Hið vitlausa Moody's-mat

  • Moody's snýr öllum hlutum á haus. 
  • Nú heitir það gott að skulda sem mest. 
  • Með okið á bakinu erum við laus 
  • við áhættu' á hruni og lánshæfisbrest. 
  • Að standa á réttinum stoðar þig lítt, 
  • því staðreynd er þetta: að svart er hvítt. 

Makalaust vitlaust er lánshæfismat Moody's, þó harðneitaði stjórnarmeirihlutinn þeirri beiðni hins íslenzka greiningarfyrirtækis GAM Management hf. (GAMMA*) að kallað yrði eftir öðru lánshæfismati erlendis frá. Um málið var fjallað í fréttaskýringu eftir Örn Arnarson í viðskiptablaði Morgunblaðsins í fyrradag: Höfnun Icesave gæti sent lánshæfið í ruslflokk. Þar er ýtarlega sagt frá dómsdagsspám Moody's og þeirri fráleitu fullyrðingu þess, að samþykkt hinna óvissu Icesave-reikninga styrki lánshæfi Íslands. En þið megið ekki fara á mis við þetta söguyfirlit sem þar fylgir í grein Arnar:

  • Matið í hæstu hæðum fyrir bankahrunið 2008
  • Moody's hefur lengi haft lánshæfi íslenska ríkisins í góðum metum og á síðustu árum hefur matsfyrirtækið fremur haldið að sér höndum við að lækka lánshæfismatið þó svo að augljóslega hafi tekið að syrta í álinn. Þannig mat Moody's lánshæfiseinkunn íslenska ríkið með allra traustasta móti í september 2008. Í febrúar árið undan hafði matsfyrirtækið veitt íslensku viðskiptabönkunum þrem hæstu lánshæfiseinkunn en það var meðal annars gert í krafti þess sem var talið traust staða ríkisins og mikil geta þess til að endurfjármagna bankakerfið ef það lenti í þrengingum.
  • Íslenska ríkið var með hæstu lánshæfiseinkunn frá Moody's allt frá árinu 2002 til mars árið 2008. Þá lækkaði einkunnin niður í Aa1 sem er aðeins einu þrepi frá hæstu lánshæfiseinkunn. Í október sama ár lækkaði þó Moody's einkunnina niður í A1 en skuldabréfaútgefendur með slíka einkunn teljast þó vera í traustara lagi. Í desember sama ár var einkunnin lækkuð niður í Baa1 sem skilgreinist sem efri flokkur áhættusamra en þó fjárfestingarhæfra útgefenda. Það var ekki fyrr en í nóvember árið 2009 sem íslenska ríkið fékk einkunnina Baa3 með neikvæðum horfum, en það er lægsti flokkur fjárfestingarhæfra útgefanda. Einkunnin hefur verið þar síðan þá. (Morgunblaðið, 24. febr. 2011, viðskiptablað, s. 4. Sami viðskiptablaðamaður Morgunblaðsins, Örn Arnarson, á aðra stærri, mjög athyglisverða grein í sama blaði: Milli skers og báru vegna Icesave.)

Um þetta matsmál er ennfremur fjallað í góðum leiðara Mbl. í dag: Spádómar Moody's  ("Fyrirtækið gaf íslensku bönkunum hæstu einkunn rúmu ári fyrir bankahrunið ...").

Við höfum vegið og metið og léttvægt fundið þetta sennilega keypta lánshæfismat Moody's** í pistlum hér á vef Þjóðarheiðurs:

Jón Valur Jensson.

* Sjá umsögn GAMMA. 

** Margt virðist benda til, að kaupandinn sé Steingrímur J. Sigfússon og hans Icesave-sálufélag, en ríkissjóður látinn borga reikninginn. Ef það reynist ekki rétt, má vel vera, að Bretar hafi tekið að sér að borga reikninginn í þetta eina sinn. Hinu skal ekki gleymt, að lánshæfismat þessa Moody's var það eina, sem Icesave-stjórnin vildi kaupa undir lok ársins 2010 til að segja til um "álit umheimsins" á Icesave-III-samningnum ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Moody´s tekur engin mark á lengur...þeir myndu mæla með því að blindir fengju að fljúga flugvélum ef verðið er rétt...

Óskar Arnórsson, 26.2.2011 kl. 14:33

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég tel miðað við alþjóð skilgreiningar á heimsíðum Matsfyrirtækjanna að hér á Íslandi sé um misskilning að ræða.

Þetta eru frá USA og UK overseas service companies,  eða utan efnahagslögsögu reiðufjáraútstreymis matsfyrirtæki, með útbú um allan heim. [Sjá handbært reiðufé í rekstri: ráðstöfunartekjur]

Mat er því mælikvarði á öruggi útstreymis til skamms tíma mati til næsta mats.

Þetta er líka nálgað með öryggi greiðslugetu reiðufjár.

Fjármagnsfjárfestir horfir líka í rúmataks veltu fjármagnsfestingar en ekki svo mikið í verðmæti fasteignaveða til baktryggingar á  skammtíma mælikvarða.

Veðsafn þar sem greiðslugeta er létt og örugg til dæmis fyrstu 5 ár af 30 ára tímabila, skilar því  á þeim tíma góðu mati AAAA til ákvörðunar heildarmats allra veðsafna.

Hér voru flest veðsöfn  samsett úr langtíma tíma subPrime [rusl flokkur langtíma]  um aldamótin sjá búðlánsjóð og lífeyrissjóðina.  Og nýja veðskuldaformið sem tók hér allt yfir um 2002.

Mat á skammtíma  reiðufjáraútstreymi innan árs er líka mat á lánshæfi til sama tíma.

Mat fyrirtækin gera út á reiðufé en ekki gjaldþrot sinna fjármagnsfesta viðskiptavina. Þess vegna er matið stöðugt í endurskoðun.

Erlendis eru Prime veðskuldarsöfn grunnurinn. Þessi lánsform hafa það eðli að greiðslugeta léttist frekar en hitt þegar líður á útstreymis tíma og í sjóðstilliti er sjóðurinn alltaf í jafnvægi með fast AAAA.    Því fleiri slík söfn í matinu því hærra mat erlendis, vegur velta langtíma 30 ára veðskuldalánsform þungt í heildar myndinni.

Matsfyrirtækið veitir sínum fjármagnsfestum skammtíma leiðbeiningar um ríkisjóð sem aðra.  Hér vita allir á erlendum mörkuðum að nýja Íslenska grunnlánsformið vex að raunvirði á lánstíma 25 til 45 ár. Þótt matsfyrirtækin setji það ekki inn í sitt skammtíma mat. Raunvirðishækkun er lofað á heimasíðu íbúðalánsjóðs og gerð krafa um að kaupandi bréfa geymi þau í minnst 5 ár. Þetta sjónarmið er ekki það sem skammtíma fjármagnsfestar erlendis sækjast eftir.

Til þess að tryggja meiri skammtíma fjármagnsfesta útstreymi reiðufjár getur Íslenski Ríkisjóðs skuldþrælinn, skorðið niður reiðfjár útstreymi til innkaupa varnings inn í efnahagslögsöguna, hækkað reiðufjár innstreymi vegna útflutnings varnings [varla þökk Brussel: þótt þetta borgi sig margfalt til lengri tíma litið]. Hér tekur þá skuldþrælinn til þess að ráðs að biðja Guð almáttugan um eitt risa lágraunvaxta stóru iðjuver sem þá tryggir fast innstreymi reiðufjár, sem framfleytir kannski 1000 manns á mælikvarða milljónum neytendanna sem með sínum tekjum tryggja iðjuverinu langtíma starfsgrundvöll.     

Neytendur EU er í langtíma ráðstöfunar tekjuskerðingar aðlögun.

Þar sem þetta er alfarið spurning um skammtíma reiðufjár útstreymi þá er óþarfi að rugla heildarmyndina með sjónarhorni skuldþrælsins og kalla þetta lánshæfismat. 

Skoða máli frá þeim sem hirðir fjármagnið.  It takes one to know one.

Júlíus Björnsson, 26.2.2011 kl. 14:47

3 identicon

Júlíus, taktu mark á því sem Jón Valur, Óskar og Micha Fuks segja um matsfyrirtækin. Hvar fannstu þetta orðalag:

"alþjóðlegar skilgreiningar á heimsíðum matsfyrirtækjanna ?"

Ég verð bráðum búinn að hlægja að þessu í klukkustund.

Kveðja Júlíus.

Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 26.2.2011 kl. 15:30

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Fáðu þér gleraugu: á heimsíðum Matsfyrirtækjanna sem eru markaðsettar alþjóðlega á netinu.

Ég tek fullt mark á skoðunum ofangreindra. 

Debit hjá lánadrottni merkir kredit hjá skuldnaut.  Fjármagnfjárfestar overseas hlaup úr einu veðbréfa safni í annað.  Hlægilegt er að halda að þetta séu einhverjir siðferðispostular.   Það er allt í lagi fyrir suma að vera hvatvísir.

Matsfyrirtækin eru ekki til að þjóna almenningi eða þeim sem hafa takamarkaða þekkingu eða torgreint mat á tvíhliða bókhaldi. Setja sig í spor annarra er ekki öllum gefið. 

Það sem er kallað lánshæfismat hér er kennt nýbyrjendum í bankafræðum  að sé mat á skammtíma greiðslugetu. meira pro er að tala um öruggt  skammtíma útstreymi reiðufjár úr hendi skuldunautar.

Reiðufjárinnstreymið fyrir hrun þökk  Icesave m.a. jók útstreymismatið á Íslandi hjá lykil banka.

 Mér finnst þetta mál allt saman í heildina litið graf alvarlegt og alls ekki hlægilegt.

Þegar ríkisstjórn á í hlut þarf gott skammtíma greiðslugetumat [í þágu skammtíma fjárfesta] alls ekki að vera góður kostur fyrir skattgreiðendur.  

Júlíus Björnsson, 26.2.2011 kl. 16:07

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

gjúmli?

Sleggjan og Hvellurinn, 26.2.2011 kl. 20:18

6 identicon

“Sannleikurinn mun gera yður frjáls”

Menn ættu aldrei að samþykkja eitthvað annað en sannleikann, þar sem lygin bindur fólk í fjötra, og/eða við eigum alls ekki að samþykkja eða kaupa lygar stjórmálamanna þar sem Íslenska þjóðin stofnaði ekki til þessara skulda.   

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 26.2.2011 kl. 21:39

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hér áður fyrir var miðstýringarvaldið bundið í beinan karlegg þess vegna gátu stóru ríkin ekki eins auðveldlega á skammtíma sjónarmiðum leikið sér að því að lána stjórnmálamönnum fyrir völdum á næsta 5 ára kjörtímabili.

Allt er falt fyrir rétt upphæð í heimi Mammons og þar gilda önnur prinsipp en hjá þeim sem utan standa.

Júlíus Björnsson, 26.2.2011 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband