Áfram-hópurinn og hans hættulegi blekkingaráróður gekk beint gegn ótvíræðum rétti Íslands

Fáránlegt lið, Áfram-hópurinn (sjá mynd), vildi láta Íslendinga borga Icesave! m.a. Benedikt Jóhannesson í Vísbendingu, aðalspíran í Já Ísland! (ESB-innlimunarsinnafélagi), Heiða Kristín Helgadóttir í "Bjartri framtíð" og Guðm. Gunnarsson fv. form. Rafiðnaðarsambands Íslands. Guðmundur taldi já við Icesave-samningnum "forsendu þess að hægt sé að vinna upp þann kaupmátt sem hefur tapast"!!! Einnig var þarna Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff og framákona í Samtökum verslunar og þjónustu, sem bætti við að "farsæl lausn á Icesave snérist um lífskjör þjóðarinnar á komandi árum," "nauðsynlegt væri að huga að komandi kynslóðum þegar tekin verður ákvörðun um Icesave"!!!

Þá voru þarna Árni Finnsson, formaður "Náttúruverndarsamtaka Íslands", Sveinn Hannesson í Samtökum iðnaðarins og Hörður Torfason söngvari og mótmælandi og leiðandi nýs Austurvallarhóps (pínulítils) sem á að bakka upp stjórnarskrárdrög "stjórnlagaráðs", en Hörður var þó nógu bíræfinn að láta sjá sig á sigurhátíð InDefence-hópsins í Slipphúsinu að kvöldi þess dags þegar EFTA-dómstóllinn úrskurðaði Ísland með öllu saklaust af Icesave-kröfum Breta og Hollendinga! Hann hefur kannski talið sér það óhætt í ljósi þess, að vefsíða Áfram-hópsins hafði verið látin hverfa! (Frh. neðar.)

Áfram hópurinn 24.03.2011

Þetta rammskeikula lið og margir fleiri í hópnum, t.d. Vilhjálmur Þorsteinsson í CCP (einn af mörgum ESB-innlimunarsinnum í stjórnlagaráðinu sáluga) sóttu að sannfæringu Íslendinga, m.a. með frægri heilsíðumynd að endemum: af risahákarli ógnandi því að gleypa hnípna íslenzka fjölskyldu á bátskektu, ef við greiddum ekki icesave skv. Buchheit-samningnum!!!

Icesave hákarlinn 

Nánari upplýsingar um hópinn fáránlega er að finna á þessari vefsíðu félagsskaparins Samstöðu þjóðar. En þar segir Loftur Altice Þorsteinsson m.a.:

  • Skömmu eftir stofnun Áfram-hópsins bárust fréttir af því, að heldstu styrktaraðilar Icesave-vinanna væru Samtök fjármálafyrirtækja (SFF), Samtök atvinnulífsins (SA) og Samtök iðnaðarins (SI). Sem start-gjald, veittu þessi samtök Áfram-hópnum milljón krónur, hvert fyrir sig. Alls munu styrkir sem Áfram-hópurinn þáði hjá fyrirtækjum og almanna-samtökum hafa numið 20 milljónum króna. Til samanburðar fekk Samstaða þjóðar gegn Icesave um 20 þúsund krónur frá fyrirtækjum og almanna-samtökum.

Það á ekki að þegja um hneisu og ill verk þessa hóps. Samstaða þjóðar á þakkir skildar fyrir að koma upplýsingum sínum á framfæri.

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guði sé lof að háværi minnihlutinn tapar öllum sínum orrustum.....

GB (IP-tala skráð) 6.3.2013 kl. 12:31

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jón Valur Jensson, 6.3.2013 kl. 13:32

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Einstaklingarnir í Áfram-hópnum lögðu nöfn sín við áróðursauglýsingar hans. Á einni þeirra (sjá HÉR!) er því haldið fram, að ef Ísland VINNI dómsmálið, verði kostnaður okkar 135 milljarðar króna!! -- og það svo borið saman við 306 milljarða króna meint tap okkar, ef Ísland verði dæmt "til að borga lágmarkstrygginguna" og 456 milljarða króna meint tap okkar af því að verða dæmd "til að greiða viðbótartryggingu vegna mismununar".

Án efa höfðu sumir þarna naumast neitt vit á þessu. Sennilega verður þessi fráleiti talnaleikur að skrifast á "talnaspekinginn" Benedikt Jóhannesson, en er ekki fullkomlega leyfilegt að spyrja: Þurfti þetta fólk samt að skrifa upp á þessi fífldjörfu orð í auglýsingu frá Áfram-hópnum: "Athugið að möguleikinn "EKKI BORGA NEITT" er ekki til nema við segjum JÁ" -- þ.e.a.s. "já" við Icesave-samningi Buchheits!!!

Málinu var einmitt þveröfugt farið. Með því að segja NEI þurftum við EKKERT að borga, það staðfesti EFTA-dómstóllinn.

Jón Valur Jensson, 7.3.2013 kl. 09:42

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og hvaðan ætluðu Heiða Kristín Helgadóttir í Besta flokknum og Bjartri framtíð, Vilhjálmur Þorsteinsson í CCP, Margrét Kristmannsdóttir í Pfaff og SVÞ, Sveinn Hannesson í SI, Árni Finnsson í Náttúruverndarsamtökunum, Hörður Torfason söngvari og Guðmundur Gunnarsson í Rafiðnaðarsambandinu að taka þá vexti, sem greiða hefði þurft skv. Icesave-III-samningnum, þ.e. um 63,6 milljarða króna í beinhörðum gjaldeyri til 1. marz sl., ef þjóðin hefði samþykkt samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl 2011? Það væri búið að borga þetta (og beðið næsta gjalddaga), ef farið hefði verið að ráðum þeirra. Hefðu þau skorið meira af heilbrigðiskerfinu?

Sjá nánar hér:

Krónuteljari við svartholið Icesave.

Jón Valur Jensson, 7.3.2013 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband