„Íslenzkir dómstólar hafa síðasta orðið," segir Skúli Magnússon, ritari EFTA-dómstólsins (RÚV 25/2)

EFTA-dómstóllinn getur ekki dæmt íslenska ríkið til að greiða fébætur vegna Icesave-reikninga í Bretlandi og Hollandi, hann getur aðeins skorið úr um hvort Ísland hafi brotið gegn EES-samningnum. Íslenskir dómstólar hafa síðasta orðið," segir Skúli í viðtalinu í RÚV á föstudaginn. Hann stjórnar daglegum rekstri EFTA-dómstólsins, en var áður héraðsdómari í Reykjavík auk þess að kenna við lagadeild Háskóla Íslands. (Allt þetta skv. ýtarlegri frétt: EFTA-dómstóllinn segir aðeins hvort brotið sé gegn EES-samningnum vegna Icesave, á Evrópuvaktinni; þar er mynd af Skúla.)

  • Skúli Magnússon sagði við RÚV, að félli Icesave-samningurinn væri líklegasta framhaldið að ESA vísaði málinu til EFTA-dómstólsins. Dómstóllinn tæki hins vegar aðeins afstöðu til þess hvort um brot á EES-samningnum væri að ræða. Teldi hann EES-samninginn brotinn myndu innistæðustryggingasjóðir í Bretlandi og Hollandi væntanlega höfða mál á hendur íslenska ríkinu, en það yrðu þeir að gera fyrir íslenskum dómstólum.
  • Skúli sagði að hafa yrði í huga að í þessu máli yrði ekki dæmt um skaðabótaskyldu. Lokaorðið um skaðabótaskyldu íslenska ríkisins væri samkvæmt reglum EES í höndum íslenskra dómstóla. 

Þetta eru góð og upplýsandi tíðindi. Byggjum á slíku, ekki á kvitti og flökkusögum þeirra, sem róið hafa undir ótta manna með rakalausum hræðsluáróðri og fengið marga gunguna til að taka undir með sér. Stöndum staðfastir á rétti okkar, Íslendingar!  ––JVJ. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Elle_, 27.2.2011 kl. 11:19

2 identicon

Greiðslu-viljugir ESB-sinnar hafa ekki tekið mark á orðum okkar í Þjóðarheiðri. Munu þeir taka mark á þeim sem vinna hjá EFTA-dómstólnum ?

Engar líkur eru til að ESA muni ákæra almenning á Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum, því að þeir hafa engin lagarök fyrir því. Raunar hefur ESA í áliti frá 15. desember 2010 komist að þeirri niðurstöðu að Íslendsk lögsaga gildi og þar með Neyðarlögin, Gjaldþrotalögin og lögin um TIF.

Ef Icesave-lögin verða samþykkt brestur lögsagan eins og spilaborg.

Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband