20.2.2011 | 19:39
Stjórnmálafræðingur sem ekki þekkir Stjórnarskrána
Engu er líkara en Einar Mar komi úr Þistilfirði, því að hann segir að margir hafi spáð afsögn Icesave-stjórnarinnar, ef Icesave-lögin færu í þjóðaratkvæði. Hann hefur greinilega ekki fylgst með hegðum ríkisstjórnarinnar, sem einkennist af þvermóðsku og valdagræðgi. Steingrímur og Jóhanna eru ekki á förum úr stjórnarráðinu af sjálfsdáðum. Ef menn vilja losna við þessi hjú nýlenduveldanna, verður að bera þau út.
Mestar áhyggjur hefur Einar Mar af viðbrögðum Breta og Hollendinga við þjóðaratkvæðinu. Ekki er að sjá að hann sé að samfagna þjóðinni, með staðfestingu á fullveldisréttinum. Er þessi maður í liði með andstæðingum Íslendinga, eða er hann bara svona illa að sér ? Haft er eftir Einari Mar:
»Ég held að úr þessu sé enginn stjórnmálaflokkur neitt sérlega ánægður með þetta ákvæði, að forsetinn hafi þetta vald einn í hendi sér. Hann getur í rauninni vísað öllum lögum sem koma frá þinginu til þjóðarinnar.«
Auðvitað er stjórnmálastéttin ekki ánægð með að vera svipt þeim völdum sem hún taldi sig hafa hrifsað úr höndum fullveldishafans. Þrátt fyrir þessi ánægjulegu málalok varðandi þjóðaratkvæðið, skyldi enginn halda að þingræðissinnar séu búnir að gefast upp. Við heyrum sama sönginn um svonefnt þingræði, sem þetta fólk túlkar í fullkominni andstöðu við Stjórnarskrána.
Svo sjáum við þessar stöðugu dylgjur um óheilindi forsetans. Í fjölmiðlum er haldið að fólki ómerkilegum fullyrðingum um að annarlegar hvatir ráði afstöðu hans. Þetta er fúlmannlegt hjal, sem ekki er sæmandi að steypa yfir landsmenn.
Breytt stjórnskipan Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Fjármál, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 19:52 | Facebook
Athugasemdir
Nákvæmlega, Loftur. Hann bjóst ekki við að forsetinn synjaði. Hví ekki, það var ekkert rökréttara en einmitt að hann synjaði. Skrýtið var að lesa það sem hann sagði um breytta stjórnskipan af völdum forsetans. Vandamálið vara bara að einu sinni notuðu forsetar ekki synjunarvaldið og stjórnmálamenn komust upp með að vaða yfir lýðræðið, eins og í EES málinu. Og að honum dytti í hug að ICESAVE-STJÓRNIN færi að víkja.
Elle_, 20.2.2011 kl. 19:50
Ég er þér sammála Loftur þessi maður ætti að finna sér eitthvað annað að gera heldur en að þykjast vera stjórnmálafræðingur. Það er milkið lán fyrir þjóðina hinsvegar að það er alvöru stjórnmálafræðingur á Bessastöðum sem skilur stjórnarskrána og fer eftir henni. Ég hélt nú að menn þyrftu að læra lestur til að komast í gegnum háskólanám í stjórnmálafræði en kannski hefur þessi bara fengið ráðherrabréf eða eitthvað svoleiðis.
Elís Már Kjartansson, 20.2.2011 kl. 21:43
Góður Elís Már! Rökrétt Elle! Frábærlega glöggur og rökvís Loftur!
Jón Valur Jensson, 21.2.2011 kl. 04:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.