Sigmundur Davíð Gunnlaugsson um Icesave

"En þennan stuðning og annan í Icesave hafa menn ekki nýtt sér. Ég nefni sem dæmi að mjög áhrifamikið fólk í breska Íhaldsflokknum var búið að senda erindi til íslenska viðskiptaráðuneytisins til þess að bjóða fram aðstoð í Icesave-málinu. Þessu erindi var ekki einu sinni svarað."

Þannig mælti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í löngu og athyglisverðu viðtali við Agnesi Bragadóttur í Morgunblaði nýliðins laugardags.

Hann sagði þar einnig:

  • „Icesave-deilan leysist ekki, nema menn séu tilbúnir til þess að nýta sér styrkleikana í stöðunni og þiggja þá aðstoð sem býðst. Ef það verður gert, hygg ég að vel sé hægt að leysa þessa deilu farsællega fyrir alla aðila, þannig að íslenskir skattgreiðendur séu ekki að taka á sig einhverjar kröfur, sem engin lagaleg stoð er fyrir.  [Undirstrikun jvj.] 

Varðandi það að "þiggja þá aðstoð sem býðst" nefnir Sigmundur Davíð mjög athyglisverð dæmi frá Norðurlöndunum.

Eftir samskipti og viðræður Sigmundar og félaga hans við þingmenn í núverandi stjórnarmeirihluta í Bretlandi, sérstaklega við þingmenn Frjálslyndra demókrata, auk þingmanna Íhaldsflokksins, telur hann þá "hafa fullkominn skilning á stöðu Íslands og sammála mati okkar og töldu málið bara vera klúður Gordons Browns og Alistairs Darlings."

Sjá nánar í viðtalinu sjálfu, sem er hér: Okkur liggur lífið á

JVJ. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband