Angurgapinn Steingrímur J. Sigfússon saknar Svavarssamningsins!

Hann hefði svo gjarnan viljað sjá hann verða að veruleika! Þá gætum við nú 1) enn verið að rífast út af því máli, 2) staðið í margra áratuga níðþungum ofurgreiðslum eins og Fiji-eyþjóðin, 3) verið án þess heilnæma, hjartastyrkjandi dóms fyrir marga, sem EFTA-dómstóllinn kvað upp, þ.e. að ríkissjóður Íslands bæri hér enga skuld (og ætti alls ekkert að borga í málskostnað) og íslenzka þjóðin væri gersamlega saklaus í málinu.

En nei, þetta er alveg kolómögulegt að mati fyrrverandi "hæstvirts" Steingríms Joð. Hann 

  • "ræddi störf sín síðastliðin fjögur ár í útvarpsviðtali í gær og þó að fátt hafi komið á óvart var forvitnilegt að heyra hve langt hann gengur í að verja gjörðir sínar. [...] hann er enn þeirrar skoðunar að farsælt hefði verið að samþykkja fyrsta Icesave-samninginn, Svavars-samninginn svonefnda.
  • Nú vill svo til að ekki gæti legið skýrar fyrir hvílík mistök sá samningur var og hvílík gæfa það var að landsmenn hindruðu að þau mistök yrðu að veruleika.
  • Hvernig má það vera að Steingrímur sé enn að reyna að réttlæta þann óskapnað? Og hvað segir það um trúverðugleikann þegar kemur að réttlætingum hans á öðrum verkum síðustu ríkisstjórnar?"

Þannig var ritað í Staksteinum Morgunblaðsins í gær og ráðherrann með afhroð úr síðustu kosningum á bakinu og tvær dæmandi þjóðaratkvæðagreiðslur réttilega gagnrýndur, ef ekki spottaður.

Samkvæmt Buchheit-samningnum, margfalt léttari en Svavars-samningnum illræmda, værum við frá aprílbyrjun þessa árs búin að borga Bretum og Hollendingum 65 milljarða króna í vaxtakostnað einan saman, og allt það fé væri í 1. lagi í pundum og evrum, sem við eigum ekki til, og í 2. lagi óendurkræft. Svo mætir þessi uppmálaði angurgapi í þáttinn hans Sigurjóns M. Egilssonar til að réttlæta einhver sín verstu afglöp um dagana!

Hann hefði nú kannski átt þangað erindi, ef hann hefði haft vit á því að iðrast gerða sinna.

Jón Valur Jensson. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband