Fyrsti maður í framboð í forsetakosningunum er yfirlýstur Icesave-andstæðingur

  Jón Lárusson lögreglumaður er fyrstur til að gefa kost á sér í embætti forseta Íslands í kosningunum í sumar. Hann er fæddur 1965, hefur gefið sig að ýmsum félagsmálum, var m.a. þátttakandi í Samstöðu þjóðar gegn Icesave og kom fram í ýtarlegum og góðum þætti um málið á ÍNN. Hann er maður rökfastur og réttlætissinni og hefur á seinni árum gerzt sérfræðingur í afleiðuviðskiptum. Hér er vefsíða hans: Umbótahreyfingin ~ nýtt afl, og hér er hans Moggabloggsíða: jonl.blog.is. Auk þess að vera andstæðingur Icesave I, II og III er hann andvígur inntöku Íslands í Evrópusambandið, sbr. grein hans efst á nefndri bloggsíðu. Jón tilkynnti um framboð sitt í Útvarpi Sögu í morgun, í þætti hjá Markúsi Þórhallssyni, og verður sá þáttur endurtekinn síðdegis.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Jón Lárusson í forsetaframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Fint- einn þjóðremburugludallurinn enn.  Veit þá allavega hvað ég kýs ekki.

Óskar, 9.1.2012 kl. 16:34

2 Smámynd: ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE

Óskar Haraldsson, þú átt ekkert með það að níða hér þennan frambjóðanda, þott þú sért og afir verið Icesave-greiðslusinni! Reyndu að vera kurteis.

En það er fróðlegt að sjá, að þú ert enn í minnihlutanum. Hefurðu fylgt því eftir með því að senda Bretum og Hollendingum þinn langþráða skatt? Hefðir þú fengið að ráða, hefðum við nú verið búnir að borga talsvert mikið fram yfir 110 milljarða króna bara í VEXTI af Icesave I (sem þú mæltir svo eindregið með), þ.e. 110.000.000.000 kr. í erlendum gjaldeyri til 1. okt. sl., og allt hefði þetta verið ÓAFTURKRÆFT, af þvi að vextirnir hefðu ekki verið meðal forgangskrafna í þrotabú Landsbankans. Sjá nánar í 2–3 nýlegum greinum hér á vefsíðunni.

JVJ.

ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE, 9.1.2012 kl. 18:02

3 identicon

Komið þið sæl; félagar í Þjóðarheiðri, jafnan !

Nafni minn; Haraldsson !

Andstyggileg viðhorf þín; til þess hluta landsmanna, sem gerir sér grein fyrir að réttmætri andstöðu, við kúgunarkröfur Breta og Hollendinga, á höndur Íslendinga þarf að fylgja eftir, af harðfylgi einu, eru með öllu óverjandi.

Þú; og þínir líkar, eigið einfaldlega, að viðurkenna fyrir ykkur sjálfum - sem og samlöndum ykkar, að þið; síminnkandi minnihluta hópurinn, séuð bezt komin, í skjóli þeirra van Rompuy´s og Barrosó´s, suður í Brussel, héðan af.

Gæti verið; eins konar Arnarhreiður ykkar - ekkert óáþekkt því, sem til staðar var, í fyrirennara Evrópusambandsins.

Þá; fordæmi ég, fyrrverandi þjóðernissinninn (ég undirritaður) - núverandi Alþjóðasinninn (til veraldarinnar; allrar), snautleg viðhorf þín nafni, í garð Jóns Lárussonar, sem annarra þeirra, sem af einlægni vilja landi og fólki og fénaði öllum, hið allra bezta, alveg burtséð frá Forsetaframboði hans, eða annarra.

Þú þarft; nafni minn Haraldsson, að fara að læra, að koma fram við fólk, sem ekki er þér fylgispakt í ESB þjónkuninni, af ívíð meiri hógværð, en þú hefir tamið þér, til þessa - eins; og ég hefi margsinnis, bent þér á, á þinni síðu, sem víðar um grundir, ágæti drengur.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 00:00

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og þetta hefði verið óbærilegur ofurskattur á saklausa þjóðina!

Jón Valur Jensson, 10.1.2012 kl. 00:06

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

(Ábending enn til Óskars Haraldssonar.)

Jón Valur Jensson, 10.1.2012 kl. 00:08

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það lítur ekki vel út hjá pörunum í Esb.eftir því sem Einar B. skrifar á bloggi sínu.

Helga Kristjánsdóttir, 10.1.2012 kl. 04:23

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hver eru þau pör? Merkel og Sarkozy? Jóhanna og Steingrímur?!

Og góðan daginn, Helga!

Jón Valur Jensson, 10.1.2012 kl. 10:51

8 identicon

Jón Lárusson á fullt erindi í forsetastólinn.  Ólafur R. hefur sýnt fram á að réttur maður á réttum stað getur verið sem útvörður vanhugsaðra aðgerða þingmanna.  Jón Lárusson er klárlega slíkur maður.

Njáll (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband