Forsetinn um Icesave-hótanir Browns: "the most elaborate high level financial blackmail I have ever witnessed in recent history"

Herra Ólafur Ragnar Grímsson var á málþingi LSE í gær og viðtali á CNN og "skaut föstum skotum að Gordon Brown," forsætisráðherra Bretlands 2007-2010. "Margbrotnustu fjárkúgunarleið" seinni tíma hefði Gordon Brown beitt "í gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn," sagði Ólafur.

  • Fór þá kliður um salinn. (Mbl.is).

Og takið eftir þessu (leturbr. hér):

  • Rifjaði Ólafur Ragnar upp að Bretar hefðu stillt málinu þannig upp að ef íslenskur almenningur borgaði ekki Icesave-skuldina myndi samstarfið við AGS vera stöðvað. Sú afstaða Browns hefði verið efnahagslega og lýðræðislega röng og jafnframt lagalega röng, líkt og dómur EFTA-dómstólsins í janúar vitnaði um. Það hefði engu að síður verið afstaða sem allar ríkisstjórnir í ESB studdu á þeim tíma. (Mbl.is í frásögn af fundinum.)

Og lesið þetta:

  • Forsetinn sagðist hafa verið meira en reiður í garð Browns og rifjaði upp beitingu bresku ríkisstjórnarinnar á hryðjuverkalögum gegn Íslendingum. Það hefði valdið íslenskum fyrirtækjum miklum skaða. (Mbl.is.)

 Og hér er góð rúsína í pylsuendanum (sama frétt, leturbr. jvj):

  • Ólafur Ragnar rifjaði því næst upp að Bretar og Hollendingar hefðu notið stuðnings ESB-ríkjanna í Icesave-deilunni. Þar hefði þeim rökum verið teflt fram að ef íslenska ríkið tæki ekki á sig skuldbindingar einkabanka myndi bankakerfið allt hrynja.
  • „Ég fellst ekki á þau rök,“ sagði forsetinn ...

Það er gott að færa þetta allt til bókar hér á vefsíðunni. Herra Ólafur Ragnar á enn og aftur þakkir skildar fyrir að halda uppi háum standard í samskiptum við gamla nýlenduveldið. Hann er þar líka á e.k. heimavelli, þar sem hann stundaði þar sitt framhaldsnám og náði sinni doktorsgráðu.

Ekki hefur heyrzt mikið af garminum Gordon Brown upp á síðkastið. Er hann kannski kominn með lávarðstign að launum fyrir sína illa grunduðu heimsvaldastefnutakta í bankakreppunni? 

Jón Valur Jensson.


mbl.is Forsetinn hreifst af Sigmundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það má vel vera að Gordon Brown sé skíthæll, en ekki vegna þess að hann setti hryðjuverkalögin á Landsbankann. Bretar urðu að taka fram fyrir hendur vina Ólafs, athafnaskáldanna, sem stútuðu fjárhag Íslands og lifa nú flestir í vellystingum erlendis.

En forseta ræfillinn veltir sér upp úr þjóðrembu og versnar ár frá ári. Menn eins og Quest eru farnir að spila með kallinn, haga spurningum þannig að svörin verði sem geggjuðust.

 

Þá er það ekki hlutverk forseta ræfilsins að tjá sig um þessi issue erlendis, heldur ráðherra, t.d. fjármálaráðherrans. Það er sem ég sæi forseta Þjóðverja, Joachim Gauck, tala á þsssum nótum við blaðamenn.

Óli er orðið skelfilegt embarrassment fyrir Ísland. Hann ætti aðeins að vera til heimabrúks, þann tíma sem hann situr enn á hækjum sínum á Bessastöðum.

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.5.2013 kl. 08:11

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Niðrandi er þetta skelfilega blaður þitt um forsetann, Haukur Kristinsson, um manninn sem allt var undir komið á vissum stigum Icesave-málsins, að öðrum nauðsynlegum baráttumönnum ólöstuðum, -- um manninn sem brást okkur ekki og hefur til dæmis með synjun Buchheit-samningsins sparað þjóðinni 65 milljarða króna vaxtagreiðslur, miðað við aprílbyrjun þessa árs, allt í erlendum gjaldeyri, og meira myndi bætast við! Hvar ætlaðir þú að finna þá 65 milljarða, Haukur Kristinsson?!

Og hver var það sem tjáði sig um þessi Icesave-mál erlendis, svo að eftir var tekið og á helztu sjónvarpsstöðvum heims og nýtti þar í þágu okkar gríðarlegt varnar- og sóknarfæri, annar en Ólafur Ragnar Grímsson? Hvernig stóð utanríkisráðherrann sig í því hlutverki -- eða þáverandi fjármálaráðherra?!! Hvorugur ráðherrann barðist þar fyrir þjóðina, og Össur lét sína diplómata EKKI vinna að þjóðarvörn í þessu máli; þeir virtust gagnslausir. Forsetinn gekk í þetta mál erlendis nánast "singlehandedly", og svo lastarðu þvílíkan mann!

Og hver er þessi endemis-slettireku-álitsgjafi, Haukur Kristinsson?

Jón Valur Jensson, 21.5.2013 kl. 12:19

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Af hverju mótmælti Ólafur Ragnar ekki aðgerðum Gordon Browns strax í okt. 2008? Af hverju beið hann í 4 ár?

Guðjón Sigþór Jensson, 21.5.2013 kl. 12:24

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hann beið engin fjögur ár, Guðjón Sigþór Icesave-nauðungarsamninga-fylgismaður! Hann mótmælti þeim fullum fetum í viðtölum við brezka fjölmiðla, þegar baráttan stóð sem hæst.

Jón Valur Jensson, 21.5.2013 kl. 12:39

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Bókstafstrúin á Icesave ætlar að verða ansi lífseig. Það er eins og sé minnst á snöru í hengds manns húsi að þetta var mun dýrkeyptari leið. Við gátum komið okkur fyrr út úr erfiðleikunum með samningum sem hefði reynst okkur hagstæðari þegar öll kurl hafa verið dregin til grafar en að standa í þessu þrasi sem þó gerði gagn á vissan hátt.

Guðjón Sigþór Jensson, 21.5.2013 kl. 16:38

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þvílík fáfræði, Endemis-Guðjón! Og mæltirðu ekki líka með Svavarssamningnum "glæsilega" hans Steingríms J.? Og áttum við svo að sitja uppi með allar þær greiðslur og óbærilega vexti og afkomendur okkar aldrei að fá að vita fyrir víst um ALGERT SAKLEYSI OKKAR Í MÁLINU, eins og sannaðist í úrskurði EFTA-dómstólsins!

Jón Valur Jensson, 21.5.2013 kl. 17:10

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

blackmail

■  noun the criminal offence of demanding money from someone in return for not revealing discreditable information.

▶the use of threats or unfair manipulation in an attempt to influence someone: emotional blackmail.
■  verb subject to blackmail.

Hvað er það sem GB hafði í bakhorniu? þetta er Oxford mennta merking.

Júlíus Björnsson, 21.5.2013 kl. 21:09

8 Smámynd: Guðmundur Karl Snæbjörnsson

Var rétt í þessu að hlusta á viðtal Quest við Ólaf Ragnar forseta. Þvílíkur snillingur hann ÓRG og það leyndi sér ekki álitið sem Quest hefur á honum, tær aðdáun. Þeirri skoðun deila margir með Quest í seinni tíð, bæði innan lands sem og utan, með einstaka undantekningu sem þó er varla vert að minnast á né andmæla mikið.

Það verður sennilega ekki fyrr en síðar meir, í söguskoðun þjóðarinnar, að við gerum okkur að fullu grein fyrir því hve góðan forseta við eigum/höfum átt, á þessu eylandi í miðju Atlantshafsins.

Fullnaðargerningur hans sem forseta verður væntanlega þegar komandi ríkisstjórn verður þess umkomin m.a. með því að "leiðrétta" hin stökkbreyttu lán svokölluðu og með því raungera boðskap sinn í því að velja fólkið fram yfir fjármagnsöflin. Fjármagn fært til fólksins frá fjármálastofnunum, með nauðung eða ekki. Það yrði grundvallar viðsnúningur í átt til nýs "réttlætis" í okkar hagkerfi, kanski einnig fyrir Evrópu.

Nánast byltingarkennt, til mótvægis við stefnu allra annarra þjóða sem hingað til hafa "rænt" peningum almennings og kastað þeim inn í hít fjármálageirans (banka og fjármálastofnana). Þá loksins getur ÓRG stigið niður úr forsetastólnum og það með sæmd.

Guðmundur Karl Snæbjörnsson, 21.5.2013 kl. 21:25

9 Smámynd: Guðmundur Karl Snæbjörnsson

Það er nánast sarcastiskt að hugsa til þess að það nái fram að ganga að stökkbreyttu lánin verði leiðrétt með komandi ríkisstjórn, það með græn-blárri ríkisstjórn og rauðan forseta við völd. Þvílíkur umsnúningur. Ef svo verður og þá veit ég ekki lengur hvað vinstri-mið-hægri pólitík þýðir orðið lengur! Segi mér sem veit.

Guðmundur Karl Snæbjörnsson, 21.5.2013 kl. 21:45

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Niðurlægjandi fyrir ísland að svokallaður forseti skuli gaspra svona og geifla sig á erlendri grundu til að skora 1-2 prik hjá kjánaþjóðrembingum hér uppí fásinni.

Barasta virkilega leiðinlegt og ömurlegt fyrir landið og lýðinn. Fyrir utan allan skaðann og tjónið sem þetta veldur hinu sama landi og lýð.

Nú, þeir þessir tveir hérna sem halda að þetta gaspur og geifl forseta hafi eitthvert vægi erlendis - þá eru þeir á miklum villustígum kjánaþjóðrembingsins. Því miður. Milum refilstígum.

Eg hef í örfá skipti séð vitnað til orða forsetagarms erlendis í umræðum og einhver þá sagt em svo: Já, er þetta ekki bara flott? O.s.frv.

Veit fólk hvað gerist þá? Ok. eg skal upplýsa.

Það sem gerist þá er að dregin eru fram ummæli hans þegar hann var aðal-klappstýra útrásarvíkinga og íslenska ,,efnahagsundursins" hérna á gróðærisárum þeirra Framsjalla. Og hans framkomu þá og fáheyrðu bulltali öllu gerð skil.

Þetta nægir. Það dettur náttúrulega gjörsamlega andlitið af öllum erlendum aðilum þegar eir sjá hverslags karakter þetta er

Og nb. það er ekkert gaman að þurfa að segja þetta. Virkilega ömurlegt og leiðinlegt fyrir landið hvernig svokallaður forseti hagar sér.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.5.2013 kl. 22:28

11 Smámynd: Júlíus Björnsson

Negam [ekki jákvæð eða afleidd veðaflosun: eign lánadrottins vex í hverjum mánuði ] veðskuldir Fannie May, með ríkisbak ábyrgð voru útborgun sem greiddist upp á fimm árum það er vístölu tengd uppsveifla[veldisvísilega, hröðun alltaf upp], Einkabannki lánaði svo fyrir 80% sem upp á vantaði, eftir 5 ár með 25 ára til 30 ár ekki ný-frjálshyggju veðskuldum. þetta voru um 10% að heildamarkaði.   þessi fimm ára veðsöfn eru kölluð subPrime.  Áhættan er mikil á þessu lántakendum í USA.  Svo eftir 2002 var bannað greiða fullar byrjunargreiðslur til tryggja hækkun raunvaxta eftir 5 ár miðað miðað hagvöxt í UK og USA til dæmis.   Útspilið var að fegra eiginfé sjóðanna hér á kostnað almennra lántaka.  

Júlíus Björnsson, 22.5.2013 kl. 00:21

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Seinheppni, tapsári, þjóðvillti Icesave-þjónn Ómar Bjarki, það er tekið jafnvel enn minna mark á orðum þínum á þessu vefsvæði en á Eyjunni, þar sem þú átt þó metið í niðurþumlunum.

Jón Valur Jensson, 22.5.2013 kl. 00:47

13 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Spurning hjá mbl.is að bæta við þeim möguleika að kjósa niður ummæli (niður-þumal), sjá svo hvort Ómar Bjarki fái ekki metið hér líka.

Annars er ég nánast hættur að nenna að lesa eitthvað af því sem frá honum kemur enda innihaldslaust með endemum...

Að öðru, Ólafur Ragnar stóð sig frábærlega í þessu viðtali og sannaði það enn einusinni fyrir mér og vonandi flestum öðrum hve góður hann er í þessu embætti. Sagan mun líklega dæma hann sem einn fremstann forseta þess lýðveldis sem land vort er...

Kveðja

Ólafur Björn Ólafsson, 22.5.2013 kl. 09:08

14 identicon

Forsetinn er fyrst og fremst opportunist og lýðskrumari, hefur alltaf verið. Hann hefur náð nokkuð góðum tökum á ensku og nýtur þess til botns að tala á því ágæta máli.

Ræður hans t.d. í LA,  5. maí 2000 og í London 3. maí 2005 eru skólabókadæmi um yfirborðskenndan stíl og interpretasjónir sem einkennast af asnalegri þjóðrembu dómgreindarbrest.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.5.2013 kl. 11:12

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er þér sjálfum til skammar, Haukur Kristinsson. Ólafur Ragnar er sá forseti, sem einn hefur notið þvílíkrar lýðhylli að vera kjörinn fimm sinnum til embættisins.

Og heilar þakkir fyrir innlegg þitt, Ólafur Björn!

Jón Valur Jensson, 22.5.2013 kl. 18:00

16 Smámynd: ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE

Haukur Kristinsson var hér með klámfengna aths. sem tekin var út.

Því til viðbótar hélt H.K. því fram, að rannsóknarnefnd Alþingis hafi gagnrýnt forseta Íslands harðlega í skýrslu sinni, en það er rangt, að hin faglega rannsóknrnefnd hafi gert það, heldur var það önnur nefnd, sem var með aukabindi í skýrslunni, meint siðferðisnefnd þar sem Samfylking átti þó a.m.k. tvo sinna manna, og var annar Kristín Ástgeirsdóttir, vopnasystir Ingibjargar Sólrúnar, og undarlegt nokk slapp ISG við þá gagnrýni sem búizt var við í þeirri skýrslu!

ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE, 22.5.2013 kl. 21:06

17 Smámynd: ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE

Athugasemdin er mín, JVJ.

ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE, 22.5.2013 kl. 21:07

18 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Við skulum minnast þess að aðdáun Ólafs Ragnars var ekki síður mikil á svonenfdum útrásarvíkingum sem í raun reyndust vera siðlausir braskarar og fjárglæframenn hver um annan þveran.

Þegar ævisaga hans var rétt útkomin, varð hrunið og stoppa dreifingu á ritinu sem innihélt mikla aðdáun á útrásinni mislukkuðu, eyða upplaginu, rífa varð stóra kafla úr handritinu áður en það hafði verið prentað að nýju. Slík var áhugi forsetans fyrir braskinu!

Nú hefur Ólafur Ragnar fundið nýjan fulltrúa braskvaldsins og þvílík aðdáun!

Eigum við ekki að sjá hvernig reynslan verður af þessari ríkisstjórn með vægast sagt einhverja þá einkennilegustu stefnuskrá sem um getur, sbr. umhverfismálin: þar á Ísland að vera til fyrirmyndar en áður en þessi ríkisstjórn tekur við völdum á að pakka Umhverfisráðuneytinu niður í skúffu í Landbúnaðarráðuneytinu! Svo á greinilega að slátra Rammaáætluninni því það á ekki að gefa náttúru landsins minnstu vægð. FRányrkjan á að hefja til vegs en ekki til virðingar að sama skapi.

Satt best að segja skil eg ekkert í þessu, hvernig gat 51% af þjóðinnni kosið þetta yfir sig? Kannski á þjóðin ekki betur skilið en hún hefur valið. 

Verði ykkur að góðu herrar mínir og frúr!

Guðjón Sigþór Jensson, 23.5.2013 kl. 09:58

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ekkert ræðir þú hér um efni pistilsins, Guðjón. Haltu þig við efnið.

Og hver er þessi "nýi fulltrúi braskvaldsins" sem þú víkur hér að?

Jón Valur Jensson, 23.5.2013 kl. 15:14

20 Smámynd: Guðmundur Karl Snæbjörnsson

Tek undir tillögu frá Ólafi Birni hér að ofan um að www.blog.is (mbl.is) bæti við þumalskrúfunni svo hægt sé að þumla niður ummæli sumra bloggara.

Að vísu grunar mig að sumir þessara bloggara komi til með að túlka það öfugt við flesta og litu jafnvel á þumalinn niður sem hinn mesta heiður og því þyrfti að bæta við þeim möguleika að komment þeirra hyrfu eða þyrfti að ýta á sérstakan link til að geta séð ummæli þeirra. Annars er svo leiðinlegt uppá "rennslið" þegar lesið er að vera að því að hoppa alltaf yfir hin og þessi umæli sem enginn/fáir nenna að lesa orðið lengur.

Á meðan blog.is bregst ekki við þessu drepleiðinlega áreyti þá verka þessir bloggarar nánast sem skemmdarverkamenn - og þeir vita það líka, því þeir virðast ekki reyna að vera mikið málefnalegir.

Annar möguleiki er að útbúið verið sérstakt verndað svæði fyrir þessa bloggara sem þeir getu bara farið inná alla vega tímabundið ef þeir væru komnir með of marga þumla í ferilskrána

Guðmundur Karl Snæbjörnsson, 23.5.2013 kl. 15:49

21 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Vil minna á að auðugasti kapítalistinn á þingi er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Auður hans er talinn standa í meira en miljarði. Hann hefur m.ö.o. silfurskeið í munni og hefur að öllum líkindum lítinn skilning á raunverulegum kjörum þeirra sem hann telur sig vera málsvara fyrir.

Það er nú svo að auðmenn hafa stjórnað öllum ríkjum heims meira og minna. Gildir einu um hvort það sé Róm eða Reykjavík.

Lítið ykkur nær! Finnst þið vera að vinna fyrir réttum málstað?

Það er góður eiginleiki að efast um sem flest!

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 23.5.2013 kl. 21:17

22 Smámynd: Jón Valur Jensson

Guðjón, ég og mínir samherjar í Þjóðarheiðri, samtökum gegn Icesave, erum engir vikapiltar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar né einhverra auðmanna. Þú ert alveg kominn út í móa í þinni umræðu hér, og þetta felur ekki þátttöku þína í því að herja á þjóðina, nauða í henni, þrástagast á berum ósannindum og innantómum hótunum, eins og margir ykkar Icesave-sinnanna gerðuð og kunnið sumir jafnvel ekki að skammast ykkar eftir á þrátt fyrir EFTA-dóminn!

Jón Valur Jensson, 24.5.2013 kl. 01:27

23 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í USA í lok skattárs og til gjalda eða endurgreiður um 1 april. er reikaður launskattur einstaklinga  og þar eru 6 uppgörsrammar [ kallað hér þrep].  Skattur vegna vinnu er staðgreiddur  og kemur því til frádráttar launskatti , sem tekur heildar reiðufjár innkomu einstaklinga til greiðslu eftir á [þar því ekki verðbætur]. 

Arður yfir kr 29.049.580 er  
plús 39.6% af því sem er yfir  kr 29.049.580

kr.  9.269.372,3 er skattur á fyrstu 5 uppgjörs bilum.



þetta er nátturlega  sniðugra en veiðigjald. 1500 miljarðar í arð til einstaklinga  skila 594 milljörðum.  Þar er ekki veitt persónu afláttur frá velferðgrunn tekju stöfni. 17,5% minnst lagt á hverja greiðslu þess vegna 1 klukkustund.  15% tekið minnst af árið eftir.  Manneskja bara með 2,5 milljónir í vaxta tekjur borgar árið eftir 375.000.  kr.  Mismun og gera lítið úr kaupi fyrir skilgreinda vinnu lækkar allmennt Þjóðartekjur PPP [Ísland, Danmörku og UK er góðdæmi: Persónuafsláttur vex því fleirri starfsmenn er á launskrá.  



þetta er dæmi um hvað Íslendingar er frumstæðir í sumum málum.  Kappræður er neyð þeirra sem geta ekki hugsað rökrétt.



Hr. Ólafur Ragnar, íar að  Gordon Brown hafi sannir fyrir eihverju Alþjóðlega óleglegu, og það hefur farið fram hjá mér hvað það er. Extortion[obtain by force, threats, or other unfair means.] er ekki notað af Hr. Ólafi Ragnari.  Efri millistétt sem vill láta taka mark á sér ritar ekki fagurfræðilega texta: til að miskiljast ekki.



UK og Ísland hafa eitthvað fela.  Ísland var sannarlega á leið í gjaldþrot 1998. Þá átti að loka ýmsu hér. 

Júlíus Björnsson, 24.5.2013 kl. 02:57

24 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er greinilegt að Esb.sinnar halda áfram fram í rauðan dauðann. Um leið er það svo greinilegt að málefnalega eru þeir fallít,þó svíar þeim sársaukinn örlítið með því að formæla,á sama hátt og jafnan áður.

Helga Kristjánsdóttir, 27.5.2013 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband