Þetta viðurkenndi Árni Páll Árnason nánast á flokksstjórnarfundi Samfylkingar í morgun. Í Icesave-málinu
- hafi Samfylkingin talað fyrir því sem Árni kallar praktíska lausn samningaleiðar. Við vorum kannski í huga fólks málsvarar viðsemjandans, frekar en að við værum málsvarar fólksins gegn viðsemjandanum, sem við auðvitað vorum, segir Árni. (Mbl.is.)
Hér má spyrja formann þessa flokks, sem beið algert afhroð í kosningunum:
- Skildi þingflokkur Samfylkingar sig sem "málsvara fólksins" gegn ásæknum ríkisstjórnum Bretlands og Hollands, þegar Jóhanna og Steingrímur J. ætluðust til þess, að óbreyttir þingmenn þeirra greiddu Svavarssamningnum ólesnum atkvæði sitt?
- Var Samfylkingin "málsvari fólksins" með því að amast við og skella skollaeyrum við meintu "málþófi" margra stjórnarandstöðuþingmanna (t.d. Vigdísar Hauksdóttur, Birgis Ármannssonar, Gunnars Braga Sveinssonar, Höskuldar Þórhallssonar, Péturs Blöndal, Unnar Brár Konráðsdóttur, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Sigurðar Inga Jóhannssonar) þegar þessir þingmenn börðust með ófáum sterkum og órækum rökum gegn Svavarssamningnum og síðar Buchheit-samningnum og tjáðu þar þá útbreiddu andstöðu almennings, sem þrátt fyrir áróðursherferð stjórnvalda, fjölmiðla flestra og hagsmunasamtaka vinnuveitenda og brigðulla verkalýðsrekenda staðfestist í báðum þjóðaratkvæðagreiðslunum?
- Leit þjóðin svo á, að Samfylkingin væri "málsvari fólksins", þegar flokkurinn lét loforð sitt um skjaldborg fyrir heimilin lönd og leið til þess að geta umfram allt sinnt þessu ofuráhugamáli sínu sem forgangsmáli á Alþingi mánuðum saman: að keyra Icesave-nauðungarsamningana í gegn?
- Var Samfylkingin "málsvari fólksins", þegar valdamenn flokksins hvöttu þjóðina til að kjósa með Icesave-samningnum illræmda, sem var jafnvel margfalt harðsvíraðri gagnvart þjóðinni en Buchheit-samningurinn, sem þó reyndist ÓLÖGMÆTUR OG ÓSANNGJARNT samkvæmt úrskurði EFTA-dómstólsins snemma á þessu ári (en hefði þegar kostað okkur um 65 milljarða króna í óafturkræfa vexti í erlendum gjaldeyri til 1. apríl sl. (síðan meira í viðbót), ef að þeim samningi hefði verið gengið)?
- Hefur Samfylkinginn enn dregið næga lærdóma af þeirri HÖFNUN og RASSSKELLINGU sem hún fekk hjá þjóðinni tvívegis með miklum meirihluta í tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum og ekki hvað sízt vegna framkomu hennar í þessu máli í þingkosningunum 27. apríl sl.?
- Var það "praktísk lausn" fyrir þjóðina þegar Samfylkingin samþykkti ólögvarðar, ólögmætar og stjórnarskrárandstæðar ofurkröfur hótandi aflóga nýlenduvelda?
- Hefði það verið "praktísk lausn" fyrir almenning að vera leiddur í skuldaánauð nefndra ríkja og það með þeim hætti, sem líkt hefur verið við langtíma-þrælkunaránauð Fiji-búa vegna viðlíka tilbúnings-skuldamála gagnvart Bretum þar?
- Var Samfylkingin fullsæmd af því, að formaður hennar, Jóhanna, reyndi í sérstakri Bessastaðaferð að tala forseta Íslands ofan af því að beita neitunarvaldi gegn Icesave-samningum og forysta flokksins (og VG) að tala síðan á niðrandi hátt um afstöðu hans í málinu? Var það Samfylkingunni til sóma að fara í hefndarleiðangur gegn þeim þjóðholla forseta í fjölmiðlum og í kosningabaráttu gegn honum við síðustu fosetakosningar?
- Hefur Samfylkingin tekið ákvörðun um að draga sína ábyrgustu aðila í þessu máli til ábyrgðar, eða verður þeim áfram hossað í áhrifastöðum í flokknum?
Jón Valur Jensson.
Áttuðum okkur ekki á skuldavanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Löggæsla, Trúmál og siðferði, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:01 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Jón.
Hörku góð grein hjá þér.
Þú spyrð hvort að Samfylkingin muni eitthvað læra af þessu ?
Nei þeir munu ekki gera það, svarið er komið fram hjá foringjanum Árna Páli.
Hann segjist ákaft leita því hvað hafi klikkað í stjórnarstefnu og kosningabaráttu flokkins.
Í drottningarviðtali í Kastljósi í liðinni viku kom fram að Árni Páll var algerlega fastur í afneitun sinni á að stefnan t.d. í ESB málinu hafi verið ein stærsta orsök þessa fylgis afhroðs.
Reyndar hjálpaði Kastljós maðurinn honum með að komast hjá því að ræða það mál nokkuð. Enda er afneitun RÚV í þessum málum af sömu rót komin.
Hans skýring á afhroðinu var helst leitað í vitlausum handahreyfingum hans sjálfs, eða augngotrum á röngum stöðum !
Í sjálfsafneitun sinni neitar Árni Páll að horfast í augu við vandann um að þau fengu þetta mikla afhroð vegna stefnunnar sem fólk vildi ekki.
Að sjá þennan svokallaða stjórnmálamann leita vandans í vitlausum búk- hreyfingum sínum, bendir til þess að Árni Páll ætti að leita sér að öðrum vettvangi þar sem reynir meira á líkamlegan styrk frekar en andlegt atgervi og þekkingu á málefnum fólkisns í landinu, eins og ætlast er til af alvöru stjórnmálamönnum
En "meira af þessu sama" enn meira ESB og svo framvegis, verður ekki til annars en að afhroð Samfylkingarinnar verður viðvarandi ástand, landi okkar og þjóð til ómælds gagns.
Gunnlaugur I., 1.6.2013 kl. 13:40
Það er ekkert við þetta að bæta. Frábær grein og allt sem þar kemur fram lýsir best þessum handónýta flokki.
M.b.kv
Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 1.6.2013 kl. 14:28
Góð grein Jón Valur, að vanda.
Þó hefði mátt nefna nokkur embættisverk núverandi formanns Samfylkingar, meðan hann sat á ráðerrastól.
Það er hins vegar stór misskilningur hjá Árna Pál að þjóðin hefði upplifað eitthvað í fari Samfylkingar, þjóðin horfði berum augum á verk þessa flokks!
Gunnar Heiðarsson, 1.6.2013 kl. 15:48
Hjartans þakkir, allir þrír, fyrir vinsamleg og sterk innlegg ykkar.
Og ég veit það, Gunnar, að Árni Páll var snöggtum skárri, nei, miklu skárri, í Icesave-málinu en Össur og Jóhanna.
Jón Valur Jensson, 2.6.2013 kl. 02:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.