Seðlabankinn tók þátt í Icesave-blekkingaleiknum!

Ívar Páll Jónsson á merkilegan pistil í viðskiptablaði Mbl., vekur athygli á því, að RANGAR "tölur Seðlabankans um erlenda stöðu þjóðarbúsins [voru] ítrekað notaðar til þess að sýna fram á að ríkið gæti auðveldlega tekið á sig Icesave-skuldbindingu Landsbankans.

Í pistlinum, Hentug skekkja hjá Seðlabanka, á forsíðu viðskiptablaðsins í dag, rifjar Ívar Páll fyrst upp, að 5. janúar 2010 skrifaði hann "fréttaskýringu um að Seðlabankinn ofmæti erlenda eign þjóðarbúsins líklega um hundruð milljarða króna. – Ástæðan var einföld: Þessar eignir voru ekki í eigu Íslendinga lengur ... Þetta voru eignir Baugs, Bakkavarar og fleiri fyrirtækja ..."

  • Nú, átján mánuðum seinna, birtir Seðlabankinn sitt ársfjórðungslega yfirlit. Þá hefur hann skyndilega áttað sig á þessari skekkju. Samkvæmt þessu nýja yfirliti er staðan nú neikvæð um 812 milljarða króna, ekki 434 eins og samkvæmt yfirlitinu um síðustu áramót. Útreikningarnir eru afturvirkir, þannig að í ljós kemur að þegar ég skrifaði úttektina var staðan neikvæð um 1.100 milljarða, ekki 534 (!).

Og takið svo eftir þessu í lokin hjá Ívari:

Í millitíðinni voru tölur Seðlabankans um erlenda stöðu þjóðarbúsins ítrekað notaðar til þess að sýna fram á að ríkið gæti auðveldlega tekið á sig Icesave-skuldbindingu Landsbankans.

Augljóst er nú orðið, að blekkingum var beitt í þeirri freklegu viðleitni að koma á okkur Icesave-klafanum. – Sbr. einnig um þetta mál þessa grein hér á eftir í sama blaði í dag: Seðlabankinn lækkar erlenda eign.

En það er ekki ný frétt á þessum bæ (Þjóðarheiðurs), að Seðlabankamenn hafi gerzt þjónar valdsins, valdsherranna í Stjórnarráðinu, í landsfjandsamlegri Icesave-þókknunarstefnu þeirra. Már Guðmundsson sjálfur hefur margoft verið viðfang verðskuldaðrar gagnrýni vegna framgöngu sinnar á því sviði. Það er eitt sem víst er, að ekki munu allar næstu ríkisstjórnir hafa þann mann trónandi yfir Seðlabankanum.

En þeir voru fleiri þar, sem tóku þátt í leiknum. Þannig var undirritaður að fletta í gömum blöðum í gær og rakst þar óvænt á "frétt" í "Fréttablaðinu" 19. marz 2010: "Enn meiri samdráttur í spilunum". Þar var Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur bankans, með enn eina hrakspána í tengslum við Icesave og spáði bæði fjórðungsminnkun fjármunamyndunar og auknu atvinnuleysi, ef ekki væri lengur hægt að gera ráð fyrir "tiltölulega skjótri úrlausn Icesave-mála."

Í ljósi reynsluþekkingar ættu ýmsir að taka pokann sinn vegna vitlausra spádóma og skaðvænlegs hræðsluáróðurs um Icesave. Ábúðarmiklir háskólamenn eins og Gylfi Magnússon og Þórólfur Matthíasson eru þar ekki undanskildir!

Jón Valur Jensson. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svo er önnur mjög athyglisverð frétt í viðskiptablaði Mbl. í dag, Allur ávinningur til kröfuhafanna, eftir Önund Pál Ragnarsson. Hún hefst þannig:

"Hagsmunir kröfuhafa voru í einu og öllu teknir fram yfir hagsmuni íslenskra heimila og fyrirtækja, við endurreisn viðskiptabankanna þriggja. Þannig má lýsa meginstefinu í gagnrýni þingmanna stjórnarandstöðunnar á Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra, sem í gær gerði Alþingi grein fyrir skýrslu sinni um endurreisnina. Skýrslan var lögð fram 31. mars en hefur ekki verið rædd í þinginu fyrr en nú ..."

Hvar endar óskapaferill slíks fjármálaráðherra?

Eitt er víst, að í næstu stjórn fer hann ekki með það ráðuneyti!

Jón Valur Jensson, 2.6.2011 kl. 16:31

2 Smámynd: Elle_

Kemur ekki á óvart.  Núverandi Seðlabankastjóri var bersýnilega löngum hjálpandi Jóhönnu og co. og Steingrími að pína kúgunarsamninginn yfir okkur.

Elle_, 2.6.2011 kl. 19:02

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Já , Jón Valur, á fullu gasi keyrði Seðlabankinn kúrsinn með sósíalistastjórninni. Spurning hvort samninganefndin var líka blekkt eða hvort hún tók þátt í leikritinu.

Ragnhildur Kolka, 2.6.2011 kl. 20:32

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Annaðhvort er ég mjög næmur góður listgagnrýnandi,eða bara persónur léku afleitlega. Lee Buchart varð nú á í langloku viðtali sínu,svipbrigðin voru ekki sannfærandi. Magnúsi varð tíðrætt um að Íslendingum bæri ekki að borga!!! En,,, og Bjarni líka með kalda matið. Þetta er mér mnnisstætt,núna,man ekki allt in detail.

Helga Kristjánsdóttir, 3.6.2011 kl. 01:54

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já þetta er ljótt samspil Jón Valur og það ætti vonandi að fara að verða öllum ljóst, og ljótast er að Íslensku Þjóðinni er fórnað blákallt...

Það er logið fram og til baka að okkur og ástæðan réttlætt með því að það varð hrun, en það sem gerðist var að gömlu bankarnir voru rændir öllu sínu fé innan frá...

Við Íslendingar erum hvergi að sjá að það sé tekið á því öðruvísi en að þjóðin öll er gerð að blórabögli til borgunar...

Hvar eru gerendurnir sjálfir í þessu öllu saman...

Seðlabankastjóri sem og Ráðherrar tala niður gjaldmiðil okkar og er alveg ljóst á allri umræðu að það er engin af þeim sem á að hugsa um okkar velferð og hag að gera það...

Við erum hvergi að  heyra fréttir um það hvernig það megi búa til betri aðstæður fyrir okkur Íslendinga heldur er allt að snúast um að við verðum að fórna þessu og hinu til þess að eiga innangengt í þetta ESB samfélag...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 3.6.2011 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband