Icesave-blekkingar og meiri Icesave-blekkingar

IFS-greining hefur framkvæmt greiningu eins og þeir voru beðnir um, en hvað voru þeir beðnir að greina ? Í skýrslunni segir:

 

»Í þessari skýrslu höfum við reynt að svara þeim spurningum sem við vorum beðnir um umsögn á. Fyrst og fremst snérust þau atriði um áhættumat á samningnum ásamt mati á getu ríkissjóðs við að standa við sínar greiðsluskuldbindingar við mismunandi aðstæður. Ekki var í þessari skýrslu reynt að leggja mat á afleiðingar þess að hafna samningnum

 

IFS-greining er því að vinna fyrir hina vanhæfu Icesave-stjórn sem hefur haft sem sitt megin verkefni að gæta hagsmuna nýlenduveldanna. Auðvitað er engin von til að skýrsla sem hefur svona forskrift skili vitrænni niðurstöðu. Í málsgreininni hér að framan er kjarni málsins sagður með skýrum orðum:

 

»Ekki var í þessari skýrslu reynt að leggja mat á afleiðingar þess að hafna samningnum

 

Algerlega liggur ljóst fyrir, að hagkvæmasti kostur Íslendinga í Icesave-deilunni er að hafna fyrirliggjandi samningum. Hefði þá ekki verið eðlilegt að bera saman þá kosti að hafna samningunum og hins vegar að ganga að þeim ? Auðvitað finnst það öllum eðlilegum mönnum, en Steingrímur og Hr. Jóhanna eru ekki eðlileg.

 

Hvað er þá hægt að segja um greiningu sem ekki greinir það sem þarf að greina ? Ekki getur það nú verið margt, en þó vakti eitt atriði sérstaka athygli mína. Skýrslan greinir frá:

 

»Í nýja samkomulaginu er að finna skilyrði sem gæti veitt TIF aukinn aðgang umfram aðra kröfuhafa. Líklegt er að TIF muni sækjast eftir þessum aukna forgangi. Ef það gengur eftir þá fengi TIF greitt út úr þrotabúinu á undan öðrum. Það gæti jafnvel leitt til þess að að endanleg niðurstaða yrði sú að TIF fengi meira greitt úr þrotabúinu en hann þyrfti að greiða Bretum og Hollendingum miðað við núverandi gengi krónunnar.«

 

Á hverju ætli þessar vonir byggi um gróða TIF af Icesave-málinu ? Þetta er auðvitað glórulaus hugmynd, sem hlýtur að fara á spjöld sögunnar sem öfgafyllsta óskhyggjan. Líka má spyrja þess, hvort ekki sé rétt að hefja strax þann málarekstur sem gefinn er ádráttur um að muni skila svo glæsilegum árangri ?

 

Að öllu gamani slepptu þá er mikilvægt að tryggja TIF forgang að eignum þrotabúsins. Til að sækja þann forgang fara menn auðvitað ekki lengstu leiðina, þótt oft sé krókur betri en kelda. Betri leiðir eru tiltækar en sú sem IFS-greining nefnir.

 

InDefence hefur lagt til, að ef Alþingismenn eru svo heimskir að samþykkja ábyrgðir á Icesave-samningum-III á forsendulausum kröfum sem engin ábyrgð er fyrir, þá sé rétt að tryggja forganginn í ábyrgðarlögunum sjálfum. Ennþá tryggara er þó að gera þetta á þann hátt sem ég hef lagt til.

 

Ég hef lagt til, að kröfuröðinni verði breytt í Neyðarlögunum. Um þetta fjallaði ég í grein sem birtist í Morgunblaðinu 23. desember 2010 og er hægt að lesa hana hér:

 

http://altice.blogcentral.is/blog/2010/12/23/breytt-krofurod-i-throtabu-landsbankans-leysir-icesave-deiluna/

 

Mikilvægt er að hafa hugfast að tilskipun ESB um lágmarks-tryggingu, er í raun fyrirmæli um kröfu-röð, þar sem lágmarks-tryggingin kemur fyrst til úthlutunar úr þrotabúi. Ef lágmarks-tryggingin hefur ekki forgang, getur staðan hæglega orðið sú að tryggingasjóðirnir fái ekki upp í lágmarkstrygginguna við skipti. Þetta er einmitt það sem mun gerast með Landsbankann, samkvæmt núgildandi lögum um kröfuröð. 

 

 

Loftur A. Þorsteinsson. 

 


mbl.is Gæti fengið meira greitt úr þrotabúinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Góður Loftur.

En þetta eigum við að gera einhliða, og segja síðan bless við breta.  Vextina af hina meinta láni þeirra geta þeir átt við þá sem tóku ákvörðun um að veita það, þá Darling og Brown.

Þú rukkar ekki þriðja aðila vegna vaxta af láni sem þú veittir sjálfum þér.  Ef það væri hægt, þá yrðum við öll rík, eða þannig.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.1.2011 kl. 22:25

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Nálgun ríkisstjórnarinnar er ótrúlega heimskuleg, en auðvitað í hennar sanna anda. Hvað er hægt að hugsa sér fáranlegra en að bera saman mögulegan kost og eitthvað sem ekki er til umræðu, þar sem það er svo miklu dýrara.

Ætli sá verkfræðingur yrði ekki álitinn undarlegur sem ætlaði að færa sönnur á hagkvæmni brúar yfir Elliðaár, með verð-samanburði hennar við Golden Gate brúna í San Francisco ?

Ætli Steingrímur telji sig snilling að láta sér detta svona samanburð í hug ? Er hann núna að reikna hvað hann græðir mikið með að gera Icesave-samninga-III, í stað þess að senda Hr. Jóhönnu til Mánans ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 12.1.2011 kl. 23:14

3 Smámynd: Elle_

Áróðurinn fyrir því að Alþingi samþykki Icesave-samningana er hafinn að nýju, líkt og gert var þegar Svavars-samningarnir voru gerðir í júní 2009. Þá var hver sérfræðingurinn á fætur öðrum dreginn fram til að styðja við spádóma um efnahagslega einangrun og svartnætti. Jafnvel virðulegur hagfræðiprófessor taldi að á Íslendingum bæri siðferðileg skylda til að taka á sig Icesave-klyfjar, þó engin lagalegar kvaðir væru þar fyrir hendi.

Óli Björn Kárason skrifaði þetta í kvöld: Áróðurinn fyrir Icesave hafinn

Elle_, 13.1.2011 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband