Ríkisstjórn spáði óförum lands og þjóðar, ef Icesave-epli hennar yrði hafnað, en virðist þrífast bezt á því, að þjóðin valdi sér betra viðbit!

Í tvígang þurfti þjóðin að grípa í taumana og gera ríkisstjórnina afturreka í máli sem hún sjálf fullyrti að væri hið stærsta sem fengist væri við. Og því var bætt við að gengi vilji þjóðarinnar fram en ekki ríkisstjórnarinnar „yrði efnahagsöngþveiti í landinu“. Engin ríkisstjórn hefur fengið annan eins skell úr hendi eigin þjóðar og samt setið sem fastast. Hún hafði reynt að fá þjóðina til fylgilags með ósannindum og alvarlegustu hótunum sem ríkisstjórn getur haft uppi. Hún stóð berstrípuð eftir. Og það var ljót sjón lítil. En samt fór hún ekki. Hún hékk. Og hún hrósaði sjálfri sér jafnvel fyrir þá ósvinnu. Vettvangur þessa alls var litla snotra þinghúsið við Austurvöll ...

Þannig er ritað í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag, raunar í sunnudagsblaði í nýjum og hressilegum búningi.

icesave32

Já, það er merkilegt, hvernig ríkisstjórn Steingríms og Jóhönnu óð í þetta Icesave-mál sitt af mestu vanefnum, en þó eins og hún ætti líf sitt undir þessu ginningarmáli (meðan hún sótti það sem fastast), jafnvel að Fjallkonan ætti allan sinn velfarnað undir þessu! -- Ísland yrði ella "Kúba norðursins" (sem eitt sinn var þó e.t.v. æskudraumur Steingríms J. Sigfússonar) og byggi úr því við efnahagsöngþveiti og algert vantraust umheimsins!

Ekkert af hrakspánum rættist. Þvert á móti er óhætt að fullyrða, að ríkisstjórnin eigi á þessari stundu langlífi sitt undir því ekki sízt, að þjóðin sparaði ríkisjóði gríðarlegt fé. Jafnvel samkvæmt Buchhheit-samningnum væri nú búið að greiða út yfir 60 milljarða króna í erlendum gjaldeyri í reiðufé í vexti af engu! Hvar hefðu Steingrímur og Jóhanna, Össur, Katrín litla og Guðbjartur tekið það fé? Ekki af eyðslureikningnum vegna umsóknar þeirra um inntöku lands og þjóðar með manni og mús í Evrópusambandið, heldur af ráðstöfunarfé tveggja mestu útgjalda-ráðuneytanna, mennta- og menningarmála og "velferðar"!

Þrengingarnar í spítalakerfinu væru sem sé orðnar enn hrikalegri, ef þjóðin hefði orðið að borga þessa Buchheit-vexti af engu -- og væri enn að bæta við þá! Í sama Reykjavíkurbréfi er einmitt vikið að þessum og öðrum þrengingum undir yfirumsjón ríkisstjórnar, sem þó stærir sig af verkum sínum:

Fólkið ... horfir á í forundrun að ekki er lengur hægt að meðhöndla dauðveikt fólk í samræmi við þá þekkingu sem er fyrir hendi á spítulum því tæki og tól eru ónýt eða þeim er ekki lengur treystandi, ekki einu sinni þegar dauðans vá er annars vegar. Og í sömu andrá sér það að þeytt er þúsund milljónum króna í óskiljanlegt gæluverkefni fólks sem vill atast út í stjórnarskrána og gera hana að ómerkilegum óskalista á borð við þær ályktanir þingsins sjálfs sem minnst er að marka ... 

Í stað þess að hreykjast um ætti ríkisstjórnin að leggjast á kné í auðmýkt á þessum sunnudagsmorgni og þakka forsjóninni fyrir þá makrílgöngu hingað, sem ein sér er aðalástæðan fyrir þeirri óvæntu hagvaxtarþróun, sem orðið hefur hér þrátt fyrir aðgerðarleysi stjórnvalda í atvinnumálum, og fyrir þá þjóð sína, sem hafði vit á því að spara sér um 80 milljarða króna í vexti af engu.

Smellið á myndina til að sjá hana stærri!

Jón Valur Jensson. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Jón Valur fyrir góða grein.

Höldum því líka til haga að atlagan að lífskjörum hins venjulega borgara er í gegnum rukkun á vöxtum sem hann hvorki á eða getur að borgað.

Er að gerast um allan Evrópu og þarf að linna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.9.2012 kl. 08:25

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já þetta er skrítin staða sem uppi er núna og ekki laust við að það sæki að manni hrollur þegar hugsað er til þann stuðnings sem Ríkisstjórnin hefur veitt andstæðingum okkar í þessu mikla óréttlætismáli sem Icesave er...

Varðandi ESB umsóknina þá var sorglegt að hlusta á Guðbjart Hannesson í viðtali í morgun á Bylgjunni réttlæta áframhald umsóknarinnar á þeirri forsendu að sjá hvað væri í pakka þeim...

Bara sá niðurskurður sem verið hefur innan heilbrigðiskerfisins síðustu tæp 4 ár vegna þessa erfiðleika sem við Íslendingar urðum fyrir fjárhagslega hefði ekki þurft að vera svona eins og hann er ef það hefði verið haldið skynsamlega á málunum hér...

Skynsamlega eins og spyrja fyrst og gera svo...

Sú skynsemi er ekki til hjá Samfylkingunni eða VG sem hafa beitt þeirri aðferðarfræði að gera fyrst og spyrja svo og eru þessir flokkar ekki skynsamari en það að þeir sjá ekki eigin gjörðir...

Að finnast allt í lagi að halda þessari ESB umsókn áfram og henda peningum í hana á sama tíma og það er ljóst að meirihluti Þjóðarinnar mun hafna þessari aðild og það hugsanlega vegna þess að meirihluti Þjóðarinnar er læs er sorglegt á sama tíma og allur þessi niðurskurður er...

Það er ekkert í lagi við svona framkomu...

Að Guðbjarti skuli finnast allt í lagi að hækka laun eins manns á sama tíma er ekki nógu gott heldur og hvað þá að geta dregið hana svo til baka þegar ljóst var að Þjóðinni var misboðið og það ekki fyrr en ljóst var að Þjóðinni var virkilega misboðið er aumkunarvert fyrir manninn og ætti hann að gera sér grein fyrir því að vegna þessara aðferðarfræði þá er hann rúinn öllu trausti og það eina í stöðunni er að hann segi af sér tafarlaust sem og Ríkisstjórnin öll....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 23.9.2012 kl. 13:15

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þetta eru landráð kallaði ég til þingsis eftir atkvæðagreiðslu um Icesave í desember 2009 og það með réttu sem ég gerði það nú er mér ekki lengur hleypt inn á þingpalla og engin tihlýtandi skýring gefin á því!

Sigurður Haraldsson, 27.9.2012 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband