FORSETI ÍSLANDS TEKUR VIÐ UNDIRSKRIFTUM.

Ólafur Ragnar Grímsson tekur við undirskriftunum á Bessastöðum í dag.
Forseti Íslands tekur við undirskriftunum á Bessastöðum.

Nú hefur forsetinn tekið við undirskriftum frá SAMSTÖÐU ÞJÓÐAR GEGN ICESAVE, samtökum fólks úr ýmsum flokkum og samtökum.  Nokkrir úr samtökum okkar gegn ICESAVE eru meðal fólksins og nefni ég Jón og Loft úr stjórn samtakanna. 

Sú áskorun sem fólk styður þar er: „Ég skora á Alþingi að hafna frumvarpi um ríkisábyrgð vegna Icesave-reikninga Landsbankans. Ég heiti jafnframt á forseta Íslands, herra Ólaf Ragnar Grímsson, að synja því lagafrumvarpi staðfestingar, verði það samþykkt á Alþingi. Ég vil að þjóðin fái að úrskurða um þetta mál."

Hátt í 41500 undirskriftir eru komnar núna þegar þetta er skrifað og það á innan við viku.  Seint í kvöld verður liðin full vika frá upphafi söfnunarinnar sem hófst seint sl. föstudagskvöld.  Nú gefum við forsetanum frið, hann tekur allan þann tíma sem hann þarf til að komast að niðurstöðu.  

Elle Ericsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það var ekki erfitt að skrá sig á kjosum.is, en þið öll sem lögðuð vinnu í þetta verk eruð hetjur Íslands. Ykkur ber að þakka.

Ragnhildur Kolka, 18.2.2011 kl. 13:55

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Tek undir það Ragnhildur.

Helga Kristjánsdóttir, 18.2.2011 kl. 14:37

3 Smámynd: Elle_

Frétt í kanadísku blaði gegnum The Associated Press, óbeint kallandi ICESAVE skuld okkar með því að tala um endurgreiðlsu eins og ICESAVE-STJÓRNINNI er tamt.  Hver er Gudjon Helgason sem gefur slíkar rangfærslur upp erlendis?  Og það í The Associated Press þaðan sem það fer um allan heim http://www.canadianbusiness.com/markets/headline_news/article.jsp?content=b5995227

Ætlar hann að skrifa brenglaðar fréttir erlendis eins og eftirfarandi ´fréttamaður´ hefur lengi gert um ICESAVE í Reuters?:
HINN ÓÐÁÐI FRÉTTARITARI REUTERS Á ÍSLANDI.

Elle_, 18.2.2011 kl. 15:57

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Elle þið eruð yndisleg. Sá í ath.semda dálki svör ykkar Jóns Vals, barátta ykkar fyrir réttlæti er aðdáunarverð.  

Helga Kristjánsdóttir, 18.2.2011 kl. 16:18

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég geti betur séð en Icesave séu hluti af inngöngusamningum við Meðlimaríki EU. Breta séu að tryggja stöðugar tekjur til eilífðar af Íslandi. 

Hér fylgja mjög góðar skilgreiningar með myndum af lánshæfi, sem sanna þvílíkur hópur af illa menntuðum aðlinum er inn á þingi og í stjórnsýslunni.

Bæði ofurverðtrygging Jóhönnu og co. um 1983 hækkar vaxtakosta Íslands gagnvart erlendum lánadrottnum  stökkbreytta langtímalánsformið sem  var tekið hér upp þegar Íbúðalánsjóður um 1998 kom upp stórhækkar þá og veð-bólga sem fylgir því að hafa 100% subprime lánagrunn étur í sjálfum sér Ísland að innan og gat ekki annað valdið hruni hér.

Sjá Moodies: http://www.moodys.com/researchdocumentcontentpage.aspx?docid=PBC_79004  

Svo var tilgangurinn sem leiddi til Evrópsku Sameiningarinnar að koma í veg fyrir vopnuð stríð milli aðila, en alls ekki að hætta hefðbundnum efnahagslögsögu stríðum um flottustu stjórnsýsluna.  Samanber lokuð innri keppnina á hinu fjölmörgu Meðlima séreignar stríðsvöllum um markaðssetningu sinnar tækni og fullvinnslu.  Það er alls ekki markmið að hafa eitt þjóðartungumál í EU, eða eitt mál innar hverar þjóðar sem allar stéttir skilja sama skilningi. Bæði eru þetta landamæri milli ríkja og tryggja yfirburði yfirstétta Meðlimaríkjanna.  Menningar arfleið EU er ekki menningararfleið Íslands. 

Því miður gera margir barnalegir þingfulltrúar sé ekki grein fyrir svo "common sense" staðreyndum um Ríki EU.  Íslendingar voru ein þjóð um landnám því allir skildu orðin sömu merkingum.

Hernaðarhugsum er flestum yfirstéttum Meðfædd.  Hún er nauðsynleg til áhrifa innan EU.  Þetta er spurning um gæði og varasjóði en ekki fjölda misvitra þegna.

Fróður á Íslandi þarf ekki að vera það í augum Ríkja annars menningargrunns.

Júlíus Björnsson, 18.2.2011 kl. 16:44

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég geti ekki betur séð

Júlíus Björnsson, 18.2.2011 kl. 16:45

7 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Ég ætlaði að fara  að leiðrétta þig Júlli

Guðmundur Júlíusson, 18.2.2011 kl. 17:27

8 Smámynd: Elle_

Ég bendi á að verið er að grafa undan undirskriftasöfnuninni gegn ICESAVE og kalla framtakið ólöglegt, en ég var að enda við að svara vitleysu um söfnunina: http://blogg.visir.is/eos1944/2011/02/18/kjosais/

Já, Helga, við erum nokkur búin að svara rangfærslum um ICESAVE lengi og víða.  

Elle_, 18.2.2011 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband