Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011

Lesið um áberandi augljóst vanhæfi norsks dómara til að fjalla um Icesave - í Mbl. í dag!

Stórmerk er grein eftir Hjört J. Guðmundsson á bls. 2 í Mbl. í dag: Mögulegt vanhæfi dómara, undirfyrirsögn: Nýr dómari við EFTA-dómstólinn kann að vera vanhæfur til þess að fjalla um Icesave-málið, komi það til kasta dómsins, vegna ummæla um það í blöðum.

Þetta þurfa allir að lesa!

JVJ.


Lesið um áberandi augljóst vanhæfi norsks dómara til að fjalla um Icesave - í Mbl. í dag!

Stórmerk er grein eftir Hjört J. Guðmundsson á bls. 2 í Mbl. í dag: Mögulegt vanhæfi dómara, undirfyrirsögn: Nýr dómari við EFTA-dómstólinn kann að vera vanhæfur til þess að fjalla um Icesave-málið, komi það til kasta dómsins, vegna ummæla um það í blöðum. Þetta þurfa allir að lesa!

Svona skjátlast þeim enn í ESA!

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) vogar sér enn að halda því fram, að „með því að borga ekki brezkum og hollenzkum innistæðueigendum" hafi "íslenzka ríkið [brotið] í bága við löggjöf um evrópskar innistæðutryggingar.“ Þvílíkur öfugsnúningur.

Þessu er í 1. lagi þveröfugt farið um ákvæði innistæðutrygginga-lögjafarinnar.

Í 2. lagi var þegar búið að borga þessum innistæðueigendum, án þess að brezka og hollenzka ríkið skuldbintu með því íslenzka ríkið á nokkurn hátt!

Í 3. lagi geta t.d. brezk stjórnvöld fengið stóran (mestan?) hluta síns framlags til innistæðueigenda til baka úr þrotabúi Landsbankans.

Í 4. lagi fengu þau langtum auðveldara tækifæri til þess einmitt vegna íslenzku Neyðarlaganna; skilanefnd LGL (Landsbankans á Guernsey) mat það svo í greinargerð til brezka þingsins, að þar með hafi brezk stjórnvöld fengið kröfurétt til að ná 90% krafna sinna út úr þrotabúinu í stað 35% – sjá þennan texta í fyrri grein á vefsíðu undirritaðs:

  • Þar að auki hefur það orðið æ augljósara, að Neyðarlögin, sem Geir mun vera höfuðsmiður að, voru snilldarleg aðgerð til bjargar Íslandi – og voru um leið göfugmannleg aðferð til að gefa Bretum allt það mesta, sem þem varð gefið með nokkrum rétti, jafnvel langt umfram það, sem þeir hefðu fengið út úr þrotabúi Landsbankans, hefðu Neyðarlögin ekki verið sett. Það viðurkenna brezk fjármálayfirvöld nú þegar. Í skýrslu sem skilanefnd Landsbankans á Guernsey (Joint Administrators of Landsbanki Guernsey Limited) sendi brezka þinginu og birt er HÉR!* (dagsetning þó óljós), kemur fram á blaðsíðum 27- 36, að vegna Neyðarlaganna fái brezk stjórnvöld, sem þóttust hafa tekið við kröfurétti Icesave-innistæðueigenda, 90% af þeim Icesave-kröfum sínum frá þrotabúi gamla Landsbankans, en að án Neyðarlaganna hefðu þau ekki fengið nema 35%!

Í 4. lagi skemmdu sömu brezku stjórnvöld fyrir getu íslenzkra stjórnvalda til að fást við þessi mál með sínum hryðjuverkalögum, sem steyptu m.a. tveimur brezkum bönkum, dótturfélögum Landsbankans og Kaupþings (Heritable og Singer & Friedlander), og ollu ómældum usla hér á landi í fyrirtækjum skráðum í Kauphöllinni og út um allt fjármálakerfið og á atvinnumarkaði. 

En það er kannski ágætt, að Per Sanderud og ESA verði sér til skammar með fráleitum kröfum; það auðveldar sennilega eftirleikinn fyrir okkur, en þó að þessu skilyrði uppfylltu: að Steingrímur og Jóhanna setji ekki einhverja vanhæfa eða rangt "prógrammeraða" málafærslumenn í að sjá um vörnina! 

Svo vísa ég ennfremur til góðs pistils hins þjóðholla manns Gunnlaugs Ingvarssonar um þessa sömu frétt, hér: ESA - Órökstuddar kúgunarkröfur þessa hlutdræga valdaapparts Evrópusambandsins ! Þeir geta ekki kúgað okkur til að greiða og hafa enga lögsögu í málinu.

Undirritaður ræddi þessi o.fl. mál í Útvarpi Sögu í hádeginu í dag (endurtekið kl. 18.00). 

* http://www.parliament.uk/documents/upload/written-evidence.pdf 

Jón Valur Jensson. (Endurbirt frá vef höfundar.)


Icesave-slagnum er ekki lokið !

Þetta “rökstudda álit” frá ESA breytir stöðunni ekki neitt, enda var búist við að það kæmi fram. Við sjáum hins vegar að ESB-sinnar eru straks farnir á taugum, en engin ástæða er til þess. Ef Brussel ræskir sig, pissa ESB-sinnar á sig. Þetta taugaveiklaða lið má ekki ráða viðbrögðum þjóðarinnar.

 

ESA gefur ríkisstjórninni þriggja mánaða frest, en “rökstudda álitinu” má ekki svara einu orði heldur mæta nýlenduveldunum fyrir EFTA-dómstólnum. Ef álitinu er svarað gerir það bara stöðu okkar erfiðari, því að við gæfum þá upp málsvörn okkar.

 

Þótt góðir sprettir séu í andsvarinu til ESA frá 2. maí 2011, er fullt af sterkum rökum sem ekki koma þar fram. Mikilvægt er að Samstaða þjóðar gegn Icesave fái að koma af fullum krafti að málsvörninni og ekki í músar-líki, eins og raunin var með andsvarið. Aðkoma allra þjóðhollra afla að málsvörninni er algjört lykilatriði.

 

Um nokkra hríð hafa traustir heimilarmenn í Evrópu sagt mér að Bretar og Hollendingar væru að undirbúa það “rökstudda álit” sem nú hefur verið birt. Við þeim ósanngjörnu og ólöglegu kröfum sem í álitinu birtist verður að bregðast af fullri festu. Þar á meðal verður að hefja undirbúning að úrsögn Íslands úr Evrópska efnahagssvæðinu og í leiðinni er rétt að hefja úrsögn úr NATO. [Þetta síðastnefnda er álit höfundar, ekki Þjóðarheiðurs. Aths. JVJ.]

 

Samstaða þjóðar gegn Icesave er að undirbúa gagnsókn gegn Bretlandi og Hollandi. Ef Alþingi hefur einhvern sóma, verður þessum undirbúningi veitt liðsinni. Kvartað verður til framkvæmdastjórnar ESB vegna tröðkunar nýlenduveldanna á lögsögu Íslands og þar með brotum á meginstoðum Evrópska efnahagssvæðisins, hvað varðar “frjálst flæði fjármagns” og “frelsi til þjónustustarfsemi”.

 

Í núverandi stöðu eru því eftirfarandi atriði mikilvægust:

 

1.   EKKI má svara “rökstuddu áliti” ESA fyrr en fyrir EFTA-dómstólnum, ef ESA leggur í slaginn.

2.   Samstaða þjóðar gegn Icesave verður að fá aðgang að málsvörninni.

3.   Undirbúa verður úrsögn úr EES og NATO. [Álit Lofts. Aths. JVJ.]

4.   Alþingi verður að veita Samstöðu þjóðar gegn Icesave fullan stuðning við undirbúning gagnsóknar gegn Bretlandi og Hollandi.

 
Loftur Altice Þorsteinsson.


mbl.is Þriggja mánaða Icesave-frestur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seðlabankinn tók þátt í Icesave-blekkingaleiknum!

Ívar Páll Jónsson á merkilegan pistil í viðskiptablaði Mbl., vekur athygli á því, að RANGAR "tölur Seðlabankans um erlenda stöðu þjóðarbúsins [voru] ítrekað notaðar til þess að sýna fram á að ríkið gæti auðveldlega tekið á sig Icesave-skuldbindingu Landsbankans.

Í pistlinum, Hentug skekkja hjá Seðlabanka, á forsíðu viðskiptablaðsins í dag, rifjar Ívar Páll fyrst upp, að 5. janúar 2010 skrifaði hann "fréttaskýringu um að Seðlabankinn ofmæti erlenda eign þjóðarbúsins líklega um hundruð milljarða króna. – Ástæðan var einföld: Þessar eignir voru ekki í eigu Íslendinga lengur ... Þetta voru eignir Baugs, Bakkavarar og fleiri fyrirtækja ..."

  • Nú, átján mánuðum seinna, birtir Seðlabankinn sitt ársfjórðungslega yfirlit. Þá hefur hann skyndilega áttað sig á þessari skekkju. Samkvæmt þessu nýja yfirliti er staðan nú neikvæð um 812 milljarða króna, ekki 434 eins og samkvæmt yfirlitinu um síðustu áramót. Útreikningarnir eru afturvirkir, þannig að í ljós kemur að þegar ég skrifaði úttektina var staðan neikvæð um 1.100 milljarða, ekki 534 (!).

Og takið svo eftir þessu í lokin hjá Ívari:

Í millitíðinni voru tölur Seðlabankans um erlenda stöðu þjóðarbúsins ítrekað notaðar til þess að sýna fram á að ríkið gæti auðveldlega tekið á sig Icesave-skuldbindingu Landsbankans.

Augljóst er nú orðið, að blekkingum var beitt í þeirri freklegu viðleitni að koma á okkur Icesave-klafanum. – Sbr. einnig um þetta mál þessa grein hér á eftir í sama blaði í dag: Seðlabankinn lækkar erlenda eign.

En það er ekki ný frétt á þessum bæ (Þjóðarheiðurs), að Seðlabankamenn hafi gerzt þjónar valdsins, valdsherranna í Stjórnarráðinu, í landsfjandsamlegri Icesave-þókknunarstefnu þeirra. Már Guðmundsson sjálfur hefur margoft verið viðfang verðskuldaðrar gagnrýni vegna framgöngu sinnar á því sviði. Það er eitt sem víst er, að ekki munu allar næstu ríkisstjórnir hafa þann mann trónandi yfir Seðlabankanum.

En þeir voru fleiri þar, sem tóku þátt í leiknum. Þannig var undirritaður að fletta í gömum blöðum í gær og rakst þar óvænt á "frétt" í "Fréttablaðinu" 19. marz 2010: "Enn meiri samdráttur í spilunum". Þar var Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur bankans, með enn eina hrakspána í tengslum við Icesave og spáði bæði fjórðungsminnkun fjármunamyndunar og auknu atvinnuleysi, ef ekki væri lengur hægt að gera ráð fyrir "tiltölulega skjótri úrlausn Icesave-mála."

Í ljósi reynsluþekkingar ættu ýmsir að taka pokann sinn vegna vitlausra spádóma og skaðvænlegs hræðsluáróðurs um Icesave. Ábúðarmiklir háskólamenn eins og Gylfi Magnússon og Þórólfur Matthíasson eru þar ekki undanskildir!

Jón Valur Jensson. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband