21.2.2011 | 00:00
Telur Lárus Blöndal að sjálfstæði Íslands sé lítils virði ?
Ég hef dregið í efa heilindi Lárusar Blöndal gagnvart Icesave-kúguninni og stend við það álit. Sem dæmi um rangfærslu sem hann hefur haldið fram, má nefna frásögn hans af hvaða lögsaga gildir samkvæmt Icesave-samningum-III.
Lárus hefur fullyrt, að Íslendska samninganefndin hafi alfarið neitað að viðurkenna lögsögu nýlenduveldanna og niðurstaðan hafi verið alþjóðlegur dómstóll, sem hefur aðsetur í Hollandi. Veit Lárus ekki að við erum í efnahagsstríði við Holland, ekki síður en við Bretland ?
Vont getur samt lengi versnað og það mikið. Afsal lögsögunnar er ekki takmarkað við efni Icesave-samninganna, heldur tekur til ALLRA atriða er Icesave-deiluna varða. Af einhverjum ástæðum hefur Lárus látið þess ógetið að þessum dómstóli í Hollandi er gert að dæma eftir Bretskum lögum. Þetta merkir auðvitað að lögsagan er Bretsk.
Við skulum samt ekki vera með neinar getgátur, heldur athuga hvað stendur í samningunum. Einn þessara samninga er fyrirhugaður samningur TIF við seðlabanka Hollands en þar stendur:
»Section 5.6 Governing Law and Jurisdiction. This PARI PASSU agreement and any matter, claim or dispute arising out of or in connection with it, whether contractual or non-contractual, shall be governed by, and construed in accordance with, the laws of England.«
Þetta er ekki eini staðurinn þar sem afsal lögsögu Íslands kemur fram. Í báðum aðal-samningunum er tekið fram, að Bretsk lög skuli gilda um túlkun deilunnar. Getur verið að aðal-samningamaður Íslands Lárus Blöndal hafi verið svo annars hugar á samninga-fundunum, að þessi staðreynd hafi farið fram hjá honum ? Í aðal-samningunum (Section 9.9 og Section 10.9) segir:
»Governing Law. THIS AGREEMENT AND ANY MATTER, CLAIM OR DISPUTE ARISING OUT OF OR IN CONNECTION WITH IT, WHETHER CONTRACTUAL OR NON-CONTRACTUAL, SHALL BE GOVERNED BY, AND CONSTRUED IN ACCORDANCE WITH, THE LAWS OF ENGLAND.«
Er Lárus Blöndal kominn í Bretavinnuna með Steingrími ? Um það ætla ég ekki að fullyrða, en ekki væri það í fyrsta skipti sem menn hafa selt skrattanum sálu sína. Þarna lýgur aðal-samningamaður um afdrifaríkasta atriði samninganna, það er að segja lögsöguna.
Lögsagan snertir Neyðarlögin, þrotabú Landsbankans og lögin um TIF. Evrópuríkið sjálft hefur viðurkennt lögsögu Íslands og þar með að Ísland sé sjálfstætt ríki. Nú ætlar Icesave-stjórnin með aðstoð pilta eins og Lárusar Blöndal að semja lögsöguna af okkur og þar með hluta af sjálfstæði landsins.
Mikilvægt er að skilja, að með Icesave-samningum-III er lögsaga Íslands afnumin yfir ÖLLUM þáttum sem Icesave-málið snerta. Ekki bara yfir samningunum sjálfum, heldur ÖLLUM atriðum sem málið varða. Þetta stendur skýrum stöfum í málsgreininni sem ég birti hér að framan. Þar segir:
»Governing Law. THIS AGREEMENT AND ANY MATTER, CLAIM OR DISPUTE ARISING OUT OF OR IN CONNECTION WITH IT, WHETHER CONTRACTUAL OR NON-CONTRACTUAL, SHALL BE GOVERNED BY, AND CONSTRUED IN ACCORDANCE WITH, THE LAWS OF ENGLAND.«
Algjör uppgjöf og niðurlæging blasir við, ef Icesave-samningar-III verða samþykktir. Lösögunni verður afsalað yfir stærsta hagsmunamáli allra tíma. Sjálfstæði landsins verður afsalað í hendur ríkja sem hafa verið óvinir okkar í margar aldir. Forusta Sjálfstæðisflokks hefur geð til að nefna þessar þjóðir "nágranna og vini" !!!
Skýrir kostir í stöðunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Fjármál, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 00:02 | Facebook
Athugasemdir
Heilar þakkir áttu skildar, Loftur, fyrir þessa glöggu, marksæknu grein.
Ég hef þegar vísað til hennar í 2. atriði mínu í nýbirtri grein: Brezk og hollenzk stjórnvöld reka sig á vegg: staðfestu Íslands (en vanrækslusöm samninganefnd þykist þess umkomin að gefa okkur ráð!).
Jón Valur Jensson, 21.2.2011 kl. 00:15
Blessaðir Heiðursfélagar.
Dugnaður ykkar og kraftur hefur fleytt þjóðinni yfir þetta sker. Hafið mikla þökk fyrir það.
Kjarni málsins er sá að Lárus á engin rök gegn sínum fyrrum rökum. Í stórgóðu viðtali við Fréttablaðið kom skýrt fram hjá honum, að við gætum tapað svo og svo miklu ef við fengjum á okkur málssókn.
Meinið er að orðið "gæti" er ekki rök í lögfræði, Lárus hefði ekki fengið einu sinni 0 hjá félagi sínum Stefáni á prófi, honum hefði einfaldlega verið sagt að leita sér að nýrri námsgrein sem gerði ekki ráð fyrir rökum og rökstuðningi.
Ég held að þjóðin eigi eftir að segja eitthvað svipað ef hann heldur þessu mikið lengur áfram.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.2.2011 kl. 00:52
Takk fyrir Loftur
Magnús Ágústsson, 21.2.2011 kl. 03:15
Lárus á að halda fram okkar lögsögu, en stefna á hlutlausan dómstóll, vegna þess hvað tilskipun 94 er skýr okkur í hag, þá er best að EU gerðardómstóll, þar sem dómarar eru ekki Breskir eða Hollenskir setji fram þvingandi sáttar niðurstöðu.
Ekki EFTA dómstól. UK ber ábyrgð á keppni útibúa á sínum velli.
Júlíus Björnsson, 21.2.2011 kl. 12:27
Takk Loftur fyrir góða samantekt um lögsöguna. Mitt mat á að það komi aldrei til með að mæða á einhverri lögsögu í þessu máli. Þetta mál er kristaltært.
ESB mun ALDREI heimila bretum og hollendingum að setja þennan ágreining til dómstóla.
ESB má ekki við því að Ísland tapaði í þessu máli. Ef svo vildi til þá mun dæmast RÍIKISÁBYRGÐ á öll aðildarríki ESB gagnvart sínum bönkum. Hvað mun það leiða af sér en algert hrun ríkja í ESB og líklega hrun á allri hugmyndafræðinni sem ESB byggir á í peningamálum sínum.
Eggert Guðmundsson, 21.2.2011 kl. 14:49
EU er búið að eyða stjarnfræðilegum upphæðum í markaðsetningu á uppfærðri menningararfleið og 99% líkur eru á því að hún muni aldrei gefast upp á því að fullkoma markmið sín sem eru bundin í hennar lög og læsir geta kynnt sér.
Hinsvegar er hér svokallaðir ESB sinnar [EU skammir á EU mælikvarða] sem segjast ekkert geta sagt af fullvissu um framtíðina. Þetta lýsir glámskyggni þeirra og ranghugmyndum um menningarafleið yfirstéttarinnar í EU.
Strategie, tactic, disipline, respect , logical og abstract thinking er nauðsynlegt til að skilja ráðandi hugsun í EU.
Júlíus Björnsson, 21.2.2011 kl. 15:02
Að sjálfsögðu hafa þeir aga, taktík og strategíu, hvernig gætu þeir annars ætlað sér að verða empire og Großmacht (Barroso og Delors)?
Jón Valur Jensson, 21.2.2011 kl. 15:42
Í Icesave-málinu er tekist á um lögsögustefnu og uppgjafarstefnu. Fram að þessu hafa stjórnvöld fylgt uppgjafarstefnu og legið hundflöt fyrir kröfum nýlenduveldanna.
Samninganefndir Íslands hafa keppst um að samþykkja afsal sjálfstæðis landsins. Þetta eru einfaldlega landráð og ekkert annað kemur til álita en að dómstólar felli dóma yfir þessu fólki.
Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 16:29
Rétt Loftur. Keppni Risa er að brjóta er upp brjóta upp efnahagsvarnir og innri samstöðu keppni nautanna, eins og SamFo sannar best og birtst líka í öllum hinu flokkunum.
Regluverk EES er troyhestur í sjálfum sér, og þau ríki sem lögðu niðru síumenntakerfi hér fyrir árutugum fjárfestu í andlegum veikleika að mati þeirra sem gerðu það ekki.
Júlíus Björnsson, 21.2.2011 kl. 16:45
Þú segir nokkuð, Loftur!
Jón Valur Jensson, 22.2.2011 kl. 00:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.