8.3.2012 | 14:15
Er ekki GEÐVEIKT að una EES-samningi?
Viggó Jörgensen á snjallan pistil á blogginu í dag: Sökin er hjá Alþingi, að hafa gengið í Evrópska efnahagssvæðið, segir m.a.:
- Eftir að Alþingi ákvað að gerast aðili að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) var landið stjórnlaust, innanlands, í bankamálum.
- Alþingi og framkvæmdavaldið voru skuldbundin til að setja ekki aðrar reglur en þær sem giltu á EES.
- Lagasetningarvaldið í bankamálum Íslendinga var komið til Evrópusambandsins (ESB).
- Þar sem Íslendingar eru ekki í ESB hefði verið hægt að segja upp EES samningnum árið 2005.
- Sem var síðasta árið til að bjarga íslenska bankakerfinu miðað við þær aðstæður sem urðu eftir það.
- Þar sem mikill meirihluti utanríkisviðskipta Íslands er við lönd í EES kom engum til hugar að ganga þaðan út.
- Íslenskir alþingismenn höfðu ekki minnsta grun um hvað fólst í samningnum um EES eins og síðar kom í ljós.
- Til dæmis þá eftirá-túlkun ESB að íslensk stjórnvöld ættu að bera ábyrgð á innstæðum í einkabönkum.
- Og stóru ríkin í ESB hafa markmisst unnið að því að þröngva þeirri lögskýringu inn á Íslendinga ...
Framhald greinarinnar má finna hér!
Undirritaður þakkaði Viggó pistilinn, einkum það sem hann ritaði um samninginn ófarsæla um Evrópska efnahafssvæðið, og ég bætti við:
- Nú ætlast þeir jafnvel til, með nýrri tilskipun, sem bíður okkar að innfæra hér í lög, að við tryggjum allar innistæður í bönkunum upp að 100.000 evrum (16,6 milljónum króna) og gerum það með BEINNI RÍKISTRYGGINGU, um leið og krafan um greiðslu tryggingarinnar er stytt úr nokkrum mánuðum niður í 23 daga!!!
- Þetta eitt ætti að nægja til að sýna, hvað þetta er GEÐVEIKT!
JVJ.
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Fjármál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:23 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE, stofnuð í febrúar 2010. Félagsmenn eru 82. Netfang: thjodarheidur@gmail.com
ÓPÓLITÍSK SAMTÖK
UMSAGNIR UM
ICESAVE 3
Frá fjárlaganefnd alþingis (ekki lokið)
Umsögn alþingis
Unnið af GAM Management hf [GAMMA]
10. janúar 2011
Umsögn GAMMA
Unnið af IFS Greiningu
11. janúar 2011
Umsögn IFS
Unnið af InDefence
10. janúar 2011
Umsögn InDefence
Frá Seðlabanka Íslands
10. janúar 2011
Umsögn SÍ
FORGANGSKRÖFUR
Í ÞROTABÚ
LANDSBANKA ÍSLANDS?
Minnisblað
Indriði H. Þorláksson
30. júlí 2009
Minnisblaðið
Minnisblað frá LEX /
Eiríki Elísi Þorlákssyni hrl.
31. júlí 2009
Minnisblaðið
Minnisblað
samninganefndar um Icesave samninga
15. júlí, 2009
Minnisblaðið
Tölvupóstur um
evrópskar tilskipanir
frá Jan Marten
Ódagsett
Tölvupósturinn
Lögfræðiálit
Prof. Mr. Dr. P.S.R.F Mathijsen,
Brussels
28. júlí 2009
Lögfræðiálitið
Tölvupóstur
frá Gary Roberts
til Indriða Þorlákssonar
22. júlí 2009
Tölvupósturinn
Minnisblað
Indriði H. Þorláksson
6. ágúst 2009
fjármálaeftirlitsins(FSA)
1. júní 08.
og Helgu Melkorku Óttarsdóttur hdl.
Directive 94/19 EC
Nýjustu færslur
- Fremstum allra hefði Lofti Altice Þorsteinssyni borið hæsta v...
- Guðni Th. Jóhannesson beitti sér ÞVERT GEGN hagsmunum og laga...
- ICESAVE-sinnar reyna enn að krafsa yfir eigin atlögur að hags...
- Minnisstæð ummæli Icesave-áhangenda (meðal þeirra voru Dagur ...
- Icesave í boði EES
- Það þarf glöggskyggni, skilning og nennu til að kynna sér að ...
- Úr Icesave-sögunni: Þorvaldur vildi borga ICESAVE, þó það vær...
- Icesave-samningar Svavars, Steingríms J. og Jóhönnu voru ...
- Prófessorum getur skjöplazt
- Fróðlegur Ólafur Ragnar Grímsson í viðtali við Loga í Sjónva...
Bloggvinir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Elle_
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Guðni Karl Harðarson
- Halldór Björgvin Jóhannsson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Sveinsson
- Jón Baldur Lorange
- Axel Jóhann Axelsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Sigurður Sigurðsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Benedikt Gunnar Ófeigsson
- Tryggvi Helgason
- Júlíus Björnsson
- Ívar Pálsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Guðmundur Júlíusson
- Haraldur Hansson
- Benedikta E
- Ragnhildur Kolka
- Sigurður Þórðarson
- Guðbjörn Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Samtök Fullveldissinna
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Hrólfur Þ Hraundal
- Sigurður Jónsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Gunnlaugur I.
- Gunnar Heiðarsson
- Kolbrún Hilmars
- Páll Vilhjálmsson
- Rafn Gíslason
- Kristinn Ásgrímsson
- Sigurjón Þórðarson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Tómas
- Haraldur Baldursson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Óli Björn Kárason
- Halla Rut
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Þórhallur Heimisson
- Magnús Óskar Ingvarsson
- Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Axel Þór Kolbeinsson
- Helga Þórðardóttir
- Sigurlaug B. Gröndal
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Óskarsson
- Gústaf Níelsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Bjarni Kristjánsson
- Baldur Hermannsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- K.H.S.
- Elís Már Kjartansson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Þórarinn Baldursson
- Valdimar H Jóhannesson
- Frosti Sigurjónsson
- Valan
- Árni Karl Ellertsson
- Birgitta Jónsdóttir
- S. Einar Sigurðsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón Ríkharðsson
- Halldór Jónsson
- Ísleifur Gíslason
- Bjarni Jónsson
- Einar Björn Bjarnason
- Geir Ágústsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Jóhannes Þór Skúlason
- G.Helga Ingadóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Óskar Arnórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Sverrir Stormsker
- Linda
- Emil Örn Kristjánsson
- Þórður Guðmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Vésteinn Valgarðsson
- Ketill Sigurjónsson
- Hreinn Sigurðsson
- Pétur Harðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Heimssýn
- Valdimar Samúelsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Guðrún Brynjólfsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Svandís Nína Jónsdóttir
- Frjálshyggjufélagið
- Birgir Viðar Halldórsson
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Magnús Ágústsson
- Libertad
- Átak gegn einelti
- Kristinn D Gissurarson
- Jónas Pétur Hreinsson
- Gróa Hreinsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Vilhjálmur Stefánsson
- Jónas Örn Jónasson
- Samstaða þjóðar
- Þórður Einarsson
- Tryggvi Þórarinsson
- Jón Lárusson
- Sigurður Alfreð Herlufsen
- Högni Snær Hauksson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Snorri Magnússon
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Bændur og landbúnaður
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fullveldi og sjálfstæði Íslands
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Menning og listir
- Sjómenn og sjávarútvegur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Trúmál og siðferði
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Mínir tenglar
- Frétta-knippi Mbl.is um Icesave Mikilvægt er að eiga aðgang að sem flestum Icesave-fréttum á einum stað
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Athugasemdir
Blessaður Jón Valur.
Hafi þjóðin ekki vitað það fyrir þá kom eitt gott út úr þessum skrípaleik kenndan við Landsdóm.
Þegar vitni eru spurð af hverju ekki hafi verið gripið inní eða af hverju þetta hafi verið leyft, þá var alltaf sama svarið hjá öllum;
"Af því að EES sagði það".
Það er rangur aðili fyrir dóm.
Sá seki heitir EES.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.3.2012 kl. 14:49
Kærar þakkir fyrir kveðju þína og þín orð, Ómar.
Vel að orði komizt hjá þér:
Það er rangur aðili fyrir dómi. Sá seki heitir EES.
Jón Valur Jensson, 8.3.2012 kl. 15:36
Svo má ekki gleyma því, að alþjóðlegu endurskoðunarskrifstofu-risarnir bera þunga ábyrgð á kerfislægri orsök fjármálabólunnar sem sprakk, hér jafnvel fremur en erlendis – og og að þessar endurskoðunarskrifstofur og nýir staðlar þeirra á ábyrgð Esb. voru þannig stórir áhrifavaldar í hruninu
Jón Valur Jensson, 8.3.2012 kl. 15:39
Jón er þá ekki lag að herja gegn EES samningnum. Eg við komumst undan honum þá fellur þetta ESB mál um leið. Það væri til þess vinnandi svo við losnum undan kvöðum þeirra þú þegar.
Valdimar Samúelsson, 8.3.2012 kl. 17:36
Vel mælt, Valdimar.
Jón Valur Jensson, 8.3.2012 kl. 18:16
Jón Valur Jensson. Þó ég sé sjálfur fylgjandi þessu sem þú skrifar og örugglega fleiri í Þjóðarheiður. Hvað kemur nákvæmlega þessi grein Icesave við? Er ekki Þjóðarheiður eingöngu um Icesave?
Guðni Karl Harðarson, 8.3.2012 kl. 22:51
Þakka þér spurninguna, Guðni Karl. En Icesave-málið snýst vissulega um að berjast gegn þeim rangindum, að tilskipunin 94/19/EC sé brotin í viðleitni gamalla nýlenduvelda til að hafa ranglega fé af ríkissjóði Íslands og þar með þjóðinni. Sú tilskipun er um innistæðutryggingar banka og annarra fjárfestingarstofnana. Það hlýtur að vera eðlilegt hér að vekja athygli á því, að ný tilskipun Esb. um innistæðutryggingar er ekki bara mál Esb., heldur einnig Íslands og Noregs sem aðila að EES-samningnum og að þessi nýja tilskipun, ólíkt hinni gömlu, getur leitt til þjóðargjaldþrots, verði hún innleidd hér í lög og ef bankar riða til falls á ný.
Að þrennu leyti er nýja tilskipunin skelfilega hættulegt skref aftur á bak:
1) Nú yrði það ekki Tryggingasjóður innstæðueigenda og fjárfesta, sem tryggt yrði hjá, heldur RÍKISJÓÐUR beinlínis gerður ábyrgur!
2) Innistæðutryggingin myndi hækka úr 20.887€ í 100.000€.
3) Greiðslufrestur til útborgunar tryggingarinnar eftir bankahrun yrði styttur úr nokkrum mánuðum niður í 2–3 daga!!!
Þar að auki skrifa ég mín orð hér ofar á mína ábyrgð og Viggó sitt mál á sína.
Ég hefði sannarlega haldið, að þetta væri áhugavert efni fyrir félaga Þjóðarheiðurs, eða viltu, að ég þegi sem fastast um það?
Ef þú hefur aðra skoðun en ég á því, hvort EES-samningurinn sé hagstæður eða hættulegur, slæmur eða góður, þá bið ég þig endilega að ræða það hér í framhaldinu, enda höfum við málfrelsi hér. Það er nefnilega svo, að heildarúttekt hefur ekki verið gerð á (meintri) hagkvæmni EES-samningsins, og væri þarft að sjá, hvað leiða megi í ljós þess efnis. En rétt fyrir aldamótin, um 1998, eftir um fjögurra ára aðild að þessu Evrópska efnahagssvæði, hafði hann enn engum ábata skilað fyrir okkur í heildina tekið skv. athugunum Ragnars Arnalds, fv. fjármálaráðherra, annars vegar (sjá bók hans Sjálfstæðið er sístæð auðlind) og dr. Hannesar Jónssonar, fv. sendiherra, hins vegar (sjá viðauka eða lokakafla í tveggja binda sjálfsævisögu hans).
Ég væri feginn öllu sem þú hefðir fram að færa um þetta, Guðni, upplýsingum sem yrðu a.m.k. hluti heildarmyndarinnar, en nú þegar er reyndar skaðinn orðinn gífurlegur af EES-aðild vegna einna saman losaralegu endurskoðunarstaðlanna, sem ég vék að í innleggi mínu kl. 15:39.
Í 2. lagi: Ef ríkisstjórnin er einráðin í því að tapa ESFTA-dómstóls-málinu, eins og ráða má af vali hennar á lögfræðingum (sbr. grein Daníels Sigurðssonar hér neðar: Afturgenginn Frankenstein: Icesave IV) og eins og Loftur okkar telur ásamt fleirum, þá gæti þeim Icesave-sinnum tekizt þar með lagaútúrsnúningum að koma fjárköfum á ríkið, en það var vitaskuld vegna EES-svæðisins sem þessir bankar okkar fóru að starfa þarna ytra.
Í 3. lagi varð meiri skaði vegna útrásar bankanna í skjóli EES-samnings en bara Icesave-skaðinn.
Í 4. lagi mínusast líka frá meintum tekjum vegna EES-samnings vegna margs konar annars kostnaðar og óþæginda: gríðarlegra laga-þýðinga og reglugerða, vinnu í ráðuneytum og Alþingi við innfærslu þeirra, einnig vegna ferðakostnaðar embættis- og stjórnmálamanna og enn í viðbót milljarða framlög Íslands til þróunarsjóða Esb. (í gegnum EES-samninginn) í Austur-Evrópu o.fl.
Þá er í 5. lagi ótalinn sá kostnaður, að EES-samningurinn er orðinn Esb-innimunarsinnum að áróðursverkfæri til að reyna að mæla með því, sem þeir leyfa sér sumir að kalla "fulla aðild". Jafnvel maðurinn, sem mest barðist hér fyrir EES-samningnum, Jón Baldvin Hannibalsson, vogar sér að nota það sem "röksemd" fyrir Esb-innlimun, að EES-samningurinn hafi falið í sér mikið fullveldisframsal, miklu meira en "aðildarsamningur" við Evrópusambandið. Honum skjátlast að vísu herfilega í þessu, og um leið er merkilegt hvernig hann lætur eftir á sem minnst bera á sinni sök um 1993-4, en þá hélt hann því fram, að EES-samningurinn gerði fullveldi okkar ekkert illt! – En leiði EES-samningurinn til Esb-innlimunar, ert mér eflaust sammála um, að það yrðu hörmuleg áhrif af þessum óþarfa samningi.
Jón Valur Jensson, 9.3.2012 kl. 02:07
... EFTA-dómstóls-málinu ...
... ert þú mér eflaust sammála ...
Jón Valur Jensson, 9.3.2012 kl. 02:12
Þar að auki voru icesave-innstæðurinar tryggðar í brezka tryggingakerfinu, eins og Loftur Altice Þorsteinsson hefur manna bezt sýnt fram á.
Jón Valur Jensson, 9.3.2012 kl. 02:18
En nú vilja Esb-þægir menn hér leggja alla ábyrgð á bankareikningum á ríkissjóð.
Eiga Þjóðarheiðursmenn að taka þátt í þagnarsamsæri um það?
Jón Valur Jensson, 9.3.2012 kl. 02:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.