Ólafur Ragnar: Rannsaka á hvernig ríki ESB gátu stutt kröfur Breta og Hollendinga, sem hann segir fáránlegar

Forseti Íslands sagði í Rúv-viðtali í dag að góðar endurheimtur í þrotabúi Landsbankans staðfesti að stjórnvöld hér hafi látið undan þrýstingi og beygt sig undir ofbeldi Breta og Hollendinga í Icesave-málinu. Rannsóknarefni væri fyrir ESB hvernig ríki sambandsins gátu stutt fáránlegar kröfur Breta og Hollendinga.

Orðrétt sagði hann m.a., að hann hefði alltaf haldið því fram að eignir bankans myndu duga fyrir Icesave-skuldinni, en ...

  • „Það var ekki gert heldur var bara látið undan þessum þrýstingi. Menn beygðu sig fyrir þessu ofbeldi af hálfu Evrópuþjóðanna og samþykktu fyrst samning sem var svo óheyrilegur að ekki aðeins hrópaði íslenska þjóðin hann af, heldur hlupu Bretar og Hollendingar frá honum strax nokkrum mánuðum eftir að ákveðið var að setja þessa þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig að það sem er að gerast núna er bara einfaldlega sýn á það að ef haldið hefði verið á málinu af skynsemi frá upphafi þá var bara algjör óþarfi að setja íslenska þjóð og samstarf okkar við Evrópuríkin í þessa spennitreyju.“

Og feitletrum líka þetta úr frétt Mbl.is af þessu viðtali:

  • Ólafur Ragnar sagði að réttast hefði verið að bíða og sjá hvað kæmi út úr eignum Landsbankans, frekar en að fallast á fáránlegar kröfur Breta og Hollendinga um að íslenska þjóðin gengist í ábyrgð fyrir Icesave-skuldinni.
Við þökkum herra Ólafi varðstöðu hans í þessu máli. Ekki veitir af!

Lokaorð Ólafs Ragnars í viðtalinu voru þessi:

  • "... það, sem Financial Times og Wall Street Journal sögðu allan tímann að væri réttur málstaður Íslendinga, hefur reynzt vera þannig. Og ég held að við eigum heldur ekki að gleyma því, að Financial Times og Wall Street Journal, þessi tvö helztu viðskiptablöð heims, þeir sáu í gegnum þetta gerningaveður Breta og Hollendinga; þeir studdu málstað Íslendinga allan tímann. Og ég spyr mig sjálfan mig að því – og ég hef sagt við ýmsa forystumenn á vettvangi Evrópusambandsins: Fyrst Financial Times og Wall Street Journal sáu þetta, sáu í gegnum þetta gerningaveður, hvers vegna í ósköpunum stóð þá á því, að Evrópusambandið sá ekki í gegnum þetta gerningaveður?"

Vel mælt!

Jón Valur Jensson. 

mbl.is Beygðu sig undir ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ESB ríkin standa oftast saman í svona málum.  Við höfum nú oft séð að ESB ríkin standa ekki saman í utanríkismálum.  Það væri eiginlega ransóknarvert af hálfu íslenskra stjórnvalda af hverju þau fengu ekki meiri stuðning.  Þetta hefur líklega eitthvað með utanríkisstefnu að gera og hvernig íslenska ríkið og útrásarvíkingarnir höguðu sér fyrir hrun.

Kaupthing Edge greiddi fljótlega út til sinna innistæðueigenda.  Þess vegna þurfti aðeins að semja við Hollendinga og Breta.  En afstöðu ESB ríkja skil ég eftir að hafa rætt við þingmann í þingi Berlínar.  

Ég er ekki að skrifa um Icesave.  Veit að við erum ekki á sömu skoðun og þarf ekki að margtyggja það aftur.  En afstaða erlendra ríkisstjórna var einfaldlega gegn íslenska ríkinu. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 4.9.2011 kl. 19:52

2 identicon

 Glæsilegt:)

Til haminghu Þjóðarheiður og við öll...

 http://http.ruv.straumar.is/static.ruv.is/vefur/04092011_forseti_icesave.mp3

Sólrún (IP-tala skráð) 4.9.2011 kl. 20:23

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kærar þakkir fyrir þennan bráðnauðsynlega tengil með viðtalinu, Sólrún.

Smellið á hann hér:

http://http.ruv.straumar.is/static.ruv.is/vefur/04092011_forseti_icesave.mp3

og smellið svo þar á örina litlu neðst til vinstri.

Einhver þyrfti að afrita allt viðtalið (sumt úr því er þó á Mbl.is - og gæti líka verið á Eyjunni eða öðrum vefjum) og setja textann inn hér, því að óvíst er að þessi vefslóð endist sem virk nema fáeinar vikur.

Jón Valur Jensson, 4.9.2011 kl. 21:33

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Lokaorð Ólafs Ragnars í viðtalinu voru þessi:

"... það, sem Financial Times og Wall Street Journal sögðu allan tímann að væri réttur málstaður Íslendinga, hefur reynzt vera þannig. Og ég held að við eigum heldur ekki að gleyma því, að Financial Times og Wall Street Journal, þessi tvö helztu viðskiptablöð heims, þeir sáu í gegnum þetta gerningaveður Breta og Hollendinga; þeir studdu málstað Íslendinga allan tímann. Og ég spyr sjálfan að því - og ég hef sagt við ýmsa forystumenn á vettvangi Evrópusambandsins: fyrst Financial Times og Wall Street Journal sáu þetta, sáu í gegnum þetta gerningaveður, hvers vegna í ósköpunum stóð þá á því, að Evrópusambandið sá ekki í gegnum þetta gerningaveður?"

Vel mælt! (set þetta svo inn í pistilinn hér ofar).

Jón Valur Jensson, 4.9.2011 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband