Árni Mathiesen, þótt fjármálaráðherra væri, né Björgvin G. Sigurðsson, þótt bankamálaráðherra væri, gæti skuldbundið landið til greiðslu 600–1000 milljarða króna – til þess þyrfti a.m.k. samþykki Alþingis skv. 40. og 41. gr. stjórnarskrárinnar (sjá hér: Sigurður Líndal: Icesave og ríkisábyrgð) og þó því aðeins (skv. 77. gr. sömu stjórnarskrár), að gjaldskylda hefði þegar myndazt með einhverri lögbundinni skyldu (sjá HÉR!). Svo var ekki, en það var haldið áfram að þjarma að Íslendingum, til viðbótar við það, sem nógu skelfilegt var, þegar á okkur var skellt viðskiptastríði með beitingu hryðjuverkalaga og með því að fella stærsta banka okkar (Kaupþing) til viðbótar við Landsbankann.

Yfirvöld glúpnuðu í byrjun, skrifuðu þó ekki upp á bindandi samninga, síðan komu önnur enn ábyrgðarlausari yfirvöld sem hafa þráfaldlega reynt að þókknast fallvöltum brezkum og hollenzkum yfirvöldum í þessu máli, en mætt fullri mótstöðu íslenzku þjóðarinnar.

Allur þjösnaháttur Breta og Hollendinga er að engu hafandi. Við hrindum honum af okkur Íslendingar eins og hverri annarri verstu óværu sem hingað hefur borizt utan úr heimi.

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband