Ósæmileg framganga matsfyrirtækisins Moody's

Íslendingar eru ekki þeir fyrstu sem Moody´s þykist ætla að hafa vit fyrir. Sem dæmi má nefna að 2004 skellti Moody´s sleggjunni á ríkissjóð Kanada og fjármálaráðherran Paul Martin hrópaði á þinginu:

 

»Who the hell are they to pass judgment on us?«

 

Ef hér væru alvöru stjórnvöld myndu þau mótmæla afskiptum Moody´s af milliríkjadeilum okkar við nýlenduveldin. Þvert á móti fagnar Steingrímur og töskuberinn  tekur auðvitað undir. Þessir menn vilja ekkert frekar en skaðleg afskipti útlendinga af innanríkismálum Íslands. Icesave-stjórnin skipar sér ávallt með óvinum Íslands og þetta fólk leyfir sér að tala um ríkisstjórnir Bretlands og Hollands sem »vini okkar og bræðraþjóðir«.

 

Nær allir Íslendingar hafa sett Moody´s í ruslflokk og með þeim eru fjölmargir erlendir efnahagslegir hræfuglar. Almennt eru matsfyrirtækin skaðlegir milliliðir sem engin fjármálafyrirtæki taka mark á. Þetta eru einungis pólitísk tæki Parísar-klúbbsins og eru fyrirlitin af öllu heiðarlegu fólki.

 

Loftur A. Þorsteinsson.


mbl.is Moody's: Nei sendir ríkið í ruslflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður! Takk fyrir þetta.

Jón Valur Jensson, 23.2.2011 kl. 15:36

2 identicon

Akkúrat þennan dag 23 febrúar,árið 2007,gaf Moody´s Íslenska bankakerfinu hæstu einkun um áreiðanleika.  Það er ekkert að marka hvað þessi álitsgjafakompaní heita.  Hver man ekki eftir greiningardeildum bankana í hruninu sem sífellt voru að dásama eigið ágæti. Ósjaldan heyrði maður í Ingólfi Bender aðalráðgjafa Glitnis,og þessi sami Ingólfur er í sama starfi hjá Íslandsbanka í dag.   Mooydy´s  . Standard og poor.  Pricewaterhousecopers. Greiningardeildir bankanna. Það er lítið að marka þetta gengi,hvernig heiðarleika eða hitt þó heldur sýndu Pricewaterhousecooper,þeir voru gómaðir fyrir skjalafals,og ekkert heyrist hvar sú rannsókn er stödd gagnvart þeim.

Númi (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 17:46

3 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Sömu trúðarnir og gáfu líka Enron toppeinkunn áður sen sú spilaborg féll með bauki og bramli.

Georg P Sveinbjörnsson, 23.2.2011 kl. 18:49

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka ykkur kærlega fyrir að minna okkur á allt þetta!

Jón Valur Jensson, 23.2.2011 kl. 19:27

5 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Nákvæmlega, það skiptir engu máli hvað þessi matsfyrirtæki segja, það er ekki hægt að taka neitt mark á þeim, þau hafa svo sannarlega sýnt það í gegnum tíðina m.a. ábendingarnar frá Núma og Georg!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 23.2.2011 kl. 19:54

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Lánshæfi miðast alfarið við örugga greiðlugetu reiðufjár. Það er hér útstreymis frá Íslandi sem heild á skammtíma forsendum: frá mati til næsta mats.

Ég er sammála Steingrími að skerðing lífskjara á Íslandi tryggir útstreymi í augnablikinu.

Hinsvegar þegar ég rak fyrirtæki var það innstreymi reiðufjár sem átti hug minn allan til m.a. að geta ráðið til mín hæfasta starfskraftin, keypt betri vélar og hráefni, færri starfsmenn meiri afköst.

Moody's leggur ekkert mat á auknar útflutnings tekjur.  Enda er þetta  overseas service. 

Leshæfi getur auðveldað skilning og skapað öryggistilfinngu.

Júlíus Björnsson, 23.2.2011 kl. 20:04

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þeir í Icesave-stjórninni ættu að taka þessa lokasetningu þína, Júlíus, ramma hana inn og hengja hana upp í Stjórnarráðinu.

Jón Valur Jensson, 23.2.2011 kl. 20:09

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Lánshæfi miðast alfarið við örugga greiðslugetu reiðufjár. Það er hér útstreymis frá Íslandi sem heild á skammtíma forsendum: frá mati til næsta mats.

Ég er sammála Steingrími að skerðing lífskjara á Íslandi tryggir útstreymi í augnablikinu.

Hinsvegar þegar ég rak fyrirtæki var það innstreymi reiðufjár sem átti hug minn allan til m.a. að geta ráðið til mín hæfasta starfskraftinn, keypt betri vélar og hráefni, færri starfsmenn, meiri afköst.

Moody's leggur ekkert mat á auknar útflutnings tekjur.  Enda er þetta  overseas service.

Leshæfi getur auðveldað skilning og skapað öryggistilfinningu.

Júlíus Björnsson, 23.2.2011 kl. 21:20

9 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Öryggistilfinning er stórlega ofmetin og of mikil áhersla á hana stendur alvöru framförum og gagngerum breytingum fyrir þrifum, svo auðvelt að spila inn á ótta og öryggisleysi fólks og viðhalda með því morknum og spilltum kerfum sem þjóna fáum en ekki fjöldanum.

Georg P Sveinbjörnsson, 23.2.2011 kl. 22:34

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hverjir spila á ótta og öryggisleysi aðrir en þeir sem hóta í sífellu "Kúbu norðursins" eða öðrum birtingarmyndum af því sama, ef við gefumst ekki upp fyrir aflóga nýlenduveldum og lútum í lægra haldi fyrir lögleysum þeirra?

Jón Valur Jensson, 23.2.2011 kl. 23:55

11 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Nákvæmlega Jón Valur.

Georg P Sveinbjörnsson, 26.2.2011 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband