Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
18.7.2018 | 18:59
"Ískalt mat" Bjarna Ben. á Icesave-samningi "laskaði Sjálfstæðisflokkinn varanlega, en þó ekki nægjanlega," segir Reykjavíkurbréf!
Þar kemur einnig fram að "ríkisstjórnin er óvænt að baksa við það á bak við tjöldin að undirbúa breytingar á stjórnarskrá til að tryggja að hægt verði að ganga í ESB með sem minnstum vandræðum. Þetta hljómar ótrúlega en er samt satt. Fyrir flokk sem hangir enn í að vera stærsti flokkur landsins birtist þetta sem einhvers konar þráhyggjuleg taka tvö á hlaupinu út undan sér í Icesave eftir ískalt mat sem laskaði flokkinn varanlega, en þó ekki nægjanlega, að því er virðist." [Leturbr.jvj.]
Svo ritar sá, sem talinn er fyrirrennari Bjarna Ben. sem formaður Sjálfstæðisflokksins.
En um það baks stjórnmálaleiðtoga á Alþingi "að undirbúa breytingar á stjórnarskrá til að tryggja að hægt verði að ganga í ESB," má lesa hér á Fullveldisvaktinni.
Þetta eru mun alvarlegri málefni heldur en þau, að örfáir einstaklingar, innan við tíu manns á Alþingi (Píratar, Helga Vala, Rósa Björk og Andrés félagi hennar í VG) voru með uppsteit á Þingvöllum í dag, auk fáeinna úr hópi almennings.
En aftur að Icesave-málinu: Hefur heyrzt skeleggari gagnrýni innan Sjálfstæðisflokksins á Icesave-framgöngu núverandi flokksformanns heldur en þessi í Reykjavíkurbréfi nýliðins laugardags? Varanlegt fylgishrun flokksins í kosningum, miðað við það sem áður var, hefur mjög sennilega mikið með það að gera, að Bjarni veðjaði á rangan hest í Icesave-málinu og fylgdi ekki þjóðarviljanum og hvorki eigin flokksmönnum né jafnvel landsfundi!
Jón Valur Jensson.
Mótmæli lituðu hátíðarfundinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sjáið hér hvernig maðurinn, sem vill hafa fjárhagslegt forræði borgarinnar, beitti sér þvert gegn þjóðarhag og þjóðarrétti í Icesave-málinu:
"Allar ríkisstjórnir frá hruni hafa metið það svo eina leiðin í Icesave-málinu séu samningar. Allt annað í endurreisninni (aðgangur að erlendu lánsfé og þar með framkvæmdir og fjárfesting), vaxtakjör (og þar með endurfjármögnun allra fyrirtækja) ofl. ofl. hangir á þessu. Mér finnst algert ábyrgðarleysi af stjórnarandstöðunni að þvælast fyrir málinu. Það væri feigðarflan að ætla sér aðra tafsama samningalotu. Það er margt erfitt og skítt og það er ekki fyrir fólk sem hræðist óvinsælar ákvarðanir að vinna að því að loka fjárlagahallanum. Það er hins vegar forsenda vaxtalækkunar og ég held að það sé samstaða um að það sé forgangsverkefni. Það er enginn hrifinn af skattahækkunum, frekar en efnhagshruninu sem er ástæða þeirra eða efnahagsstefnunni sem kom okkur í þessa þröngu stöðu eða hvað. Frestur á erfiðum ákvörðunum eykur fyrst og fremst vaxtakostnaðinn og mín skoðun er sú að okkar kynslóð verður að hreinsa til en ekki ýta þessum vanda yfir á börnin okkar. Það er engin tilviljun að allar ríkisstjórnir frá hruni hafa metið það svo eina leiðin í Icesave-málinu séu samningar. Margt í endurreisninni hangir á því að þeir takist, svo sem aðgangur að erlendu lánsfé (og þar með framkvæmdir og fjárfesting), skapleg vaxtakjör (og þar með endurfjármögnun allra fyrirtækja) og þannig mætti áfram telja. Það væri að mínu mati feigðarflan að ætla okkur í aðra tafsama samningalotu fyrir óljósan eða engan ávinning. Valkosturinn við fyrirliggjandi samninga er fyrst og fremst ávísun á tafir og þar með aukinn vaxtakostnað þjóðarbúsins í dag og til framtíðar. Í Icesave, einsog í rústum fjármála ríkisins þarf sterk bein til að hreinsa til en það er ekki annað í boði ef ekki á að ýta þeim vanda sem sem við stöndum frammi fyrir yfir á börnin okkar." (!!!)
Þetta ritaði Dagur B. Eggertsson, þáverandi varaformaður Samfylkingarinnar, á vef ungra jafnaðarmanna á Politik.is 18. desember 2009 og kallaði grein sína Úr vörn í sókn á Íslandi (!). Með þessu gekk hann þvert gegn hagsmunum og lagalegum rétti þjóðarinnar í Icesave-málinu, eins og sannaðist með úrskurði EFTA-dómstólsins 28. janúar 2013, þar sem íslenzka ríkið var sýknað af öllum kröfum brezku og hollenzku ríkisstjórnanna í því máli og okkur ekki gert að greiða eitt einasta pund eða evru í málskostnað.
Merkilegt, að tvær gulrætur notaði Dagur til að reyna að véla þjóðina til að kjósa yfir sig Icesave-samningana: að þeir myndu stuðla að lægri vöxtum og "að loka fjárlagahallanum"! Hefur þó í 1. lagi hvergi orðið vart við að Dagur borgarstjóri hafi lagzt gegn vaxtaokurstefnu Seðlabankans, bankanna og ríkisstjórna Fimm- og Sjöflokksins, þótt þetta sé meðal helztu ástæðna fyrir húsnæðisvandræðum ungs fólks í borginni.
Í 2. lagi var Dagur þarna að samþykkja Icesave-samninga Steingríms J. og Jóhönnu, sem fólu m.a. í sér ólöglega vexti skv. EES-jafnræðisreglum vegna brezkra ríkislána til bankakerfisins þar í landi með langtum lægri vöxtum. (Sbr. opna Mbl.grein undirritaðs hér: Ólögmætir vextir á Icesave-kröfum og allar eignir ríkisins undir?)
Mestu skiptir svo hitt, að okkur bar aldrei nein skylda til að borga Icesave-skuldir hins einkavædda Landsbanka. Allt málið var húmbúkk og einn ranglætis-tilbúningur Breta, Hollendinga og vanhæfra sjórnmálamanna á Alþingi, sem létu fremur teygjast af þrýstingi fyrrnefnda heldur en að hlusta á eigin þjóð og vísra manna ráð og þær grasrótarhreyfingar, sem að endingu og eftir mikla baráttu báru hér sigur úr býtum með stuðningi forseta Íslands, herra Ólafs Ragnars Grímssonar.
Já, það var sama hvert litið var í Samfylkingunni, þar fannst ekki einn réttlátur í Icesave-málinu og sízt hjá forystunni, enda lá henni á að troða okkur í Evrópusambandið. En allir þingmenn hennar nema einn fram að kosningunum 29. okt. 2016 féllu þá með háum hvelli út af þingi.
Enn er þó Dagur B. Eggertsson, fyrrv. varaformaður þar, við stjórnvölinn í Reykjavík. Nú má spyrja: Verðskuldar hann, með ofangreind skrif hans í huga, traustsyfirlýsingu kjósenda í komandi borgarstjórnarkosningum? Þurfum við mann í þjónustu okkar, sem sýndi jafnvel hinum allsendis ranglátu Icesave-II-samningnum slíka trúgirni og opinbera orðaþjónustu?
Jón Valur Jensson. (Eldri grein með sömu fyrirsögn er hér bætt og aukin.)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skv. Styrmi, fv. Mbl.ritstjóra, mátti skilja Davíð í viðtali á þann veg, að hann reki veika stöðu Sjálfstæðisflokksins að verulegu leyti til stuðnings flokksins við hina upphaflegu Icesave-samninga sem hann sagði aldrei hafa komið skýringar á.
Fleira var fjallað um þarna, sjá grein Styrmis, sem spyr svo í lokin:
"Hvers vegna er það fyrst nú, þegar 10 ár eru liðin frá Hruni, sem Davíð Oddsson talar svo opið um þessi málefni?
Og af hverju gerði hann það ekki fyrir forsetakosningarnar?
Samtal af þessu tagi fyrir þær hefði getað breytt miklu um úrslit þeirra."
Það var Sjálfstæðisflokknum ekki til góðs, þegar formaður hans, Bjarni Benediktsson, ákvað að láta "kalt mat" sitt ráða atkvæði sínu um Buchheit-samninginn um Icesave; en hann fekk þá meirihluta þingmanna sinna í lið með sér, en fáeinir greiddu atkvæði á móti, og einn sat hjá.
