Áskorunarsíða um herra Ólaf Ragnar sem forseta Íslands í 5. sinn

ÁSKORUN TIL FORSETA um að gefa áfram kost á sér í embættið hefur verið hrundið af stað á sérstakri vefsíðu, og er rífandi gangur í undirskriftum þar, komnar 1116 á um tveimur tímum, þegar þetta er ritað.

Ólafur Ragnar Grímsson er sá, sem þjóðin treystir manna bezt í starf forseta Íslands, að fenginni reynslu okkar á neyðartíma í sögu lýðveldisins. Með því að vísa Icesave-I-ólögunum undir dóm þjóðarinnar hefur hann, ásamt þjóðinni sjálfri, sparað okkur yfir 120 milljarða króna í ÓENDURKRÆFAR vaxtagreiðslur hingað til (meira myndi bætast við, meðan þrotabú Landsbankans er ekki fulluppgert)!

Með málskoti Icesave-III-ólaganna til þjóðarinnar hefur forsetinn á 36 daga fresti verið að spara okkur vaxtagreiðslur sem jafngilt hefðu heilu ríkisfangelsi á Hólmsheiði – hverju eftir annað á 36 daga fresti! Um þessi mál hefur verið fjallað hér í fjölda greina hér á vefsetri Þjóðarheiðurs – samtaka gegn Icesave.

Við skulum öll taka þátt í því að tryggja okkur áfram traustan forseta hér við völd, mann sem við vitum fyrir fram, að er reiðubúinn að vera sá neyðarhemill á rangar eða vafasamar ákvarðanir stjórnmálastéttarinnar, sem þjóðinni hefur verið svo nauðsynlegur á seinni árum.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Skora á Ólaf Ragnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Forsetinn ætti fyllilega skilið að fá að draga sig í hlé eftir 4 kjörtímabil og njóta elliáranna eftir eigin hentugleika.

En; við þurfum á honum að halda þangað til að ESB aðildin sjálf verður afgreidd þar sem þinginu er alls ekki treystandi til þess að fara með hið "ráðgefandi" álit þjóðarinnar.

ESB aðild og Icesave málið eru í reynd eitt og sama málið; þýlyndi við erlent vald.

Kolbrún Hilmars, 20.1.2012 kl. 20:34

2 identicon

Komið þið sæl; Þjóðarheiðurs félagar, jafnan !

Jón Valur !

Hafðu beztu þakkir; fyrir orðsendinguna, til minnar síðu; fyrr, í dag.

Annarrs; hefi ég öngvu, við hnitmiðaða ályktun, okkar kæru vinkonu, Kolbrúnar Hilmars að bæta, gott fólk.

Nema; hvað heipt mín, í garð Alþingis, kemur glöggt fram, á síðu minni, fyrir stundu.

Einhver; mesta niðurlæging Íslandssögu, frá gjörvöllu Landnámi, átti sér stað í kvöld.

63 menningarnir; láta sér í léttu rúmi liggja, þó fólk og fénaður, beri stórt og óbætanlegt tjón, á sálu og eigin skinni, sökum hroðvirkni hinna 63a, sem ættu að vera að koma hlutum hér, til betri vegu - en eru Milljarða Ljósára, frá því brýna viðfangsefni, sökum sérhyggju og einka hagsmuna, sinna. 

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.1.2012 kl. 22:59

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þökk fyrir innleggin.

4842 hafa nú skrifað undir áskorunina. Takmarkið er að fara yfir 40.000, og hygg ég það munu nást á viku til tíu dögum eða a.m.k. nást á tveimur vikur.

Jón Valur Jensson, 21.1.2012 kl. 00:00

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

... vikum!

Jón Valur Jensson, 21.1.2012 kl. 00:01

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Gott ef gætum kosið hann til 2.ára,en það er víst ekki í boði. Skil vel að þau vilji vera frjáls.

Helga Kristjánsdóttir, 21.1.2012 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband