Icesave-síbrotamenn, erlendir sem innlendir, halda áfram ađ ţjarma ađ íslenzku ţjóđinni

"Fjármálaráđuneytiđ áćtlar ađ ríkissjóđur ţurfi ađ greiđa 58,9 milljarđa vegna Icesave fram til ársins 2016, ţar af 26,1 milljarđ á ţessu ári og 10,4 á nćsta ári."

Viđ ţökkum ekki fyrir okkur! En gott er ađ upplýst sé um svikrćđi stjórnvalda, ágćtt ađ hafa ţetta í huga ţegar fólk efnir enn til fjöldamótmćla mánudaginn 17. ţessa mánađar. Upplýsingarnar hér efst komu fram í umbeđinni umsögn fjármálaráđuneytisins til fjárlaganefndar. Greinilega eru forsendur fjárlaga ţessa árs brostnar.

Í umsögn ráđuneytisins er sízt veriđ ađ bćta neinu viđ ţađ mat, sem sett var fram í byrjun, ţegar Icesave-III-samningurinn komst á netiđ (sjá tengla í ţessari grein), ţví ađ í mati ráđuneytisins er ekki einu sinni tekiđ tillit til ţess, sem fram er komiđ í fréttum, ađ mat stjórnvalda í desember sl., 47 milljarđar, var vanmat um a.m.k. 10 milljarđa króna. Samt er hér enn veriđ ađ reikna međ 47 milljörđum!

Svo er ţess enn ađ geta, ađ tilgátur um vćntanlegt söluverđ á Iceland-keđjunni, sem er í eigu ţrotabús Landsbankans, eru enn á getgátustigi og ekkert á ţeim byggjandi.

Sigmundur Davíđ Gunnlaugsson lagđi réttilega áherzlu á ţađ í Kryddsíldinni á gamlársdag, ađ rangt vćri ađ flýta ţessu máli nú, enda eigi margt eftir ađ koma í ljós í ţessum eignamálum bankans, ennfremur vegna ţess ađ réttaróvissa um sum ţeirra hverfur ekki fyrr en ađ útkljáđum nokkrum málum sem bíđa dóms í sumar.

Ekki er nóg međ, ađ óvissa ríki vegna ţessa, heldur eykst hún enn međ gengisóvissu, en gengi krónunnar gćti hćglega sigiđ eđa hruniđ, m.a. vegna afléttingar gjaldeyrishaftanna, og ţađ gćti stórhćkkađ heildargreiđslur TIF (Tryggingasjóđs innstćđueigenda og fjárfesta), sem krafizt er (ólöglega) ađ ríkiđ ábyrgist – gćti jafnvel aukiđ ţćr um hundruđ milljarđa, eins og fram kom strax í desember međ útreikningum stćrđfrćđings, sem birtir voru í Morgunblađinu.

Áćtlanir fjármálaráđuneytisins um greiđslur til Breta og Hollendinga koma hér fram í ţessum texta í formlegri umsögn ţess:

Ađ ţví gefnu ađ forsendur fyrir mati samninganefndarinnar gangi eftir er gert ráđ fyrir ađ heildargreiđslur úr ríkissjóđi til tryggingasjóđsins fram til ársins 2016 verđi rúmir 47 mia. [milljarđa] kr. Ţví til viđbótar er 3 mia. kr. greiđsla vegna útlagđs kostnađar Breta og Hollendinga viđ útgreiđslur til innstćđueigenda á sínum tíma [vel smurt á "ţjónustu" sem viđ báđum ekki um! – innsk. jvj.], en samiđ var um tiltekna hlutdeild í ţeim kostnađi. Gert er ráđ fyrir ađ ríkissjóđur ţurfi ađ leggja TIF til 26,1 mia.kr. á árinu 2011, ţar af 9 mia.kr. vegna áranna 2009–2010 umfram ţá 20 mia.kr. sem sjóđurinn sjálfur getur stađiđ undir og 17,1 mia.kr. vegna vaxtagreiđslna á ţessu ári. Áćtlanir gera ráđ fyrir ađ greiđslur áranna 2011–2016 verđi eftirfarandi:
  • 2011:  26,1 mia.kr.
  • 2012:  10,4 mia.kr.
  • 2013:  8,6 mia.kr.
  • 2014:  7,0 mia.kr.
  • 2015:  5,0 mia.kr.
  • 2016:  1,8 mia.kr.
  • Alls: 58,9 mia.kr.

Eins og áđur segir, er strax vanreiknađ ţarna um 10 milljarđa höfuđstól í byrjun. Miđađ viđ ţessar forsendur gćti upphćđin fariđ í 70 milljarđa króna, nema hlutir bregđist í mati á eignasafninu, eins og auđveldlega getur gerzt, sem og vegna gengissigs/gengisfalls.

Ţetta er í ćtt viđ rússneska rúllettu ađ taka ţá áhćttu, ţvert gegn evrópskum og íslenzkum lögum og skyldum okkar, ađ skrifa upp á ţennan samning, sem enn ber hin fyrri merki um krumluförin eftir ofbeldisvön nýlenduveldi. Međal annars er ţar gerđ krafa um ólöglega (margfaldlega of háa) vexti, sem standast ekki EES-jafnrćđisreglur. Verđur um ţađ fjallađ í sérstakri grein hér á morgun.

Og lesiđ ţetta í frétt Mbl.is:

  • Í fjárlögum sem samţykkt voru í desember er ekki gert ráđ fyrir neinum greiđslum vegna Icesave. Fjármálaráđuneytiđ segir ađ ástćđan sé sú ađ Alţingi sé ekki búiđ ađ afgreiđa máliđ. Verđi Icesave-samningarnir samţykktir á Alţingi ţurfi ađ leita heimildar Alţingis ađ greiđa ţađ sem fellur á ríkissjóđ. Fjármálaráđuneytiđ segir ađ vegna undirbúnings fjárlagafrumvarps vegna ársins 2012 verđi fjögurra ára áćtlun í ríkisfjármálum endurskođuđ međ tilliti til Icesave-skuldbindinganna.

Fjögurra ára áćtlun Steingríms J. Sigfússonar verđur ţá ekki mikiđ meira til ađ byggja á en fimm ára áćtlanir í Sovétinu í gamla daga.

Svo bendi ég lesendum á nýbirta grein Lofts Ţorsteinssonar á ţessum sama vef: Icesave-blekkingar og meiri Icesave-blekkingar.

Jón Valur Jensson. 

PDF-skráUmsögn fjármálaráđuneytisins um Icesave

mbl.is Greiđa ţarf 26,1 milljarđ vegna Icesave í ár
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Ţađ geta fleiri en InDefense fariđ blysför til Bessastađa.

Helga Kristjánsdóttir, 13.1.2011 kl. 00:06

2 Smámynd: Elle_

Ćtlađi ekki líka ICESAVE-STJÓRNIN ađ loka spítölum og segja upp tćpum 1000 spítalastarfsmönnum til ađ ´spara´ innan viđ 5 milljarđa?   Og níđast á gamalmennum í ţokkabót?  Ţau geta samt borgađ langtum hćrri upphćđir í ríkisskassa Breta og Hollendinga fyrir lögleysu sem viđ skuldum ekki.  

Elle_, 13.1.2011 kl. 00:19

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Ţađ ţarf ađ spara Elle mín,ţađ verđur ađ borga öllum nefndar og sérverkefna-ađilum. Svo ţurfa nú bankar og Sparisjóđir,ađ ég tali ekki um tryggingfélög sitt. Ef fólkiđ á Íslandi sér ekki viđ hvađa Ára er viđ ađ eiga,ţá er ţađ vegna stanslausra lygafrétta ,sem hún nýtir Ruv. til ađ ţruma yfir landslýđ. Verđum ađ fá hátalarakerfi á Austurvöll 17.jan,upplýsa mannskapinn,sem enn er ekki farinađ átta sig. Gćli viđ ađ Óđal ljái okkur sitt,ţćr voru fínar trommur ţeirra á seinasta stóra mótmćlafundi.          NEI-NEI-NEI- viđ svikasamningi og Icesave.

Helga Kristjánsdóttir, 13.1.2011 kl. 02:02

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  OG E.S.B. ţetta er allt sama tóbakiđ .

Helga Kristjánsdóttir, 13.1.2011 kl. 02:03

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kćrar ţakkir fyrir innleggin og baráttuandann.

Jón Valur Jensson, 13.1.2011 kl. 13:02

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband