Hefði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir sagt nei við Icesave-samningunum?!

Trúlega ekki! Samt er það tillaga stjórnlagaráðs að gera forseta Alþingis að EINA staðgengli forseta Íslands. Þarna er verið að kasta burt forseta Hæstaréttar, auk forsætisráðherra, meðal staðgengla forseta Íslands. Þátttaka forseta Hæstaréttar er vitaskuld bremsa á, að pólitíska valdið misnoti aðstöðu sína og komi t.d. í veg fyrir málskot mikilvægs löggjafarmáls til þjóðarinnar. Sjá um þetta nánar hér: Stórvarasamar tillögur stjórnlagaráðs um forseta Alþingis og forseta Íslands.

Þá er það ennfremur vilji stjórnlagaráðs að undanskilja sérstaklega "lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum", þegar í 65. og 67. tillögugrein þess er gefið færi á því, að 10 af hundraði kjósenda geti krafizt þjóðaratkvæðis um lög, sem Alþingi hefur samþykkt. Þetta undanskilda ákvæði felur í sér, að ekki mætti t.d. hafa þjóðaratkvæði um mál eins og Icesave, ekki frekar en við getum t.d. notað ákvæði 66. greinar til að krefjast þjóðaratkvæðis um að segja upp Schengen-samningnum eða EES-samningnum.

* Sjá hér, 82. tillögugrein "ráðsins": "Geti forseti Íslands ekki gegnt störfum um sinn vegna heilsufars eða af öðrum ástæðum fer forseti Alþingis með forsetavald á meðan."

JVJ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jón, skiptir 82. tillögugreinin nokkru máli varðandi samninga á borð við ICESAVE?

Í 110. tillögugrein stendur:  "Ráðherra gerir þjóðréttarsamninga fyrir hönd Íslands" sem er breyting á núverandi 21. grein: "Forseti lýðveldisins gerir samninga við önnur ríki."

Ekki er tiltekið hvaða ráðherra -  gæti ýmist ráðist af hlutkesti eða frekju, þess vegna.

Kolbrún Hilmars, 16.10.2012 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband