Skuldaklafinn þyngist og þyngist að boði Parísar-klúbbsins

Eins og flestir vitahefur AGS með höndum handrukkun fyrir Parísar-klúbbinn. Þessi klúbbur hefur ákveðið að Ísland skuli þvingað til innlimunar í Evrópusambandið. Með hjálp ESB-sinna á Íslandi er þetta um   það bil að takast. Skuldaklafinn þyngist og þyngist. 

 

Því er haldið að landsmönnum að mikil nauðsyn sé að landið haldi stóran gjaldeyrisforða og engu máli skipti að hann er allur tekinn að láni. Ástæðan er sögð vera stöðugleiki Krónunnar, en þetta eru augljósar blekkingar. Vilji menn stöðugleika án mikils kostnaðar er miklu auðveldari leið tiltæk. Það er leið myntráðs. 

 

Fastgengi undir stjórn myntráðs hefur sýnt gildi sitt víða um heim og þetta er kerfi sem ekki getur brugðist, ef rétt er að verki staðið. Myntráð krefst mjög lítils gjaldeyrissjóðs og það útheimtir engar erlendar lántökur. Það fellur auðvitað illa að stefnu Parísar-klúbbsins, að hér haldist sjálfstætt hagkerfi. Skuldaklafinn skal þyngjast og þyngjast. 

 

Ef ráðamenn hefðu einhvern áhuga á efnahagslegum stöðugleika, væri leitað leiða til að koma honum á með litlum tilkostnaði. Fjölmargir erlendir sérfræðingar hafa boðið fram þjónustu sína, en ríkisstjórnin hefur engan áhuga á að ná árangri. Þvert á móti skal þjóðin kaffærð í skuldum og hagkerfið djúpfryst. Þistillinn talar um efnahagslegan stöðugleika, en ástandið er efnahagsleg stöðnun.  

 

Parísar-klúbburinn er farinn að panta kampavín, því að boðið hefur verið til veglegs fagnaðar þegar Ísland verður formlega úrskurðað gjaldþrota. Skuldaklafinn þyngist og þyngist, á meðan hrægammarnir hnita hringi yfir leifum hins sjálfstæða lýðveldis Íslands. Norrænu velferðarstjórninni hefur auðvitað verið boðið til fagnaðar Parísar-klúbbsins.

 

Loftur A. Þorsteinsson.

 


mbl.is 115 milljarða lán vegna AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Frábær skrif og því miður allt of sönn.

Sigurður Haraldsson, 3.3.2011 kl. 02:05

2 Smámynd: Tryggvi Helgason

Ef rétt er á málum haldið þá þarf, frjáls og fullvalda þjóð, ekki að taka nein lán frá útlöndum, og allra sýðst til þess að efla einhvern "gjaldeyrirvarasjóð".

Og til hvers þarf einhvern "gjaldeyrisvarasjóð" ? Það er aldrei útskírt, ... til hvers er hann ? Það þarf að fá skír svör við því.

Tryggvi Helgason, 3.3.2011 kl. 03:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband