Færsluflokkur: Evrópumál

Ögrun Icesave-stjórnarinnar við forseta Lýðveldisins

Að gera enn einn Icesave-samninginn er ófyrirleitin ögrun við forseta landsins Ólaf Ragnar Grímsson. Við fjölmörg tækifæri og oft á erlendum vettvangi hefur Ólafur Ragnar sagt skýrt og greinilega, að Íslendingar ætla ekki að greiða Icesave – ætla ekki að gefa eftir fyrir forsendu-lausum kröfum nýlenduveldanna og efnahagslegum kúgunum.

Þrátt fyrir glæsilega höfnun þjóðarinnar í þjóðaratkvæðinu 06. marz 2010 og marg-ítrekaðar yfirlýsingar forsetans um að hann muni vísa Icesave-lögum til úrskurðar almennings, kemur Icesave-stjórnin með nýgjan Icesave-samning. Ekki er hægt að líta öðruvísi á, en að ríkistjórnin sé vísvitandi að ögra forsetanum.

Nú hefur Ólafur Ragnar stigið fram enn einu sinni og engin þarf að velkjastí vafa um að hann er að tala til Alþingis. Allir sem fylgst hafa með störfum Ólafs Ragnars vita að hann kemur ekki fram nema hann hafi til þess góða ástæðu. Fáir skynja betur hið rétta augnablik. Um leið og hann sendir Gordon Brown viðeigandi skilaboð, er hann líka að ávíta ríkisstjórnina. Hann segir:

  • »Vilji Gordon Brown vera heiðvirður maður ætti hann að biðjast afsökunar á því að segja umheiminum að Ísland væri gjaldþrota land.«

Icesave-stjórnin ætti líka að biðja Íslendinga afsökunar á að vera í þjónustu Gordons Brown. Ef Steingrímur og Hr. Jóhanna væru heiðvirt fólk, myndu þau víkja tafarlaust í valdastólunum og óska eftir Alþingiskosningum. Ólafur Ragnar minnti á þá staðreynd að þjóðaratkvæðið hafði margar afleiðingar sem allar eru jákvæðar fyrir lýðræðið, fyrir ímynd Íslands og efnahag þess. Hann sagði:

  • »In the end the referendum turned out to be a very good decision for ourdemocracy, for the country, for our economic position and for our relationship with Great Britain, the Netherlands and the world.«

Ef þjóðinni tekst að hrekja Icesave-stjórnina frá völdum, munum við sameiginlega leysa þau vandamál sem við blasa. Auk þess að hrekjanýlenduveldin af höndum okkar, munum við hafna hugmyndum um innlimun landsins í Evrópuríkið. Við munum hefja nýgja sókn til hagsældar fyriralmenning.

Loftur Altice Þorsteinsson. 


Baldur Ágústsson: Opið bréf: Nokkrar einfaldar spurningar til forsætisráðherra.

 



 

LÝÐRÆÐI 

Þegar skoðuð er stefna núverandi stjórnarflokka í  samstarfssamningi, samstarfsyfirlýsingu og málflutningi þeirra  fyrir síðustu kosningar er ljóst að háleit markmið og umhyggja  fyrir þjóðinni voru í efsta sæti. Meirihluti kjósenda fagnaði  þessu og gerði með atkvæðum sínum kleift að mynda 

“norræna velferðarstjórn í besta skilningi þess orðs” svo vitnað sé í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. 

 

Fyrir utan – og sem hluti af – skjaldborg heimilanna, hjól  atvinnuveganna og óskert velferðarkerfi, voru fyrirheit um  gegnsæja stjórnarhætti, góða upplýsingagjöf og virkara beint  lýðræði. Það síðastnefnda var skýrt þannig að frambjóðendur,  ef kjörnir, myndu hlusta á þjóðina, taka tillit til skoðana 

hennar og ekki síst: Lítill hluti kjósenda gæti krafist – og  fengið – þjóðaratkvæðagreiðslu um einstök mál þmt. þingrof og nýjar kosningar. Nefnt var að 10-15% kjósenda þyrfti til. 

 

Eftir langvarandi auðmannadekur, misskiptingu  auðs og einkavæðingarfár var þetta einmitt það  sem fólk almennt vildi. Þetta var það sem  stjórnarflokkarnir seldu þjóðinni – og hún keypti með atkvæðum sínum. 

Spurt er: Hvenær fer afhending hins selda fram? 

Hví hafa reglur ekki verið settar um rétt kjósenda til að fara fram á 

þjóðaratkvæðagreiðslu í samræmi við fyrrnefnd fyrirheit? Ljóst er að líklega verður slíkt sett í  nýja stjórnarskrá. Hún getur hinsvegar – eins  og reynslan sýnir - verið mörg ár í burðarliðnum og eftir því er ekki hægt að bíða – allra síst nú þegar taka þarf stórar ákvarðanir um framtíð þjóðarinnar. 

Ekkert hindrar alþingi/ríkisstjórn í að setja reglur um þetta í samræmi við fyrirheitin. 