Þessi afstaða Bjarna var þvert gegn því, sem landsfundur flokksins hafði ályktað um. Slíkt er engum flokki affarasælt og sízt þegar á daginn kemur, að með þessari stefnu formannsins og flestra þingflokka, sem þá voru á Alþingi, var verið að taka afstöðu þvert á móti (a) vilja eindregins meirihluta almennings í þjóðaratkvæðagreiðslu og (b) ótvíræðum lagalegum rétti þjóðarinnar, eins og í ljós kom í úrskurði EFTA-réttarins snemma árs 2013.
Jón Valur Jensson.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2018 | 14:27
Útför Lofts Altice Þorsteinssonar
var gerð frá Áskirkju kl. 3 í dag. Hann var um árabil öflugasti baráttumaður landsins gegn Icesave-ólögunum.
Hafa ber þá í heiðri sem drengilega og af atorku hafa unnið í þágu þjóðarhags og landsmanna allra.
Loftur Altice Þorsteinsson er eftirminnilegur baráttumaður gegn Icesave-smánarsamningum ríkisstjórnar Steingríms J. og Jóhönnu. Greinar hans í Morgunblaðinu, á eigin bloggi og á thjodarheidur.blog.is voru með því bezta sem birtist um málið, enda leitaði hann víða efnisfanga með eigin rannsóknum og bréfaskiptum við erlend yfirvöld, fjármálaeftirlit Breta og Hollendinga, Englandsbanka, Seðlabanka Hollands, fjármálasérfræðinga við efnahags- og háskólastofnanir og blöð eins og Financial Times, Wall Street Journal og þýzk og hollenzk blöð. Þannig aflaði hann mikilvægra gagna sem hann vann úr og birti, ekki sízt í mörgum greinum í Mbl. Höfðu þær víðtæk áhrif í andófshreyfingunni, fengu jafnvel viðurkenningu þáv. viðskiptaráðherra, Árna Páls, á fundi hans, Kristrúnar Heimisd. o.fl. með fulltrúum andstæðinga Icesave-frumvarpanna.
Ósíngjarnt og ævinlega ólaunað var framlag Lofts til félaga sem börðust í Icesave-málinu: Þjóðarheiðurs, þar sem hann var frá upphafi varaformaður og einn afkastamesti skriffinnur vefsins thjodarheidur.blog.is sem fjallaði nær daglega um málið árum saman, einnig með samráðsfundum stjórnar félagsins við fulltrúa InDefence (samtaka sem áttu heiðurinn af fyrri undirskriftasöfnun gegn Icesave-ruglinu) og síðar með þátttöku hans meðal leiðandi manna í Samstöðu þjóðar gegn Icesave, regnhlífarsamtökum þar sem félagar úr nefndum samtökum o.fl. lögðu drög að vel heppnaðri undirskriftasöfnun á vefnum Kjósum.is, með áskorun á Ólaf forseta, sem á endanum hafnaði seinustu Icesave-löggjöfinni (Buchheit-samningnum) og ruddi því braut, með samsinni 60% meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu, að málið fór fyrir EFTA-dómstólinn. Þar unnu Íslendingar sigur, sýknaðir 100% af ólögvörðum kröfum Breta, Hollendinga og ESB, þurftu jafnvel ekki að borga eigin málskostnað! Sparaði þetta þjóðinni a.m.k. 80 milljarða króna í beinar, óafturkræfar vaxtagreiðslur í pundum og evrum!
Undirritaður kynntist Lofti um 1990 sem áhugaverðum spjallfélaga í steinapottinum í Laugardal, en hann var fróðleiksmaður um uppruna og forsögu norrænnar menningar. Síðar, í febr. 2010, stofnuðum við með fjölda annarra Þjóðarheiður, samtök gegn Icesave. Ég hlýt að þakka honum hér samstöðu og vináttu um árabil, mikla vinnu við stjórnarfundi okkar, aðgerðir og skrif. Þrátt fyrir útilokun RÚV á okkur og moldviðri vinstrimanna gegn Þjóðarheiðri og Samtökum þjóðar gegn Icesave fór almenningur og þjóðarbúið að endingu með sigur af hólmi í þessu mikilvæga grundvallar- og fordæmismáli. Það varðaði mestu. Þá var hann ennfremur ötull baráttumaður gegn Evrópusambands-aðild og skrifaði um það vekjandi greinar á vef Samstöðu þjóðar og í Morgunblaðið. Má vænta hér síðar yfirlits um greinaskrif hans þar.
Sorgarefni er, að þessi mikli vitmaður og fjörugi andi varð að lúta í lægra haldi fyrir illvígum MND-sjúkdómi sem hafði m.a. áhrif á talfæri hans. Vel gat hann þó rætt mörg mál og var fram undir seinustu tíð hress vitsmunalega, sem sjá mátti á blaðagreinum hans og skrifum á Moggabloggi Samstöðu þjóðar.
Loft hefði mátt heiðra að verðleikum, mörgum öðrum fremur, með fálkaorðunni eða öðrum hætti. En eitt er víst að þakklátir fylgja samherjarnir honum síðasta spölinn og biðja honum fararheilla inn í aðra veröld.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.1.2020 kl. 04:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fallinn er frá Loftur Altice Þorsteinsson verkfræðingur, sem um árabil var öflugasti fulltrúi Þjóðarheiðurs, samtaka gegn Icesave, og þjóðinni afar verðmætur í baráttunni gegn Icesave-samningum þeirrar ríkisstjórnar sem hér sat 2009-13.
Loftur verður jarðsunginn á morgun, þriðjudaginn 6. marz, kl. 15.00, frá Áskirkju við Vesturbrún.
Loftur var einn almikilvægasti maðurinn í þeirri öflugu grasrótarhreyfingu sem barðist gegn Icesave-samningunum við brezku og hollenzku ríkisstjórnirnar. Með sínum eigin rannsóknum og viðamiklum bréfaskiptum við erlend yfirvöld, m.a. fjármálaeftirlit Bretlands og Hollands, Englandsbanka, Seðlabanka Hollands og fjármálasérfræðinga, bæði við efnahags- og háskólastofnanir og við meiri háttar blöð eins og Financial Times og þýzk og hollenzk blöð, tókst Lofti að afla sér mjög mikilvægra upplýsinga, sem hann vann skipulega úr og birti opinberlega, m.a. á eigin bloggsíðu, altice.blog.is, og vefjunum thjodarheidur.blog.is og kjosum.is og samstada-thjodar.blog.is, sem og í mörgum greinum í Morgunblaðinu, og þessar upplýsingar höfðu víðtæk áhrif í hreyfingunni allri og meðal þjóðarinnar og fengu m.a. viðurkenningu þáverandi viðskiptaráðherra, Árna Páls Árnasonar, á fundi hans og Kristrúnar Heimisdóttur, aðstoðarmanns hans, og þriðju ráðuneytispersónunnar með fjórum fulltrúum Þjóðarheiðurs og Samstöðu þjóðar, eins og undirritaður var sjálfur vitni að sem einn þeirra.
Þá er ótalið hér ósíngjarnt (og ævinlega ólaunað) framlag Lofts til félagsmálahreyfinga sem börðust í Icesave-málinu: Þjóðarheiðurs, þar sem hann var frá upphafi varaformaður og einn allra atorkumesti skriffinnur vefsins thjodarheidur.blog.is sem fjallaði nánast daglega um málið misserum saman, einnig með samráðsfundum stjórnar sömu samtaka við fulltrúa InDefence-samtakanna (sem áttu heiðurinn af fyrri undirskriftasöfnuninni gegn Icesave-samningunum) og síðar með þátttöku hans meðal leiðandi manna í Samstöðu þjóðar gegn Icesave, regnhlífarsamtökum þar sem meðlimir úr nefndum samtökum o.fl. tóku þátt og lögðu m.a. drögin að hinni vel heppnuðu undirskriftasöfnun á vefnum Kjosum.is, með áskorun á forsetann, sem á endanum hafnaði seinni Icesave-löggjöfinni (Buchheit-samningnum) og ruddi því þannig braut, að fengnu samsinni verulegs meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu, að málið fór fyrir EFTA-dómstólinn, þar sem Íslendingar voru að endingu 100% sýknaðir af kröfum Breta og Hollendinga og þurftu ekki einu sinni að borga eigin málskostnað!
Ef undirritaður ætti að nefna einhvern einn Íslending, sem hefði átt að heiðra í þessu efni, þá var sá maður Loftur Altice Þorsteinsson. Þá var hann ennfremur ötull baráttumaður gegn Evrópusambands-aðild og skrifaði um það vekjandi greinar á vef Samstöðu þjóðar og í Morgunblaðið. Má vænta hér síðar yfirlits um greinaskrif hans þar.
Loftur var fæddur 25. júní 1944 í Reykjavík og vann lengst af verkfræðistörf og gegndi trúnaðarstörfum fyrir félög þeirra, eins og sjá má í Verkfræðingatali.
Hann féll frá eftir langvinna baráttu við hinn illvíga MS-sjúkdóm. Þrátt fyrir lamandi áhrif sjúkdómsins var hann lengst af mjög hress vitsmunalega, eins og sjá mátti í blaðagreinum hans og skrifum á vef Samstöðu þjóðar ekki síður en þessum vef svo lengi.
Heiður þeim, sem heiður ber. Lengi lifi minningin um þenna mikla hugsjóna- og baráttumann í brjóstum okkar sem þekktum hann.
Jón Valur Jensson.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.3.2018 kl. 01:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.10.2017 | 00:55
Hver ætli skipi heiðurssætið á lista Samfylkingar í Reykjavík norður?
Hver annar en Icesave-samninga-hvatningamaðurinn Dagur B. Eggertsson?! --Nei, heyrið mig nú, kom hann nokkuð nálægt því? Er þetta ekki miklu fremur flugvallar-tortímandinn galvaski? --Jú, að vísu, en lesið hvað hann skrifaði um Icesave-málið:
Dagur B. Eggertsson: Mér finnst algert ábyrgðarleysi af stjórnarandstöðunni að þvælast fyrir Icesave-málinu. Það væri feigðarflan að ætla sér aðra tafsama samningalotu ...!
(og smellið á þetta til að sjá meira).
--Mættum við fá meira að heyra?
--Nei, þetta er yfrið nóg í bili !
JVJ.
Helga og Ágúst leiða í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.7.2017 | 00:17
Af skrök- og fals-áráttu Svavars Gestssonar í Icesave-máli
Svavar-ég-nenni-þessu-ekki-lengur kom manna mest við sögu 1. Icesave-samningsins.
Hér eru að gefnu tilefni endurbirtar tvær vefgreinar af Vísisbloggi, sem 365 miðlar lögðu niður:
Svavar Gestsson skrökvar massíft um Icesave-málið í aprílgabbi
2. apríl 2010
Hlálegust í grein Svavars í Fréttablaðinu 1. apríl var þessi öfugsnúna fullyrðing hans:
- Það hefur einmitt verið einkenni umræðunnar um Icesave að það hefur bara ein skoðun verið leyfð; það var fyrirskipuð sú hjarðskoðun í upphafi málsins að vera á móti því að gera upp Iceave-málið.
Þetta segir hann í blaði, sem er dreift ókeypis til allra landsmanna og hefur markvisst haldið uppi, bæði í leiðurum og fréttum og greinavali, áróðri fyrir Icesave-stjórnvöldin, þar sem uppgjör málsins (að klára það og leysa!) hefur verið boðað sem fagnaðarerindi og andstæðar skoðanir hafa fengið miklu minna rúm nema einna helzt frá þingmönnum (eins og Vigdísi Hauksdóttur), enda erfiðara að ritskoða slíka.
Á Rúvinu hefur verið sama sagan. Umsjónarmaður helzta umræðuþáttar í þjóðmálaumræðu, Egill Helgason, hefur komizt upp með að kalla þá menn öfgamenn, sem telja, að okkur beri ekki að borga Bretum og Hollendingum neitt. Samt eru hartnær 60% aðspurðra (59,4%) þeirrar skoðunar, að okkur beri alls ekki að borga Bretum og Hollendingum neitt vegna Icesave, skv. könnun sem birt var 8. marz, frá MMR, sem er virt skoðanakönnunarfyrirtæki (sjá hér: Hartnær 60% aðspurðra segja: Við viðurkennum alls enga ábyrgð Íslendinga á Icesave-greiðslum til Bretlands og Hollands!). Er þá yfirgnæfandi fjöldi Íslendinga fleiri en kusu ríkisstjórnina öfgafólk?!
Svavar talar um hjarðskoðun og harðmennsku! Sjálfir reyndu Vinstri grænir og Samfylking að smala mönnum í eina hjörð í þessu máli, með öllum sínum pólitíska mætti, tveimur dagblöðum, 365-ljósvakamiðlum, Rúvinu, þ.m.t. Sjónvarpinu, öðrum sérskipuðum álitsgjöfum og ekki þeim einum, heldur einnig fulltrúum atvinnulífsins, Gylfa Arnbjörnssyni og hans tæknikrötum (og evrókrötum) í ASÍ og ýmsum verkalýðsfélögum eins og krafan um að fá að borga Icesave-lygaskuldina væri krafa almennings!!! og Vilhjálmi Egilssyni og öllum hans evró-skoðanabræðrum í SI og SA!
Þrátt fyrir þessa þéttu fylkingu Icesave-sinna lét þjóðin ekki blekkja sig. Af þeim, sem afstöðu tóku í þjóðaratkvæðagreiðslunni 6. marz, greiddu 98,1% atkvæði gegn þeim svikalögum, sem bandamenn Svavars börðust svo hart fyrir á Alþingi, unz þeir loks höfðu sigur 30. desember. Gegn frestun forsetans á því að skrifa undir lögin býsnuðust þessir óþjóðhollu menn og rengdu vald hans til að synja lögunum staðfestingar, ásamt alls kyns óþverratali um vald þjóðarinnar til að útkljá málið, og enn í þessu afkáralega aprílgabbi Svavars Gestssonar má finna afkáralegar fullyrðingar eins og þær, að þessi hjarðmennska náði þó hámarki í þjóðaratkvæðagreiðslunni þegar þjóðinni var skipað á kjörstað um ekki neitt!!!
Snerist það um ekki neitt að fella lögin úr gildi?! Væri Svavar að skrifa, ef hann hefði fengið sitt fram? Var það ekki lögskipuð leið, eftir synjun forsetans, að valdið væri hjá þjóðinni til að afnema lögin?
Sjáið þið sósíalistann þarna, mann fólksins, sem gerir lítið úr einhverjum helgasta lýðræðisrétti þjóðar sinnar!
En um hjarðmennsku-fullyrðingar Svavars skrifaði Guðmundur Sveinbjörn Pétursson Vísisbloggari, sem kallar sig sannkristinn sósíalista, athugasemd á eftir fyrri pistli mínum um þessi 1. aprílskrif, hér er partur af henni:
- Hjarðeðlis útlegging Svavars er svo auðvitað kapítuli út af fyrir sig. Seinheppnari gat hann ekki verið í líkingum sínum - maður sem allt sitt lifibrauð hefur fengið í gegnum flokk og flokkshollustu; hann hefur étið af garðanum með hjörðinni og á vegum hjarðarinnar. Alltaf og er enn að.
[Önnur grein:]
Svavar Gestsson stígur blygðunarlaust fram á síðum Fréttablaðsins í dag
1. apríl 2010
Þar ber hann fram fyrir lesendur réttlætingu á ábyrgð sinni á illræmdustu samningum sem íslenzk stjórnvöld hafa átt hlut að í sögu lýðveldisins. Nú er hann búinn að finna sér góða ástæðu: Fréttablaðs-skrif þriggja manna, þótt enginn þeirra sé reyndar sérfræðingur á sviði atvinnumála, en þeir kenna allir óleystu Icesave um atvinnuleysi í landinu! Hjálpar til að fá atvinnu að leggja hundraða milljarða króna ólögvarða lygaskuld á þjóðfélagið?!
Á Magnúsi Orra Schram er ekki hægt að taka neitt mark um þessi mál eftir heiftarleg ræðuhöld hans á Alþingi, þegar Icesave var þar til umræðu. Ólafur Stephensen átti leiðara í Fréttablaðinu, Biðin er dýr, sem jafnast á við fátt í sinni algeru meðvirkni við kröfur brezkra og hollenzkra stjórnvalda og heldur fram firrum um áhrif þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Hvernig væri að sá maður tæki nú til athugunar þá skoðanakönnun MMR, sem gerð var um sama leyti og sýndi, að einungis 3,3% aðspurðra töldu [með Svavari Gestssyni og Magnúsi Orra Schram!], að Íslendingar ættu að ábyrgjast greiðslur til innstæðueigendanna að fullu! En 59,4%, rétt tæp 60%, telja að Íslendingum beri alls ekki að ábyrgjast greiðslurnar! Og 37,3% telja [með Ólafi Stephensen!], að Íslendingum beri að ábyrgjast greiðslurnar að hluta til.
Ólafur Stephensen vogar sér að tala þarna (Frbl. í fyrradag) um lántökurnar vegna Icesave. Ólafur getur ekki sýnt fram á, að Íslendingar hafi fengið eitt penny né evru að láni vegna Icesave, ekki frekar en hann getur sýnt fram á, að við eigum að borga einkaskuldir einkabanka!
Ég vil hvetja menn til að kynna sér nýja bloggsíðu Þjóðarheiðurs samtaka gegn Icesave.
Endurbirt hér af Vísisbloggi undirritaðs. Án nokkurs fyrirvara lögðu 365 miðlar niður gervallt Vísisbloggið, þar sem hundruð manna höfðu skráð ritsmíðar sínar og viðbrögð við fréttaumræðu; jafn-frekleg vanvirðing á höfundarrétti manna er sem betur fer sjaldgæf. En undirritaður hafði af forsjálni vistað þessar greinar í sér-geymslu. Einungis þess vegna var unnt að endurbirta þetta hér.
Jón Valur Jensson.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
"Allar ríkisstjórnir frá hruni hafa metið það svo eina leiðin í Icesave-málinu séu samningar. Allt annað í endurreisninni (aðgangur að erlendu lánsfé og þar með framkvæmdir og fjárfesting), vaxtakjör (og þar með endurfjármögnun allra fyrirtækja) ofl. ofl. hangir á þessu. Mér finnst algert ábyrgðarleysi af stjórnarandstöðunni að þvælast fyrir málinu. Það væri feigðarflan að ætla sér aðra tafsama samningalotu. Það er margt erfitt og skítt og það er ekki fyrir fólk sem hræðist óvinsælar ákvarðanir að vinna að því að loka fjárlagahallanum. Það er hins vegar forsenda vaxtalækkunar og ég held að það sé samstaða um að það sé forgangsverkefni. Það er enginn hrifinn af skattahækkunum, frekar en efnhagshruninu sem er ástæða þeirra eða efnahagsstefnunni sem kom okkur í þessa þröngu stöðu eða hvað. Frestur á erfiðum ákvörðunum eykur fyrst og fremst vaxtakostnaðinn og mín skoðun er sú að okkar kynslóð verður að hreinsa til en ekki ýta þessum vanda yfir á börnin okkar. Það er engin tilviljun að allar ríkisstjórnir frá hruni hafa metið það svo eina leiðin í Icesave-málinu séu samningar. Margt í endurreisninni hangir á því að þeir takist, svo sem aðgangur að erlendu lánsfé (og þar með framkvæmdir og fjárfesting), skapleg vaxtakjör (og þar með endurfjármögnun allra fyrirtækja) og þannig mætti áfram telja. Það væri að mínu mati feigðarflan að ætla okkur í aðra tafsama samningalotu fyrir óljósan eða engan ávinning. Valkosturinn við fyrirliggjandi samninga er fyrst og fremst ávísun á tafir og þar með aukinn vaxtakostnað þjóðarbúsins í dag og til framtíðar. Í Icesave, einsog í rústum fjármála ríkisins þarf sterk bein til að hreinsa til en það er ekki annað í boði ef ekki á að ýta þeim vanda sem sem við stöndum frammi fyrir yfir á börnin okkar." (!!!)
Þetta ritaði Dagur B. Eggertsson, þáverandi varaformaður Samfylkingarinnar, á vef ungra jafnaðarmanna á Politik.is 18. desember 2009 og kallaði grein sína Úr vörn í sókn á Íslandi (!).
Merkilegt, að tvær gulrætur til að narra þjóðina til að kjósa yfir sig Icesave-samningana áttu að vera að stuðla að lægri vöxtum og "að loka fjárlagahallanum"! Hefur þó í 1. lagi hvergi orðið vart við að Dagur borgarstjóri hafi lagzt gegn vaxtaokurstefnu Seðlabankans, bankanna og ríkisstjórna Fimm- og Sjöflokksins, þótt þetta sé ein helzta ástæðan fyrir húsnæðisvandræðum ungs fólks í borginni.
Í 2. lagi var Dagur þarna að samþykkja Icesave-samninga Steingríms J. og Jóhönnu, sem fólu m.a. í sér ólöglega vexti skv. EES-jafnræðisreglum vegna brezkra ríkislána til bankakerfisins þar með langtum lægri vöxtum. (Sbr. opna Mbl.grein undirritaðs hér: Ólögmætir vextir á Icesave-kröfum og allar eignir ríkisins undir?)
Já, það var sama hvert litið var í Samfylkingunni, þar fannst ekki einn réttlátur í Icesave-málinu, enda lá henni á að að troða okkur í Evrópusambandið. En allir þingmenn hennar nema einn fram að kosningunum 29. okt. 2016 féllu þá með háum hvelli út af þingi.
Enn er þó gamli (naumast síungi) varaformaðurinn við stjórnvölinn í Reykjavík. Verðskuldar hann, með t.d. ofangreind skrif hans í huga, traustsyfirlýsingu kjósenda í borgarstjórnarkosningum á næsta ári? Þurfum við mann í þjónustu okkar, sem sýndi jafnvel Icesave-II-samningnum slíka trúgirni og opinbera orðaþjónustu?
Jón Valur Jensson.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.12.2016 | 19:04
Sigmundur Davíð afhjúpar bullandi hlutdrægni og þjóðfjandsamlega fordóma fréttamanna Rúv í "Icesave-stríðunum
Allir þurfa að lesa mikla grein Sigmundar Davíðs í Morgunbl. í dag. Hún er ekki aðeins fróðleg um atlöguna að honum í sumar, heldur líka um Icesave-málið og hvernig Rúv beitti sér þar gegn þjóðarhag og lögum.
Sannarlega er það réttmæli hjá Eyjunni í dag, að "í grein sinni lýsir hann skrautlegri hegðun fréttamanna RÚV gagnvart sér á meðan á Icesave-málinu stóð." Gefum honum orðið um það:
Að bæta enn skuldum á almenning
Í Icesave-stríðunum bar ekki mikið á að Ríkisútvarpið sýndi samstöðu með íslenskum almenningi. Erfitt eða ómögulegt var að koma á framfæri fréttum af staðreyndum sem studdu réttarstöðu og vígstöðu Íslands. Hins vegar voru endalaust kallaðir til fræðimenn sem útskýrðu að Íslendingum bæri að taka kröfurnar á sig. Ýmist vegna þess að það væri lagaleg skylda, efnahagsleg nauðsyn eða jafnvel að Íslendingar hefðu bara gott af því að borga þetta. Þeir sem þar gengu harðast fram eru enn þann dag í dag fengnir til að leggja mat á mig og stöðu mína á RÚV.
Eftir að forsetinn synjaði Icesave-lögunum staðfestingar í fyrra skiptið fór ekki á milli mála að margir innan stofnunarinnar töldu ábyrgð mína mikla. Ég fékk t.d. skilaboð um að hringja í fréttamann á Útvarpinu til að svara spurningum um málið. Ég hringdi og þegar fréttamaðurinn svaraði heilsaði hann með því að segja: Hvað segir þú skíthæll? Svo var ég beðinn að koma í Efstaleiti í viðtal þar sem ég fékk ekki mikið betri móttökur. Æstur starfsmaður fréttastofunnar (sem greinilega trúði eigin áróðri) spurði mig: Hvað ert þú eiginlega búinn að gera, nú hrynur allt!
Þegar forsetinn synjaði svo í seinna skiptið var ég staddur erlendis en fékk símtal frá fréttastofu RÚV og ekki í þeim tilgangi að flytja mér hamingjuóskir. Eftir að ég hafði lýst því að þetta væri góð niðurstaða var skellt á mig.
Við þetta efni, eins afhjúpandi og það er, bætist miklu fleira í grein Sigmundar Davíðs, einkum um þessa árs viðburði, en í lokin spyr hann Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóra spurninga, og er hin fyrri viðeigandi endapunktur við ofangreindan Icesave-þátt greinarinnar:
Eru þessi vinnubrögð samboðin þeirri stofnun sem þú stýrir og í samræmi við hlutverk hennar?
Undir þessa knýjandi spurningu er svo sannarlega tekið hér, um leið og Sigmundi Davíð er þökkuð málsvörn hans og flokks hans á Alþingi fyrir þjóðarhag og lagalegan rétt landsins í Icesave-málinu. Vegna þess að Sigmundur leiddi þann eina flokk, sem greiddi óskiptur atkvæði gegn síðasta Icesave-frumvarpinu, gerði hann þar með forsetanum kleift að vísa málinu í þjóðaratkvæði, ella hefði jafnvel Ólafi Ragnari verið það um megn, í andstöðu við nær allan þingheim. Og þjóðin felldi svo þetta mál Icesave-flokkanna með yfirgnæfandi meirihluta í þjóðaratkvæði og opnaði þannig á málssókn Breta og Hollendinga fyrir EFTA-dómstólnum, þar sem þeir töpuðu málinu gersamlega!
Ævarandi þökk sé þeim báðum, Sigmundi Davíð og Ólafi Ragnari.
Jón Valur Jensson.
Fer fram á afsökunarbeiðni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.12.2016 | 02:26
Matteo Renzi er til fyrirmyndar, ekki eins og Steingrímur J. og Jóhanna!
Forsætisráðherra Ítalíu gerir það sem Jóhanna og Steingrímur áttu að gera þegar yfirgnæfandi meirihluti hafnaði í tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum hinu stefnumarkandi, þjóðhagslega skelfilega Icesave-máli: Þau áttu að segja af sér eins og hann!
Kröfugerð Breta og Hollendinga var ólögvarinn, ólögmætur átroðningur á okkar þjóð, en þessir ógæfusömu leiðtogar, sem laglega hafa tapað sínum trúverðugleika í eftirleiknum, vildu ekki kannast við kall samvizkunnar og skyldunnar.
Matteo Renzi er greinilega öðruvísi maður, ekki límdur við ráðherrasætið.
Jón Valur Jensson.
Renzi mun segja af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)