Um leið og ég spyr hvaða fyrirætlanir hafa valdhafar um að standa við orð sín, þá skora ég á þá að gera það nú þegar. Þetta er einfalt og fljótlegt; vilji er allt sem þarf. 

 

ICESAVE 

Frá því að þjóðin felldi Icesave-samninginn, í þjóðaratkvæðagreiðslu, eru nú liðnir um 10 mánuðir. Að sögn stjórnvalda var þar besti fáanlegi samningur sem mögulegt væri að ná. 

1. Hvernig stendur á því, eftir að “besti fáanlegi samningur” var felldur af þjóðinni, að íslensk stjórnvöld héldu áfram viðræðum við Holland og Bretland – sem leiddi til þess samningsuppkasts sem nú liggur á borðinu ? 

a. Óskaði Alþingi eftir því – ef svo, óskast tilvísun í þingskjöl. 

b. Ákvað ríkisstjórnin það sjálf, og ef svo: Hversvegna? 

2. Hver hefur kostnaður þjóðarinnar/ríkisins verið – að öllu meðtöldu – þessa tíu mánuði – við viðræður og annað er snertir undirbúning hinna nýju samningsdraga? 

a. Sundurliðað. 

b. Samtals. 

3. Hver er allur kostnaður við Icesave-viðræður orðinn frá upphafi samningsviðræðna til áramóta nú - 2010/11? 

4. Hyggjast stjórnvöld leggja hinn nýja Icesave-samning í dóm þjóðarinnar – og við hvaða meirihluta á þá að miða til samþykktar? 

[...]

 

BÖRNIN OKKAR, sem ganga stolt undir íslenskum fána, eiga þau skilið að við bindum þeim illviðráðanlega skuldabagga og seljum fullveldi þeirra í eigingjarnri tilraun til að losna sjálf undan tímabundnum óþægindum? 

[...]

 

Svar óskast sent hið fyrsta til undirritaðs, svo og Morgunblaðinu til birtingar. 

Reykjavík, 4.1.2011 

Baldur Ágústsson 

Höf. er fv. forstjóri og forsetaframbjóðandi 

www.landsmenn.is - baldur@landsmenn.is

 

Þessir hlutar greinarinnar eru endurbirtir hér með góðfúslegu leyfi höfundar. Í öðrum hlutum þessarar mjög svo athyglisverðu greinar, sem birtist í Morgunblaðinu í nýliðinni viku, fjallar höf. um ESB-málið og fleira.


Sérfræðiálit fjármálasérfræðinga til Alþingis: "Kostnaður gæti orðið 230 milljarðar" af Icesave-III

Frétt þessi er þegar farin út af aðalsíðu Rúv. 

Það er svolítið merkilegt að velta því fyrir sér, af hverju þessi frétt birtist þar í dag. Undirrituðum kom fyrst í hug: Eru Rúvarar að bæta fyrir Icesave-stefnu-málflutninginn sem þar hefur verið svo áberandi í þessari viku? Ítrekað hafa þeir gefið tilefni til gagnrýni á sig hans vegna, sbr. það sem hefur verið skrifað hér um afar ójafnvægiskenndan fréttaflutning þeirra af álitgjörð InDefence-manna um Icesave-III og lögfræðinganefndarinnar í þokkabót (sjá hér neðar á síðunni) – já, hlutdrægan fréttaflutning, svo vægt sé tekið til orða.

En þeir eru ekki líklegir til iðrunar, Rúv-fréttamenn, sem eru undir stjórn Óðins Jónssonar. Þegar undirritaður áttaði sig á því, að það var María Sigrún Hilmarsdóttir sem sá um þessa frétt og fréttastjórn Rúv í hádeginu í dag, þá rann það upp fyrir honum, að þarna hefur helgarfréttavakt hennar sennilega bjargað því, að þetta komst þar á framfæri, en María Sigrún kemur úr Sjálfstæðisflokknum, sem er líklega ekki í mun að bera ábyrgð á Icesave-stefnu núverandi stjórnvalda.

En forsendurnar eru enn, í þessum útreikningum, að gengið haldist nánast óhaggað. Þótt það sjáist ekki í þessari netfrétt Rúv, talaði þessi Valdimar Ármann hagfræðingur um það í viðtali í þessari frétt í hádeginu, að þarna væri gert ráð fyrir 1% gengissigi krónunnar á ári (ef undirritaður heyrði það rétt). En gengið hefur hækkað um a.m.k. 10% á árinu 2010 og gæti leikandi fallið um 5% eða mun meira á komandi misserum, sér í lagi ef gjaldeyrishöftin verða afnumin.

Morgunblaðið fekk í desember stærðfræðing til að leggja mat á hugsanlega greiðsluupphæð miðað við að Icesave-III-samningurinn yrði samþykktur, og þar kom fram, að áhættan gæti orðið jafnvel snöggtum meiri en þessir 230 milljarðar sem hér er talað um. 

Jón Valur Jensson. 


Grunnhyggnir og gæfulausir lögfræðingar

Hvers vegna halda menn, að fengnir hafi verið fjórir lögfræðingar til að gefa sameiginlegt álit ? Auðvitað vita allir svarið, en það er til að álitið gefi óskýra mynd, sem hægt er að túlka eins og hverjum sýnist. Hvers vegna Stefán Már Stefánsson lætur draga sig svona niður í svaðið er stóra spurningin. Allir vita að Stefán Geir Þórisson er ómerkingur.

Fyrir þetta »Tetraktys« voru lagðar sjö spurningar og ekki ætlast til að út fyrir þær væri vikið. Þær voru:

 

A.    Hvað tæki við ef samkomulag um Icesave verður ekki staðfest ?

 

B.   Hvert er mat á dómstólaleiðinni, kostar og gallar ?

 

C.   Ef samningar takast ekki og gert er ráð fyrir að samnings-brotamál ESA myndi halda áfram og ganga til EFTA-dómstólsins, hver myndi vera líkleg niðurstaða EFTA-dómstólsins ? Að því gefnu að þar gangi áfellisdómur, hver myndu vera líkleg lagaleg og pólitísk áhrif þess ?

 

D.   Dómar EFTA-dómstólsins eru ekki aðfararhæfir. Bregðist stjórnvöld ekki við þeim verður að ætla að Bretar og Hollendingar gætu stefnt kröfum sínum fyrir íslendska dómstóla. Hvernig yrði kröfum Breta og Hollendinga komið fyrir íslendska dómastóla og hver yrðu talin líkleg úrslit í slíku máli ? Hver eru líkleg lagaleg og pólitísk áhrif áfellisdóms í slíku máli ?

 

E.    Áhætta vegna neyðarlaga og hvaða máli skiptir nýleg ákvörðun ESA varðandi þau ?

 

F.    40.gr. Stjórnarskrárinnar og heimildir til að semja á þann hátt sem fyrir liggur.

 

G.   Gjaldfellingar- og vanefnda-úrræði í drögum að samkomulagi um Icesave.

 

H.   Ríkisábyrgð, greiðsluskylda. Að teknu tilliti til skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er þess óskað að fjallað verði um heimildir Alþingis samkvæmt 40.gr. Stjórnarskrárinnar til þess að veita ríkisábyrgð á þeim skuldbindingum og greiðslum sem drög að samkomulaginu kveður á um.

 

 

 

Þegar þessar spurningar Fjárlaganefndar Alþingis (Icesave-stjórnarinnar) eru skoðaðar, blasir við ósiðlegur tilgangur og glórulaus undirgefni við nýlenduveldin. Engum spurningum eru beint til lögfræðinganna varðandi alvarlegustu afleiðingar af gerð Icesave-samninga-III og stöðu deilunnar allmennt. Þessar spurningar snúa að þrennu:

 

 

1.    Fullveldishafanum – þjóðinni og forseta Lýðveldisins, sem fulltrúa almennings. Vitað er að forsetinn mun vísa hugsanlegum ábyrgðarlögum til úrskurðar fullveldishafans – þjóðarinnar. Jafnframt er vitað að almenningur mun hafna slíkum lögum. Augljóst ætti að vera að þessi staða mun hafa áhrif á afgreiðslu Alþingis og það með réttu.

 

2.    Mistökum Icesave-stjórnarinnar sem þarfnas trannsóknar.Allur ferill Icesave-deilunnar er markaður mistökum ríkisstjórnarinnar og sú staða sem nú er uppi er miklu erfiðari sökum þessara mistaka. Spyrja hefði átt, hvernig þessi mistök verða bezt leiðrétt og hvernig breyta ætti samskiptum við nýlenduveldin.

 

 3. Efnahagsstríði nýlenduveldanna gegn Íslandi.  Hvaða samskipta-reglur hafa nýlenduveldin brotið með efnahagstríði sem staðið hefur yfir og sem þau hóta framhaldi á. Hvaða leiðir eru færar til að snúa vígstöðunni Íslandi í vil og hefja sókn í stað stöðugs undanhalds valdstjórnarinnar á Íslandi.

 

 

Að auki er það sérkennilegt að biðja lögfræðingana um álit á pólitískum viðbrögðum nýlenduveldanna, ef þeim er ekki sýnd undirgefni, en ekki er leitað álits á pólitískum viðbrögðum almennings á Íslandi, ef Icesave-klafanum verður nauðgað honum á herðar.

 

Loftur Altice Þorsteinsson. 


Icesave-síbrotamenn, erlendir sem innlendir, halda áfram að þjarma að íslenzku þjóðinni

"Fjármálaráðuneytið áætlar að ríkissjóður þurfi að greiða 58,9 milljarða vegna Icesave fram til ársins 2016, þar af 26,1 milljarð á þessu ári og 10,4 á næsta ári."

Við þökkum ekki fyrir okkur! En gott er að upplýst sé um svikræði stjórnvalda, ágætt að hafa þetta í huga þegar fólk efnir enn til fjöldamótmæla mánudaginn 17. þessa mánaðar. Upplýsingarnar hér efst komu fram í umbeðinni umsögn fjármálaráðuneytisins til fjárlaganefndar. Greinilega eru forsendur fjárlaga þessa árs brostnar.

Í umsögn ráðuneytisins er sízt verið að bæta neinu við það mat, sem sett var fram í byrjun, þegar Icesave-III-samningurinn komst á netið (sjá tengla í þessari grein), því að í mati ráðuneytisins er ekki einu sinni tekið tillit til þess, sem fram er komið í fréttum, að mat stjórnvalda í desember sl., 47 milljarðar, var vanmat um a.m.k. 10 milljarða króna. Samt er hér enn verið að reikna með 47 milljörðum!

Svo er þess enn að geta, að tilgátur um væntanlegt söluverð á Iceland-keðjunni, sem er í eigu þrotabús Landsbankans, eru enn á getgátustigi og ekkert á þeim byggjandi.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson lagði réttilega áherzlu á það í Kryddsíldinni á gamlársdag, að rangt væri að flýta þessu máli nú, enda eigi margt eftir að koma í ljós í þessum eignamálum bankans, ennfremur vegna þess að réttaróvissa um sum þeirra hverfur ekki fyrr en að útkljáðum nokkrum málum sem bíða dóms í sumar.

Ekki er nóg með, að óvissa ríki vegna þessa, heldur eykst hún enn með gengisóvissu, en gengi krónunnar gæti hæglega sigið eða hrunið, m.a. vegna afléttingar gjaldeyrishaftanna, og það gæti stórhækkað heildargreiðslur TIF (Tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjárfesta), sem krafizt er (ólöglega) að ríkið ábyrgist – gæti jafnvel aukið þær um hundruð milljarða, eins og fram kom strax í desember með útreikningum stærðfræðings, sem birtir voru í Morgunblaðinu.

Áætlanir fjármálaráðuneytisins um greiðslur til Breta og Hollendinga koma hér fram í þessum texta í formlegri umsögn þess:

Að því gefnu að forsendur fyrir mati samninganefndarinnar gangi eftir er gert ráð fyrir að heildargreiðslur úr ríkissjóði til tryggingasjóðsins fram til ársins 2016 verði rúmir 47 mia. [milljarða] kr. Því til viðbótar er 3 mia. kr. greiðsla vegna útlagðs kostnaðar Breta og Hollendinga við útgreiðslur til innstæðueigenda á sínum tíma [vel smurt á "þjónustu" sem við báðum ekki um! – innsk. jvj.], en samið var um tiltekna hlutdeild í þeim kostnaði. Gert er ráð fyrir að ríkissjóður þurfi að leggja TIF til 26,1 mia.kr. á árinu 2011, þar af 9 mia.kr. vegna áranna 2009–2010 umfram þá 20 mia.kr. sem sjóðurinn sjálfur getur staðið undir og 17,1 mia.kr. vegna vaxtagreiðslna á þessu ári. Áætlanir gera ráð fyrir að greiðslur áranna 2011–2016 verði eftirfarandi:
  • 2011:  26,1 mia.kr.
  • 2012:  10,4 mia.kr.
  • 2013:  8,6 mia.kr.
  • 2014:  7,0 mia.kr.
  • 2015:  5,0 mia.kr.
  • 2016:  1,8 mia.kr.
  • Alls: 58,9 mia.kr.

Eins og áður segir, er strax vanreiknað þarna um 10 milljarða höfuðstól í byrjun. Miðað við þessar forsendur gæti upphæðin farið í 70 milljarða króna, nema hlutir bregðist í mati á eignasafninu, eins og auðveldlega getur gerzt, sem og vegna gengissigs/gengisfalls.

Þetta er í ætt við rússneska rúllettu að taka þá áhættu, þvert gegn evrópskum og íslenzkum lögum og skyldum okkar, að skrifa upp á þennan samning, sem enn ber hin fyrri merki um krumluförin eftir ofbeldisvön nýlenduveldi. Meðal annars er þar gerð krafa um ólöglega (margfaldlega of háa) vexti, sem standast ekki EES-jafnræðisreglur. Verður um það fjallað í sérstakri grein hér á morgun.

Og lesið þetta í frétt Mbl.is:

  • Í fjárlögum sem samþykkt voru í desember er ekki gert ráð fyrir neinum greiðslum vegna Icesave. Fjármálaráðuneytið segir að ástæðan sé sú að Alþingi sé ekki búið að afgreiða málið. Verði Icesave-samningarnir samþykktir á Alþingi þurfi að leita heimildar Alþingis að greiða það sem fellur á ríkissjóð. Fjármálaráðuneytið segir að vegna undirbúnings fjárlagafrumvarps vegna ársins 2012 verði fjögurra ára áætlun í ríkisfjármálum endurskoðuð með tilliti til Icesave-skuldbindinganna.

Fjögurra ára áætlun Steingríms J. Sigfússonar verður þá ekki mikið meira til að byggja á en fimm ára áætlanir í Sovétinu í gamla daga.

Svo bendi ég lesendum á nýbirta grein Lofts Þorsteinssonar á þessum sama vef: Icesave-blekkingar og meiri Icesave-blekkingar.

Jón Valur Jensson. 

PDF-skráUmsögn fjármálaráðuneytisins um Icesave

mbl.is Greiða þarf 26,1 milljarð vegna Icesave í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave-blekkingar og meiri Icesave-blekkingar

IFS-greining hefur framkvæmt greiningu eins og þeir voru beðnir um, en hvað voru þeir beðnir að greina ? Í skýrslunni segir:

 

»Í þessari skýrslu höfum við reynt að svara þeim spurningum sem við vorum beðnir um umsögn á. Fyrst og fremst snérust þau atriði um áhættumat á samningnum ásamt mati á getu ríkissjóðs við að standa við sínar greiðsluskuldbindingar við mismunandi aðstæður. Ekki var í þessari skýrslu reynt að leggja mat á afleiðingar þess að hafna samningnum

 

IFS-greining er því að vinna fyrir hina vanhæfu Icesave-stjórn sem hefur haft sem sitt megin verkefni að gæta hagsmuna nýlenduveldanna. Auðvitað er engin von til að skýrsla sem hefur svona forskrift skili vitrænni niðurstöðu. Í málsgreininni hér að framan er kjarni málsins sagður með skýrum orðum:

 

»Ekki var í þessari skýrslu reynt að leggja mat á afleiðingar þess að hafna samningnum

 

Algerlega liggur ljóst fyrir, að hagkvæmasti kostur Íslendinga í Icesave-deilunni er að hafna fyrirliggjandi samningum. Hefði þá ekki verið eðlilegt að bera saman þá kosti að hafna samningunum og hins vegar að ganga að þeim ? Auðvitað finnst það öllum eðlilegum mönnum, en Steingrímur og Hr. Jóhanna eru ekki eðlileg.

 

Hvað er þá hægt að segja um greiningu sem ekki greinir það sem þarf að greina ? Ekki getur það nú verið margt, en þó vakti eitt atriði sérstaka athygli mína. Skýrslan greinir frá:

 

»Í nýja samkomulaginu er að finna skilyrði sem gæti veitt TIF aukinn aðgang umfram aðra kröfuhafa. Líklegt er að TIF muni sækjast eftir þessum aukna forgangi. Ef það gengur eftir þá fengi TIF greitt út úr þrotabúinu á undan öðrum. Það gæti jafnvel leitt til þess að að endanleg niðurstaða yrði sú að TIF fengi meira greitt úr þrotabúinu en hann þyrfti að greiða Bretum og Hollendingum miðað við núverandi gengi krónunnar.«

 

Á hverju ætli þessar vonir byggi um gróða TIF af Icesave-málinu ? Þetta er auðvitað glórulaus hugmynd, sem hlýtur að fara á spjöld sögunnar sem öfgafyllsta óskhyggjan. Líka má spyrja þess, hvort ekki sé rétt að hefja strax þann málarekstur sem gefinn er ádráttur um að muni skila svo glæsilegum árangri ?

 

Að öllu gamani slepptu þá er mikilvægt að tryggja TIF forgang að eignum þrotabúsins. Til að sækja þann forgang fara menn auðvitað ekki lengstu leiðina, þótt oft sé krókur betri en kelda. Betri leiðir eru tiltækar en sú sem IFS-greining nefnir.

 

InDefence hefur lagt til, að ef Alþingismenn eru svo heimskir að samþykkja ábyrgðir á Icesave-samningum-III á forsendulausum kröfum sem engin ábyrgð er fyrir, þá sé rétt að tryggja forganginn í ábyrgðarlögunum sjálfum. Ennþá tryggara er þó að gera þetta á þann hátt sem ég hef lagt til.

 

Ég hef lagt til, að kröfuröðinni verði breytt í Neyðarlögunum. Um þetta fjallaði ég í grein sem birtist í Morgunblaðinu 23. desember 2010 og er hægt að lesa hana hér:

 

http://altice.blogcentral.is/blog/2010/12/23/breytt-krofurod-i-throtabu-landsbankans-leysir-icesave-deiluna/

 

Mikilvægt er að hafa hugfast að tilskipun ESB um lágmarks-tryggingu, er í raun fyrirmæli um kröfu-röð, þar sem lágmarks-tryggingin kemur fyrst til úthlutunar úr þrotabúi. Ef lágmarks-tryggingin hefur ekki forgang, getur staðan hæglega orðið sú að tryggingasjóðirnir fái ekki upp í lágmarkstrygginguna við skipti. Þetta er einmitt það sem mun gerast með Landsbankann, samkvæmt núgildandi lögum um kröfuröð. 

 

 

Loftur A. Þorsteinsson. 

 


mbl.is Gæti fengið meira greitt úr þrotabúinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver sagði þetta?

  • Í tilviki Icesave er vart hægt að færa lagaleg rök fyrir ríkisábyrgð og alls ekki á grundvelli sanngirni. Blessum íslensku þjóðina sem gerði uppreisn í þjóðaratkvæðagreiðslu í mars s.l. gegn því að að verða sett í skuldafangelsi vegna heimsku hins gjaldþrota Landsbanka. Bretar og Hollendingar halda Íslendingum í gíslingu [með Icesave-3] þar til skuldin er greidd. Þetta er leitt, því það ýtir undir núverandi tísku að leggja bönkum til ótakmarkaðar ríkisábyrgðir.

Hvar voru öll þessi ummæli? Jú, í leiðara Financial Times 15. desember sl., en hann fjallaði um Icesave-málið.

Eftirfarandi grein af Vísisbloggi undirritaðs 15. des. sl. virðist vera full þörf á að endurbirta, ekki sízt fyrir stjórnmálastéttina og alla þá fjölmiðlamenn, henni háða, sem ólæsir virðast á grundvallarstaðreyndir þessa máls. En heimsblaðið í Lundúnum hefur ítrekað tekið málstað Íslendinga, þótt okkar eigin Icesave-stjórnvöld geri það ekki!

Greinin getur ennfremur hjálpað þeim mikla meirihluta manna, sem ekki þekkja Icesave-III-samninginn nýja og hafa því ekki myndað sér skoðun á honum.

Icesave-3 var birtur á netinu í nótt. Financial Times tekur málstað Íslendinga

„Blessum íslensku þjóðina sem gerði uppreisn í þjóðaratkvæðagreiðslu í mars s.l. gegn því að að verða sett í skuldafangelsi vegna heimsku hins gjaldþrota Landsbanka," segir í leiðara Financial Times í dag og fjallar þar um Icesave-málið.

Fyrst skal þess þó getið, að hópur sem kallar sig Samtök áhugafólks um opna stjórnsýslu hlóð í nótt pdf-afritum af Icesave3-samningnum á vefsíðuna www.icesave3.wordpress.com, og þar má nálgast skjölin, sjá einnig (með þeim sundurliðuðum) á vefsíðu Þjóðarheiðurs – samtaka gegn Icesave.

En lítum aftur á endursögn Vísis.is á leiðaranum í FT:

  • Í leiðaranum segir að engin ágreiningur sé um að tryggingarsjóður innistæðna á Íslandi er ábyrgur fyrir Icesave-innlögnum í Bretlandi og Hollandi. Sjóðurinn hafi hinsvegar reynst algerlega ófær um að ráða við fall eins af stórum bönkunum á Íslandi, hvað þá þeirra allra þriggja. Deilan sé um hvort ríkissjóður Íslands eigi að borga reikninginn sem tryggingarsjóðurinn geti ekki. Bretar og Hollendingar krefjist ríkisábyrgðar á endurgreiðslum á innistæðunum sem skoluðust niður með falli Landsbankans.
  • Í leiðaranum er síðan fjallað um hið nýja samkomulag í Icesave-deilunni sem er mun betra fyrir Íslendinga en sá samningur sem þjóðin hafnaði í mars s.l. Eftir sem áður muni Bretar og Hollendingar halda Íslendingum í gíslingu þar til skuldin er greidd.
  • Financial Times telur þetta leitt, því það ýtir undir núverandi tísku um að leggja bönkum til ótakmarkaðar ríkisábyrgðir. Í tilviki Icesave er vart hægt að færa lagaleg rök fyrir ríkisábyrgð og alls ekki á grundvelli sanngirni. Bresk og hollensk stjórnvöld myndu aldrei endurgreiða kröfur erlendra innistæðueigenda sem næmu þriðjungi af landsframleiðslu þeirra, færi svo að einn af stóru bönkunum í löndunum tveimur yrði gjaldþrota. (Feitletrun JVJ.)
Þá segir í leiðaranum "að kannski sé það best fyrir Íslendinga að samþykkja hinn nýja Icesave-samning, í ljósi þeirra bolabragða sem þeir hafa mátt sæta, hversu ófullnægjandi sem hann er."

Það er ekki nýtt, að Financial Times tali þarna um "bolabrögð" af hendi Bretastjórnar (sem incidentally var kölluð Jón boli í gamla daga), því að eins talaði þetta virta blað um sama mál fyrir tíu mánuðum, sbr. þetta rapport mitt á mínu enska vefsetri: The Bullying Brown.

„Íslendingar eiga betra skilið en þeir fengu," segir í leiðaranum, sem nánar er rakinn hér á Vísir.is: Leiðari FT: Blessum íslensku þjóðina. En mikið er það gott, að ýmsir eru að sansast. Okkur skjátlaðist, segir gamli Icesave-sinninn Guðmundur Andri Thorsson og á við þann minnihluta landsmanna sem vildi "ljúka Icesave." Jafnvel Steingrímur J. var með afar fréttnæma yfirlýsingu í gær, sem virðist hafa farið fyrir ofan garð og neðan hjá vandlega þjálfuðum Rúvurum.

En ekki gera Bretar það endasleppt við okkur: Bretar og ESB á barmi viðskiptastríðs við Ísland og Færeyjar, þetta er ein nýjasta fréttin á Vísir.is, en þarna er verið að segja frá fréttaflutningi The Independent, en ESB vill að Bretar og Norðmenn hirði 90% alls makrílafla í NA-Atlantshafi á næsta ári.

Stundum er gott að rifja upp gamla hluti. Þó er þessi grein aðeins fjögurra vikna gömul. En glæný grein birtist svo heldur seinna í kvöld.

Jón Valur Jensson.


Ólína Þorvarðardóttir talar gegn sannleikanum, ekki í fyrsta, en vonandi síðasta sinn

"Nú er öllum [sic!!!] orðið það ljóst að það borgar sig að semja sig í gegnum þetta," sagði Ólína Þorvarðardóttir í lok þáttar á Bylgjunni rétt fyrir hádegið, hélt þannig áfram að skrökva freklega um Icesave-málið. Lilja Mósesdóttir vill hins vegar fara vel yfir málið, ekki gefa sér það fyrir fram, að semja eigi (með augljósri sneið til Samfylkingar), heldur skoða framlagðan samning vandlega, án þess að gefa sér hver niðurstaðan af þeirri athugun verður.

En meirihluti þjóðarinnar hefur þegar gert upp við sig, að við eigum EKKERT að borga til Breta og Hollendinga vegna Icesave-reikninga Landsbankans:

59,4% aðspurðra sögðu í skoðanakönnun, að Íslendingar ættu alls ekki að ábyrgjast greiðslur til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands (Icesave) í Bretlandi og Hollandi. 37,3% sögðu, að Íslendingar ættu að ábyrgjast greiðslurnar að hluta til, og 3,3% sögðu, að Íslendingar ættu að ábyrgjast greiðslur til innstæðueigendanna að fullu.

Frá þessari könnun MMR (Markaðs- og miðlarannsókna) segir nánar HÉR í pdf-skjali, en hún fór fram 3.–5. marz 2010 og var birt 8. marz, svarfjöldi: 932 einstaklingar. Sjá nánar hér: Hartnær 60% aðspurðra segja: Við viðurkennum alls enga ábyrgð Íslendinga á Icesave-greiðslum til Bretlands og Hollands! Þessi niðurstaða kom í raun ekki á óvart, eftir hin afgerandi glæsilegu úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave-II-ólögin tveimur dögum fyrr, 6. marz.

En Bretavinnumenn eins og Ólína Þorvarðardóttir halda áfram að berja höfði við steininn. Við skulum vona, að hún og aðrir fái ekki heilahristing af því linnulausa framferði sínu! Við ættum virkilega að vona, að þessum múlbundnu Icesave-sinnum auðnist að taka sinnaskiptum – að senn fari vanhelg samstaðan í stjórnarflokkunum um þetta óþrifamál Steingríms og Jóhönnu að bresta.

Og hættu að skrökva, Ólína Þorvarðardóttir, þetta var einum of augljóst!

Jón Valur Jensson. 


Staðfesta alls þorra þjóðarinnar – sem fylgja þarf eftir

Það er tímabært að rifja hér upp ágæta yfirlýsingu, sem Þjóðarheiður sendi frá sér eftir þjóðaratkvæðið 6. marz 2010.

 

 

Þjóðarheiður – samtök gegn Icesave óskar Íslendingum til hamingju með úrslit þjóðaratkvæðisins.

1.   Þau úrslit, þar sem 98,1% þeirra, sem tóku afstöðu, sögðu NEI við Icesave-lögunum frá 30.desember, eru merkur atburður í sögu þjóðarinnar. Því ber að fagna að svo afgerandi meirihluti lét andstöðu sína í ljós. Það er mikilvægur áfangi í varnarbaráttu almennings gegn yfirgangi erlendra ríkja.

2.   Um leið og samtökin gleðjast yfir staðfestu meirihluta þjóðarinnar, fordæma þau stjórnvöld fyrir linkind gagnvart erlendri ásælni. Ríkisstjórnin hefur gerst sek um þau afglöp að láta undir höfuð leggjast að tala máli okkar, og hún hefur ekki komið þjóðinni til varnar gegn kúgun annarra ríkja.

3.   Þjóðaratkvæðagreiðslan var nýtt upphaf að baráttu meirihluta Íslendinga fyrir algerri höfnun á kröfum Bretlands og Hollands. Þessi árangur hefði ekki náðst án baráttu hins þögla meirihluta, sem sýndi styrk sinn á þessum merka degi, 6. marz 2010.

4.   Réttur almennings til að hafna ólögmætum álögum hefur nú verið staðfestur. Þrautseig þjóð, sem stendur bjargföst á lagalegum grundvallaratriðum og heldur þeim fram af rökvísi, verður ekki sigruð.Jón Sigurðsson forseti hefði verið hreykinn af þjóð sinni á þessum tímamótum.

5.   Sérstakar þakkir hlýtur forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, sem sannaði að fullveldi þjóðarinnar er í höndum hennar sjálfrar og kom í veg fyrir að Ísland yrði gert að skattlandi tveggja gamalla nýlenduvelda. Með þjóðaratkvæðinu var stjórnarskrá lýðveldisins heiðruð. Framvegis þarf að koma í veg fyrir að ólýðræðislegu þingræði verði flaggað sem eðlilegu stjórnarfari á Íslandi. Lýðræðið á sér þann grundvöll að fullveldið er hjá þjóðinni. Það mun ekki verða látið af hendi.

6.   Þjóðarheiður hafnar alfarið gjaldskyldu ríkisins vegna Icesave-reikninga Landsbankans. Þar skiptir engu hve langt ráðamenn okkar voru reiðubúnir að ganga, þvert á móti ákvæðum stjórnarskrárinnar, til að láta ríkissjóð borga gríðarlegar fjárfúlgur vegna máls þessa á fyrri stigum þess, undir óbilgjörnum þrýstingi frá ríkjum sem notuðu sér neyð landsins til að beygja ráðamenn okkar til hlýðni.

7.   Nú skiptir mestu að hvika hvergi frá rétti okkar og lagalegri stöðu. Samtökin Þjóðarheiður standa eitilhörð gegn öllum samningaumleitunum við Breta og Hollendinga vegna hinnar ólögvörðu kröfu þeirra að veitt verði ríkisábyrgð vegna erlendra skulda banka í einkaeigu.

8.   Allar samningaviðræður ríkisins við Bretland og Holland eru misráðnar og hafa leitt til langvarandi deilna og reiptogs sem hefur sett Alþingi Íslendinga í gíslingu, á sama tíma og fjölskyldur og atvinnuvegir glíma við mestu efnahagskreppu síðari áratuga.

9.   Samkvæmt skoðanakönnun, sem MMR gerði og var birt 8. marz, telja um 60% landsmanna að Íslendingum beri alls ekki að ábyrgjast kröfur Bretlands og Hollands. Heilbrigð skynsemi segir okkur að almenningur í þessu landi hafi engar skyldur til að greiða himinháar kröfur frá ríkissjóðum 250 sinnum stærri þjóða. Það eru tryggingasjóðir og bankar í þessum löndum sem bera ábyrgð á umræddum kostnaði með iðgjöldum sínum. Kröfugerð Bretlands og Hollands á okkar hendur er hrein fjárkúgun.

10.  Lög nr. 96 frá 28. ágúst 2009 gefa Bretum og Hollendingum færi á því að skuldsetja lýðveldið vegna Icesave með því að þeir fallist á þá fyrirvara sem settir eru í lögunum. Því er brýnt að umrædd lög verði felld úr gildi. Ríkisábyrgð á Icesave-skuld Landsbankans samræmist hvorki stjórnarskrá, evrópskum lögum, þjóðarhag né almennu réttlæti.Þjóðarheiður krefst þess að lög nr. 96/2009 verði afnumin og Alþingi fari þannig að þjóðarvilja.


Lilja Mósesdóttir: Icesave-III fari í þjóðaratkvæðagreiðslu, ef ekki verði mikill meirihluti Alþingis meðmæltur frumvarpinu

Þetta kom fram í viðtali Sigga storms við hana á Útvarpi Sögu í morgun. Lilja telur útlit fyrir, að meirihlutinn geti orðið verulegur á þingi. Hún segir vaxtakjörin t.d. "betri", en þó sé ýmislegt óöruggt og áhættusamt við Icesave-III-samningnum. Tiltók hún sérstaklega þetta: að íslenzki tryggingasjóðurinn (TIF) hafi þar ekki forgang að eignum þrotabús Landsbankans. Ef hann hefði það, þá væri ekki eins mikil áhætta fólgin í honum.

Sigurður bað hana að setja þetta fram á auðskilinn hátt. Hún sagði þá, að kröfurnar á þrotabúið megi flokka í þrennt:

  1. kröfu frá hinum íslenzka Tryggingasjóði innstæðueigenda og fjárfesta,
  2. kröfu frá brezka ríkinu,
  3. kröfu frá hollenzka ríkinu.

Í Icesave-III-samningnum væru þessar kröfur gerðar jafnstæðar. En ef kröfur TIF fengju forgang, þá fengi hann bæði meira og fyrr greitt úr þrotabúinu.

Lilja hljómaði líkleg til að samþykkja þetta frumvarp, kannski með breytingum, en hún var mjög ákveðin í því, að ef ekki yrði drjúgur meirihluti fyrir því á þingi, þá ætti það að fara í þjóðaratkvæði eins og Icesave-II-lögin.

JVJ. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband